Ísfirðingur


Ísfirðingur - 17.11.1994, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 17.11.1994, Blaðsíða 4
\ Netagerð Vestfjarða hf. ísafirði, sími 94-5313 Utibú Hvammstanga, sími 95-12710 Pétur Bjarnason, ísafirði Sigurður Kristjánsson, Seifossi Pétur er fæddur á Bíldudal 12. 06. 1941. Lauk kennaraprófi árið 1964, skip- stjórnarprófi (pungaprófi) árið 1968, leiðsögumannaréttindi árið 1982, aukfjölda námskeiða af ýmsu tagi. Skóiastjóri á Bíldudal 1966-76, í Vamárskóla í Mos- fellssveit 1976-83. Fræðslustjóri Vestfjarðaumdæmis frá 1983. Varaþingmaður Framsóknarflokksins á Vestfjörðum frá árinu 1987. Hann er giftur Gretu Jónsdóttur skrifstofumanni og eiga þau tvö börn. Að trúa á landið Sigurður er fæddur 16. apríl 1941 og er kvæntur Kristínu R. B. Fjólmundsdóttur framkvæmdastjóra. Hann lauk prófi úr Samvinnuskólanum á Bifröst og stundaði sfðan framhaldsnám i samvinnufræðum. Starfaði sem innkaupastjóri hjá skrifstofu SÍS ÍLondon íeitt og hálft ár. Skrifstofustjóri Skipadeildar í 6 ár, kaupfélagsstjóri og framkvæmdastjóri Fáfnis á Þingeyri í 6 ár. Síðastliðin 12 ár hefur hann verið kaupfé- lagsstjóri Kaupfélags Árnesinga á Selfossi, en lét af störfum þar sl. vor. Yfirleitt er gaman að ferðast um Vestfirði. Náttúran er stórbrotin og fjölbreytt, hver hluti héraðsins hefur sín séreinkenni, ólík öðrum og fólkið er viðmótsþýtt og gestrisið. Um þessar mundir er þó margt með öðrum brag en oft áður. Atvinnulífið, sem byggist fyrst og fremst á sjávarútvegi og störfum honum tengdum, á í miklum erfiðleikum um þessar mundir. Aflasamdráttur, breytingar í útgerðarháttum, sem færa atvinnuma úr landi og út á sjó ásamt mjög erfiðri stöðu fiskvinnslufyrirtækja á Vestfjörðum setja sitt mark á mannlífið. Sam- dráttur hefur verið í landbúnaði um langt skeið. Fóik er kvíðafullt og bölsýni gætir víða. Og ekki að ástæðulausu. A þessum haustdögum er mikið fjallað um pólitík. Prófkjör og kosningaundirbúningur setja mark sitt á umræðuna manna á milli. Stjórnmálaástandið í landinu er mjög sér- kennilegt. Ríkisstjórnin hefur leitt hjá sér að taka á vanda atvinnuveganna, enda er henni ekki hægt um vik, þar sem vandamálin eru ærin í hennar eigin garði, þar sem hver höndin er upp á móti annarri. Við það bætist að yfir- lýst stefna hennar er að skipta sér ekki af at- vinnulífinu, heldur láta markaðslögmál ráða hvemig kaupin gerast áeyrinni. Vestfirðireiga ýmsa möguleika, sem gefa þarf gaum. Því hefur verið haldið fram að ferðamál séu van- þróuð á Vestfjörðum og þar hafi ekki verið unnið að markaðssetningu. Þetta er mjög fjarri lagi. Hið rétta er að í ferðamálum hefur verið unnið markvissar en víðast annars staðar. Hér hefur verið lagður traustur grunnur að upp- byggingu, sem mun skila sér í náinni framtíð. Á vegum Ferðamálasamtaka Vestfjarða var unnið merkilegt starf að stefnumörkun. Sú vinna mun skila sér í næstu framtíð. Hins vegar verða menn að gera sér grein fyrir því að ferðamál og atvinna þeim tengd eiga fyrst og fremst