Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 48
FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 29. DAGUR ÁRSINS 2010 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM»                       ! " #  $    $  ! %& '!&  !  ( )*+,+- *.+,- )*.,+ *-,.*/ *),/-* )+,0*) )*),-/ ),-)0* )1/,+/ )+/,1)  234  2 */" 5 6 3 *.). )*/,.- *.+,1 )*),.0 *-,.1/ *),1.7 )+,0+* )*),/* ),-)18 )11,8+ )+1,-) *8-,/-// %  9: )*/,8- *./,- )*),- *-,)7/ *),1+ )+,7*8 )**,)7 ),-*8- )11,17 )+1,1) Heitast 0 °C | Kaldast 8 °C Víða þurrt og bjart veður í dag. Kólnandi, frost 0 til 8 stig, kald- ast í innsveitum. » 10 Aðalskona vikunnar er skapmikil bar- áttukona og nuddar vöðvahnútana úr silfurstrákunum okkar. »44 EM Í HANDBOLTA» Sennilega eina amman TÓNLIST» Uni sendi nýverið frá sér sólóplötu. »45 Áfram halda sögu- sagnir um ofurparið Brad og Angelinu sem nú eru sögð öskra hvort á annað og svívirða. »45 BRANGELINA» Kvalræði Brads TÓNLIST» Fallinn er frá trymbillinn Jimmy „The Rev“. »42 TÓNLIST» Sigurrós hendir plötu og tekur frí. » 40 Menning VEÐUR» 1. Ísland í undanúrslit á EM 2. Asnaðist til að prófa þetta 3. María Sigrún les fréttir á RÚV 4. Arfleiddi söfn, félög og stofnanir  Íslenska krónan styrktist um 0,14% »MEST LESIÐ Á mbl.is  Samtök afurða- stöðva í mjólkur- iðnaði hafa ráðið Guðna Ágústs- son, fyrrverandi landbúnaðarráð- herra, til starfa. Guðni mun sinna hagsmunagæslu fyrir afurðastöðv- arnar og gæta þess að framleið- endur og afurðastöðvar nýti sem best tiltæka markaði hverju sinni, innan lands og utan. Guðni er hér á heimavelli því hann starfaði sem mjólkureftirlitsmaður hjá Mjólkurbúi Flóamanna á ár- unum 1976 til 1987. ATVINNULÍFIÐ Guðni haslar sér völl í mjólkuriðnaðinum á ný  Von er á nýrri bók um músina Maxímús Mús- íkús í vor frá Hall- fríði Ólafsdóttur, leiðandi flautuleik- ara í Sinfóníu- hljómsveit Íslands, og kollega hennar Þórarni Má Bald- urssyni víóluleikara. Þá er einnig verið að vinna að gerð tölvuleikjar um músina fyrir iPhone-síma hjá fyrirtækinu Fancy Pants Global í Hafnarfirði. Út frá honum stendur til að þróa leik fyrir vefsíðu Max- ímúsar. SÍ heldur útgáfutónleika fyrir nýju bókina í apríl. BÓKMENNTIR Önnur bók um Maxímús Músíkús og iPhone-leikur  Leikrit Krist- jáns Þórðar Hrafnssonar, Fyrir framan annað fólk, var sýnt fimm- tán sinnum í Hafn- arfjarðarleikhúsinu í haust og fékk góð- ar viðtökur. Nú hefur verið ákveðið að sýna verkið nokkrum sinnum í Iðnó, þrjú föstudagskvöld í febrúar. „Í þessu leikriti erum við að fjalla um viðkvæmt málefni, þegar innri öfl verða svo sterk að þau taka að stjórna lífi einstaklingsins og hann missir tökin á tilverunni,“ segir Krist- ján Þórður. LEIKLIST Fyrir framan annað fólk sett upp í Iðnó Eftir Ívar Benediktsson og Guðna Einarsson ÍSLENSKA landsliðið í handknatt- leik karla mætir heims- og ólympíu- meisturum Frakka í undanúrslitaleik á Evrópumeistaramótinu á morgun. Þjóðirnar mættust sem kunnugt er í úrslitaleik handknattleikskeppni síð- ustu Ólympíuleika. „Það liggur ekki fyrir fyrr en fyrripartinn á morgun [í dag] hvort við leikum fyrri eða seinni leikinn á laugardaginn,“ svaraði Ein- ar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, spurður í gærkvöldi hvort það lægi fyrir hvort viðureign Íslendinga og Frakka færi fram klukkan 13 eða 15.30 á laugardag, en þessir tveir leiktímar koma til greina. Um 600 til Vínarborgar Gríðarlegur áhugi