Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.06.2010, Blaðsíða 17
Fréttir 17INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2010 Costa del Sol frá kr. 69.900 frá kr. 119.900 með öllu inniföldu Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum í spennandi sumarleyfis- ferð til eins allra vinsælasta sólaráfangastaðar Íslendinga, Costa del Sol. Í boði er ferð 6. júlí í 11 nætur. Fjölbreytt gisting í boði á ótrúlegum kjörum. Costa del Sol býður allt það helsta sem maður getur óskað sér í fríinu. Gríptu þetta einstaka tækifæri til að njóta lífsins á þessum vinsæla áfangastað í sumarfríinu. Ath. mjög takmarkaður fjöldi íbúða og herbergja í boði - verð getur hækkað án fyrirvara. Verð kr. 69.900 - Bajondillo *** Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í stúdíóíbúð í 11 nætur. Verð m.v. 2 í stúdíó kr. 79.900. Sértilboð 6. júlí. Verð kr. 109.900 Aguamarina *** með fullu fæði (+ drykkir með mat) Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með 1 svefnherbergi í 11 nætur með fullu fæði og drykkjum með máltíðum. Verð m.v. 2 í stúdíóíbúð í 11 nætur kr. 139.900 með fullu fæði og drykkjum með máltíðum. Sértilboð 6. júlí. Verð kr. 119.900 - Hotel Griego Mar *** með „öllu inniföldu“ Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í fjölskyldu- herbergi með „öllu inniföldu“ í 11 nætur. Verð á mann m.v. gistingu í tvíbýli með „öllu inniföldu“ 11 nætur kr. 134.900. Sértilboð 6. júlí. 6. júli - 11 nætur Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. 11 nátta ferð - ótrúleg kjör! „Þessu er náttúrlega bara stefnt gegn sam- keppni í þessum iðnaði og til þess að tryggja stöðu kerfisins og mjólkursamlaganna sem lifa á þröngum hagsmunum í skjóli ríkisins,“ segir Hróbjartur Jónatansson lögmaður um fyrirhug- aðar breytingar á búvörulögum þar sem þrengt er mjög að þeim sem framleiða mjólkurvörur ut- an styrkjakerfis ríkisins í landbúnaði, m.a. með heimild til þess að beita afurðastöðvar háum sektum ef þær taka við mjólk framleiddri utan kerfisins og selja hana á innanlandsmarkaði. Af- greiða átti frumvarpið í vor en því hefur nú verið frestað til haustþingsins. Hróbjartur, sem starf- aði fyrir mjólkurframleiðandann Mjólku, segir að þegar það fyrirtæki kom inn á markaðinn og fór að kaupa mjólk af bændum utan styrkjakerf- isins hafi það stuðlað að bættri stöðu þeirra. „Þeir gátu þá fengið annan kaupanda en sam- lögin og ekki síst þá hækkaði verðið til þeirra. Þannig myndaðist samkeppni um mjólkina.“ Hugsanlegt stjórnarskrárbrot Hróbjartur segir ljóst að styrktarkerfið í landbúnaði takmarki atvinnufrelsi manna og ennfremur að hann efist um að lögin um það standist stjórnarskrána. Sérstaklega ef gera eigi það refsivert að framleiða mjólkurvörur ut- an kerfisins. „Það sem er grundvallaratriði í þessu, og menn þurfa að svara ef banna á slíkt, er að þá þurfa að vera fyrir hendi einhver lög- mæt sjónarmið sem heimila að tiltekin mann- réttindi séu takmörkuð og ef þau sjónarmið eru til staðar þarf löggjafinn að beita minnst íþyngj- andi úrræðinu til þess að ná því markmiði fram.“ Það sé augljóst að tilgangurinn með þessum breytingum sé að hindra samkeppni við mjólk- ursamlögin sem starfa innan kerfisins í sam- ræmi við ákvæði búvörulaga um að þau séu und- anþegin samkeppni. „Það er bara ótrúlegt að þetta skuli viðgangast,“ segir Hróbjartur. Skjaldborg um styrkjakerfið  Fyrirhuguðum breytingum á búvörulögum beint gegn mjólkurframleiðendum utan styrkjakerfisins  Kerfið takmarkar atvinnufrelsi manna segir lögmaður  Efast um að það standist stjórnarskrána „Það er bara ótrúlegt að þetta skuli viðgangast.“ Hróbjartur Jónatansson lögmaður. Þótt sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra vilji leggja sektir á afurðastöðvar sem taka við mjólk sem framleidd er utan kvóta vill hann um leið auka svigrúm bænda til að vinna sjálfir afurðir úr mjólk- inni. Í frumvarpi sem væntanlega verður afgreitt á haustþingi er þeim veitt heimild til að vinna úr allt að 10.000 lítrum mjólkur, án þess að það teljist til nýtingar á greiðslumarki býlisins. Í skýringum með frumvarpinu kemur fram að á síðustu árum hafi nokkur fjöldi mjólkurbænda hafið eigin framleiðslu, einkum á mjólk- urís og ostum, heima á búum sínum. Afurðirnar hafi bæði verið seldar á búinu og í smásölu. Mikilvægt sé að hlúa að þessaari framleiðslu sem sé einn af vaxtarbroddum landbún- aðar um þessar mundir. Breyting- arnar séu einnig í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar VG og Samfylkingar. runarp@mbl.is 10.000 lítrar utan kvóta Svigrúm til eigin framleiðslu á býlum Morgunblaðið/Arnaldur Halldór Undanþága Ein stólpagóð kýr getur mjólkað um 10.000 lítra á ári. Lögregla höfuð- borgarsvæðisins stöðvaði kanna- bisræktun á þremur stöðum á fimmtudag. Í öll- um tilvikum var um ræktun í fjöl- býlishúsi að ræða og játuðu húsráð- endur á öllum stöðum aðild sína. Teljast því málin upplýst. Um var að ræða tvo karlmenn á fertugsaldri og pilt um tvítugt. Hjá þeim yngsta fannst á annan tug plantna á lokastigi ræktunar en allt í allt voru þetta um fimmtíu plöntur auk þess sem lítilræði af hassi fannst í einni íbúðinni. Einnig var gerð húsleit í bílskúr í Mosfellsbæ á fimmtudag og fannst þar bæði amfetamín og maríjúana. Húsráðandi hefur áður komið við sögu lögreglunnar. Lögregla fann kannabisrækt í fjölbýlishúsum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.