Fréttablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 34
34 24. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR Fáir á Íslandi hafa heyrt um alþjóðlega viðskiptasamning- inn ACTA (Anti-Counterfeiting Trade Agreement), sem er ekki skrýtið, því Ísland er ekki aðili að honum. Flest stærstu iðnríki heims eru þó aðilar, þar með talin Bandaríkin og Evrópusambandið. Samningurinn hefur verið um þrjú ár í vinnslu og er samstarfsverk- efni 38 landa, en ólíkt flestum við- skiptasamningum snýst ACTA ekki um viðskipti, heldur refsingar og viðskiptatálmanir. Samningurinn var saminn á bak við luktar dyr utan við allar hefð- bundnar alþjóðastofnanir á borð við WIPO og WTO, og fjallar um samræmdar refsiaðgerðir og eigna- upptökur í tilfelli höfundalagabrota eða brota á einkaleyfum. Einungis Mexíkó og Evrópusambandið eiga eftir að samþykkja hann formlega til þess að hann öðlist gildi. Samningsaðilarnir voru ekki kjörnir fulltrúar heldur embætt- ismenn, og eina ástæðan fyrir því að við vitum af þessum samningi er að hann lak margsinnis út af fundum samninganefndarinnar, yfirleitt til frönsku samtakanna La Quadrature du Net. Raunar voru þeir einu sem fengu aðkomu að samninga gerðinni, utan full- trúa þessara 38 ríkja, fulltrú- ar frá stórum fyrirtækjasam- tökum á borð við Motion Picture Association of America (MPAA), Recording Industry Association of America (RIAA) og Pharmaceuti- cal Research and Manufacturers of America (PhRMA), sem segir sitt um hvaða hagsmuni er verið að verja. Með þessum samningi er hugmyndin að fara á svig við lýðræðisleg ferli í þátttökulöndunum og koma á lagaumhverfi sem hentar eigendum hugverka. Til dæmis á að gera net veitur lagalega ábyrgar fyrir öllum gögn- um sem fara um kerfin þeirra. Þannig á að neyða netveitur til að fylgjast með allri netnotkun við- skiptavina sinna og láta fulltrúa rétthafa vita af öllum hugsanlegum brotum. Með því breytast netveitur í einkalögreglu fyrir höfundaréttar- iðnaðinn, meðan brotið er gróflega gegn friðhelgi einkalífsins. Einnig verða innleiddir með þessu viðskiptatálmar, sem fel- ast meðal annars í umskipunar- skoðun. Til dæmis ef samheitalyf væru framleidd í Indlandi og flutt til Brasilíu, en þeim umskipað í Rot- terdam, þar sem ACTA-samningur- inn gildir, væru þau gerð upptæk ef upprunalyfið er háð einkaleyfi í aðildarlöndum ACTA. Þetta myndi að sjálfsögðu hafa í för með sér að skip sem flytja slíka farma snið- gengju bara hafnir á ACTA-svæðun- um, en ljóst er að löndin sem standa utan samningsins hafa litla burði til að mótmæla þessum aðgerðum. En hvaða máli skiptir þetta fyrir Ísland? Ef þessi samningur tekur gildi þá verða íslenskir aðilar óhjá- kvæmilega fyrir röskun vegna hans, hvort sem það felst í að lög- legir farmar verði herteknir í Evr- ópu eða Bandaríkjunum eða að íslensk fjarskipti verði grandskoð- uð af erlendum aðilum og jafnvel lokað á fullkomlega lögleg og eðli- leg samskipti vegna gruns um höf- undalagabrot. Svo ef Ísland myndi ganga í Evrópusambandið myndum við líklegast sjálfvirkt falla undir þennan samning. Það eru eflaust til ýmsar ágætar leiðir til að vernda hagsmuni hug- verkarétthafa, en aðferðir ACTA- samningsins eru ólýðræðislegar og brjóta gegn mannréttindum. Það væri skynsamt fyrir íslensku ríkis- stjórnina að láta kanna þær auka- verkanir samningsins sem kunna að hafa áhrif á Ísland og mótmæla samningnum á þeim grundvelli meðan umræðan er enn í gangi í Brussel. Lýðræðinu hætta búin með viðskiptasamningi Að gefnu tilefni rita ég þennan pistil. Maður er alveg rasandi yfir ruglinu. Nú er staðan þannig hjá okkur sjómönnum mörgum, a.m.k