SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 24.01.2010, Blaðsíða 8
8 24. janúar 2010 Brett Favre fæddist í Gulfport, Mississippi, 10. október 1969, en ólst upp í smábænum Kiln. Um æðar hans vætlar fjölbreytt blóð, m.a. franskt og blóð Choctaw-indíána. Faðir Favres, Irvin, þjálfaði ruðningslið hans í skóla en athygli vakti að hann lagði mun meiri áherslu á hlaupa- en kastkerfi. Favre gekk að eiga Deönnu Tynes árið 1996 og eiga þau tvær dætur, Brittany, tuttugu ára, og Breleigh, tíu ára. Favre hefur verið umsvifamikill í við- skiptum, dyggilega studdur af foreldrum sínum. En faðir hans er nú látinn. Mæðginin sendu frá sér bók árið 2004, þar sem fjöl- skyldan er í brennidepli. Favre hefur líka verið mikilvirkur á sviði góðgerðarmála og hefur gefið meira en tvær milljónir Bandaríkjadala til þess mála- flokks í heimaríki sínu. Fénu hefur hann m.a. safnað gegnum árlegt golfmót, sem kennt er við hann, og fjáröflunarkvöldverði þar sem færri komast að en vilja. Favre og fjölskylda hans eiga og reka steikhús í Green Bay, Wisconsin. Brett Favre hefur notið mikillar vel- gengni á löngum ferli og sett fjölmörg met af ýmsu tagi í NFL-deildinni. Þegar Favre stjórnaði Minnesota Vikings til sigurs gegn sínum gömlu vinnuveit- endum, Green Bay Packers, í október síð- astliðnum varð hann fyrsti leikstjórnandinn til að leggja hvert einasta lið í NFL að velli eftir að þeim var fjölgað í 32 árið 2002. Stíft var baulað á hann í leiknum. Enginn leikmaður í sögu deildarinnar hef- ur byrjað fleiri leiki í röð, 285 talsins. Frá 1992 til 2010. Sé úrslitakeppnin talin með eru leikirnir 307. Enginn leikmaður hefur lagt upp fleiri snertimörk í sögunni, 497. Dan Marino er annar í röðinni með 420 stykki. Enginn leikstjórnandi hefur skilað liðum sínum lengra með sendingum sínum, eða 69.329 jarda, og enginn átt fleiri heppn- aðar sendingar, 6.083. Favre hefur ellefu sinnum verið valinn í stjörnuleik NFL, Bro Bowl, síðast á þessum vetri. Góðgerðir og metaregn Brett Favre umkringdur varnarmönnum Carolina Panthers í leik í NFL-deildinni skömmu fyrir jól. Reuters einasta leik í sextán ár. Favre leiddi Packers í tví- gang í sjálfan úrslitaleikinn og fór með sigur af hólmi í annað skiptið, 1997. Í mars 2008 tilkynnti tárvotur Favre að hann hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna. Á blaða- mannafundi kom fram að hann treysti sér til að spila áfram en ekkert nema Ofurskálin myndi full- nægja kröfum hans. Sá draumur væri óraunhæfur með hliðsjón af mannaafla hjá Packers. Um sumarið sá Favre sig um hönd. Upplýsti að hann vildi leika áfram. Forsvarsmenn Packers gól- uðu aftur á móti ekki af gleði, höfðu gert aðrar ráð- stafanir. Aaron Rodgers var nýi leikstjórnandinn. Þá óskaði Favre eftir því að vera leystur undan samningi við félagið. Því var hafnað. Eftir japl, jaml og fuður samþykktu Packers að skipta við New York Jets á Favre og valrétti í nýliðavalinu árið eft- ir. Favre byrjaði með látum hjá Jets, setti m.a. per- sónulegt met þegar hann lagði upp sex snertimörk í leik gegn Arizona Cardinals. Liðinu gekk vel í upp- hafi en er leið á tímabilið fjaraði undan því. Axl- armeiðsl háðu Favre á lokasprettinum og skömmu eftir að leiktíðinni lauk tilkynnti leikstjórnandinn að nú væri hann endanlega sestur í helgan stein. H ann hætti. Byrjaði aftur. Hætti aftur. Talaði um að byrja aftur en hætti við. Byrjaði svo á endanum aftur. Und- anfarin tvö ár hafa verið skrautleg