er meðal lands- manna fyrir Evrópukeppninni og vilja margir komast til Vínarborgar um helgina og styðja við bakið á ís- lenska landsliðinu. Símalínur voru rauðglóandi hjá ferðaskrifstofum í gær, ekki síst eftir að ljóst varð að ís- lenska landsliðið væri komið í undan- úrslit. Að minnsta kosti þrjár ferða- skrifstofur hafa skipulagt ferðir með Íslendinga til Austurríkis síðla nætur aðfaranótt laugardags með heimferð á sunnudag. „Það er allt brjálað,“ sagði Helgi Eysteinsson, fram- kvæmdastjóri Vita, við Morgun- blaðið í gær spurður um fyrirspurnir og pantanir vegna væntanlegrar ferðar. Verði af ferðum þessara þriggja aðila má ætla að ekki færri en 600 Ís- lendingar haldi til Vínarborgar. Uppselt var á alla leiki um úrslita- helgina áður en mótið hófst. Allar ferðaskrifstofurnar segjast þó geta útvegað aðgöngumiða á leikina. Frakkar eru næstir  Gríðarlegur áhugi fyrir ferðum á EM í handknattleik í Vín um úrslitahelgina  Nokkur hundruð manns ætla sér að styðja við bakið á strákunum okkar ytra Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson NÝ útvarpsstöð, Rás 3, er far- in í loftið á slóðinni www.ras3.is, en það er Ómar Ómar hjá TFA og einn af helstu athafnamönnum ís- lenska hipp-hoppsins sem stendur að stöðinni. Er henni ætlað að höfða til yngra fólks og segir Ómar markmiðið að sinna þáttum sem RÚV gerir ekki. „Takmarkið er að koma á fót útvarpsstöð að fyrirmynd BBC Radio One og BBC Radio Extra,“ segir Óm- ar. „Þessar stöðvar hafa miklu meira hlutverk en bara að spila tónlist og selja auglýsingar. Fræðslu- og menningarefni fyrir ungt fólk er bara eiginlega ekki til í íslensku útvarpi.“ | 40. Útvarpsstöðin Rás 3 fer í loftið Hugsjónamaður Ómar Ómar DANÍEL Bjarnason er eitt helsta tónskáld okkar af yngri kynslóðinni og vílar ekki fyrir sér að ganga þvert á það sem leyfilegt þykir til þess eins að þjóna tónlistargyðjunni. Þannig kemur út plat- an Processions eftir helgina og það um heim allan. Platan kemur út á vegum Bedroom Community, íslenskrar útgáfu sem hefur helst haslað sér völl á sviði tilraunakenndrar raftónlistar, óhljóðalistar og eins konar danstónlistar. „Ef ég þyrfti að flokka hana myndi ég setja hana með klassíkinni, tilraunatónlist, jaðartónlist og raftónlist. Það vefst stundum fyrir fólki hvar á að staðsetja mig, en maður á bara að treysta á músíkina sjálfa,“ segir Daníel um plötuna. | 39 Illskilgreinanlegur Daníel Bjarnason gefur út plötuna Processions Tónskáld Daníel Bjarnason. Þótt margir fylgist spenntir með landsliði Íslands í handknattleik eru fáir jafnáhugasamir um strákana okkar og Herdís Albertsdóttir frá Ísafirði. Herdís, sem er orðin 101 árs, lætur það ekki á sig fá þótt sjónin sé orðin heldur döpur og heyrnin ekki jafnskörp og áður, heldur sest bara nær sjónvarpinu til að geta fylgst með köppunum leika listir sínar. Herdís er Ísfirðingur í húð og hár og býr nú á sjúkra- húsi bæjarins. Þegar Halldór Sveinbjörnsson, ljós- myndari Morgunblaðsins, heimsótti hana í gær sagðist hún alls ekki mega vera að því að ræða við hann enda leikurinn mikilvægur. Áhugi Herdísar á landsliðinu hefur ekki farið framhjá landsliðsstrákunum, en hluti liðsins færði henni treyju Kristjáns Arasonar, uppáhaldsleikmanns Herdísar, á hundrað ára afmæli hennar. hlynurorri@mbl.is Stuðningsmaður númer eitt er límdur við skjáinn þegar landsliðið spilar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.