SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 38
38 1. maí 2011 K jaraviðræður eru í eðli sínu ströggl og barátta gagnstæðra samningaaðila um hagsmuni og fjármuni. Viðræður Al- þýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins hafa staðið yfir síðustu mánuði og miðar hægt. Um miðja viku var á fulltrúum samninganefnda að heyra að kominn væri tími til að brýna verkfallsvopnið og hefur verið látið að því liggja að komið gæti til vinnustöðvana um miðjan maí. Orðræða í þessum dúr þarf ekki að koma á óvart; þegar harðnar á dalnum hvessir jafnan í pólitíkinni og kjarabarátta verður harðvítugri. Á fyrstu áratugum 20. aldarinnar, þegar verkalýðshreyfingin var að komast á legg jafnhliða þéttbýlismyndun í landinu, má segja að barist hafi verið fyrir því sem í dag eru almenn mannréttindi, svo sem hvíldartíma, tryggingarétti, veikindadögum, orlofi og slíku. Þegar lengra leið fram á öldina fór baráttan meira að snúast um kaup og kjör. Sú var t.d. raunin í allsherjarverkfalli árið 1951. Fjórum árum síðar kom til annars verkfalls, sem stóð í sex vikur og felldi rík- isstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Sáttasemjari Verkfallsboðanir streymdu til Guðlaugs sem var lunkinn við að leysa erfið deilumál. Morgunblaðið/RAX Myndasafnið 1990 Strögglað um rembihnúta E kki sýnist mér Bítlarnir þurfa að hafa áhyggjur,“ sagði móðir ungs Skota á sjöunda áratugnum, þegar hún kom að syni sínum og vini hans löður- sveittum við lagasmíðar í stofunni heima. Fyrir framan þá var skrifblokk – auð. En fall er fararheill, það rættist bærilega úr syninum, Rod Stewart að nafni, og í vikunni var hann heiðraður í Bandaríkjunum fyrir framlag sitt til dægurtónlistar á umliðnum áratugum af ASCAP, systurfélagi STEFs þar vestra. Vininum farnaðist heldur ekki svo illa. Ronnie Wood heitir hann og leikur nú með litlu bandi sem kallar sig The Rolling Stones. Þrátt fyrir velgengni slagara á borð við Maggie May, Tonight’s the Night og Da Ya Think I’m Sexy? kvaðst Stewart, sem orðinn er 66 ára gamall, aldrei hafa litið á sig sem lagahöfund, í samtali við Reuters-fréttastofuna eftir að hann tók við verðlaununum. „Síðan lít ég yfir feril- skrána og sé nokkur stór lög. Ég átti samt alltaf erfitt með að semja, það var eins og að sitja á skólabekk.“ Svo virðist sem „Gamli rámur“ sé hættur að kvelja sig. Síðasti smellurinn sem hann samdi, Forever Young, kom út fyrir 23 árum og sjö síðustu plötur kappans hafa verið með lögum eftir aðra höfunda, svonefndar ábreiður. Blúsplata með Jeff Beck Stewart vinnur nú að blúsplötu með gítarleikaranum góð- kunna Jeff Beck, þar sem þeir leita einmitt í smiðju til annarra listamanna, svo sem Muddy Waters. Flestir eru á því að bestu plötur Stewarts hafi komið út á sjöunda áratugnum en það breytir ekki því að miðar á tónleika hans seljast ennþá eins og heitar lummur. Hann er frægur fyrir að leggja allt í sölurnar á sviðinu og enn má sjá stöku hnjáliði bresta. „Hver veit, kannski koma þessi verðlaun til með að virka eins og spark í óæðri endann og ég byrji aftur að semja mitt eigið efni,“ sagði Stewart á verðlaunahátíðinni. Og þó. Söngvarinn viðurkenndi að fjölskyldulífið væri ansi tímafrekt og nýtt lestarlíkan biði þess að verða sett saman á heimili hans í Beverly Hills. Það hefði forgang. Stewart er líka frægur fyrir sparkáhuga sinn og bíður örugglega spenntur eftir úrslitaleiknum í Meistaradeild Evrópu sem að öllum líkindum verður milli hans manna, Gamli hjartaknúsarinn Rod Stewart var heiðraður fyrir framlag sitt til tón- menningar í dægurheimum vestur í Hollywood í vikunni. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Ég átti samt alltaf erfitt með að semja lög, það var eins og að sitja á skólabekk. Rætist úr Rámi Rod Stewart veitir verðlaun- um sínum við- töku í Holly- wood í vikunni. Frægð og furður

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.