Ísfirðingur


Ísfirðingur - 17.11.1994, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 17.11.1994, Blaðsíða 3
ISFIRÐINGUR 3 Gunnlaugur M. Sigmundsson, Reykjavík Gunnlaugur er 46 ára gamall, ættaður frá Ytra-Ósi í Steingrímsfirði og Kambi i Reykhólasveit. Hann er kvæntur Sigríði G. Sigurbjörnsdóttur meinatækni og eiga þau 3 börn. Sigríður er ættuð úr Dýrafirði og frá ísafirði. Gunnlaugur er viðskiptafræðingur að mennt og er framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Kögunar hf., sem auk þess að vera með höfuðstöðvarnar f Reykjavík er með starfsemi á nokkrun stöðum f Ameriku. Hann var áður framkvæmdarstjóri Þró- unarfélags Islands í rúm tvö ár, forstjóri Framkvæmdarstofnunnar rikisins árið 1985, starfsmaður bankastjórnar Alþjóðabankans í Washington í tæp þrjú ár. Starfsmaður í fjármálaráðuneytinu fráárinu 1971 til 1982. Virkur félagi í Framsóknarfélagi Reykjavikur frá árinu 1960. Endurheimtum reisn og stolt Vestfirðinga Kjósendur góðir! Framsóknarflokkurinn heldur prófkjör sitt heigina 3.og 4. desember nk. Ovægnar aðstæður haga því þannig til að fyrsta sæti listans er autt. Ég óska eftir stuðningi ykkar í það sæti. Það fer ekki fram hjá neinum að fólk er orðið þreytt á ríkjandi ástandi og krefst breytinga. Við slíkar aðstæður spretta oft upp nýir listar sem ná athygli kjósenda um tíma. Ég er þeirrar skoðunar að koma eigi til móts við óskir kjósenda um nýtt fólk og nýjar hugmyndir með breytingum innan flokka frekar en nýjum flokkum. Ég býð mig fram til að túlka viðhorf nýrra tíma. Ég vil jöfnun lífskjara milli dreifbýlis og þétt- býlis. Snúa verður tali um jöfnun atkvæðisréttar yfir í að vekja athygli á þeim gífurlega að- stöðumun sem er á milli dreifbýlis og þéttbýlis á öllu sem heitir opinber þjónusta og möguleika fólks til að fá að bjarga sér sjálft. I þéttbýli ríkir frelsi í atvinnumálum en í dreifbýli hefur ríkis- valdið njörvað atvinnulíf til sjávar og sveita niður í kvóta, boð og bönn. Mönnum er bönnuð sjálfs- björg. Ég vil lækka raforkuverð með því að lengja afskriftatíma orkuveitna. Ég vil koma til móts við fjölskyldur sem eiga unglinga í framhaldsskóla með því að leyfa foreldrunum að nýta persónuaf- slátt barna sinna, ég vil skoða þann möguleika að ná lækkun á vöruverði lífsnauðsynja með byggðastyrk til að greiða niður stofnkostnað fast- eigna dreifbýlisverslana. En jöfnun aðstöðu er til lítils ef íbúum dreifbýlis er ekki gert unnt að afla sér lífsviðurværis. Að áfram verði haldið samgönguframkvæmd- um í kjördæminu, og hef ég sett fram hugmyndir um það á fundum mínum um kjördæmið t.d. að Vesturbyggð verði tengd með heilsársvegi við Þingeyrarsvæðið og þannig skapað val á tveimur megin leiðum inn í fjórðunginn sem séu opnar allt árið. Aherslu verður því að leggja á atvinnumál í kjördæminu með það að leiðarljósi að fólk þurfi ekki að búa við það óvissuástand að vita ekki frá degi til dags hvort það hefur vinnu að morgni. A Isafirði eru til staðar öflug útgerðarfyrirtæki sem stjómað er af framsæknu og dugmiklu fólki. Þar er vagga rafeindaiðnaðar á Islandi sem vaxið hefur upp úr sambýli útgerðar og hátækni. Margar tækninýjungar sem orðið hafa