eins og er, að það dynja lát- laust á okkur nánast óvinnandi kröfur um bætta nýtingu á sjávar- afurðum. Fyrir það fyrsta þá eru kröfurnar um að hirða allt af bol- fiski sem fellur til við vinnslu á afla, það er hausa, afskurð og nú síðast lifur og hryggi. Þetta er gert á sama tíma og öllum útgerðum landsins er gerð grein fyrir því að nú megi þær hafa sig hægar því að ekki sé víst að þær haldi veiðiheimildunum sem þær hafa í dag, um nánustu framtíð. Hvaða heilvita manni dettur þá í hug að fara út í fjárfrek- ar framkvæmdir við að endur- nýja skipakost svo hægt verði að framfylgja auknum kröfum um nýtingu sjávarafurða? Það kaupir enginn heilvita maður nýtt innbú ef það á að brenna ofan af honum á morgun eða hvað? Þessar aðgerðir þýða bara eitt. Skipum mun fækka og störfum um leið! Sjómenn, sem starfað hafa lengi við sjófrystingu, hafa ávallt reynt að nýta afla eins vel og hægt er á hverjum tíma. Það eru ár og dagar síðan farið var að hirða afskurð af bolfiski á frystitogurum. Einnig er langt síðan farið var að frysta þorsk- hausa. Eins eru ár og dagar síðan byrjað var að hirða hausa og sporða af grálúðu. Af hverju? Það eru menn sem vinna við að finna nýja markaði fyrir sjávarafurðir til að selja á. Þeir selja það sem hægt er að selja. Það er a.m.k. svo hjá þeirri útgerð sem undirritaður hefur starfað hjá sl. 25 ár. Svo er það alltaf spurningin um það hvort hlutirnir borgi sig. Þetta hefur verið gert án þess að misvitrir þingmenn eða ráðherrar hafi fundið upp á því að þetta væri hægt og jafnvel fá greitt fyrir afurðirnar. Spurningin er hvort til séu markaðir fyrir viðkomandi afurð eða ekki? Það er að sjálf- sögðu ekkert annað en fráleitt að eyða í kostnað við að framleiða afurð eða vöru ef ekki fæst upp í kostnað á henni. Arðsemi Þegar þetta er skrifað erum við staddir á frystitogara í 1.400 sjómílna fjarlægð frá Íslandi í Barentshafi sem er um 5 sólar- hringa sigling til heimahafnar í sæmilegu veðri. Hér erum við að berjast við að nýta þann afla sem við megum fiska. Erum að frysta allt sem við getum og í raun að vinna við að skerða launin okkar vegna þess að við erum að frysta afskurð, hausa og hryggi sem falla til við vinnsluna. Fáum nokkrar krónur fyrir hausana og nokkrar krónur fyrir afskurðinn en spurning er hvort nokkuð fáist fyrir hryggina. Þetta erum við og höfum verið að gera í nafni góðr- ar nýtingar í mörg herrans ár. Reyndar hirða fæstir, sem sækja í Barentshaf, afskurð, hvað þá hausa því íslenskar reglu- gerðir ná ekki þangað. Flestir sem sækja í Barentshaf reyna að hámarka afköstin til að vera ekki lengur en þarf til að fiska sinn kvóta. Sumir hafa fleiri verk- efni en aðrir og geta þá leyft sér að vera fljótari og sleppa því að standa í atvinnubótavinnu á fjarlægum miðum. Ekki er alltaf spurt hvort nokk- uð fáist fyrir afurðirnar, hvað þá vinnuna! Það er jafnvel verið að borga með umbúðunum sem fara utan um afurðirnar. Síðan má kannski nefna það að hér í Barentshafi, þar sem aukið hefur verið við kvótann um margra ára skeið, hefur verið prýðis veiði, svo góð að við erum að eyða um 300 - 400 lítrum af svartolíu á klukkustund á meðan við erum að frysta margnefndar aukaafurð- ir sem við fáum síðan lítið sem ekkert fyrir! Við erum ekki að fiska á meðan við bíðum eftir að vinnslu ljúki við afskurð, hausa og hryggi. Afleiðingar Svo má benda á alvarlegar afleið- ingar af þessu ótímabæra rugli með nýtingarreglugerðir. Það eru útgerðir sem munu leggjast af vegna þessara reglugerða um bætta nýtingu. Íslenski fiski- skipaflotinn er háaldraður, það eru skip sem hreinlega verður lagt vegna þessara krafna. Þetta get ég