SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 06.06.2010, Blaðsíða 32
32 6. júní 2010 L jóst er að olíulekinn í Mexíkóflóa er eitt al- varlegasta olíuslys sem átt hefur sér stað í heiminum og það versta sem komið hefur upp í bandarískri lögsögu. Leita þarf aftur til árs- ins 1991 til þess að finna alvar- legri olíuslys á heimsvísu. Enn er þó alls óljóst hversu alvarlegt slysið kann að verða þegar upp verður staðið, einkum þar sem enn hefur ekki tekist að koma alfarið í veg fyrir að olía berist úr borholunni sem hún lekur úr. Talið er að milljónir lítra af olíu hafi lekið úr holunni á degi hverjum síðan 20. apríl sl. þeg- ar sprenging og eldsvoði í kjöl- far hennar olli því að borpall- urinn sem dældi olíu upp úr henni sökk í hafið. Ekki er enn ljóst hvað nákvæmlega olli sprengingunni sem varð 11 manns að bana, en ekki hefur enn gefist svigrúm til þess að rannsaka það til hlítar. Bandarísk yfirvöld hafa frá upphafi komið beint að aðgerð- um á vettvangi olíuslyssins og þá einkum í gegnum banda- rísku strandgæsluna sem stjórnað hefur aðgerðum á staðnum í samstarfi við hags- munaaðila. Umhverfi og efnahagur í hættu Öll áhersla hefur verið lögð á að koma böndum á olíulekann og hindra eins og kostur er frekari útbreiðslu olíunnar. Óhag- stæðar vindáttir að undanförnu hafa leitt til þess að olían hefur borist að ströndum Bandaríkj- anna og er hún þegar farin að valda alvarlegri mengun. Sam- tals hefur vel yfir 200 kílómetra strandlengja orðið fyrir meng- un af völdum olíunnar og ógnar hún viðkvæmu dýralífi og efna- hagslífi á svæðinu, þ.m.t. ein- um af auðugustu fiskimiðum Bandaríkjanna. Fyrir vikið hef- ur verið gripið til þeirrar ör- yggisráðstöfunar að loka rúm- lega þriðjungi af fiskimiðum á svæðinu fyrir veiðum. Þá setur mengunin stórt strik í reikn- inginn fyrir ferðaþjónustu á svæðinu sem skiptir miklu máli fyrir efnahag þess. Bandarísk stjórnvöld hafa lýst því yfir að allt verði gert til þess að koma böndum á olíu- lekann og verja umhverfið fyrir mengun af völdum hans og hefur m.a. bandaríski herinn verið virkjaður í því skyni. Yf- irvöld í Louisiana-ríki hafa lýst yfir neyðarástandi vegna áhrifa mengunarinnar á strandlengju ríkisins. Olíumengun hefur einnig náð ströndum Flórída, Alabama og eyja undan strönd Missisippi. Þá fylgjast yfirvöld í Mexíkó náið með þróun mála, en enn sem komið er hefur ol- ían ekki borist að ströndum landsins. Það kann þó að breyt- ast. Einnig er talið mögulegt að áhrifa af olíulekanum kunni að gæta upp eftir austurströnd Bandaríkjanna og jafnvel langt út á Atlantshaf, ekki síst með hjálp Golfstraumsins sem liggur frá Mexíkóflóa og norðureftir. Miklar áhyggjur eru einnig af því hvaða áhrif fellibyljir kunna að hafa á útbreiðslu olíunnar en fellibyljatímabilið er að hefjast um þessar mundir á svæðinu. Reynt að stöðva lekann Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að koma í veg fyrir frekari leka úr borholunni hafa þær til þessa annaðhvort runnið alger- lega út í sandinn eða ekki skilað nægjanlegum árangri. Meðal þess sem reynt hefur verið var að koma sérstökum hjálmi fyrir á hafsbotninum yfir borholuna til þess að hindra útbreiðslu ol- íunnar. Sú tilraun mistókst hins vegar og sömu sögu er t.a.m. að segja um tilraun til þess að moka jarðvegi yfir holuna og loka henni síðan með stein- steypu. Þá komu fram hug- myndir fyrir helgi um að nota sprengiefni til þess að loka bor- holunni, jafnvel kjarnorku- sprengju, en bandarísk stjórn- völd hafa hins vegar lýst því yfir að ekkert slíkt standi til. Nú síðast