útflutningsvara má rekja til slíks sambýlis auk þess sem ýmsar nýj- ungar í netagerð eiga rót sína að rekja til samstarfs öflugs netagerðarfyrirtækis og útgerðar á Isafirði. Markvisst þarf að halda áfram á þessari braut þannig að Isafjörður og Bolungarvík verði í vax- andi mæli vettvangur tæknisamstarfs útgerðar og iðnaðar. Byggðimar frá Suðureyri að Patreksfirði hafa orðið hart úti á undanförnum árum vegna kvótaskerðingar, tilflutnings kvóta og sölu kvóta úr byggðarlaginu. Ég vil endurskoða kvótakerfið svo unnt sé að taka tillit til og stýra því hvernig fiskur er veiddur. Ég vil algera uppstokkun á nú- verandi banndagakerfi, sem ekki tekur tiilit til staðbundinna eða persónulegra aðstæðna. Með nútíma tækni er lítið mál að hver trillukarl fái að velja sjálfur sína eigin banndaga. Við hljótum jafnframt að gaumgæfa hvað gera megi til að að- stoða sjómenn sem gera út smábáta með kvóta. Síendurtekinn flatur niðurskurður aflaheimilda gerir stöðu þeirra ekki lífvænlega. Þó smábátar hafi bjargað miklu hvað varðar atvinnu á fram- angreindum stöðum er engu að síður staðreynd að sá afli sem smábátar færa á land yfir veturinn verður ætíð stopull. Fimm þúsund tonna byggða- og vinnslustöðvatengdur kvóti sem rík- issjóður seldi vinnslustöðvum á fjörðunum frá Suðureyri að Patreksfirði ásamt Hólmavík á tím- anum frá nóvember til mars mundi gera mögulegt að fá vertíðarbáta til að Ianda afla á viðkomandi stöðum og halda uppi jafnri atvinnu. Rækju- og þorskkvóti sem úthlutað var á sínum tíma til loðnuskipa hlýtur einnig að koma til endurskoð- unar þannig að þær byggðir sem raunverulega lifa á að veiða og vinna rækju þurfi ekki að kaupa aftur dýru verði þann fiskveiðirétt sem af þeim var tekinn. Með þessum hætti væru Vestfirðingar í reynd ekki að fá neitt annað en leyfi til að bjarga sér sjálfir. Hvað landbúnað varðar verðum við að berjast fyrir að viðurkennt sé að Vestfirðir hafi þá sér- stöðu og landsvæða best til sauðfjárræktar. Koma verður á nánara samstarfi afurðastöðva þannig að þær keppi ekki grimmt innbyrðis og stofna þró- unarsjóð sauðfjárframleiðslu sem vinni markvisst að öflun markaðar erlendis fyrir kindakjöt. Agætu Vestfirðingar! I stuttu máli verður ekki gerð til neinnar fullnustu grein fyrir þeim bar- áttumálum sem ég set á oddinn. Ég ítreka að við verðum að vera óhrædd við að stokka upp spilin og skoða málin frá nýju sjónarhorni. Það verður að gefa upp á nýtt í íslensku þjóðlífi. Við verðum að gera umhverfinu Ijóst að vandi Vestfjarða stafar fyrst og síðast af stjórnvaldsákvörðunum. Við verðum sjálf að setja fram lausnir sem duga vestfirsku atvinnu- og mannlífi og vera óhrædd við að berjast fyrir þeim lausnum. Við verðum að endurheimta þá reisn og stolt sem verið hefur því samfara að vera Vestfirðing- ur. Við verðum að búa svo um hnútana að það unga fólk sem nú er að alast upp þurfi ekki að leita annað til að fá útrás fyrir atorku sína og þrótt Gunnlaugur M. Sigmundsson. Ragnar Guðmundur Guðmundsson, Brjánslæk Guðmundur Björn Hagalínsson, Hrauni Guðmundur Björn Hagalínsson á Hrauni er fæddur 2. 5. 