Morgunblaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.05.2010, Blaðsíða 28
28 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 2010  Ekkert lát virðist vera á vinsæld- um hljómsveitarinnar Diktu þessa dagana og nú hefur platan þeirra Get it Together náð gullplötusölu. Til að þakka fyrir sig hefur Dikta ákveðið að halda tónleika kl. 18 í dag á Nasa við Austurvöll. Tónleik- arnir verða opnir öllum aldurs- hópum og verður ókeypis inn. Gullplata og ókeypis tónleikar fyrir alla Fólk Þótt kvikmyndahátíðin í Cannes hljóti fyrst og fremst athygli fjölmiðla út á kvikmyndirnar sem þar eru frumsýndar og hversu fínar í tauinu kvikmyndastjörnurnar eru, þá er hún ekki síður mikilvægur vettvangur upp á sölu og dreifingu á kvikmyndum og íslenskum þar á meðal. Félagarnir Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson eru úti í Cannes að selja sýningarréttinn á Reykjavík Whale Watching Massacre og und- irrituðu í gær samning við japanska dreifing- arfyrirtækið UPLINK um sýningar á myndinni í Japan. Kvikmyndin verður frumsýnd í Tókýó undir lok árs, að sögn Ingvars. Í myndinni leikur japönsk leikkona, Nae Yuki, sem Ingvar segir að sé súperstjarna í heimalandi sínu. Þá komi ekki að sök að Japanir séu hvalveiðiþjóð og þekki einnig til Bjarkar og Sjóns, en Sjón skrifaði handritið að myndinni. Ingvar segir það hafa verið skemmtilega tilviljun að við undirritun samningsins í gær hafi skip frá Sea Shepherd verið í höfninni í Cannes. R.W.W.M. kemur út á mynddiski hér á landi 20. maí og fer þá á mynd- bandaleigur og í sölu. Þá verður hún brátt sýnd í Bretlandi en heitir þar Harpoon. En það eru fleiri íslenskar myndir til sölu í Cannes því fyrirtækið Telepol er þar að selja sýningarréttinn að þrívíddarteiknimyndinni Þór – í heljargreipum, sem er í framleiðslu hjá fyr- irtækinu Caoz. Í sölubás Telepol í Cannes er sýnd „kitla“ úr myndinni (e. teaser) en Hilmar Sigurðsson, frkv.stj. Caoz, segir myndina þegar hafa verið selda til 26 landa. helgisnaer@mbl.is R.W.W.M. seld til dreifingar í Japan RWWM Hvalaskoðunarfjöldamorð fyrir Japani.  Tölvuleikjafyrirtækið CCP hefur ákveðið að fresta útgáfu á Tyr- annis-viðbótinni við tölvuleikinn vinsæla EVE Online til 26. maí. Þar að auki hefur fyrirtækið ákveðið að fresta útgáfu á Planetary Comm- and Centers til 8. júní. En í þeim síðarnefnda gefst þeim fjölmörgu notendum loks færi á að hanna sín- ar eigin plánetur í leiknum. Í til- kynningu frá fyrirtækinu segir að með því að fresta útgáfunni á við- bótinni fái hönnuðir meiri tíma til að fínpússa hana og notendur geti kynnt sér nýjungar í honum áður en þeir byrja að spila leikinn. Tyr- annis er 13. viðbótin við leikinn. CCP frestar viðbótum við leikinn EVE Online  Ljósmynd eftir Börk Sigþórs- son verður boðin upp á morgun í verslun Hermes í Beverly Hills. Uppboðshúsið Christie’s sér um uppboðið en það er til styrktar sam- tökum sem helga sig verndun strandlengja í heiminum, rekin af Olaf og Eva Guerrand-Hermes. Mynd Barkar heitir „The Beach“, og var tekin á Vestfjörðum 2002. Börkur leggur verndun strandlengja lið „Ég hef lengi verið aðdáandi þess að leikarar leiti í eitthvað sem er langt frá okkur. Eins og til dæmis fötlun eða eitthvað sem við þurfum ekki að kynnast í daglegu lífi. Kar- akterinn varð til upp úr þessu,“ segir Óttar Már Parwes Sharifi Ingólfsson, útskriftarnemi á leik- listarbraut Kvikmyndaskóla Ís- lands. Óttar hefur nú lagt lokahönd á útskriftarverkefni sitt Haltur leiðir blindan. Kvikmyndin er saga af tveimur ungum mönnum, annar þjáist af mikilli þroskahömlun en hinn er blindur. „Sá blindi sér heim- inn í gegnum augu þess þroska- hamlaða. Að sama skapi fær sá þroskahamlaði dómgreind hins blinda að láni til að skilja það sem hann sér. Þessi saga er falleg og hugljúf skemmtun sem vonandi fær fólk til þess að brosa og skemmta sér. Ég lagði mikið upp úr því að þetta líti ekki út fyrir að vera grín um fötlun á nokkurn hátt. Heldur sýna fegurðina í barnslegri ein- lægni þeirra og leikgleði,“ segir Óttar. Útskriftarnemar við Kvikmynda- skólann útbúa stuttmynd sem út- skriftarverkefni. Afrakstur þeirra verður svo sýndur í Regnboganum í vikunni. „Þetta var ótrúlega gam- an, en erfið vinna og mikið streð. Allir nemendur þurfa að útvega sér leikstjóra og framleiðanda. Við nýt- um okkur krafta útskriftarnema í öðrum deildum, en njótum líka ut- anaðkomandi aðstoðar. Við fáum ákveðna