að vera stoðgrein, en sem siík getur hún veitt atvinnu og styrkt búsetu hér. Saga Vestfirðinga í aldanna rás sýnir að þar komust menn ávallt af þótt hart væri í ári, með því að nýta sér gæði lands og sjávar. Breyttir tímar með boðum og bönnum skekkja þessa mynd, en fram úr því verður að ráða. Það sem alvarlegast nú er bölsýnin, vantrú manna á að hægt verði að ráða fram úr vandamálunum sem að steðja. Kannanir hafa sýnt að ungt fólk er bölsýnna nú á tímum heldur en oft áður. Þetta lýsir sér í lífsflótta á vit vímuefna og innihaldslausra lífsnautna, í vaxandi tíðni sjálfsvíga meðal ungs fólks. Sömu kannanir hafa leitt það í Ijós þegar skoðaðir eru einstakir landshlutar, að á Vest- fjörðum er tíðni sjálfsvíga minni en annars staðar á landinu og veruleikaflóttinn ekki eins ráðandi og víða annars staðar. Þeirri stöðu megum við ekki tapa. Grundvöllur búsetu manna á Vestfjörðum hlýtur að byggjast á landinu og sjávarfangi. Hér hafa ætíð búið veiðimenn og bændur og svo mun verða áfram. Sjósókn frá Vestfjörðum var fyrir einungis fáum árum með því fullkomnasta og tækni- væddasta sem þekktist. Frá hverju sjávarplássi voru gerðir út einn eða fleiri skuttogarar, sem sköpuðu mikla atvinnu og góð lífsskilyrði. Nú hefur skipt um og mörgum finnst að við séum komin um hálfa öld aftur í tímann hvað snertir stærð bátanna, þótt útbúnaður þeirra sé að sjálfsögðu þróaðri. Hér er um mjög alvar- lega og hættulega þróun að ræða, sem vandséð er hvernig verður snúið við. Eins og staðan er nú virðist nauðsynlegt að verja það sem þó er fyrir hendi nú, það er rétt smærri bátanna til veiða og reyna að tryggja að þeir fái notið þeirra miða sem næst eru landinu. Kjördæmisþing framsóknarmanna á Vest- fjörðum í haust ályktaði um friðun veiðislóðar innan 25 mílna fyrir öðrum en vistvænum veiðum. Sveinbjörn Jónsson á Suðureyri hefur sett fram hugmynd um beltaskiptingu miðanna sem byggir á friðun grunnslóðar, þó framkvæmd hennar sýnist annmörkum háð. Án krókaveiðanna væri staða vestfirskra sjávarþorpa enn verri en nú á þessum sam- dráttartímum, og þær verður að verja með kjafti og klóm. Þá má geta þess að yfir stendur harð- vítug barátta um að halda því litla sem eftir er af kvóta í ýmsum byggðum hér vestra. Þá bar- áttu verður að heyja af fullri hörku. Góðir Vestfirðingar Ég hef gefið kost á mér til þátttöku í próf- kjöri Frantsóknarfiokksins á Vestfjörðum og lcita ná eftir stuðningi ykkar til að skipa fyrsta sæti á framboðslistanum. Ég hef starfað megnið af ævinni á Vest- fjörðunt og unnið flest störf sem þar tíðkast. Ég hef reynt að leysa þau störf vel af hendi og lieiti því að vinna ykkur svo vel sent ég get, fái ég til þess stuðning ykkar. Framundan er kynning frambjóðenda og ferðalög þeirra um kjördæmið. Sá barátta veröur vafalaust Itáð af drenglyndi enda þar margt ágætra manna og kvenna og undir á- kvörðun ykkar er komið hver röðin á list- anum verður. Ég hvet framsóknarmenn á Vestfjörðum til þess að taka þátt í prófkjörinu og