1934, kvæntur Guðrúnu Bjarnadóttur og eiga þau 6 börn. Aðalstarf bóndi frá 1957. Varístjórn Kjördæmissambands framsóknarmanna á Vestfjörðum i 9 ár og formaður þess i 5 ár. Sat eitt kjörtímabil á Stéttarsam- bandsfundum. Svæðisstjóri Þórssvæðis starfsárið 1993-94 á vegum Kiwanis- hreyfingarinnar og það ár í umdæmis- stjórn. Hefur unnið ýmis störf til sjós og iands. Tvo menn á þing Nú fer í hönd undirbúningur fyrir kosningarnar í vor, flokkarnir raða fólki á lista eða efna til prófkjörs um efstu sæti lista sinna. Framsóknarmenn á Vest- fjörðum efna til prófkjörs dagana 3.-4. desember næstkomandi. Ástæðan fyrir því að ég tek þátt í prófkjörsstag í þetta sinn er tvíþætt. I fyrsta lagi, áhugi minn á þjóðmálum almennt, og í öðru lagi var það svo að framsóknarmenn á Vestfjörðum töldu það skyldu sína um árabil, að hafa bónda í einum af fyrstu sætum listans. Haft það verið nauðsynlegt hér á árum áður þá er það sannfæring mín að ekkert hafi breyst í þeim efnum. Við Vestfirð- ingar stöndum á tímamótum, á undan- förnum árum má segja að við höfum háð varnarbaráttu fyrir tilveru okkar. Þrátt fyrir gjöful fiskimið fyrir lands- svæði okkar hefur hlutdeild okkar þar minnkað meir en í öðrunt landshlutum. Sjávarútvegsfyrirtæki hafa orðið gjald- þrota, önnur berjast í bökkum og ekki sér fyrir endann á því. Nú er svo komið að útgerðir á Vestfjörðum eru að verða nokkurskonar hentifánaútgerðir innan ríkisins til að fá að veiða í íslenskri landhelgi. Samdrátturinn í landbúnaði er nú þegar orðinn meiri en hinar dreifðu byggðir okkar þola. Eg bendi á þá stað- reynd, að gróðurfar á Vestfjörðum er betra en annars staðar á landinu, og í drögum að búvörusamningi var gert ráð fyrir sérstökum sauðtjársvæðum sem fengu minni skerðingu en önnur. Á Vestfjörðum voru þau tvö, við þetta var ekki staðið. Á liðnu kjörtímabili hefur heilbrigðiskerfið verið stokkað upp að sögn núverandi valdhafa, deildum sjúkrahúsa lokað, fólki sagt upp og kostnaðarhlutdeild færð yfir á þolendur. Allar þessar aðgerðir hafa miðast við það að hirða eyrinn og kasta krónunni. Reglugerðir heilbrigðisráðherranna á kjörtímabilinu hafa einkennst af flumbruhætti og sambandsleysi við raunveruleikann. Ungliðar stjórnmála- flokkanna boða hugmyndir sínar um jöfnun atkvæðisréttar. Það er að vísu kapituli út af fyrir sig, sem hægt væri að ræða frá fleiri en einni hlið, og væri málefni sem seint yrði útrætt. Ágætu kjósendur! I þessu prófkjöri stefni ég á 2.-4. sæti listans, og er það von rnín að þið veitið mér brautargengi til þess. I komandi kosningum hér á Vestfjörð- um tel ég að skipting atkvæða á milli framboða gæti leitt til þess að Frarn- sóknarflokkurinn sé með tvo menn kosna og að því eigum við ótrauðir að stefna. Guðmundur B. Hagalínsson, Hrauni. Svelnn Bernódusson, / Bolungarvík Fæddur i Flatey á Breiðarfirði 16. desember 1935. Eiginkona: Rósa M.S. ívarsdóttir frá Melanesi á Rauðasandi og eiga þau 5 börn. Ragnar byrjaði búskap á Brjánslæk 1958 með föður sinum, Guðmundi Ein- arssyni. Að loknum búskap Guðmundar tók ívar sonur hans við með föður sínum og síðar Halldóra dóttir hans sem nú er bóndi á Brjánslæk. Ragna'r hefur tekið virkan þátt í félagsmálum allt frá því um tvítugt ásamt margþættum rekstri á Brjánslæk. Nægir þar að nefna uppbyggingu þeirrar at- vinnustarfsemi sem vegið hefur þyngst á Brjánslæk, þ.e. uppbyggingu á Flóka hf. si/o og ferðaþjónustu o.fl. Horfum fram Sveinn er fæddur í Bolungarvík 18.06. 