Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.10.2011, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 06.10.2011, Qupperneq 42
6. OKTÓBER 2011 FIMMTUDAGUR6 ● Bleika slaufan Jóhanna Gunnarsdóttir: MAÐUR ÞARF EKKI AÐ VERA EINN Fyrir nokkrum árum greind-ist ég með frumubreytingar í leghálsi og átti í því í nokkur ár. Fyrir tveimur árum fékk ég boð um að mæta í krabbameinsleit og þá fundust tvö ber í öðru brjóst- inu hjá mér. Eftir sýnatöku kom í ljós að þetta var illkynja æxli og hraðstækkandi og ég fór í aðgerð. Þegar ég fékk fréttir um að ég væri komin með krabbamein brá mér en svo kom upp þetta keppnis skap og ég ákvað bara að kýla á þetta og klára það. Ég leyfði mér aldrei að hugsa eitt né neitt annað. Stuðningur kom alls staðar að. Hann kom frá manninum mínum, börnunum mínum, fjölskyldu minni, vinnunni, yfirmanni í vinnu. Allir sýndu stuðning. Það var yndislegt að finna þennan kærleika. Það eina sem ég sé eftir er að hafa ekki leitað fyrr aðstoðar hjá Samhjálp kvenna, Krabbameins- félaginu og Ljósinu. Það er svo mikill stuðningur þegar maður hittir konur sem hafa upp lifað eitthvað svipað. Sumt sem ég hafði verið að hugsa um og sagði ekki neinum var það sem aðrir voru líka að hugsa um og lentu í. Maður þarf ekki að vera einn. Ef maður hefur hinn minnsta grun um að eitthvað sé að, í brjóstinu eða maganum eða bara eitthvað sem er ekki eðli- legt, verður maður að leita sér hjálpar og ekki hunsa skilaboð frá líkamanum. Íris Björk Viðarsdóttir: KOMIN SEX MÁNUÐI Á LEIÐ Ég vaknaði á gamlársdags-morgun, komin sex mánuði á leið, og lá í blóði mínu. Maður- inn minn stökk upp og hringdi á sjúkrabíl. Síðan hófust rann- sóknir og þá kom í ljós að þetta er illkynja æxli í ristli. Ég var skorin upp. Það þurftu að vera barnalæknar og fæðingar læknar sem héldu leginu til hliðar á meðan skurðlæknar og þeirra aðstoðar menn sáu um ristilinn. Og svo var barnið sett aftur inn og saumað fyrir. Tíu dögum síðar komu niður- stöður um að þetta væri annars stigs krabbamein í ristli og ekki fannst neitt í eitlum. Að öllu jöfnu hefði ég farið í lyfja meðferð. Móðureðlið hjá mér var ofar skynsemismörkum, ég tók þá ákvörðun að fara ekki í lyfjagjöf. Mér létti í raun þegar ég tók þá ákvörðun. Síðan hafa liðið fjögur ár og þetta hefur gengið mjög vel. Jákvæðasta augnablikið í mínum veikindum er að ég átti von á heilbrigðu barni og að krabbameinið var ekki búið að dreifa sér. Ég fékk frábæran stuðning frá mínum nánustu ættingjum og vinum. Það umvöfðu mann allir. Maður var eiginlega bara setur í bómull og lifði eins og drottning. Mig langar að benda konum sem greinast með krabbamein á að þetta er alls ekki dauða dómur, þetta getur gefið manni mjög margt jákvætt og marga punkta í reynslubankann. Og bara reyna að lifa heilbrigðu lífi, það getur verið forvörn því þá er maður fljótari að ná sér aftur. Þegar maður finnur fyrir einhverju eða einhverjum einkennum, þá er engin ástæða fyrir að bíða því að sá tími getur verið ansi dýr- mætur. Ég óska mér þess helst að geta lifað jákvæðu, hraustu og rólegu lífi. Brynja Guðjónsdóttir: ÁKVAÐ AÐ VERA JÁKVÆÐ EINS OG POLLÝANNA Ég greindist með krabbamein í lunga fyrir tæpu ári. Það gerðist þannig að ég var bara eitt- hvað að hnerra og það kom slím í lófann á mér. Ég fór í lungna- myndatöku og þá kom í ljós að það var æxli í vinstra lunga. Ég trúði því einhvern veginn allan tímann að þetta væri góðkynja en svo kom í ljós að þetta var krabba- mein. Mín fyrstu viðbrögð voru doði, ég var dofin og reið af því að ég hafði ekki reykt í eitt og hálft ár og fannst einhvern veginn að þetta gæti ekki verið að koma fyrir mig. Fljótlega breyttist svo þessi doði í ótta og vanlíðan og þá aðallega út af fólkinu mínu. Það sem að bjargaði mér var að ég hitti aðra konu sem var búin að greinast með lungnakrabbamein og hún var búin að vera einkenna- laus í fimm ár, þetta var sem sagt ekki dauðadómur. Ég fór þá einhvern veginn á bleikt ský og ákvað að ég ætlaði að komast yfir þetta og vera já- kvæð eins og Pollýanna. Mitt mottó er að horfa á björtu hlið- arnar og sjá alltaf eitthvað já- kvætt í öllu, alveg sama hversu svart það er. Jákvæðasta augna- blikið var þegar ég vaknaði upp eftir aðgerðina. Fjölskyldan mín var öll hjá mér og ég trúði því og vissi að ég væri ekki með neitt mein lengur. Ég var komin út á sjöunda degi eftir aðgerð og fór út að ganga. Lengdi svo alltaf göngutúrinn og var komin í ræktina eftir sex vikur og nú fer ég í ræktina á hverjum einasta degi. Allur þessi stuðningur sem ég hef fengið er alveg ómetanlegur. Fjölskyldan mín studdi mig rosalega vel og svo Krabbameinsfélagið en ég veit ekki alveg hvernig ég hefði komist af án þeirra og eins Ljóss- ins, sem ég notaði mikið. Ekki hunsa einkennin, bara alls ekki. Mér finnst mikið atriði að vekja fólki til umhugsunar um það að allir geta fengið krabbamein og eins það að reykingar drepa. Ef ég væri Guð í einn dag þá myndi ég óska þess að allir hættu að reykja. Hversdagshetjurnar sex ● Sex konur voru valdar til að leika í auglýsingum Krabbameinsfélagsins fyrir Bleiku slaufuna. Þær segja frá reynslu sinni í myndskeiðum á vefnum www.bleikaslaufan.is og eru einnig á veggspjöldum, í blaðaauglýsingum og á vefborðum. Jóhanna Gunnarsdóttir, Íris Björk Viðarsdóttir, Brynja Guðjónsdóttir, Helga Torfadóttir, Hulda Hjálmarsdóttir og Björg Júlíana Árnadóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.