Ísfirðingur


Ísfirðingur - 03.06.1967, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 03.06.1967, Blaðsíða 2
2 ISFIRÐINGUR Vlgefcuidi: Samband Framsóknarfélaganna í Vestfjarðakjördæmi. Iiilstjórar: Halldór Kristjánsson og Jón Á. Jóhannsson, áb. AfgreiSslumaOur: Guðmundur Sveinsson, Engjavegi 24, sími 332. ________________________________________________________ Lejrnivopn Bjarnasona Stjórnarandstæðingum hefur smám saman tekizt að leiða það í Ijós á framboðsfundum livað muni vera í gulu bókinni, þeir Sigurður Bjarnason og Matthías Bjarnason hafa hampað á fundum og sögðu í fyrstu að væri Vestfjarðaáætlun í heilu lagi. Þetta er skýrsla Norðmanna, sem var f jölrituð ’65 og er kölluð tillögur um 5 ára framkvæmdaáætlun fyrir Vestfirði. Eng- um manni hafa þeir Bjarnasynir leyft að líta í þessa bók og hefur það oft vakið almennan lilátur á framboðsfundum hve vandlega þeir hafa varið þetta leynivopn sitt fyrir annara aug- um jafnframt því, sem þeir segja, að allir Vestfirðingar skuli fagna áætluninni og vinna með sér að framkvæmd hennar. í erindi því um byggðaáætlanir, sem Jónas Haralz flutti á fulltrúaráðsfundi sambands íslenzkra sveitarfélaga 10. marz 1966 segir hann frá þeim undirbúningi að Vestfjarðaáætlun, sem gerðar hafa verið. Þar segir í fyrsta lagi, að norskur maður hafi tekið „að sér að undirbúa samgönguáætlun fyrir Vestfirði, er yrði sérstakur hluti hinnar almennu áætlunar. Þessari samgönguáætlun var lokið fyrir um það bil ári síðan, eða snemma á árinu 1965 og fjár var aflað til að framkvæma hana með láni frá Viðreisnarsjóði Evrópu í Strassborg.“ Um þennan þátt hafa menn vitað, þar er engin leynd eða ágreiningur. Hins vegar segir Jónas Haralz síðan: „Aðalskýrsla Norð- mannanna var tilbúin fyrir nokkru, en frá áætluninni í heild hefur þó ekki endanlega verið gengið af íslenzkum yfirvöld- um. Það mun þó væntanlega verða gert fljótlega.“ Það er þessi „aðalskýrsla Norðmannanna" sem mun vera leyniplagg Bjarnasona en enn mun það eiga við, sem Jónas Haralz sagði fyrir ári síðan: „Frá áætluninni í heild hefur þó ekki endanlega verið gengið af íslenzkum yfirvöldum“ en það er einmitt það, sem þeir Bjarnasynir ætluðu að blekkja menn til að trúa með leynivopninu. Jónas Haralz segir,a ð þessi „aðalskýrsla norðmannanna“ sé Oyggð á því, að það sé „ekki hægt að skýra fólksfækkunina á Vestfjörðum með því, að fólk hafi verið að flytja þaðan til þess að fá atvinnu, sem það ekki gat fengið heima“. Hér vita heimamenn betur. Árlega flytja ýmsir frá Vest- fjörðum vegna þess live atvinnuhættir eru hér einhæfir. Þeir flytja beinlínis og eingöngu til þess að fá atvinnu sem þeir geta ekki fengið heima. Þetta er ægilegur grundvallarmisskiln- ingur við svona áætlunargerð. Þá kynni að vera, að einhverjum Vestfirðingum þyki þessar upplýsingar Jónasar Haralz fréttnæmar. „Aftur á móti voru hinir norsku sérfræðingar eindregið á þeirri skoðun, að í fyrirsjáanlegri framtíð væri ekki hægt að tryggja öruggt vegasamband á milli Vestfjarða og annara landshluta. Töldu þeir, að það væru mikil mistök að leggja í ærinn kostnað til þess að, skapa slíkt samband.