SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Blaðsíða 36
36 14. mars 2010 A f jörðu ertu kominn, að jörðu skaltu aftur verða. Þeir eru eflaust ekki margir sem velta fyrir sér hvernig þeir geta verið umhverf- isvænir eftir eigin dauða og látið ofangreind orð ganga hraðar fyrir sig. Það er þó eitthvað sem við verðum að huga að í núverandi fólksfjölgun og aukinni kröfu á umhverfisvernd. Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, hönnuður hjá Stud- iobility, hefur undanfarið verið að þróa líkkistu og duft- ker úr pappamassa með fjöldaframleiðslu hér á landi fyrir innlendan og erlendan markað í huga. „Hugmyndin að þessu kviknar út frá því að það er verið að framleiða vörubretti úr pappa sem þola mikla þyngd og mig langaði að finna aðra vöru sem myndi henta inn í þetta framleiðsluferli. Endurvinnsla er hringrás eins og lífið og þar sem við deyjum öll á end- anum ákvað ég að hanna líkkistur,“ segir Guðrún spurð út í hvaðan hugmyndin kom. „Líkkisturnar eru hannaðar þannig að þær brenna hraðar í líkbrennsluofninum og grotna hraðar í jörðinni, það þarf ekki að fella tré fyrir kistusmíðina og kisturnar geta staflast og þar með tekið minna pláss en ella. Kist- urnar yrðu gerðar úr pappa sem færi annars úr landi til endurvinnslu. Það sem þarf í svona pappaframleiðslu er orkan og hana höfum við fram yfir aðrar þjóðir og við höfum getu til að gera þetta. Hugsunin er að fullvinna vöruna hér heima, þannig að meira fjármagn verði eftir í landinu,“ segir Guðrún sem býður blaðamanni upp á kaffi í vinnustofu Studiobility við Grandagarð. Duftkerin viðráðanlegri Það er gamla kísilgúrverksmiðjan í Mývatnssveit sem framleiðir pappavörubrettin og hafði Guðrún hana upp- haflega í huga til framleiðslu á líkkistunum en það hefði krafist nýrrar vinnslulínu auk þess sem skotið hefði skökku við umhverfissjónarmið framleiðslunnar að keyra mestallan pappan að sunnan norður og svo til hafnar. „Við erum nú í samvinnu við Íslenska gámafélagið, þeir eru komnir vel á veg með hugmyndir að endur- vinnsluþorpi í Gufunesi og okkar hugsjónir fara saman. Þar er húsnæðið, starfskraftar og höfn. Að hluta til er þekkingin komin en það þarf samt meira til að koma kistuframleiðslu af stað, t.d. meira fjármagn, styrkur úr Duftkerið er skreytt með blóminu Gleym mér ey líkt og líkkistan. Byggingin inn í kerinu er til styrkingar á því. Ruglukollarnir eru hreint ekki ólíkir rúll- unum í lögun og til margs nytsamlegir. Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir hannar lík- kistur og duftker úr endurunnum pappa og Ruglukolla úr endurunnu rúllubaggaplasti Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Guðrún Lilja hefur alltaf haft áhuga á endurunnum efnum. Morgunblaðið/Ernir Umhverfis- væn útför Auroru-sjóðnum hefur hjálpað til að koma þessu af stað, en við höfum allt þetta hugvit hérna auk þess sem þetta yrði atvinnuskapandi. Hugmyndin er að setja upp verk- smiðju í Gufunesi sem gæti gert þetta og það er hægt að framleiða margt fleira úr pappa en kistur og duftker, enda rosalegt magn af pappa sem fellur til,“ segir Guð- rún. Hún tekur fram að hönnun sé mikil rannsókn- arvinna sem tekur tíma og því séu enn þrjú til fimm ár þangað til fyrstu kisturnar gætu farið að sjást. „Þetta er þolinmæðisvinna en tæknin fyrir minni hluti er til og ákváðum við því að byrja á duftkerunum sem eru viðráðanlegri. Fyrsta prufueintakið af þeim er að koma til landsins og verður til sýnis á Hönnunarmars um næstu helgi.“ Ekkert eggjabakkaútlit Aðspurð segir Guðrún að ekki sé mikið framboð af um- hverfisvænum líkkistum eða duftkerum. „Það er til ein tegund af líkkistu úr pappamassa sem er alveg hand- gerð. Síðan er til kista úr bylgjupappa og það eru líka til kistur úr bambus og viðarkvoðu en engar með hefð- bundnu útliti. Kisturnar mínar eru eins í útliti og hefðbundnar við- arkistur eru í dag; þó að eitthvað sé gert úr pappa þarf ekki að vera eggjabakkútlit á því. Framboð á svona kistum passar inn í þá umhverf- isvakningu sem er í gangi núna, en það þarf að koma notkun á þeim inn í hugsunarháttinn hjá fólki. Þó marg- ir myndu velja svona kistu er ekki þar með sagt að ætt- inginn myndi gera það. Því verður þessi kista að vera samkeppnishæf og með gæðin sem venjuleg kista hefur. Það hefur verið mikil rannsóknarvinna í gangi núna, við erum að skoða hvernig framleiðsluaðferðir eru og hefur Jónatan Smári Svavarsson verið með mér í mark- aðsrannsóknum og Ólafur Ómarsson vinnur mest með mér í hönnun og vöruþróuninni. Við höfum meðal ann- ars verið að skoða siðfræði og hefðir og viðhorf fólks út í Líkkisturnar, sem eru gerð- ar úr endurunnum pappa, eru fallegar og svipar mjög til hefðbundna líkkistna. Haus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.