legg störf mín í þeirra dóm. Sigmar B. Hauksson, Reykjavík Sigmar er af vestfirskum ættum i báðar ættir, frá Stað í Steingrímsfirði og Víðivöllum í Staðardal. Hann lauk námi i blaðamennsku íSvíþjóð og stundaði nám iþjóðfélagsfræðum við Háskólann ÍGautaborg. Var starfsmaður Rikisútvarpsins í 14 ár. Sl. 8 árhefur hann starfað að markaðsmálum, þ.e.a.s. kynna og selja ísl. vörur erlendis. Vinnum saman Ástæðan fyrir því að ég býð mig fram til prófkjörs hér á Vestfjörðum er fyrst og fremst sú, að ég tel mig hafa ýmislegt fram að færa sem gæti styrkt og bætt atvinnuástandið á Vestfjörðum. Ég starfaði í 14 ár sem blaða- og fréttamaður, og ég kynntist því vel ísiensku þjóðlífi, atvinnuháttum og högum fólksins. Síðastliðin ár hef ég unnið að markaðssetningu á Islandi erlendis, þ.e.a.s að kynna landið sem ferðamannaland, svo og íslenskar afurðir. Samskipti íslendinga við erlendar þjóðir verða sífellt fióknari. Það er því mikilvægt að þing- menn fiokksins séu vel að sér í alþjóðamálum. Ég tel mig búa yfir þekkingu á þessu sviði. Mikilvægast er þó að fulltrúar flokksins séu í nánu sambandi við fólkið sem þeir eru fuil- trúar fyrir. Ég mun kappkosta að kynna mér málefni kjördæmisins og heimsækja ykkur eins oft og þurfa þykir. En ágætu Vestfirðingar hvers vegna ættuð þið að kjósa mig á þing? Þeirri spurningu get ég auðvitað ekki svarað. Það er ykkar, ágætu Framsóknarmenn, að mynda ykkur skoðanir um okkur sem tökum þátt í þessu prófkjöri. Ég bið ykkur að kynna ykkur vel það sem ég hef fram að færa. Hér á þessum vettvangi er ekki pláss fyrir allt það sem ég hef að segja, ég nefni þó nokkur atriði sem ég tel hvað mikilvægust. Veiðiheimildir krókaveiðibáta verði ekki skertar meira en orðið er. Athugað verði hvort mögulegt sé að togveiðar verði bannaðar á hluta landgrunnsins undan Vestfjörðum. Veiðar frystitogara á heimamiðum eða á grunnslóð verði bannaðar. Frystitogurum verði gert skylt að koma með allar aukaafurðir í land. Hafnar verði undirbúningsrannsóknir að stofnun fyrirtækja eða fyrirtækis sem framleiði tilbúna eða hálftilbúna fiskrétti, úr fiski og skelfisktegundum sem nú eru ekki nýttar svo og úr rækjuúrgangi. Raforkuverð til fiskvinnslufyrirtækja verði lækkað. Að Byggðastofnun verði breytt í Atvinnu- málastofnun sem meðal annars leigi litlum fyrirtækjum sem eru að byggja sig upp, og fyrirtækjum sem eiga í tímabundnum erfið- leikum kvóta. Að Islendingar gangi aftur í Alþjóðahval- veiðiráðið og hefji hrefnuveiðar eins fljótt og unnt er. Hafinn verði útflutningur á hrefnukjöti til Japans við fyrsta tækifæri. Að ekki verði meiri niðurskurður í sauðfjár- rækt á Vestfjörðum. Hvergi eru skilyrði betri til sauðfjárræktar á landinu en einmitt á Vest- fjörðum. Hér er gróðureyðing engin. Annars- Kosningarnar vorið 1995 I lýðræðisríki hafa þegnarnir þann rétt að velja fulltrúa á þjóðþing sitt á ákveðnum tímafresti. Slíkur réttur er dýrmætur og fólk á tvímælalaust að nota sér hann og þá af alvöru en ekki hugsunarlítið. Til