“ Þannig er sú „Vestfjarðaáætlun“ sem þeir Bjamasynir hampa sér til ágætis en halda leyndri fyrir kjósendum. Hinsvegar er það krafa Vestfirðinga almennt, að leyndinni Guðmundur Óskarsson: þrír PramsBknarþinðmunn af Mjörðnm Menn þurfa að hafa gert upp við sig, áður en þeir ganga inn í kjörklefann 11. júní n.k. hvort þeir eru á- nægðir með stefnu þeirrar ríkisstjórnar, er setið hefur að völdum síðastliðin tvö kjörtímabil, eða hvort þeir vilja taka upp aðra stefnu i stjórn þjóðarbúsins. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur verið skipulagslaus fjárfesting eftir getu og geðþótta hvers og eins. Þetta hefur leitt af sér að fjármagnið hefur leitað í alls konar brask og spákaup- mennsku. Innflytjendur gling- urs og kökubotna hafa blómstrað. Húsabraskarar hafa komizt í álnir og verzl- unarhallir rísa og verðbólgan magnast. Flelztu afskipti stjórnarinnar af peningamál- um þjóðarinnar er að binda hluta af sparifé landsmanna i Seðlabankanum ef það mætti verða til þess að stöðva nokkra báta í að afla þjóð- inni gjaldeyris. Einnig má ekki gleyma því er þeir hlaupa til og lækka gengi krónunnar er launþegum tekst að bæta kjör sín eitthvað. Við Framsóknarmenn höfum ieyft okkur að kalla stefnu stjórnarinnar stjórnleysi og kjörorð okkar í þessum kosn- ingum er stjórn í stað stjórn- leysis. Tilviljunarlögmálið í fjárfestingar og peningamál- um segir til sín á öllum svið- um þjóðlífsins. Frystihús eru að stöðvast vegna reksturs- fjárskorts á sama tíma og ný eru í byggingu. Framkvæmda- menn eyða dýrmætum tíma sínum í peningastofnunum í von um úrlausn. Milljóna fjár festingar eru gagnslausar vegna þess að það fást ekki nauðsynleg lán til þess að ljúka þeim. Þannig er stjórn- leysið á öllum sviðum. Við Framsóknarmenn viljum breytta stefnu í efnahagsmál- um þjóðarinnar. Við viljum koma á heildarskipulagi á þjóðarbúskapinn skv. fyrir- fram gerðum áætlunum, þar sem þau verkefni, er mest eru aðkallandi, sitja í fyrir- rúmi. Undirstöðuatvinnuvegir þjóðarinnar verði efldir og vísindaleg þekking notuð í þágu atvinnuveganna í stór- auknum mæli. Við viljum Iryggja launþegum réttláta hlutdeild í þjóðartekjunum. 1 þessum kosningum er ekki aðeins kosið á milli flokka, heldur um grundvallar stefnu í þjóðarbúskapnum, það er kosið milli tilviljanafálms í fjárfestingu annarsvegar og skipulagsbundinnar áætlunar í fjárfestingum hinsvegar. Heildarskipulag á vinnu og fjármagni, samfara vísinda- legri þekkingu, er eina leiðin til þess að skapa hagsæld al- þjóðar. Sjálfstæðisflokkurinn, sem er umboðsaðili fjármagns og sérréttinda, hefur verið trúr þeirri köllun sinni að gera þá ríku ríkari, en hann hefur brugðist vonum þeirra er héldu að hann væri baráttu- flokkur fyrir efnalegu sjálf- stæði einstaklingsins. Mögu- leikar manna til þess að eign- ast húsnæði hafa aldrei verið minni en nú. Verðbólgan hef- ur sprengt upp annan bygg- ingarkostnað og vextir aldrei verið hærri en nú. Dugnaðar- og atorkumenn standa nær ráðþrota með atvinnutæki sín vegna lánsfjárkreppunnar. Þessvegna munu margir af fyrri kjósendum Sjálfstæðis- flokksins nú kjósa