Ísfirðingur


Ísfirðingur - 17.11.1994, Blaðsíða 2

Ísfirðingur - 17.11.1994, Blaðsíða 2
2 ISFIRÐINGUR Útgefandi: Kjördæmisráð Framsóknarmanna á Vestfjörðum. Blaðstjórn: Kristjana Sigurðardóttir, ritstjóri (ábyrgðarmaður) Aðrir í blaðstjórn: Magni Guðmundsson, Inga Ósk Jónsdóttir, Bergþóra Annasdóttir, Gréta Gunnarsdóttir. Pósthólf 253, ísafirði. Prentvinnsla: ísprent hf. ísafirði. LEIÐARI Maður í manns stað A fjölmennu kjördæmisþingi Framsóknarmanna á Vestfjörðum sem haldið var á Patreksfirði í sl. mánuði var samþykkt að ganga til prófkjörs vegna Alþingiskosninga á vori komandi. Fljótt skipast veður í lofti, því stuttu áður veiktist leiðtogi llokksins í kjördæminu og gaf hann því ekki kost á sér til áframhaldandi leiðtogastarfs á listanum. Ólafur Þ. Þórðarson hefur verið í fyrsta sæti á listanum síðastliðin kjörtímabil, hann var umdeildur en samt ákveðinn baráttumaður og segja má að hann hafi verið vinur litla mannsins hér í kjördæminu. Honum voru færðar heilla- og framtíðaróskir og ósk um góðan bata og vonandi sjáum við hann hressan og kátan bráðlega hér í kjör- dæminu. En maður kemur í manns stað, níu manns hafa gefið kost á sér til prófkjörs og þar af nokkrir í leiðtogastólinn. Allt er þetta dugmikið atorkufólk sem vill stuðla að bættum hag sinnar heimabyggðar og kjördæmisins í heild. Það er von okkar framsóknarmanna, að ílokkurinn sé í sókn hér vestra. Hér í blaðinu eru kynntar ályktanir þingsins. Þess er því að vænta að æ fleiri kjósendur hér vestra komi auga á, að treysta ekki lengur sundurþykku og margklofnu liði sjálfstæðis og alþýðu til áframhaldandi forustu í landsmálunum. Vestfirðingar! Tökum höndum saman og kjósum sterkt og dug- rnikið atorkufólk á lista framsóknar til að vinna kjördæminu far- sældar og heilla í framtíðinni. Tökum þátt í prófkjörinu 3. og 4. desember nk. - k. Anna Jensdóttir, Patreksfirði Anna er fædd í Reykjavík 18.12. 1953. Lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands vorið 1973. Fluttist til Patreksfjarðar íjúni 1973. Starfaði sem kennariþar til ársins 1988 er hún varð umboðsmaður Samvinnutrygginga og siðan VIS, síðan hefur hún gripið inn í sem forfallakennari hin síðari ár. Verið virk í kvenfélaginu og leikfélaginu á Patreksfirði. í stjórn Kaupfélags Vestur-Barðstrendinga í nokkur ár, einn af stofnendum Málfreyjudeildar ITC á Patreksfirði. Sl. vor var hún annar maður á lista Framsóknar til bæjarstjórnar Vesturbyggðar og oddviti Héraðsnefndar Barðstrendinga. Eiginmaður Önnu er Sigurður Viggósson framkvæmdastjóri og eiga þau 4 börn á aldrinum 8-20 ára. Hvers vegna? Vegna þess! Þegar stórt er spurt verður oft lítið um svör, en þegar ég er spurð að því af hverju í ósköpunum ég búi úti á landi og það á Vestfjörðum af öllum stöðum er ég ekki í vandræðum með að svara. Hingað flutti ég fyrir rúmu 2I ári, þá 19 ára Reykvíkingur sem aldrei hafði kynnst landsbyggðarlífi. Hér hef ég búið síðan, haslað mér völl, fundið sjálfa mig og eignast mína fjölskyldu og get hvergi annars staðar hugsað mér að ala upp börn. Auðvitað hefur það sína vankanta að búa á landsbyggðinni, en kostirnir við að búa þar eru meiri en gallarnir. En af hverju er ég að velta þessu upp núna? Jú því er auðsvarað, það er verið að reyna leynt og Ijóst að konia í veg fyrir af stjórnvöldum að við sem óskum eftir því að búa úti á landi getum