SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 25

SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 25
1. maí 2011 25 frönskum efnahag, myndi vaflaust geta, án þess að finna fyrir því, lyft smáríkjum á evrusvæðinu eins og Írlandi, Portúgal eða Grikklandi yfir hverja þá fyrirstöðu sem á vegi þeirra yrði. Matsfyrirtækin frægu sáu því hvergi nein hættumerki og drituðu út háum einkunnum á báðar hendur. Nú hafa ný- lega verið gerð trúverðug álagspróf sem sýna að írskir bankar eru enn ekki komnir fyrir horn. Það eru vond tíðindi. En verra er að slík próf þora menn ekki að gera í stærri ríkjum Evrópu vegna þess að þeir sem best þekkja til vita að þau myndu sýna miklu verri stöðu þorra evrópskra banka en hollt væri að yrði opinbert. Því fer nefnilega fjarri að bankaflórinn hafi verið mokaður í Evrópu. Það hefur verið látið nægja að banna aðgang að pen- ingshúsunum þannig að óburðugt ástandið blasi ekki við. Evran er ekki laus úr sínum vandræðum Evran er því ekki komin út úr sínum vandræðum. Þvert á móti. Nú neyðast menn til að viðurkenna að hún verður ekki trúverðug til lengdar nema „umgjörð“ hennar breytist. Það hlutlausa orðalag þýðir á mannamáli að sameiginleg mynt fær ekki þrifist nema sameiginleg fjármálastýring gildi á því svæði sem hún tekur til. Það þýðir að fjárlög ein- stakra ríkja verði raunverulega að staðfesta af brusselvaldinu og skattheimta verði einnig sam- ræmd, eins og það er kallað. Það þýðir svo aftur sé notað mannamál að ríkin selji forræði skattastefnu sinnar frá sér. Sjálfsagt eru þeir til meðal ákafra og heittrúaðra evrópuhugsuða, sem trúa því að þessi krísa verði móðir allra krísa. Hún sé einmitt krísan sem beðið var eftir og það verði hún sem sameina muni evrópuríkin undir eina stjórn. Ekki er það þó alveg víst. Andstaðan við hið evrópska þjóðríki er mikil hjá almenningi og fer vaxandi. Kostir evr- unnar lágu fyrir en nú eru ókostirnir komnir í sviðsljósið. Og sífellt fleiri átta sig á að leikregl- urnar sem stuðst var við er til hennar var stofnað voru ógagnsæjar og óheiðarlegar. Það átti að læða evrunni inn að aftan. Talsmenn evrópuhugsjón- arinnar hafa vissulega löngum sýnt að þeir kæra sig kollótta um vilja almennings. Og þeir hafa hingað til of oft náð að valta yfir hann. En það er sem betur fer ekki öruggt að þannig verði það. Brim á Reykjanesi Ljósmynd/Ómar Smári Þ að er fagnaðarefni að Vladimir Ashkenazy verði stjórnandi á opnunartón- leikum Hörpu. Ekki aðeins vegna þess að hann á mikinn þátt í því, að Íslend- ingar tóku ákvörðun um að reisa tónlistarhús, heldur einnig vegna þess, að hann hefur auðgað íslenskt tónlistarlíf á undanförnum áratugum með stór- kostlegum hæfileikum sínum og samböndum víða um heim. Sem kunnugt er stóð Ashkenazy fyrir styrktartónleikum fyrir tæpum þremur áratugum í London, þar sem hann stjórnaði Lundúnasinfóníunni og á meðal gesta voru Karl Breta- prins og Díana prinsessa. Hann lýsir því í viðtali sem Pétur Blöndal tók við hann fyrir Sunnudagsmoggann: „Vigdís Finnbogadóttir kom á tónleikana og formfesti þannig þörfina fyrir tónlistarhús í huga almennings. Ég mun aldrei gleyma því kvöldi og nú er tónlistarhúsið loksins byggt. Ég vona að Lundúnasinfónían spili þar einn dag, að einhver eigi frumkvæði að því og afli fjármagns til að standa fyrir slíkum viðburði.