Ísfirðingur


Ísfirðingur - 03.06.1967, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 03.06.1967, Blaðsíða 4
Framboð Steingríms Hermannssonar 1 tilefni af greininni „Feimnismál Framsóknar" í síðasta Skutli vil ég segja þetta. Það er tilhæfulaus fjar- stæða, að Hermann Jónasson hafi ætlað eða reynt að koma Steingrími syni sínum í sæti sitt við framboðið 1963 og ekki skil ég,að Birgi Finns- syni sé greiði gerður með því, að gera hann ábyrgan fyrir þeirri sögu. Þó að Birg- ir sé kanske ekki mikill skör- ungur eru mér það vonbrigði ef hann hefur ekki dreng- skap til að taka nærri sér því líka smán. Ég var í þeirri nefnd, sem raðaði á framboðslista 1963 og veit það vel að Steingrím- ur var ekki nefndur þar í því sambandi. Hinsvegar skrif aði ég sjálfur tillögu að fundarályktun, sem þar var samþykkt einróma þess efnis, við teldum farsælast, að Her- mann skipaði efsta sæti list- ans. Ég átti engan hlut að skipun framboðslistans síðast- liðið haust, þar sem ég vildi lifa samkvæmt því, sem Sigur vin Einarsson orðaði þannig í mín eyru, að mennirnir sjálfir, sem til greina kæmu í efstu sætin, ættu ekki að vera að skipta sér af röðun- inni. Ég er persónulega sann- færður um það, að Hermann Jónasson hafi á engan hátt unnið að því, að koma Stein- grími í framboð hér, enda þótt hann vilji eðlilega hlut hans og flokksins sem beztan þegar á hólminn er komið. í framboðsnefndinni í haust voru skiptar skoðanir um það hvort Sigurvin ætti að halda áfram eða ekki en eftir að Bjami Guðbjömsson hafði verið samþykktur í fyrsta sæti mátti heita fullur ein- hugur um næstu sætin tvö. Nefndin óskaði þess að Stein- grímur Hermannsson skipaði þriðja sætið, baráttusætið. Auðvitað vissu menn, að reynt yrði að vinna gegn hon- um með því, að hann væri sunnanmaður og sonur Her- manns Jónassonar, en treystu því samt, að hann myndi reyn ast sterkur frambjóðandi. Og nú, þegar kynnin eru orðin meiri og reynsla fengin, veit ég ekki um nokkurn mann sem dregur það í efa að fram- boð Steingríms Hermannsson- ar er sterkt framboð og vel ráðið. Það hefur einkennt og ein- kennir þessa kosningabaráttu, að hún er fyrst og fremst bar- átta um Steingrím Hermanns- son. Það er á allra vitorði eins og það, að hann hefur unnið hugi manna svo, að jafnvel harðsnúnir flokks- menn annara flokka hafa opin berlega játað og yfirlýst að þeir bindi miklar vonir við þingmennsku hans fyrir Vest- firðinga. Þess vegna er það nú mesta áhyggjuefni allra frambjóð- enda annara flokka í Vest- fjarðakjördæmi hvernig þeir geti haldið atkvæðum frá Steingrími Hermannssyni og lista Framsóknarmanna. Halldór Kristjánsson. St j órnmálaf un dur Mánudaginn 29. maí sl. kl. 20,30 efndu ungir Framsóknar menn og ungir Sjálfstæðis- menn til almenns stjómmála- fundar í Alþýðuhúsinu á Isa- firði. Fundarsókn var mjög góð, eða eins margt fólk og í húsið komst. Fundarstjórar voru þeir Guðni Ásmundsson og Jens Kristmannsson. Frum mælendur frá Framsóknar- flokknum voru þeir Guðmund ur Hagalínsson frá Ingjalds- sandi og Ólafur Þórðarson, Súgandafirði. Frummælendur írá Sjálfstæðisflokknum voru þeir Guðmundur Agnarsson, Bolungarvík, og Þór Hagalín frá Núpi. Ræður frummælenda voru góðar, sérstaklega þóttu ræð- ur frummælenda Framsóknar- flokksins málefnalegar og vel fluttar. Ræða Guðmundar Agnarssonar var mun mál- efnalegri og betur flutt en ræða Þórs Hagalín, enda sneri hann sér óþarflega oft frá fólkinu í salnum. 1 frjálsum umræðum tóku til máls Pétur Sigurðsson, Magnús R. Guðmundsson og Sigurður Jóhannsson, sem all ir töluðu á vegum Alþýðufl. Sagðist Magnús vera úr hægri armi Alþýðufl., en hinir væru úr þeim vinstri. Kom það engum á óvart þó Alþýðu- fl. væri klofinn og ósamstæð- ur. Jökull Guðmundsson og Úlfar Ágústsson töluðu fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Er Sjálf- stæðisflokknum ráðlagt að nota þá sem allra oftast sem málsvara sína á opinberum fundum. Leifur Pálsson tal- aði fyrir sjálfan sig, en um- ræðuefnið var Bjarni banka- stjóri og Guðni Ásmundsson. Jón A. Bjarnason virtist tala Skutull er ennþá að sperrast við að halda því að fólki, að Alþýðuflokkurinn vinni eitt- hvað að hagsmunamálum al- þýðu með því að styrkja valdaaðstöðu Sjálfstæðis- flokksins í landinu. Hafa Al- þýðuflokksforingjarnir