SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 45

SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 45
1. maí 2011 45 LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar HLJÓÐHEIMAR 26.2. - 22.5. 2011 - Salur 2 Laugardaginn kl. 15 - SÝNINGAROPNUN, General Factors, innsetning eftir Darra Lorenzen Allir velkomnir! SUNNUDAGSLEIÐSÖGN kl. 14 - Stefán Mayen Briem listfræðingur HLJÓÐBERG (Pet Sounds, v. 3.0) - Innsetning eftir Ragnar Helga Ólafsson VIÐTÖL UM DAUÐANN 26.2. - 22.5. 2011 - Salur 1 ÁFANGAR, verk úr safneign 16.5. 2010 - 31.12. 2012 - Salir 3 og 4 SAFNBÚÐ Listaverkabækur, kort, plaköt, íslenskir listmunir og gjafavara. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ „Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“. Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar, undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar. Sýningin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri. Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna. Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009. Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi. Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri lengd. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is Á gráu svæði Hrafnhildur Arnardóttir (23.3. - 29.5. 2011) GUNNAR MAGNÚSSON ´61-´78 (11.2. - 29.5. 2011) Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-17 KRAUM og kaffi Garðatorgi 1, Garðabær www.honnunarsafn.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ASÍ 9. apríl til 15. maí Elín Pjet. Bjarnason ÖLL ERUM VIÐ EINSKONAR TRÚÐAR Opið 13-17, nema mánudaga. Lokað sunnudaginn 1. maí Aðgangur ókeypis. Freyjugötu 41, 101 Rvk www.listasafnasi.is Barnaleiðsögn sunnudaginn 1. maí kl. 14 Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár List án landamæra – Tilraunastofa í myndlist Farandsýningin: Ekki snerta jörðina! Leikir 10 ára barna Guðvelkomnir, góðir vinir! Útskorin íslensk horn Ljósmyndari Mývetninga. Mannlífsljósmyndir Bárðar Sigurðssonar frá upphafi 20. aldar Stoppað í fat – Útskornir kistlar Glæsileg safnbúð og Kaffitár. Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga frá 1. maí - 15. september kl. 10-17 IS(not) | (EI)land Samstarf 5 pólskra ljósmyndara og 5 íslenskra rithöfunda Úr kössum og koffortum Gamlar ljósmyndir frá Hveragerði og nágrenni Næst síðasta sýningarhelgi OPIÐ: fi.-su. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði Síðasta sýningarhelgi 19. mars – 1. maí 201 Varanlegt augnablik Sigtryggur B. Baldvinsson og Þorri Hringsson 19. mars – 1. maí Birgir Andrésson og vinir Eggert Pétursson, Egill Sæbjörns- son, Kristinn E. Hrafnsson, Magnús Reynir Jónsson og Ragna Róbertsdóttir Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Þ að er góð þróun að bókaútgáfa á Íslandi sé farin að dreifast yfir mánuðina í meira mæli en áður var en taki ekki nær eingöngu mið af jólabókamarkaðnum. Reyndar virðist manni sem erlendir krimmar séu orðnir nær yfirþyrmandi á markaðnum þessar vikurnar og það liggur við að maður taki djúpt feginsandvarp þegar maður fær í hendur bók sem er ekki þýdd glæpasaga. Að þessu sögðu verður að taka fram að það er gaman að lesa góðan krimma. Í því felst svo skemmtilega skringileg blanda af afslöppun og spennu. En öllu má samt ofgera. Krimmarnir eru svo margir að maður hefur vart við að