SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 16

SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 16
Þarna er örugglega að finna mikinn sannleika. „Það er ekki hægt að ímynda sér hvernig það er að vera fangi í eigin líkama og ekki hægt að lýsa tilfinningunni sem því fylgir,“ segir Erlingur. En þolinmæði er sannarlega dyggð þegar svo er komið og aðstandendur verða að reyna að sætta sig við að allt tekur lengri tíma en áður. „Það hefur verið mér mjög erfitt hve tímasetningar Erlings standast illa því ég á erfitt með að þola það þegar fólk er of seint,“ segir Sigríður. Erlingur nefnir að erfitt sé að skipuleggja daginn ná- kvæmlega en eiginkonan segist stundum halda að Græna- vatnsgenunum sé um að kenna! Erlingur er frá bænum Grænavatni í Mývatnssveit. „Ég er ósjálfrátt farin að margfalda með tveimur ef hann segist koma eftir hálf- tíma …“ Þau gera að gamni sínu. Hann kveðst oft ansi lélegur á morgnana, lengi í gang og í kulda sé hann enn lengur að öllu en annars. Það hafi til dæmis berlega komið í ljós þegar þau voru í Þýskalandi hve liprari hann var þegar hlýtt var í veðri. Þar hafa þau dvalið í tvígang, eitt ár í senn, þegar þau fengu hvort sitt námsleyfið. Lyfjaskammtana þarf að stilla miðað við veður en Er- lingur bætir við (allt að því innan sviga) að einn tappi af koníaki sé besta hjálpartækið! „Það getur munað mikið um einn sopa,“ segir hann og þau nefna dæmi því til stað- festingar. Þetta sé þó líklega ekki til eftirbreytni. Sigríður nefnir mikilvægi þess að gera fólki grein fyrir því hvaða þjónusta er í boði. Erlingur hefur tvívegis farið á sjúkra- og endurhæfingastofnun í Þýskalandi þar sem starfandi eru, að þeirra sögn, afar færir sérfræðingar. Hann segist hafa verið kominn í þrot 1995; ári áður en hann fór utan í fyrra skiptið. „Ég vann meira en ég þoldi og það var líka mjög mikið að gera hjá Siggu.“ Þau segja viðhorfið til parkinsonveikinnar annað í Þýskalandi en hér heima. „Þar þykir það sjálfsagt að sjúk- lingur komi inn með reglulegu millibili og vel sé farið yfir öll hans mál. Munurinn á þjónustunni er ofboðslega mikill þar og hér.“ Sjúkrasamlagið greiðir fyrir þjónustuna, kostnaðurinn sé vissulega töluverður en Sigríður segist sannfærð um að betra sé fyrir alla að fólk geti haldið áfram að vinna og greiði skatta sína og skyldur til samfélagsins í stað þess að hið opinbera þurfi að greiða því bætur. „Sigurhæðakaflinn var mögulegur vegna þess að ég komst á stofnunina í Þýskalandi,“ fullyrðir Erlingur og vísar þar til þess að í sex ár veitti hann forstöðu Matthías- arhúsi – Húsi skáldsins (og síðari hluta tímabilsins raunar einnig Davíðshúsi). Rak þar bókmenntastofnun og kenndi sjálfur á fjölda námskeiða enda ekki peningar fyrir hendi til að borga öðrum en forstöðumanninum, sem var í upp- hafi í hálfu starfi. „Forstöðumaður er svo sem aldrei í hálfu starfi. Frekar að það sé maður í fullu starfi á hálfum laun- um.“ Erlingur hafði verulegan metnað fyrir starfinu á Sig- urhæðum, fólk sýndi því mikinn áhuga en á sínum tíma fannst honum hann aldrei koma nægilega miklu í verk. Að hann hefði ekki verið sá frumkvöðull sem hann vildi vera. „Þegar ég lít til baka átta ég mig hins vegar á því að ég kom ótrúlega miklu í verk og miklu meira en mig minnti.“ Hann sagðist hafa ákveðið það strax og verkefnið á Sig- urhæðum hófst að hætta áður en það veslaðist upp með sér og stóð við það. „Það veslaðist hins vegar upp eftir að ég hætti því enginn var ráðinn í staðinn. Það þótti mér verst.“ Sérhæfingin skiptir máli Erlingur hrósar starfsfólkinu á þýsku stofnuninni, sem nefnd var áðan, í hástert. „Ég fékk að vita meira um stöðu sjúkdómsins, einkenni, lyfjagjöf og þess háttar á einu kvöldi fyrst eftir að ég kom þangað en á átta árum þar á undan hér heima.“ Síðar var Erlingur á Reykjalundi og þau Sigríður árétta bæði að þar geri sérfræðingar vitaskuld sitt besta en mun meiri sérhæfing ytra geri það að verkum að fólk sé færara. Viðhorfið þar sé vissulega einnig annað. „Kyrrsetan er verst af öllu; maðurinn verður að reyna á sín mörk,“ segir Erlingur. Hér er hann við hesthúsið sitt ásamt Lappa en þangað fara þeir félagarnir saman á hverjum degi. Ljómalind, Hnoss (dóttir Freyju), Svaðilfari (faðir Sleipnis) og Hófvarpnir (hestur Gnár) eru á meðal hesta Erlings. Í húsi nú eru líka Jöfur og Geisli en Helena fagra fjarverandi í tamningu. 16 14. mars 2010 Sjúkdómur eins og parkinsonsveiki er stund- um feimnismál og Sigríður er gjarnan spurð hvernig Erlingi líði. Jafnvel þótt hann sé sjálf- ur í grenndinni. Hún bendir fólki oft á það, í fullri vinsemd, að best sé að spyrja Erling sjálfan að því hvernig hann hafi það. Það minnir þau á gamlan brandara: Manni í hjólastól er færður kaffibolli og eiginkona hans, sem stendur við hlið mannsins, er spurð: Notar hann sykur? „Fólk óttast kannski að ég þoli ekki spurn- inguna eða vilji hlífa sjálfum mér. Þetta er eins og við jarðarför; maður gengur ekki bein- línis til móts við þann dauða,“ segir Erlingur. Sigríður telur að flestum í þessari stöðu, hvort sem það er hinn veiki eða aðstandandi, þyki engu að síður gott að fá spurningar en viðkomandi gangi ekki lengra í svörum en hann treystir sér sjálfum til. Fólk sé misjafn- lega opinskátt. Þegar spurt er um framtíðina segir Erlingur: „Ég tel vonlítið að ég lifi það að lækning finn- ist á þessu. Gangurinn er sá að sjúkdóm- urinn versnar en ég reyni að komast af með aðstoð góðra manna en verð líklega háðari henni enn frekar.“ Hann lítur á Sigríði konu sína. Erlingur segir mestu máli skipta að lifa og njóta hverrar stundar. Hafist menn ekkert að séu þeir búnir að vera. „Kyrrsetan er verst af öllu; maðurinn verður að reyna á sín mörk.“ Vísar þar til þess að hann sinnir hestum sín- um daglega. „Ég óttast ekki dauðann, miklu frekar tímann þar til hann kemur.“ „Ég óttast ekki dauðann“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.