framfara- stefnu Framsóknarflokksins. Alþýðuflokkurinn, þessi fyrr- um baráttuflokkur launþega hefur algjörlega brugðist hlutverki sínu. Baráttumál flokksins hafa orðið að víkja fyrir valdagræðgi og bitlinga- fýsn forustumanna flokksins. Stefna stóra og litla íhalds- ins hefur verið svo nátengd, að þar hefur engan greinar- mun verið hægt að gera. Framsóknarflokkurinn er orð inn annar stærsti flokkurinn í kaupstöðum landsins, ekki síst fyrir það að hann hefur á raunhæfan hátt barist fyi'ir hagsmunum verkalýðs- og launastéttanna og borið þau fram til sigurs. Alþýðuflokks menn ættu að hugleiða það að eini möguleikinn til að velta forustumönnum Alþýðu flokksins úr íhaldsflatsæng- inni er að stórefla Fram- sóknarflokkinn í kosning- unum 11. júní. Með því einu er hægt að knýja fram j breytta stjórnarstefnu. Stjórnarandstæðingar hafa átt þrjá menn á þingi fyrir þetta kjördæmi. Nú hefur það skeð, að formaður Alþýðu bandalagsins, Hannibal Valdi- marsson, hefur dregið fram- boð sitt til baka hér í kjör- | dæminu, vegna innri átaka í hans flokki og eru möguleikar Alþýðubandalagsins fyrir kjör dæmiskosnum manni þar með horfnir. Við sem teljum okk- ur vinstrimenn í þjóðmálum og höfum starfað innan Sósía listaflokksins og Alþýðubanda lagsins og kynnast vinnubrögð um kommúnista, vitum af sárri reynslu að það er úti- lokað að byggja upp lýðræðis- sinnaðan verkalýðsflokk í sam vinnu við kommúnista. Margir góðir baráttumenn hafa áttað sig um seinan á þessum stað- reyndum og hætt afskiptum af þjóðmálum, vegna þess að þeir hafa séð að öll orka þeirra og starf hafa farið í innbyrðis baráttu við kommún ista. Þau átök, sem nú eiga sér stað í Alþýðubandalaginu eru ekki ný, sá skoðanamunur sem er milli kommúnista og vinstrimanna hefur sagt til sín frá upphafi og hlýtur að leiða til uppgjörs fyrr eða síðar. Framboð Hannibals í Reykjavík er ekkert uppgjör og ekki nein lausn á skipu- lagsmálum Alþýðubandalags- ins, heldur skapar þá upp- lausn að enginn veit hvað hann er að kjósa saman ber að fylgjendur Hannibals hér á Vestfjörðum sem kjósa Al- þýðubandalagið eru kannske að kjósa Eðvarð Sigurðsson á þing, þann mann sem helst vildi Hannibal feigan. Við vinstrimenn eigum ekki að eyða orku okkar í innbyrðis baráttu meðan verkefni kalla allstaðar á okkur. Vinnandi stéttir þjóðfélagsins verða að sameinast í einum stórum öfl- ugum íhaldssandstöðuflokki, það þjónar engu nema íhald- inu að vera tvístraðir. Okkur fer sífjölgandi fyrverandi Al- þýðuflokks- og Alþýðubanda- lagsmönnum, sem höfum gert okkur þetta ljóst og tekið stöðu innan raða Framsóknar flokksins, flokks sem byggð- ur er upp úr islenzkum jarð- vegi og er stærsti íhaldsand- stöðuflokkurinn. Ef Alþýðu- bandalagsmenn meina eitt- sé svipt af þessum málum og þeir séu hafðir með í ráðum um framtíð sína. Þá væri þetta allt reist á traustari grunni. Tvö ár eru liðin síðan gerðar voru tillögur að 5 ára fram- kvæmdaáætlun. Þar við situr. Hvenær skyldi verða búið að vinna úr þeim tilögum og taka ákvarðanir, svo að fram- kvæmdaárin megi renna upp?

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.