1953. Hann er járnsmiður að mennt og rekur vélsmiðju ásamt öðrum. Hefur verið virkur félagi í Framsóknar- flokknum síðan 1971, varabæjarfulltrúi sl. 8 ár, í stjórn Kjördæmissambandsins í 9 ár, þar af formaður í 7 ár, og í miðstjórn flokksins síðan 1978. Hann er kvæntur Sigríði K. Káradóttur og eiga þau tvö börn. Ágætu Vestfirðingar! Á hinum eilífu tímamótum sem tilbúin eru af okkur mönnunum, svo sem við lok kjörtíma- bils, er þarft að líta kringum sig eftir sprekum til byggingar næsta vígis í lífsbaráttu okkar Vestfirðinga eða öllu heldur baráttu okkar fyrir tilverurétti og sjálfsákvörðunum I þeim málum sem mest brenna á okkur. Um allmörg árabil virðist hafa verið heilög skylda stjórnvalda að leggja sig fram um að gera Vestfirði óbyggi- lega. Réttur okkar til lífsbjargar stórskertur æ ofaní æ. Sá réttur sem er undirstaða þess að hver og einn megi framfleyta sér og sínum á eigin framtaki og dugnaði. Nú skal þurrka út allt hið mannlega sem eftir er af tengingu ein- staklinga við hafið. Trillukarlar í dag álitnir bölvaldar þjóðfélagsins. Sú stétt sem bar uppi lengst af sóknina eftir björginni. Hvar á vegi erum við staddir? Er ekki óhætt að doka aðeins við í þessu „tölvuþjóðfélagi" nútímans. Er sú stefna rétt sem nú er fylgt í blindni að álíta best að draga manninn sjálfan sem lengst frá sinni meðvitund, og þurrka út úr samskiptum fólks eins og raun ber vitni um í dag? Getur það verið að nú sé ailt í einu runnir upp þeir tímar að reynslan sé einskis virðif hvaða mynd sem hún er? Hvaðan kemur þessi viska? Þetta skyldi þó ekki vera einmitt aðferðin sem duga skal til að færa völdin öll í hendur fárra manna, sem þá eiga auðvelt með að höndla áfram tjöreggið í vissu þess að „þrælamir" sem undiir árum sitja eru þess ekki lengur umkomnir að bera hönd fyrir höfuð sér. Eigum við Vestfirðingar að láta teyma okkur alla leið á aftökustaðinn? Ég segi nei. Snúum bökum saman og byrjum á að finna hvem annan. Ekki fleiri fjöldaaf- tökur á Vesttjörðum. Hver blóðvöllurinn af öðrum blasir við augum. Og hverjir hafa þar best að unnið? „Bjargvættirnir" í líki þeirra sem koma með blíðmælgi og fleðulátum til örvæntingarfullra framkvæmdamanna, sem neita að trúa því að framtak og dugnaður séu úrelt hugtök. Eftirleikurinn er auðveldur, skammtíma- björgun, svo „nei, því miður" vegna óvissu í sjávarútvegi er ekki fyrirgreiðsla fyrir hendi. Nákvæmlega sama hefur gerst í landbúnaði nema þar viðgekkst til skamms tíma sú stað- reynd að bændur áttu ekkert að hugsa til fram- tíðar, og alltof margir trúðu því, já því miður. Nú súpum við seyðið af öllu saman og hver er þá lausnin hjá stjórnvöldum? Flöt skerðing, afar þægileg en virkar eins og hægdrepandi eitur. Snúum af þessum dauða götustíg. Vest- firðingar, tökum frumkvæði, skipuleggjum leiðina til lífsins aftur. Skipuleggjum nýtingu um stafn auðlinda okkar á sjó og landi. Komum fram með skoðanir okkar allra, ekki bara velta sér eilíflega upp úr vandræðum einstakra