lesa þá og þegar örfáar vikur eru liðnar frá því að maður las þá taka þeir að renna saman í huga manns. En Jo Nesbö er góður. Og Konan í búrinu eftir Jussi Adler-Olsen er flottur krimmi og það er Náttbál eftir Johan Theorin svo sannarlega líka. Það má ekki skammast yfir þannig bókum því þær halda manni glaðvakandi meðan maður les þær. En óneitanlega fagnar maður þegar út koma „öðruvísi“ bækur. Það er til dæmis einkar forvitnilegt að fá í kilju bók eins og Engan þarf að öfunda eftir Barböru De- mick um lífið í Norður-Kóreu. Þetta er sannarlega öðruvísi bók. Bók um líf fólks undir ógnarstjórn. Þar kemur í ljós að einstaklingseðlið og sjálfstæða hugsun er ekki svo létt að berja niður, jafnvel þótt ríkið beiti markvissum aðferðum til að gera fólk að viljalausum vélmennum. Þetta er bók sem er ástæða til að hvetja alla til að lesa. Þetta er ein af þeim bókum sem ekki gleymast. Það er líka gott til þess að vita að bóka- forlög gefi ungum höfundum tækifæri, eins og Hildur Knútsdóttir fær þegar For- lagið gefur út fyrstu skáldsögu hennar sem nefnist Sláttur. Og Ágúst Borgþór Sverrisson er sömuleiðis með nýja bók. Svo eru komnar út ljóðabækur sem for- vitnilegt verður að glugga í. Fjölbreytni er alltaf af hinu góða og bókaforlög ættu að leggja sig fram við að hafa útgáfu sína margbreytilega, þannig að allir finni eitthvað við sitt hæfi. Stundum sárvorkennir maður þeim bókaunnendum sem hafa engan áhuga á glæpasögum því þeir hafa ekki úr miklu að velja. Kiljuútgáfa á Íslandi er mikil, en það þarf að huga að öðrum bókum en glæpa- sögum, jafn ágætar og þær bestu þeirra eru. Þörf á meiri fjölbreytni ’ Krimmarnir eru svo margir að maður hef- ur vart við að lesa þá og þegar örfáar vikur eru liðnar frá því að maður las þá taka þeir að renna sam- an í huga manns. Orðanna hljóðan Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Ég var stödd í St. Pétursborg í Rúss- landi í apríl og tók þá með mér bók- ina Glæpi eftir Ferdinand von Schirach sem Bjartur gaf út í fyrra. Ferdinand er þýskur stjörnu- lögfræðingur á fimmtugsaldri og hefur sótt og varið mál fyrir þýskum dómstólum í 20 ár. Í Glæpum segir hann sögur af ótrúlegum af- brotum, sérkenni- legum refsingum og skrítnum ör- lögum fólks sem hann hefur kynnst í starfi sínu. Sög- urnar eru ótrúleg- ar en þær eru sannar. Bókin hefur verið metsölubók í Þýskalandi síðan hún kom út 2009 og verður brátt kvikmynduð. Mögnuð bók. Hef nýlokið við bókina Í meðferð eftir Sebastian Fitzek sem segir frá 12 ára dóttur frægs geðlæknis, sem veik- ist af sjúkdómi, sem enginn læknir fær greint. Dag einn hverfur barnið þegar feðginin eru saman á lækn- isstofu. Hörkuspennandi bók sem kom líka út hjá Bjarti í fyrra. Höfund- urinn skaust upp á stjörnuhimin þýskra glæpahöfunda. Hann er fædd- ur í Berlín 1971, lærði lögfræði, en starfaði við útvarp og sjónvarp. Þessi fyrsta glæpasaga hans fór öllum að óvörum á topp vinsældalistans. Bókin sem er á náttborðinu mínu í dag er Vatnsfólkið eftir Gyrði Elías- son, sem Mál og mennig gaf út 1997 og var meðal annars tilnefnd til Ís- lensku bókmenntaverðlaunanna. Dásamleg lýsing á fólki og dýrum. Lesarinn Björg Ingólfsdóttir Sögur af glæpum, mönnum og dýrum Í Vatnsfólki Gyrðis Elíassonar er dásamleg lýsing á fólki og dýrum Morgunblaðið/Kristinn

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.