Ísfirðingur


Ísfirðingur - 03.06.1967, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 03.06.1967, Blaðsíða 3
ÍSFIRÐINGUR 3 Lokahátíð Lokahátíð Tónlistarskólans á isafirði fer fram í dag kl. 4,30. Lokahátíð Tónlistarskól- ans er jafnan mjög fjölbreytt og ánægjuleg samkoma. Framííðin.... Framhald af 1. síðu i efnahagslífið og magni verð- bólguna. Við Framsóknarmenn leggj- Urn áherzlu á, að þetta sé ekki gert með höftum, held- Ur skipulegri byggðaþróun, ^eð framkvæmdaáætlunum, sem nái til allra hinna fjöl- mörgu þátta þjóðlífsins, fræðslumála, samgöngumála, raforkumála, félagsmála, hús- næðismála og atvinnumála. Við leggjum á það höfuðá- herzlu, að áætlanir á þessum hinum ýmsu sviðum séu gerð ar með sem nánustu samstarfi ríkisvaldsins, atvinnufyrir- tækja og einstaklinga á hverjum stað og skerði ekki, heldur efli, heilbrigt frjálst framtak og athafnaþrá og hugmyndaflug einstaklings- ins. Og umfram allt verður að gera slíkar áætlanir fyrir opnum tjöldum." Síðan talaði Steingrímur Um að stjórnarandstæðingar yæru í meirihluta á Vestfjörð um og að Framsóknarflokkur- inn ætti þar vaxandi fylgi að fagna. Hann varaði við að hjósa Alþýðubandalagið, því hjósendur á Vestfjörðum gætu ekkert vitað hvern þeir væru að kjósa með því að kjósa það. Steingrímur Hermannsson sagði að lokum: »Eini möguleiki meirihlutans, stjórnarandstöðunnar á Vest- fjörðum í dag, til þess að fá Þrjá kjörna þingmenn, er því að kjósa Framsóknarflokkinn °g knýja þannig fram breytta stefnu í íslenzkum þjóðmál- 11 ni. Stefna Framsóknarflokks- ,r>s er stefna framtíðarinnar °g stefna vestfirzkrar æsku.“ hvað með því sem þeir segja að þeir vilji fella núverandi stjórn, vegna árása hennar a lífsafkomu almennings, hjósa þrír stjórnarandstæð- ir>gar sitji áfram á þingi fyr- lr þetta kjördæmi. Ég vil að lokum skora á aifa einlæga vinstrimenn að sameinast um Framsóknar- flokkinn og veita honum hrautargengi í kosningunum tf- júní Kjörorðið er: þrír Fram- sóknarmenn á þing fyrir Vest fjarðakjördæmi. Dánardægur. Guðmundur Pálsson, Mána- götu 3, Isafirði, frá Höfða í Grunnavíkurhreppi, er látinn. Hann andaðist aðfaranótt 2. þ.m. á 72. aldursári. Hans verður nánar minnst hér í blaðinu síðar. Afmæli. Jakob Falsson, smiður, Sundstræti 23 Isafirði, átti sjötugsafmæli 8. maí sl. Jakob er vel gefinn drengskapar- maður og hið mesta prúð- menni. INNLENT LAN RÍKISSJÓÐS ÍSLANDS 1967, 1. FL. Verðtryggð spariskírteini eru til sölu hjá bönkum bankaútibúum og sparisjóðum. SEÐLABANKI ISLANDS Húseignin Hrannargata 3, Isafirði, ásamt meðfylgjandi eignar- lóð er til sölu. Einnig er til sölu notaður barnavagn. Tilboð sendist undir- rituðum fyrir 9. júní n.k. Isafirði, 27. maí 1967. JÓN GUÐJÓNSSON. úðkið böð 0<j suhc) Það eykur vellíðan og lengir lífið. Opið frá kl. 8 á morgnana livern virkan dag. SUNDHÖLL ISAFJARÐAR. Auglýsino um kolaaforeiðslu Frá 1. júní 1967 verða kol, gljákol og koks aðeins afhent á mánudögum og fimmtu- dögum milli 4 og 5 e.h. Kaupféiag Isfirðinga Þakka öllum, er sýndu mér vinarhug á sjötugsafmæli mínu 8. maí sl. Jakob Falsson, Sundstræti 23, Isafirði. Fundarboð Aðalfundur Kaupfélags lsfirðinga, Isafirði, verður lialdinn í samkomusal félagsins í Kaupfélagshúsinu á lsafirði, sunnudaginn 4. júní 1967, og hefst hann kl. 10 f.h. DAGSKRA: 1. Fundarsetning. 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3. Skýrsla félagsstjórnar. 4. Skýrsla kaupíélagsstjórans. 5. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir árið 1966, til atkvæða- greiðslu. 6. Kosningar: a. Kosning félagsstjómarmanna. b. Kosning varafélagsstjómarmanna. c. Kosning aðalendurskoðanda. d. Kosning varaendurskoðanda. e. Kosning fulltrúa og varafulltrúa á fulltrúafund Sambands ísL sam- vinnufélaga. 7. Tillaga félagsstjómar um laun félags- stjómar og endurskoðenda. 8. önnur mál, sem fram kunna að verða borin. Isafirði, 5. maí 1967. Félagsstjórn Kaupfélags Isfirðinga Arður til hluthaía Á aðalfundi H.f. Eimskipafélags íslands, 12. maí 1967 var samþykkt að greiða 10% — tíu af hundr- aði — í arð til hluthafa, fyrir árið 1966. Arðmiðar verða innleystir í aðalskrifstofu félagsins í Reykja- vík og hjá afgreiðslumönnum félagsins um allt land. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS. Tilkynning til rafmagnsnotenda á orkuveitusvæði Rafveitu lsafjarðar. Frá 1. marz 1967 verður reikningum fyrir rafmagn aðeins framvísað á þriggja mánaða fresti. Orkuveitusvæðinu verður skipt í þrjá hluta og einn hluti tekinn fyrir á hverjum mánuði. Ennfremur vill Rafveita Isafjarðar vekja athygli rafmagnsnotenda á því að innheimtumaður fram- vísar reikningum aðeins einu sinni. Sé reikningur ekki greiddur verður skilin eftir tilkynning og ber þá að greiða reikninginn á skrifstofu rafveit- unnar innan 7 daga. Dragist greiðsla er rafveitunni heimilt að loka fyrir rafmagn með þriggja daga fyrirvara. RAFVEITA ISAFJARÐAR.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.