upphæð til að eyða í verk- efnið frá skólanum. Síðan er það okkar að ákveða hvernig við hög- um framleiðslunni,“ segir Óttar sem bæði skrifaði handritið og framleiddi myndina sjálfur. Haltur leiðir blindan Óttar Már P. S. Ingólfsson og Theódór Sölvi Thom- asson í hlutverkum sínum sem Raggi og Tolli, í verki Óttars. Annar blindur, hinn með alvarlegan framheilaskaða  Útskriftarverkefni við Kvikmyndaskóla Íslands Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Dansverkið KYRRJA, eftir dans- arann og danshöfundinn Ragnheiði Bjarnason, verður frumsýnt næst- komandi fimmtudag á Norðurpóln- um á Seltjarnarnesi. Ragnheiður var í fyrsta útskriftarárgangnum sem útskrifaðist af dansbraut Listahá- skóla Íslands haustið 2009, en hefur unnið við dansinn í mörg ár. Sóló- verkið KYRRJU vann hún í sam- starfi við Hjördísi Árnadóttur, en þær leituðu efniviðar í baráttu góðs og ills. „Við byrjuðum á því að vinna með hugtökin gott og illt og þaðan spannst eiginlega verkið út í engla; að kanna gott og illt út frá engl- unum, þeim sem eru fallnir og þeim sem eru í himnaríki. Og þá kviknaði sú spurning hvort þetta illa afl væri jafnvont og við vildum halda. Þannig að útgangspunkturinn er hvort hið illa sé í raun ekki bara að sinna sínu hlutverki, hvort það sé ekki nauð- synlegt til þess að þessi tvískipti heimur okkar virki. Og við unnum það út frá dauðasyndunum og dyggðunum,“ segir Ragnheiður um verkið, en auk hennar og Hjördísar, sem vann með henni hugmyndavinn- una, koma að sýningunni Jóhann Friðgeir Jóhannsson, sem samdi tónlistina og Snæbjörn Brynjarsson sem samdi textana. Danssýningar eru upplifun Oft kviknar sú spurning, þegar rætt er um dans, hversu aðgengileg- ur hann sé sem listform. Að sögn Ragnheiðar finnur hún fyrir vaxandi áhuga fyrir dansinum sem helgast m.a. af aukinni umræðu, en hún vill einnig meina að fólk nálgist hann ef til vill ekki á réttum forsendum. „Ég sé danssýningar þannig að þær eru upplifun. Þannig eru til dæmis verkin sem ég geri. Ég hef þá sýn á sviðsetningar yfir höfuð að þú kemur inn í rýmið og þótt þú vitir ekki alveg um hvað sýningin er, sér- staklega í danssýningum til dæmis, þar sem er ekki endilega söguþráð- ur, þá upplifirðu einhverjar tilfinn- ingar. Og það er það sem við erum meðal annars að gera með þessu verki, þetta eru sjö kaflar og við reynum að kalla fram ákveðnar til- finningar hjá áhorfandanum þannig að það er engin saga, heldur upp- lifun. Það eru svo margir sem segja: ja, ég skildi þetta bara ekki. En danssýningar snúast ekki um það að skilja eða skilja ekki. Heldur að finna bara hjá sjálfum sér hvað manni finnst.“ Form sem vinna saman Ragnheiður segir dansinn mjög fjölbreyttan og það sé sérstaklega skemmtilegt hvað hann tengist náið öðrum listformum. „Við höfum verið að ræða þetta mikið dansararnir, að það er svo mikið af formum sem halda dans- inum uppi og öfugt. Myndlistin skiptir miklu máli, sviðsmyndin og rýmið. Ég vinn til dæmis mikið með þetta sjónræna. Kóreógrafían er náttúrlega mjög sjónræn og dans- arar sjá allt mjög sjónrænt í rými. Svo kemur leiklistin æ meira inn, ég fór til dæmis í leiklistarskóla í skipt- inám, fór til Noregs í hálft ár og lærði að tala á sviði, af því að það skiptir alltaf meira máli að maður geti farið með texta. Þannig að þessi mismunandi form blandast mikið saman í dansinum. Og svo auðvitað tónlistin.“ KYRRJA er fyrsta sólóverkefni Ragnheiðar eftir útskriftina en hún hefur verið meðlimur í danshópnum Íslensku hreyfiþróunarsamsteyp- unni í fimm ár. Það er nóg af verk- efnum framundan, en hún segir nauðsynlegt fyrir dansara að vera duglegur að skapa sér tækifæri. „Það sem ég er að gera núna er að semja verk til að taka upp og senda út á hátíðir. Ég ætla að sýna þetta verk og eitt annað á Jónsvöku í lok júní og svo er ég að semja annað sem verður frumsýnt í lok ágúst,“ segir hún. Hvað frekara nám varðar er allt opið, en listaáhuginn liggur víðar en í dansinum. „Ég var næstum far- in út í nám síðasta haust, en mig langaði líka í myndlistarnám sem ég ætlaði í en var hætt við. Ég vona bara að það verði kennt á næsta ári,“ segir Ragnheiður að lokum og hlær. Morgunblaðið/Golli Ragnheiður Vann út frá hugtökunum um gott og illt í KYRRJU. Hið illa er líka mikilvægt  Ragnheiður Bjarnason frumflytur nýtt dansverk  Segir dansinn að- gengilegri en margur haldi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.