útgerðaþátta í dag. Landbúnaðarþáttinn þarf ekki síður að skipuleggja. Þareru mörg sóknarfæri til, íþeirri fjölbreyttu mynd sem innan ramma dreifbýlis er. En umfram allt tökum höndum saman og horfum fram um stafn. Notum okkur reynsluna. Virkjum aðrar leiðir. Burt með volæði og tal- hlýðni við sjálfskipaða forkólfa einræðis í hvaða mynd sem er. Látum aldrei bugast. Lífið er dá- samlegt og þá ekki síst fyrir Vestan. Að lokum vil ég benda á þann þáttinn sem hvað mest vegur í öllu, og má segja að ráði því hvort uppbygging gagnast eða ekki. En það eru samgöngurnar. Þær eru og verða alltaf burðarásinn sem sterkastur er til framtíðar. Á Vesttjörðum býr fólk dreift í þess orðs merkingu. Stórt skref er verið að stíga nú með jarðgangagerð. Látum ekki staðar numið fyrr en Vestfirðir eru orðnir í raun ein heild. Því sameinaðir stöndum vér en sundraða er auðvelt að fella okkur. Við Fram- sóknarmenn höfum álitið okkur litla eftirbáta annarra, sýnum það í verki. Sterkan lista fram við næstu kosningar. Vinnum aftur þingsætið sem tapaðist — ekkert annað er sigur. Ég vil í stuttu máli gera grein fyrir þeim málefnum sem ég tel að séu brýnust fyrir okk- ur. Fiskveiðistefna: Ljóst er nú að núverandi fiskveiðistefna hefur ekki skilað þeim árangri sem stefnt var að. Of mikið hefur verið einblínt á þorskinn og hafa Vestfirðingar misst mikið af aflaheimildum á síðustu árum. Stjórnvöld hafa sett kvóta á fiskitegundir svo sem grálúðu sem fyrst og fremst var veidd af Vestfjarða- skipum, og deilt því út á öll fiskiskip án tillits til veiðireynslu. Ný fiskveiðistefna þarf að taka mið af þeirri staðreynd að aðstæður á Vest- fjörðum eru þannig að í náinni framtíð verður að byggja mun meira á sjávarfangi en annars staðar á landinu. Nú verður sem fyrstu skref í uppbyggingu að tryggja að skilað verði aftur þeim rækjukvóta sem settur var á loðnuflotann þegar hann átti í erfiðleikum. Þessi kvóti mundi mjög styrkja byggðarlögin Hólmavík, Isafjörð, Bolungarvík. Bíldudal og Súðavík. Jöfnun búsetu: Tímabært er að skoða alvar- lega hvort ekki sé rétt að jafna búsetuskilyrðin í landinu með skattamillifærslum, þannig að grunnframfærsla svo sem raforka, flutnings- kostnaður af nauðsynjavöru verði jafnaður. I nokkra áratugi hefur verið rætt mikið um þessa jöfnun án þess að nokkur árangur hafi náðst. Með þessari millifærslu væri auðvelt að koma þessum jöfnuði á. Jöfnun aðstöðu: I tíð núverandi ríkisstjórnar hefur misrétti og hverskonar mismunur í þjóðfélaginu stórlega aukist. Segja má að í fyrsta skipti sé hægt að tala um verulega stétt- arskiptingu í þjóðfélaginu. Samfara því að vofa atvinnuleysis herjar á landsmenn, hefur sam- dráttur í launatekjum orðið verulegur hjá stór- um hluta þjóðarinnar. Nú er svo komið að hinn almenni launþegi þarf í auknum mæli að sækja framfærslustyrk til hins opinbera. Þessari ó- heillaþróun þarf að snúa við nú þegar. Þetta eru þau mál sem ég vil beita mér fyrir fái ég til þess stuðning ykkar. Jafnt'ramt vil ég hvetja Vestfirðinga til að taka þátt í prótkjöri okkar Framsóknarmanna sem feer t'ram dag- ana 3. og 4. desember nk. SB.

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.