“ Fyllsta ástæða er til að greiða fyrir því, að af slíkri heimsókn geti orðið. En það er óneitanlega þversögn í því, að á sama tíma og Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslenska óperan eru sett í öndvegi í íslensku menningarlífi, þá eru framlög skorin niður til tónlistarmenntunar í höfuðborginni. Kannski má kalla það tímaskekkju. Víst er að stjórnmálamenn ættu að leggja við hlustir þegar hljómsveitarstjórinn og ein- leikarinn Vladimir Ashkenazy, sem jafnframt er heiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, varar við niðurskurði á framlögum til tónlistarnáms. „Hvarvetna eru framlög til lista og menningar skorin niður, því þau skila ekki tafar- lausum hagnaði í krónum og aurum. Menntun er alltaf skorin niður og Ísland er engin undantekning í þeim efnum. Það er eins og fólk sé að fremja hægfara sjálfsmorð.“ Þessi heimsfrægi tónlistarmaður leggur þunga í orð sín. „Við erum ekki skepnur, heldur lifum andlegu lífi; við borðum ekki bara, sofum og bú- um til börn, heldur reynum að skilja tilveru okkar. Ef menning og andlegt líf lendir undir hnífnum, þá dettum við niður í dýrslegt líf og það er hættulegt. Þess vegna á ekki að grípa til slíkra óyndisúrræða. Ég skil vel að skorið sé niður hér og þar, en það má ekki vera of mikið, þá munum við iðrast þess. En vandamálið er að ríkisstjórnir sitja í fjögur ár í senn, vilja halda völdum og gera það sem þarf til þess að ná endurkjöri. Það er í mannlegu eðli – öll ríki eru eins.“ Það er rétt sem Ashkenazy bendir á, að tilhneigingin í lýðræðisríkjum er sú, að stjórn- málamenn hugsa ekki til langs tíma, heldur leggja mest upp úr skjótfengnum ávinningi. Í því samhengi er vert að hafa í huga, að þeir hljóðfæraleikarar sem bera uppi Sinfóníu- hljómsveitina í dag, sóttu menntun sína í íslenska tónlistarskóla á síðustu öld. Og miklu er fórnað ef of langt er gengið í niðurskurði, eins og ráða má af orðum Ash- kenazys, sem segir gæði tónlistarmenntunar á Íslandi mikil, mun meiri en fyrir 30 árum. En einhverra hluta vegna virðast stjórnmálamenn helst horfa til fortíðar á þessu sviði þjóðfélagsins sem öðrum. Þangað er förinni heitið. Horft til fortíðar „Ég hef aldrei þurft að kvarta yfir skorti á kúnnum. Það hefur alltaf verið nóg að gera hérna, stundum of mikið jafnvel.“ Stefán Kristjánsson eigandi Kaffivagnsins á Grandagarði. „Ég hef viðbjóð á þessum heimi.“ Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, var brjálaður eftir tap gegn Barcelona í Meistaradeildinni. „Þeir báðu mig að lesa reglurnar.“ Atli Hilmarsson, þjálfari hand- boltaliðs Akureyrar. Hann var ekki hress með dómarana vegna atviks í lokin en þeir gáfu honum gott ráð. „Ef ekki fer að leys- ast úr hlutunum fer væntanlega að styttast í að draga þurfi fram verk- fallsvopnið.“ Sigurður Bessason, formað- ur Eflingar stéttarfélags. „Við þurfum að fara að huga að brynjum okkar og skjöldum, ef verkalýðshreyfingin ætlar að fara að brýna kutana.“ Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA. „Þetta er eins og með allt annað; það sem maður kann er ekkert mál en það sem þú kannt ekki er stórmál.“ Þórarinn E. Sveinsson mjólkurverkfræð- ingur, sem heldur ostagerðarnámskeið í heimahúsum. „Þetta verk er bara kald- hæðni og skítkast.“ Eggert Pétursson myndlist- armaður um verkið „Fallegasta bók í heimi“ á sýningunni Koddu, en það byggist á Floru Is- landica sem hann gerði myndverkin í. „Við höfum ekki tíma fyrir svona vitleysu.“ Barack Obama forseti um vanga- veltur þess efnis að hann sé ekki fæddur í Bandaríkjunum. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.