eru þeir sem vilja að landið verði eitt kjördæmi eða að fámenn kjördæmi missi fulltrúa til þeirra fjölmennari. Mín skoðun er sú að sá jöfnuður sem ríkir milli flokka í út- reikningi þingsæta sé vel ásættanlegur þótt reglur séu of flóknar. Landsbyggðin þarf hins vegar að standa fast á því að halda sínum þingmannafjölda. Vinnan sem felst í því að rækja vel þingmannshlutverkið í lands- byggðakjördæmi hlýtur að vera á þann veg að slíkt getur einfaldlega ekki verið reiknað á sama hátt um land allt eða miðað við íbúatölu og óhugsandi að komi eins út fyrir Vestfirði eins og t.d. fyrir Reykjavík. Mikilvægi landsbyggðar má aldrei vanmeta eða lítilsvirða. Þar fer fram verðmætasköpun sem verður grundvöllurinn að þjónustuhlut- verki þéttbýlisins. Það kemur of oft þannig út sem íbúar þéttbýlisins við Faxaflóa hafi tak- markaða þekkingu á þessum einföldu sann- indum. Þjóðarbúið verður ekki rekið til langrar framtíðar af neinu viti nema mögu- leikar landsins alls fái að njóta sín til heilla fyrir íbúana. Að sjálfsögðu er gagnkvæm þekking íbúa þéttbýlis og dreifbýlis á mis- munandi aðstæðum, mjög æskileg. Þátttaka Vestfjarða í öflun þjóðarteknanna hefur verið glæsileg og þótt syrt hafi í álinn í afkomu margra mikilvægra fyrirtækja á síðustu árum, eru ýmsir kostir fyrir hendi í baráttunni við vandamálin. Ekki er að efa að sá dugnaður og sú seigla sem einkennir vestfirskt atvinnulíf, verður besta vömin í þeirri vá sem sækir nú heim íslenskan sjávarútveg og fleiri þætti í þjóðarbúskapnum. Sé leitað úrræða eða nýrra leiða í samvinnu við stjórnvöld, þutfa menn að koma að ólæstum dyrum. Sú stjórn sem nú situr við völd er ekki líkleg til þess að leysa vandamál atvinnulífsins og allra síst í dreif- býlinu. Til þess er hún of ósamstæð og inn- byrðis sundurþykk. Hlutverk Framsóknarflokksins eftir næstu kosningar verður að hafa forystu í nýrri sókn í málefnum þjóðarinnar, sókn sem þarf að grundvallast á íslenskum aðstæðum án truflana frá öfgum hægri eða vinstri stefnu. Aðstoð við dreifbýlið verður gerð möguleg með því að efla þá sjóði er það hlutverk hafa rækt, ef eitt- hvað má byggja á eðli og stefnu Framsóknar- fiokksins. Eftir átján ára samfellt starf í stjómun nokkuð stórra fyrirtækja, hefur sá er þessa grein ritar, hafið baráttu á vettvangi stjómmálanna. Pólitísk afstaða mín hefur alltaf verið nokkuð ákveðin og skýr og áhugi á þessum málum fyrir hendi. Verkefnin á skák- borði landsmálanna eru stór og ögrandi og krefjast reynslu úr atvinnulífinu. Mín þátttaka er tilboð um vinnu fyrir íbúa Vestfjarða sem mun hafa forgang og fyrsta rétt. Um þessar mundir gefst tækifæri til þess að gefa sig ó- skiptur að hinu nýja verkefni. Vinir og kunn- ingjar í Dýrafirði hafa tekið mér opnum örm- um en meira þarf til. Ég stefni á fyrsta sæti framboðslistans og mun á næstu vikum, eftir því sem aðstæður leyfa, ferðast um kjördæmið, afla mér frekari þekkingar á fólki og fyrir- tækjum, kynna mig og kynnast öðrum. Að sjálfsögðu er ómetanleg öll aðstoð sem hugs- anlegir stuðningsmenn, geta látið í té fram að prófkjörinu 3.