lifað mannsæmandi líft. Stefnan er sett á Reykjavík, þar er „nafli“ alheimsins og þar eiga helst allir að búa hvort sem þeim líkar betur eða verr. Ibúar á Vestfjörðum virðast vera í „forgangshópi" hjá stjórnvöldum hvað varðar það að brjóta niður lífs- starf og sjálfbjargarviðleitni fólks í heilum landshluta og ef við ekki ger- um eitthvað fyrr en seinna vitum við ekki fyrr til en við verðum flutt nauðungarflutningum til suðvestur- hornsins. Nú segja eflaust einhverjir: „En hvað um Vestfjarðaaðsloöina?" Já, hvað um hana? Þegar hún loks- ins kemur til framkvæmda er hún allt of seint á ferðinni þannig að hún kemur ekki að hálfum notum, fyrir utan það að upphæðin er hlægilega lág og dugir ekki upp í nös á ketti, en um þessa aðstoð hefur verið talað eins og við Vestfirðingar séum al- gerir vesalingar sem ekkert getum sjálfir og það þurfi allt fyrir okkur að gera. Hvernig var það, voru það ekki 500 milljónir sem Málmblendiverksmiðj- an á Grundartanga fékk á sínurn tíma án þess að nokkuð veður væri gert út af þvf? Ekki þurfti að skipa stóra nefnd sem tók heilt ár í það að útdeila því fé og ekki hef ég heyrt talað um neina „aðstoð" þar, þetta þótti sjálf- sagður hlutur eins og það þykir sjálf- sagður hlutur að þessi sama verk- smiðja borgi aðeins einn áttunda hluta af því raforkuverði sem fisk- vinnslan þarf að greiða. Svo er talað um hvað þetta sé vel rekið fyrirtæki og forstjórinn kemur með sína þverslaufu fram fyrir alþjóð og lýsir því yfir hvað hann sé góður og hans fyrirtæki vel rekið. Nei takk! Nú verðum við sem búum hér á Vestfjörðum að fara að reka af okkur slyðruorðið og sýna það að hér búi fólk sem vill búa hér áfram og gera afkomendum sínum og öðrum kleift að búa hér lfka og kynnast því af eigin raun hversu gott það er. Afkoma okkar Vestfirðinga byggist fyrst og fremst á sjávarútvegi og landbúnaði, því skiptir miklu hvernig við göngum um auðlindir okkar til lands og sjávar. Ahersla verði lögð á vistvænar veiðar úti fyrir Vesttjörð- um til að friða landgrunnið og byggja þar upp aftur sterka fiskistofna. I landbúnaði verði tryggt að landshlut- inn sé sjálfum sér nógur með fram- leiðslu og áhersla verði lögð á þann búskap sem hentar svæðinu best. Eg sé fyrir mér aukningu í ferðaþjónustu sem byggir á sérstöðu svæðisins, hreinleika þess og óspilltri náttúru sem við verðum með öllum ráðum að varðveita með því að skipuleggja vel þann ferðamannastraum sem inn á Vestfírði kemur.Við verðum að gæta okkar á því að rasa ekki um ráð fram með því að flytja hráefni óunnið úr landi heldur setja okkur það mark að vinna allt okkar hráefni, bæði af landi og úr sjó að fullu hér heima og gera eins mikil verðmæti úr því og okkur er unnt. Við getum ekki sett markið á einhverja stóriðju heldur verðum við að fikra okkur áfram og byrja smátt og byggja síðan upp í kringum það, það er affarasælla þegar til lengri tíma er litið og gefur okkur meiri möguleika á því að geta búið hér á- fram án þess að vera álitin einhverjir þurfalingar eða bónbjargamenn. Við þurfum að styrkja skólana okk- ar og tryggja að jafnrétti til náms sé ekki bara í orði heldur á borði. Með því höldum við unga fólkinu í tjórð- ungnum og aukum líkurnar á því að það komi aftur til baka þegar það hefur lokið við að mennta sig, en þá þarf auðvitað að vera eitthvað fyrir það að sækja í. Góðir Vestfirðingar! Eg