Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2010 Andri Karl andri@mbl.is „[V]erkefni okkar, langmikilvæg- asta verkefni næstu ára, er að móta nýtt íslenskt samfélag sem byggir á einstaklingsfrelsi og jafnrétti, að móta stefnu sem í senn styrkir at- vinnulífið, reisir íslenskt efnahagslíf úr öskustónni og kemur í veg fyrir að þeir atburðir sem hér gerðust í hruninu geti endurtekið sig. Og al- veg eins og á árum áður þá verður þetta mikla verkefni ekki leyst far- sællega nema Sjálfstæðisflokkurinn standi þar sterkur að baki,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokks í Laugardalshöll í gær. Um 1.200 landsfundarfulltrúar hlýddu á ræðu Bjarna, töluvert færri en heyrðu setningarræðu Geirs H. Haarde, þá fráfarandi for- manns, í mars á síðasta ári, en þá voru 1.900 fulltrúar mættir. Skýrist fækkunin kannski helst af því að um aukafund er að ræða og hann hald- inn um mitt sumar. Höfum gengist við ábyrgð Bjarni kom víða við í ræðu sinni. Ræddi um úrslit síðustu kosn- inga til Alþingis og sagði það ár sem liðið er einkum hafa snúist um upp- gjör við fortíðina og aðdraganda bankahrunsins. „Það getur enginn haldið því fram að við höfum ekki horfst í augu við það sem úrskeiðis fór,“ sagði Bjarni og bætti við: „Við höfum viðurkennt að rammi við- skiptalífsins var ekki nægjanlega sterkur og við leyfðum ríkisbákninu að þenjast út. Við höfum fyrir löngu gengist við ábyrgð á þessu. En glannaskapur, lögbrot og siðleysi í viðskiptalífinu var aldrei í boði Sjálf- stæðisflokksins.“ Þá tók hann fram að Sjálfstæð- isflokkurinn hefði einn flokka end- urgreitt ofurstyrki. Samfylkingin sem tekið hefði á móti tugmilljóna króna styrkjum hefði ekki endur- greitt eina krónu. Jafnframt hafi Sjálfstæðisflokkurinn haft forgöngu um breyttar reglur um fjármál stjórnmálaflokka og frambjóðenda. „En ég veit að enn eru margir sem eru ósáttir við flokkinn sinn. Ósáttir við okkar þátt í hruninu og við það hvernig okkur hefur tekist til í uppgjörinu. Ég hef fengið minn skammt af gagnrýni og hlusta eftir því sem sagt er.“ Varnaðarorðin hafa ræst Evrópumálin voru Bjarna einn- ig ofarlega í huga. Hann minnti á orð sín í ræðustól Alþingis þess efn- is að glapræði væri að ráðast í þann leiðangur sem aðildarumsókn að ESB er, án þess að fyrir lægi víð- tækur stuðningur þjóðarinnar og af- gerandi pólitísk forysta fyrir mál- inu. Hann sagði og ljóst að þau varnaðarorð hefðu ræst. „Þeir sem nú kvarta sáran und- an því að engin sé forystan í Evr- ópuleiðangrinum verða því að leita annað en í okkar hús með sínar um- kvartanir. Umsóknin var aldrei í boði Sjálfstæðisflokksins. Hún er í boði Steingríms J. og Vinstri grænna,“ sagði Bjarni og einnig, að við núverandi aðstæður væri réttast að leggja málið til hliðar enda mikil- vægt að nýta alla krafta til að sigr- ast á þeim efnahagserfiðleikum sem við er að glíma. „Þegar því verkefni er farsællega lokið verða allar for- sendur fyrir hendi til að meta af- stöðu okkar til aðildar á ný þar sem þjóðin hefur verið höfð með í ráð- um.“ Bjarni tók þó skýrt fram, að Sjálfstæðisflokkurinn muni beita sér af alefli í hagsmunagæslu fyrir Ísland í viðræðuferlinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Setning Bjarni Benediktsson sagði í ræðu sinni að Sjálfstæðisflokkurinn berjist fyrir frelsi, ábyrgð og umhyggju. Móta þarf nýtt íslenskt samfélag Umsóknin um aðild að ESB var aldrei í boði Sjálf- stæðisflokksins Morgunblaðið/Árni Sæberg Á fundi Björn Bjarnason, Jónmundur Guðmarsson og Kjartan Gunnarsson. Dagskrá landsfundar Sjálf- stæðisflokksins heldur áfram í dag og meðal annars verður kosið um forystu flokksins. Frambjóðendakynningar fara fram kl. 9.15, kosning for- manns kl. 13.30 og kosning varaformanns kl. 15. Klukkan 17 verður fundi slit- ið með ávarpi formanns flokks- ins. Ljóst um miðjan dag FORYSTAN KOSIN Í DAG ’Traustið verður ekki unnið meðeinu tilsvari, einni afsögn eða einufrumvarpi. Það er langtímaverkefni semkrefst þolinmæði. Ég hef helgað mig all-an þessu verkefni og ég er búinn undir langa baráttu. ’ Það getur enginn haldið því framað við höfum ekki horfst í augu viðþað sem úrskeiðis fór. ’ [T]il þess að framtíðarhorfur Ís-lendinga gefi okkur tilefni til bjart-sýni verður að koma böndum á ríkisfjár-málin. Þar hefur