-4. des. Þegar niðurstöður liggja fyrir þarf fólk síðan að vinna af miklum krafti fram að kosningum og ná inn tveimur mönnum í kjördæminu af lista Framsóknarmanna. Það er brýn nauðsyn að snúa vörn í sókn í málefn- um Vestfjarða og það verður ekki gert með markvissari hætti en efia slagkraft Framsókn- arflokksins í gangverki stjórnkerfisins. Mín þátttaka er grundvölluð á miklum áhuga og ég hlakka mjög til þess að kynnast nýju fólki og deila með því ýmsum viðfangsefnum. Því verður fyrst og síðast lofað að leggja sig fram. Sigurður Kristjánsson. staðar á landinu hafa bændur í auknum mæli snúið sér að annarri framleiðslu svo sem ali- fuglarækt, fiskirækt, svínarækt, skógrækt og hrossarækt. Vegna landfræðilegu Vestfjarða og fjarlægðar frá stærstu mörkuðum, eiga vestfirskir bændur óhægt um vik að stunda annan búskap en sauðfjárrækt. Ef Framsókn- arflokkurinn á sæti í næstu ríkisstjórn er nauðsynlegt að flokkurinn tryggi að vest- flrskir bændur verði ekki fyrir frekari skerð- ingu. Ég mun leggja verulega áherslu á að þessi sjálfsagða krafa nái fram að ganga. Verulegt átak .verði gert í skipulagningu ferðamannaiðnaðar á Vestfjörðum. Megin á- herslan verði lögð á að nýta þau mannvirki sem nú þegar eru til staðar. Mætti í því sam- bandi nefna skólana í Reykjanesi í Isafjarðar- djúpi og á Klúku í Bjarnarfirði. Yfir sumar- tímann verði þetta húsnæði notað sem sumarhótel, en yfir vetrartímann fyrir fræðslu- og hvíldarsetur fyrir eldri borgara annarsstaðar af landinu, og fyrir námskeiða- hald og þemavikur fyrir framhaldsskólanem- endur. Að efnt verði til námskeiða fyrir erlenda ferðamenn um náttúru á norðurslóð. Að átak verði gert í að fá erlenda ferðamenn til Vest- fjarða sem vilja njóta friðar og óspilltrar nátt- úru. Að sett verði á stofn fræðslusetur á Hrafns- eyri við Arnartjörð. Stefnt verði að því að allir skólanemendur á Islandi dvelji þar í það minnsta í eina viku, á meðan á skyldunámi stendur til að fræðast um frelsisbaráttu íslend- inga og um ævi og störf Jóns Sigurðssonar. Þar verði einnig aðstaða fyrir hið opinbera að halda innlendar og erlendar ráðstefnur og fundi. Að samgöngumál fjórðungsins verði tekin til róttækrar endurskoðunnar. Að rík áhersla verði lögð á að brúarframkvæmdum yfir Gilsfjörð verði ekki frestað. Að útgerð Djúpbátsins verði tryggð. Að aukið eftirlit verði með ástandi fjallvega á Vestfjörðum yfir vetrarmánuðina svo að koma vegi í veg fyrir alvarleg siys sem því miður hafa orðið allt of mörg. Ágætu Vestfirðingar, ég læt þessa punkta duga að þessu sinni. Aðalatriðið er þó það, að okkur beri gæfa til að vinna saman og leita skynsamlegra úrlausna á erfiðum málum, að okkur takist að snúa vörn í sókn og efla at- vinnulífið á Vestfjörðum. Á sama tíma skulum við hafa hugsjónir Framsóknarflokksins að leiðarljósi, að setja manngildið ofar auðgildunum.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.