vil fá að búa hér áfram ásamt mínum og vil því gera það sem ég get til að tryggja að við fáum að búa hér áfrarn við mann- sæmandi lífskjör. Því leitaég til ykkar um stuðning í annað sæti á lista framsóknarmanna í prófkjörinu 3. og 4. des. nk. og ef þið veitið mér hann lofa ég ykkur því að ég mun vinna mínum landshluta eins vel og ég get, ég er ólöt til vinnu og nú hef ég tíma og fæ vonandi tækifæri til að leggja mitt af mörkum til að tryggja áfram- haldandi búsetu á Vestfjörðum. - AJ. Anna Margrét Valgeirsdóttir, Hólmavík Anna er fædd í Vestmannaeyjum 16. apríl 1964. Hún ólst þar upp en 16 ára gömul fór hún upp á fastalandið til að afla sér menntunar. Anna Margrét lagði stund á nám í félagsfræði við Háskóla fslands. Á vordögum 1992 fluttist hún til Hólmavíkur og hefur búið þar síðan. Síðustu árin hefur Anna Margrét verið húsmóðir en jafnframt verið umsjónarmaður félagsstarfs eldri borgara. Nú er hún tengiliður Vestfjarða fyrir Handverk reynsluverkefni. Síðustu 8 ár hefur Anna Margrét verið virk í starfi Framsóknarflokksins. Meðal annars var hún formaður Félags ungra framsóknarmanna í Fleykjavfk til tveggja ára, hún sat í stjórn Sambands ungra framsóknarmanna í 4 ár, þar af 2 í framkvæmdastjórn. Hún situr ímiðstjórn flokksins, stjórn kjördæmissambandsins og er formaður Félags ungra framsóknarmanna á Ströndum. Eiginmaður Önnu Margrétar er Höskuldur B. Erlingsson lögregluvarðstjóri og eiga þau 3 börn. Atvinnumálm, kosningamálin í vor Það er þjóðarnauðsyn að allir vinnu- færir menn hafi vinnu. Því verður það verkefni næstu ríkisstjómar að útrýma því atvinnuleysi sem núverandi ríkis- stjórn hefur kallað yfir okkur. Island býður upp á marga möguleika sem lítið eða ekki hafa verið nýttir fram að þessu. Sjávarútvegsmálin skipta Vestfirði afar miklu niáli. Kjördæmisþing Fram- sóknarflokksins hér á Vestfjörðum hefur ályktað að togveiðar skuli ekki vera stundaðar á landgrunninu innan við 25 mflur. Það er mikilvæg aðgerð til að fiskistofnarnir nái sér á strik. A síðustu árum hefur fiskvinnslan verið að færast í auknum mæli út á sjó. A móti því verður að skapa ný atvinnutækifæri í landi. Með meiri vinnslu á sjávarafurðum má skapa mun meiri verðmæti úr þeim afla sem kemur á land í dag. Það er fyrirsjáanlegt að aflaheimildir verða ekki auknar á næstu árum og því er eina leiðin til að auka atvinnu að skapa verðmætari vöru úr því hráefni sem við höfum úr að spila. 1 landbúnaði verðurekki hægt að skera meira niður án þess að heilu landsvæðin fari í eyði. Nokkur landsvæði í Strandasýslu eiga nú þegar á brattann að sækja. Landbún- aðurinn býr hins vegar yfir miklum ó- nýttum tækifærum. Framleiðsla á líf- rænu lambakjöti er raunhæfur kostur fyrir sveitir landsins á næstu árum. Stjórnvöld og samtök landbúnaðarins þurfa hins vegar að vinna að þessu máli saman og undirbúajarðveginn. Bændur sem hafa verið látnir skera það mikið niður að þeir eru komnir að hung- urmörkum, geta ekki lagt neitt af mörkum til að skipta yfir í lífræna framleiðslu og því þarf stuðning stjórnvalda til að koma slíkum framleiðslubreytingum á. Með vaxandi áhuga almennings á hollustu er farið að spyrja æ meira um uppruna neysluvara. Almenningur úti í hinum stóra heimi vill fá hreinar neysluvörur og ef rétt er á haldið geta þessar hreinu vörur komið frá Islandi. Stóriðja er ekki rétta svarið