núverandi stjórn valiðleið skattahækkana sem sjálf sagan hef- ur sýnt okkur að hefur alltaf mistekist. Við skattleggjum okkur ekki út úr krepp- unni. Endalausar skattahækkanir á ein- staklinga og fyrirtæki verður að stöðva. ’Að koma lagi á ríkisfjármálin er ekkiauðvelt verk en Sjálfstæðisflokk-urinn er tilbúinn að takast á við það. Viðætlum ekki að velta þessum vanda áframtíðarkynslóðir. ’Við viljum skapa traustan rekstr-argrundvöll fyrir orkufrekan iðnaðog tökum skýra stefnu gegn fyrning-arleiðinni í sjávarútveginum um leið ogvið vinnum að endurbótum á fiskveiði- stjórnarkerfinu. ’Þeir sem nú kvarta sáran undan þvíað engin sé forystan í Evrópuleið-angrinum verða því að leita annað en íokkar hús með sínar umkvartanir. Um-sóknin var aldrei í boði Sjálfstæð- isflokksins. Hún er í boði Steingríms J. og Vinstri grænna. ’Við núverandi aðstæður væri rétt-ast að leggja málið til hliðar, ekkibara vegna framkominna hótana um aðekkert verði af samkomulagi nema viðgöngum að afarkostum Breta, heldur er líka mikilvægt að við nýtum alla okkar krafta til að sigrast á þeim efnahagserf- iðleikum sem við er að glíma. Orðrétt úr ræðu Bjarna Hagsmunum Íslands er best borgið utan ESB og réttast að leggja til hliðar áform um að sækja um aðild, styðja þarf við atvinnustarfsemi á borð við stóriðju og fyrningarleið í sjávarútvegi er hafnað. Þetta kemur fram í drögum að stjórnmálaályktun sem lögð var fyrir landsfund Sjálf- stæðisflokksins. Ályktunin verður afgreidd síðar í dag en orðalag gæti breyst eitthvað í meðförum landsfundarfulltrúa. Í drögunum segir að landsfundur Sjálfstæðisflokks leggi áherslu á að horfið verði frá skattheimtustefnu á atvinnulífið, dregið úr flækjustigi og skriffinnsku. „Styðjum atvinnustarf- semi á borð við stóriðju, orkufrekan iðnað. Fögnum aðkomu erlendra að- ila að margs konar fjárfestingu í at- vinnulífinu og viljum að einstakling- ar hasli sér völl í atvinnustarfsemi svo sem heilbrigðis- og mennta- tengdri starfsemi.“ Ennfremur er lögð áhersla á að horfið verði frá núverandi atvinnu- stefnu, sem komi í veg fyrir atvinnu- uppbyggingu, þ.m.t. orkufrekan iðn- að. Óvissu varðandi landbúnaðinn verði að eyða og fiskveiðiréttur skil- greindur til langs tíma. Í ályktuninni er því einnig fagnað að nýlegur dómur Hæstaréttar lækki skuldir og bæti hag fjölda fólks. En einnig vill landsfundurinn að „[g]ripið verði til almennra úr- ræða fyrir heimilin í landinu og efnt til víðtæks samráðs um það. Sérstak- lega verði hugað að hagsmunum þeirra sem tóku verðtryggð lán“. Rannsókn á embættisfærslum Þá segir að úrslit sveitarstjórnar- kosninga kalli á endurmat á stjórn- málastarfinu. Taka þurfi upp ný vinnubrögð og auka samstarf stjórn- málaafla um veigamikil mál. Einnig að almenningur komi að ákvarðana- töku og stefnumótun um hin stærri mál, sbr. Icesave, ESB og undirbún- ing stjórnarbreytinga. Þá vill landsfundur Sjálfstæðis- flokks að rannsókn fari fram á emb- ættisfærslum og ákvörðunum stjórnvalda og samskiptum þeirra við bresk og hollensk stjórnvöld. Rannsaka þurfi hvort lagareglum hafi verið fylgt, starfsskyldur brotn- ar eða upp hafi komið dæmi um mis- tök eða vanrækslu í starfi. Leggja ætti áform um aðild að ESB til hliðar  Horfið verði frá skattheimtustefnu og dregið úr skriffinnsku Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjör Afar góð stemning var á meðal landsfundarfulltrúa í gærkvöldi. Ekkert bendir til þess að mótframboð muni berast gegn sitjandi formanni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Fundur var settur í gær en í dag verður gengið til kosninga um forystu flokksins. Staða varaformanns Sjálfstæðisflokksins losnaði í kjölfar afsagnar Þor- gerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Allt bendir til þess að tvær konur muni sækjast eftir embættinu að þessu sinni. Þær eru Ólöf Nordal þingmaður og Lára Óskarsdóttir. Sú fyrrnefnda gaf kost á sér fyrir nokkru. Lára er hins vegar minna þekkt og kveðst ekki hafa blandað sér mikið í pólitík fram að þessu. gislibaldur@mbl.is Einungis slegist um varaformanninn Morgunblaðið/Árni Sæberg Setningarathöfn Fjölmennt var við setningu landsfundarins. Útlit er fyrir að Bjarni Benediktsson gefi einn kost á sér til embættis formanns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.