var reynt fyrir helgi að saga olíuleiðsluna sem lek- inn er úr í sundur með aðstoð dvergkafbáts sem búinn var sérútbúinni sög. Ætlunin var í framhaldi af því að koma sér- stökum tappa í leiðsluna og loka henni. Nokkur árangur náðist við að saga leiðsluna þar til sögin festist og gekk erf- iðlega að losa hana. Það hafðist þó að lokum og tókst að koma tappa í leiðsluna aðfararnótt föstudags. Vonast er til þess að í framhaldinu verði hægt að veita mestu af olíunni upp í tankskip, jafnvel að allt að 90%. Myndir sýna þó að enn streymir olía og gas úr borhol- unni af miklum krafti. Ástæðan Atburðarás 20. apríl Sprenging og eldsvoði verður í olíuborpalli áMexíkóflóa sem verður 11 manns að bana. 22. apríl Borpallurinn sekkur í hafið. 25. apríl Fyrstu tilraunir til þess að stöðva olíuleka úr borpallinum með aðstoð dvergkafbáta mistakast. 29. apríl Barack Obama, Bandaríkja- forseti, lýsir því yfir að ekkert verði til sparað til þess að stöðva olíulekann og að BP beri ábyrgð á hreinsun olíunnar. 30. apríl Bandarísk stjórnvöld tilkynna að ekki verði heimilt að bora eftir olíu á nýjum stöðum fyrr en ljóst er hvað olli spreng- ingunni. Forstjóri BP lýsir yfir fullri ábyrgð á olíuslysinu og afleiðingum þess. 2. maí Bandarísk stjórnvöld hefjast handa við að loka fiskimiðum sem ógnað er af olíulekanum. 7. maí Tilraunir til þess að koma sérstökum hjálmi yfir borhol- una til þess að hindra frekari olíuleka renna út í sandinn. 11.-12. maí Forstjórar BP og rekstraraðila borholunnar eru kallaðir fyrir bandaríska þingnefnd og sakaðir um vanrækslu og brot gegn öryggisreglum. 16. maí Bandarísk stjórnvöld grípa til víðtækari ráðstafana til þess að loka fiskimiðum á svæðinu. 19. maí Tilraunir til þess að stífla borholuna hefjast. 28. maí Forstjóri BP tilkynnir að olíuslysið hafi kostað fyrirtækið nær einum milljarði banda- ríkjadala. 29. maí Tilraunir til þess að stífla borholuna renna út í sandinn. 1. júní Hlutabréf BP falla um 17% í bresku kauphöllinni (34% frá 20. apríl). Bandarísk stjórnvöld tilkynna að höfðað verði dómsmál vegna olíuslyssins. 2. júní Tilraunir hefjast til þess að saga í sundur olíuleiðsluna og koma tappa í hana. Erfiðlega gengur að saga leiðsluna. Fleiri fiskimiðum lokað. 4. júní Hlutbréf BP hækka um 4,6% eftir að fréttir berast af því að tekist hafi að koma tappa í olíuleiðsluna. Enn er þó gríðar- legur olíuleki úr leiðslunni. Versta olíuslys í sögu Bandaríkjanna Erfiðlega hefur gengið að stöðva olíu- lekann í Mexíkóflóa. Olían hefur borist að suðurströnd Bandaríkjanna og ógnar umhverfi og efnahagslífi svæð- isins. Mengun vegna olíunnar gæti borist austur fyrir Bandaríkin og út á Atlantshafið. Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Heimild: Bandaríska strandgæslan, BP, NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration) * Fram að 3. júní Olíulekinn við strendur Bandaríkjanna Óvissa Olíuleki kl. 17:00 sunnudaginn 6. júní skv. spám MiðlungsLítil Olía við strendurMikil FLORIDA Deepwater Horizon Sprenging í olíuborpalli og eldsvoði 20. apríl, sekkur 22. apríl. Mexíkóf ló i LOUISIANA ALABAMA BANDARÍKIN GEORGIAMISSISSIPPI New Orleans MobileGulfport 100 km Svæði sem lokað hefur verið fyrir fiskveiðum Hugsanleg útbreiðsla olíu KANADA DREIFING OLÍU MEXÍKÓ KÚBA JAMAÍKA PÚERTÓ RÍKÓ BANDARÍKIN FLÓRÍDA Nýfundnaland Nova Scotia Myndin sýnir hversu mikið magn af heildarolíunni sem lekið hefur úr borholunni gert er ráð fyrir að geti dreifst með hafstraumum. Enn streymir mikil olía úr borholunni. Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.