hjá bandarísku ruðningskempunni Brett Favre. Leik- stjórnandinn litríki er orðinn fertugur en hefur sjaldan verið betri en á yfirstandandi leiktíð, sinni fyrstu með Víkingunum frá Minnesota. Hann hefur fallið að liðinu eins og flís við rass. Favre lagði m.a. upp 33 snertimörk í riðlakeppni NFL-deildarinnar sem er hans besti árangur frá árinu 1997 og varð á dögunum elsti leikstjórnandinn til að vinna leik í úrslitakeppninni. Nú er hann kominn með sína menn alla leið í undanúrslit, Víkingarnir mæta New Orleans Saints á útivelli á sunnudag. Í húfi er sjálfur leikurinn um Ofurskálina, stærsti íþróttaviðburður í Bandaríkjunum. Ferill Favres er afar glæsilegur en hann er á sínu nítjánda ári í NFL-deildinni. Hann byrjaði þó ekki vel. Favre var valinn af Atlanta Falcons í nýliðaval- inu 1991, 33 í röðinni, í trássi við vilja þjálfarans, Jerrys Glanvilles. „Það þarf flugslys til að ég setji þennan mann í liðið,“ varð honum að orði. Glanville neyddist þó til að setja Favre inn á í nokkrar mínútur þennan vetur. Fyrsta sendingin sem hann reyndi hafnaði í höndunum á varn- armanni andstæðinganna sem hljóp með tuðruna sem leið lá inn í endamarkið. Favre reyndi þrjár aðrar sendingar á leiktíðinni, þær mistókust allar. Keyptur þrátt fyrir kolbrandinn Fáum kom á óvart þegar Fálkarnir losuðu sig við Favre sumarið 1992. Vilji Green Bay Packers til að hreppa hnossið vakti meiri athygli en fram- kvæmdastjórinn, Ron Wolf, samdi við leikmanninn þrátt fyrir andmæli lækna félagsins sem greint höfðu Favre með kolbrand í mjöðm. Kolbrandur er skortur á blóðflæði inn að beini og getur leitt til hrörnunar. Ekki háði bévaður brandurinn Favre. Strax í þriðja leik kom hann inn í lið Packers vegna meiðsla Dons Majkowskis og leit aldrei um öxl. Lék hvern Illa hefur farið um kappann í steininum því í júní á síðasta ári, skömmu eftir að hann hafði und- irgengist aðgerð á öxl, ljóstraði Favre því upp að hann gæti vel hugsað sér að taka fram skóna á ný og leika með Minnesota Vikings en hann var á þeim tíma laus allra mála hjá Jets. Rúmum mánuði síðar tilkynnti hann Víkingunum að ekkert yrði af end- urkomunni. Málið var þó síður en svo úr sögunni því 18. ágúst upplýstu Víkingarnir að Favre yrði að- alleikstjórnandi þeirra á komandi vetri. Favre fékk lítið hól í ruðningsheimum fyrir að slá sífellt úr og í. Einhverjum þótti hann vera að eyði- leggja arfleifð sína með þessari „athyglisþörf“. Favre er samningsbundinn Víkingunum fram á næsta ár en í ljósi sögunnar er ómögulegt að segja hvað hann gerir í vor. Sérstaklega landi Víkingarnir Ofurskálinni. Það er freistandi að hætta á toppnum. Favre hefur brett upp ermar Sá aldni gengur í endurnýjun lífdaga hjá Minnesota Vikings Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Ruðningur er ekki leikur fyrir kveifar, svo sem við- ureign Vikings og Chicago Bears gefur til kynna. Reuters Brett Favre er margt til lista lagt. Þannig hefur hann reynt fyrir sér sem leikari í sjónvarpi og komst meira að segja alla leið á hvíta tjaldið í þeirri margrómuðu gamanmynd There’s Something About Mary árið 1998. Þar lék kapp- inn sjálfan sig, ef svo má að orði komast, en aðalpersón- an, leikin af Cameron Diaz, sýndi honum áhuga. Ekki var Favre tilnefndur til verðlauna fyrir frammistöðu sína. Leikkonan ástsæla Cameron Diaz. Reuters Brett Favre er einn fremsti leikstjórn- andi sem sögur fara af vestra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.