SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 27
6. júní 2010 27 É g veit ekki hvort ég var heppinn eða óheppinn að vera staddur á bókmenntahátíðinni í Lille- hammer á meðan lokasprettur bæjar- og sveit- arstjórnarkosninganna á Íslandi var hlaupinn. Ég kaus að vísu áður en ég fór ef eldfjöllin gerðu mig að strandglópi í Noregi og Norðmenn sætu uppi með enn eitt skáldið einsog til forna. Í þeirra sporum hefði ég gengið fyrir konung til að yrkja honum drápu í von um að hann bjargaði landinu. En til þess kom ekki. Flugvélin flaug á tilsettum tíma, enda fær enginn að bjarga Íslandi nema Alþjóðagjaldeyrirssjóðurinn og hann bjargar eng- um nema hann fái leyfi til að ræna hann. Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn hefur gefið út fyrirskipun um að auðlind- ir verði einkavæddar, að íbúðir skuldugra fjölskyldna fari á nauðungaruppboð í október, en samkvæmt töl- fræðinni er það um þriðjungur íbúða. Þá má einnig lesa í samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins að Icesave-skuldin verði gerð upp líktog engin þjóðaratkvæðagreiðsla hafi farið fram. Eva Joly orðar eðli þeirrar skuldar svona: „Ísland, þar sem eru einungis 320 þúsund íbúar, sér nú fram á að þurfa að axla margra milljarða evra skuldabyrði sem langstærstur hluti þjóð- arinnar ber nákvæmlega enga ábyrgð á og ræður alls ekki við að greiða.“ En bæjar- og sveitarstjórnarkosn- ingarnar snerust ekki um þessi grundvallaratriði, þó þau séu einsog leiktjöldin á bak við þetta allt saman. Ég nefni þetta vegna þess að byrðarnar sem íslensk stjórnvöld vilja leggja á almenning eru til að bjarga skuldbindingum sem einkarekin fjármálafyrirtæki hafa stofnað til víða um heim. Þetta er staða Íslands eftir sigurgöngu og hrun nýfrjálshyggjunnar, þeirrar stefnu sem ötulast vann að einkavæðingu sameiginlegra verðmæta þjóðfélagsins, en síðastliðna þrjá áratugi hefur sú stefna teygt anga sína um allan heim í krafti hnattvæðingar sem enn er allsráð- andi. Þess vegna rís fólk upp og dregur þetta kerfi í efa; og það gerist vitaskuld á heimsvísu. Spurningin er þessi: Af hverju á almenningur að axla ábyrgð á fjármála- kreppu auðstéttarinnar, bara til að auðstéttin geti haldið áfram einsog ekkert hafi í skorist? Nú reynir á hvaða skilyrðum verður fylgt: verða það skilyrði fjár- málastofnana og banka eða velferð og hagsmunir al- mennings? Þetta baksvið verða menn að hafa í huga þegar nýafstaðnar bæjar- og sveitarstjórnarkosningar eru metnar, en þar sem umræðan á Íslandi miðast við að fela þennan kjarna málsins þá er niðurstaða kosning- anna borðleggjandi og skiljanleg. Í stuttu máli vann grínframboð kosningarnar, en grín- urunum er að vísu full alvara, þannig að grínið er ekkert grín. Já, grín er alltaf alvara, enda hafa ekki allir grínarar húmor fyrir sjálfum sér. Flokkurinn kallaði sig Besta flokkinn og munaði litlu að hann fengi hreinan meiri- hluta. Þá væri borginni alfarið stjórnað af skemmtikröft- um, þó ekki hafi allir í Besta flokknum starfað sem slíkir. Eins hafa hinir grafalvarlegu stjórnmálamenn úr hefð- bundnu flokkunum oft verið aðhlátursefni og stundum hlegið að þeim um allt land. Á síðasta kjörtímabili voru fjórir borgarstjórar og það væri auðvelt að skrifa gam- anleikrit um þann tíma, nema hvað sorgleg spilling- armálin skyggja á grínið; hvort heldur er sala á borg- areignum, næstum því einkavæðing Orkuveitunnar og gjafalóðir til auðmanna. Það er því enginn hissa þó stjórnmálamönnum sé sýnt rauða spjaldið. Já, allt er þetta mjög skrýtið, en í raun ekkert skrýtið. Allt er að koma fram sem hlaut að koma fram, fyrr eða síðar. Fylgið hrundi af öllum stjórnmálaflokkum en framboð sem enginn hafði hugmynd um að væru til fyrir nokkrum vikum sópuðu til sín atkvæðum. Stjórn- málamenn fengu fingurinn, einsog sagt er, enda margir þeirra nátengdir spillingarmálum sem allir vissu um en nú hafa verið gerð opinber í rannsóknarskýrslu Alþingis. Það er í raun óþarfi að skrifa skáldsögur á Íslandi þessa dagana, því þær gerast í raunveruleikanum. Ísland er einsog raunveruleikaþáttur, eldgos í beinni útsendinu