virki- iega þá vantrú á félagslegum þroska Vestfirðinga að þeir geti búist við að þeir kjósi frambjóðendur Alþýðuflokks- ins? Vestfirðingar vita vel, að forustuklíka Alþýðuflokks- ins hefur svikið öll sín fyrri stefnumál. Þeir vita að þeir sem ráða Alþýðuflokknum hafa gengið til liðs við og á mála hjá versta afturhaldi landsins, Sjálfstæðisflokknum, sem verið hefur og er ennþá höfuðandstæðingur hinna vinn andi stétta til sjós og lands og launastéttanna í landinu. Vestfirðingar vita að Alþýðu- flokksforustan er orðin svo bundin Sjálfstæðisflokknum og samdauna öllu hans at- hæfi, að þeir eiga nú enga ósk heitari, en að halda þessu samstarfi áfram að kosning- um loknum, ef þeir verða þess umkomnir, til þess enn að herða lánsfjárfjötrana og tor- velda íbúðabyggingar með því að kynda ennþá betur elda þeirrar dýrtiðar og óðaverð- bólgu sem Sjálfstæðisflokkur- inn og Alþýðuflokkurinn hafa búið til. Alþýðuflokkurinn hefur nú um hríð engan kjördæmakos- inn alþingismann átt í Vest- fjarðakjördæmi, af því að hann hefur glatað trausti fólksins, og það bendir ekkert til þess að hann ávinni neitt traust í náinni framtíð. Vegna eigin verka hangir Al- þýðuflokkurinn á horriminni um land allt og á henni mun hann hanga þar til hann yfir- gefur íhaldið og breytir um vinnuaðferðir. fyrir Alþýðubandalagið og A1 þýðuflokkinn, en lauk máli sínu án þess að komast að efninu. Að lokum töluðu aftur þeir Ólafur Þórðarson, Guðmundur Agnarsson og Þór Hagalín. Enginn vafi lék á því að málflutningi Framsóknar- manna var bezt tekið af fundarmönnum. Það sem lagt er til hliðar Á framboðsfundum hefur Birgir Finnsson og félagar hans lagt mikla áherzlu á það, að þeir voni að stjórnar samstarfið geti haldið áfram óbreytt og þeir fái að vera hér eftir sem hingað til undir vemdarvæng stóra flokksins. Hinsvegar leggja þeir Sigurð- ur og Matthías mikla áherzlu á það, að ekkert sé á Birgi að treysta og nú verði Sjálf- stæðismenn að treysta á sjálfa sig, Vita þeir sem er, að margir gamlir kjósendur þeirra vilja alls ekki greiða þeim atkvæði og óttast mjög að einhverjir þeirra kjósi litla bróður, en þætti að vonum sárt ef Birgir felldi Matthías, og væri þá lítil eftirtekja af heimaslátrun og annari fyrir- höfn. Hitt er greinilegt, að Al- þýðuflokksmenn vænta sér helst atkvæða frá Sjálfstæðis- flokknum enda biðja þeir engu síður að kjósa stjómar- flokkana en Alþýðuflokkinn. Birgir og félagar hans hrósa þvi mjög að flokksleg- ur ágreiningur hafi verið lát- inn víkja fyrir þjóðarhag. Hvað er flokkslegur ágreining ur? Stafar hann ekki af mis- munandi skoðunum á því hvemig eigi að stjóma með þjóðarhag fyrir augum? Hvernig er þá hægt að láta hann víkja meðan menn hafa skoðanir, sem ekki falla sam- an? Auðvitað hefur Alþýðuflokk- urinn lagt til hliðar allan á- greining við Sjálfstæðisflokk- inn um það hvort hér ætti að reka áætlunarbúskap, hafa einhverja stjórn á fjárfest- ingu, vinna að því að hús- næði fáist á sannvirði við kaup eða leigu o.s.frv., en það er alls ekki gert fyrir almannahag eða alþjóðarheill. Það eru stefnumálin, sem eru lögð til hliðar, vegna stólanna. En er þá ekki tímabært að leggja fiokkinn til hliðar? Siðasta hælið Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins hófu kosningabar- áttu sína með því að boða aðild íslands að efnahags- bandalagi, hampa lokaðri bók, sem menn áttu að trúa að væri fullmótuð áætlun um al- hliða framkvæmdir í atvinnu- málum, félagsmálum og menn ingarmálum og öðru eftirþví. En það hefur smá dregið af þeim enda sögðu menn eftir fundinn í Bolungarvík að all- ur vindur væri úr Sigurði frá Vigur og þá væri lítið eftir. Eina haldreipi þeirra nú er Atvinnujöfnunarsjóður og lög gjöfin um hana en þess er að gæta að Framsóknarmenn hafa lengi barizt fyrir fram- gangi slikrar sjóðstofnunar, — raunar með góðu fulltingi Gísla Jónssonar á sinni tíð. Atvinnujöfnunarsjóður er góð stofnun, en hann er ekki einkaeign stjómarflokkanna og ekki myndaður að þeirra frumkvæði. Kosningasfcrlfstofa Skrifstofa Framsóknarflokksins á ísafirði, Hafnarstræti 7, er opin kl. 1 til 10 síðdegis. Sími 690. Framsóknarfólk er hvatt til að koma á skrifstofuna, athuga kjörskrá og gefa upp- lýsingar.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.