til að auka hagvöxt á Islandi ef við ætlum að selja landbúnaðarvörur út á hreina ímynd landsins. Smáfyrirtæki geta hins vegar skipt sköpum fyrir litla staði út á landi. Á síðustu árum hafa augu manna verið að opnast fyrir því að lítil fyrirtæki skila hlutfallslega meiru en stór fyrirtæki. Oftast er mun minna kostað til þegar smáfyrirtæki eru annars vegar og lítil hætta á að þjóðfélagið þurfi að taka á sig kostnað af stórgjaldþrotum. Því er það nauðsynlegt að smáfyrirtæki fái aukna fyrirgreiðslu á meðan þau eru að ná fót- festu. I litlum sjávarplássum þar sem at- vinnulíf er einhæft skiptir hvert starf við aðrar atvinnugreinar miklu máli. Á síðustu 2-3 árum hefur handverk og heimilisiðnaður dafnað á Vestfjörðum. Oft eru það konur sem standa að hand- verksiðnaði því konur eru duglegar við að bjarga sér þegar harðnar á dalnum. Ráðning atvinnufulltrúa kvenna hér á Vestfjörðum hefur skipt sköpum fyrir þessa starfsemi og hjálpað mörgum konum að koma sínum hugmyndum í framkvæntd og þegar hafa skapast nokkur störf sem eru bein afleiðing af starfi atvinnufulltrúans. Margir telja að störf atvinnufulltrúa sé fjáraustur út í bláinn. Eg tel að Elsa B. Guðmunds- dóttir atvinnufulltrúi hafi sannað hið gagnstæða. Starf hennar er sönnun þess hve lítið þarf að koma til frá stjórnvöld- um til að lyfta grettistaki. Lífskjör almennings Á síðustu árum hefur gjaldþrotum heimila stórfjölgað og ekki er séð fyrir endann á þeim hörmungum. Tap bank- anna vegna gjaldþrota er að verða gríð- arlegt. Bankarnir eiga orðið einhver ó- sköp af húsnæði sem ekki er hægt að selja. Til að mæta þessu hafa bankarnir ekki hækkað vexti heldur lagt illa dul- búna vexti á almenning í formi þjón- ustugjalda. Eg hef mikið velt því fyrir mér hvort aukning álaga á almenning í formi þjónustugjalds komi til með að minnka vanskil einstaklinga eða gera almenningi auðveldara að borga af lán- unum sínum. Ekki get ég fundið rök fyrir því, heldur er ég þeirrar skoðunar að einmitt vegna þessara stórauknu greiðslubyrði sem hefur verið lögð á skuldara eigi þeir enn erfiðara með að borga af lánum sínum. Því held ég að nú séu bankarnir farnir að elta skottið á sér. Álögur á almenning í formi skatta, bæði beinna og óbeinna hafa hækkað gríðarlega á síðustu árum. Menn undra sig á stórauknum vanskilum í húsnæð- islánakerfinu en átta sig ekki á því að með aukningu skatta á einstaklinga minnkar greiðslugeta og menn einfald- lega geta ekki staðið við fyrri skuld- bindingar. Eitt fyrsta verk nýrrar ríkis- stjórnar verður að vera að lækka skatta á þeim lægstlaunuðu með hækkun per- sónuafsláttar. Einnig verður að koma til móts við barnafólk, t.d. með hækkun bamabóta. Eg er þeirrar skoðunar að til að halda friðinn á Islandi verði að minnka ójöfn- uð meðal annars með því að leggja á fjármagnstekjuskatt. Þetta gera allar siðmenntaðar þjóðir, því hljótum við að geta gert það líka. Það er ofar mínunt skilningi að tekjur sem aflað er með tjárfestingu í verðbréfum séu rétthærri en tekjur sem aflað er með því að skera úr fiski. Forgangsverkefni næstu ára verður að minnka ójöfnuð á Islandi. Ef það verður ekki unnið að því með markvissum hætti þá verður ekki gott að búa á Islandi í framtíðinni. Það eru til margar leiðir til að minnka ójöfnuð og allt sem til þarf er vilji.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.