og fjármálakreppa sem breytir bankastjórum í eftirlýsta glæpamenn. Fyrrverandi bankastjóri Kaupþings er eft- irlýstur af Interpol, einmitt maðurinn sem sífellt var að hóta að flytja til útlanda ef hann gæti ekki skammtað sér laun að vild. Nú þarf að sækja hann með lögregluvaldi, því hann neitar að mæta á lögreglustöðina en heimtar að lögreglan komi út til London og ræði við hann heima hjá sér. Hægt er að tala um karnívalisma, situationisma, ímyndunarafl, kröfu um breytingar, kröfu um alþýðu- völd, uppgjöf, bjartsýni, vonleysi, von. Allt eftir því hvernig á málin er litið. Stjórnmálamenn reyna að túlka þetta sem skilaboð en þeim var bara einfaldlega hafnað. Þeir líta í eigin barm og komast að þeirri niðurstöðu að þeir séu ekki nógu skemmtilegir. Nú fara þeir sjálfsagt á námskeið og læra að segja brandara og ímyndunarhönn- uðirnir skipuleggja miðilsfundi með látnum skemmti- kröftum. Svona gerist ekki nema þegar eitthvað mikið er í aðsigi. Ég þyrfti hálfan árgang af blaðinu til að koma þessu öllu til skila, en þó er ekki hægt að segja skilið við bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar á Íslandi án þess að víkja fáeinum orðum að leiðtoga Besta flokksins, Jóni Gnarr, sem er með skemmtilegri mönnum, frábær uppistandari og leikari af guðs náð. Hann lýsir sjálfum sér á eftirfar- andi hátt: „Ég hef leikið, skrifað, leikstýrt, unnið við auglýsingagerð og búið til gommu af gamanþáttum. Og ég hef leikið stór hlutverk í nokkrum bíómyndum. Lík- lega lít ég á sálfan mig sem eins konar hugmyndasmiðju. Ég hugsa mjög mikið. Hugur minn er einsog flugvöllur, einsog Heathrow. Þar er aldrei lokað; það er alltaf ein- hver að koma og fara, en enginn stoppar, því ég er mjög gleyminn. Ég er sjálfsprottinn maður og ég hef aldrei farið troðnar slóðir að neinu marki – ég hef enga form- lega menntun.“ Unglingur gerðist hann pönkari, einn þeirra fyrstu á landinu, að eigin sögn. Sem pönkari var hann oft laminn í klessu, bæði fyrir að vera pönkari, rauðhærður og skrýtinn. Þá hætti hann að mæta í skólann og varð hluti af pönkurunum í biðskýlinu við Hlemmtorg. Þessu lífi fylgdi talsverð óregla. Þegar hefðbundin fíknefni þraut gripu pönkararnir til sjóveikistaflna og sumir þeirra gengu fyrir bensíni einsog bílar. Þessari veröld er að nokkru leyti gerð skil í heimildarmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar Rokk í Reykjavík. Eitt sinn var nýi borg- arstjórinn okkar næstum því dáinn af pilluáti en hann hefur braggast og úr honum ræst. Hann hefur ort ljóð, skrifað skáldsögur og búið til kvikmyndir og sett á svið ótal gjörninga, nú síðast þann að verða borgarstjóri. Ég man eftir þeirri sögu frá 1980 þegar útlendir blaða- menn komu til Reykjavíkur til að skrifa um unglingana í Reykjavík, pönkarana, en hróður þeirra barst út fyrir landsteinana. Blaðamennirnir lögðu leið sína í miðbæinn að kvöldlagi og fundu nokkra pönkara í skúmaskoti við Austurstræti. Með þeim var snyrtilega klæddur maður, nokkru eldri en þeir. Þegar blaðamennirnir spurðu hver hann væri þessi maður sögðu pönkarnir: „Þetta er nýi borgarstjórinn, Davíð Oddsson,“ en Davíð Oddsson var þá nýkjörinn borgarstjóri. Kannski var Jón Gnarr einn af pönkurunum í skúmaskotinu og kannski er hann nýr Davíð Oddsson, enda hóf Davíð feril sinn sem gam- anleikari og grínisti í útvarpi. Ég veit ekki hvort Karl Marx vilji blanda sér í málin og segja að sagan endurtaki sig, fyrst sem harmleikur, síðan sem skrípaleikur. Allt það mun tíminn leiða í ljós; en við borgarbúar erum til- búnir að vera Jóni Gnarr innan handar og finna jafn- vægið þarna á milli. Gamanleikararnir taka völdin Morgunblaðið/Eggert Þegar leikarar byrja að leika stjórnmálamenn breytast stjórnmálamenn ekki sjálfkrafa í leikara, heldur kemur í ljós að þeir eru líka leikarar. Hlut- verkið er bara svo samgróið persónum þeirra að leikurinn er þeim fúlasta alvara. Raun- veruleikinn er þeirra svið, og þar ganga þeir um með vald sitt, þó auðvitað sé búninga- hönnun í gangi, ímyndarvinna og spuni … Skoðun Einar Már Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.