vitnað um þar sem undirritaður er með menn sem losuðu sig úr slíkri óvissu á dög- unum. Sjómenn hafa oftast borið sig vel þó svo að kjör hafi á tíðum verið misjöfn. Það hafa verið mis- góðir tímar til sjávar og sveita. Við sjómenn erum latir við að svara fyrir okkur. Það sést best á því hvernig við höfum látið misvitra ráðamenn setja á stétt- ina jafnt lög sem ólög í gegnum tíðina. Lög voru sett á sjómannastétt- ina þegar það hentaði ráðamönn- um vegna þess að útvegurinn var undirstaða þjóðarbúsins eins og sagt var. Það var a.m.k. einu sinni viðurkennt. Veit ekki hvað ráðamenn telja vera undirstöðu þjóðarbúsins í dag. Er á því að þeir viti það ekki sjálfir! Bætt nýting á sjávarafurðum Innanríkisráðherra hefur lagt fram frumvarp til breytinga á barnalögum. Frumvarpið er hins vegar gjörbreytt frá fyrra frum- varpi sem unnið var í ráðherra- tíð Rögnu Árnadóttur. Breyting- arnar fela m.a. í sér að búið er að taka út þann valkost að dómari megi dæma jafnhæfa foreldra í sameiginlega forsjá, sé það barni fyrir bestu og mildasta úrræð- ið. Þar að auki er búið að taka í burtu það ákvæði að kostnaður vegna umgengni skiptist jafnt á milli foreldra - heldur skal kostn- aður greiðast af því foreldri sem „nýtur“ umgengni. Þar sem frumvarpið var upp- haflega tilbúið í ráðherra- tíð Rögnu Árnadóttur er það umhugsunarvert hvers vegna ráðherra tekur allt í einu til við þessar breytingar, sem þann- ig ganga gegn áliti fjölmargra fagnefnda sem fjallað hafa um heimild dómara um sameiginlega forsjá. Þær ganga einnig gegn áliti tveggja stærstu stjórnmála- flokka landsins en annar þeirra er nú þegar við völd. Er því nokk- uð ljóst að breytingarnar eiga sér fyrst og fremst pólitískar rætur. Eins og frumvarpið er nú er það síst til þess fallið að auka sáttalíkur milli foreldra. Að dæma forsjá til annars foreldr- is og um leið þvinga forsjána af hinu við það eitt að skilja eykur líkur á áframhaldandi og viðvar- andi deilum og ósætti og ekki eru það hagsmunir barna. Það er ein- mitt vegna þess að dómaraheim- ild fyrir sameiginlegri forsjá er ekki fyrir hendi sem deilur verða harðari fyrir vikið. Mildasta úrræðið - að dæma jafnhæfa for- eldra í sameiginlega forsjá - hlýt- ur augljóslega að auka sáttalíkur því þá standa foreldrar jafnfætis og hefur hvorugt forgjöf á hitt. Ráðherra ætlar hins vegar að viðhalda þessu gamaldags kerfi sem eykur m.a. á deilur og standa vörð um hagsmuni mæðra enda er forsjá í yfirgnæfandi meiri- hluta hjá mæðrum sé hún ekki sameiginleg. Það er mikilvægt að hafa í huga að það er töluverður fjöldi forsjárlausra foreldra þar sem forsjá hefur verið þvinguð af þeim vegna þess að dómaraheim- ild er ekki fyrir hendi. Því er nóg fyrir annað foreldrið að vera á móti sameiginlegri forsjá – jafn- vel af ástæðum sem ekki koma velferð barnsins við – því það getur verið visst um að forsjá- in sé þess áfram því mildasta úrræðið er nefnilega ekki til á Íslandi. Dómaraheimild hefur hins vegar verið til í Noregi síðan 1981! Þar að auki vekur mikla furðu hvers vegna kostnaður vegna umgengni eigi að jafnaði að greiðast af umgengnisforeldri jafnvel þótt lögheimilisforeldri flytjist búferlum milli landshluta eða utan og búi til kostnaðinn í raun. Slíkt er fáránleg breyting og furðulegt að ekki eigi að skipta slíkum kostnaði jafnt því slíkt getur í raun hindrað umgengni sé kostnaður mikill. Gæta verð- ur þess að þessi regla um skipt- ingu kostnaðar við umgengni verði ekki gerð að vopni í höndum þess sem hefur valdið í samskipt- unum. Því það getur seint talist barni fyrir bestu að kostnaður vegna umgengni verði umgengn- isforeldri ofviða. Því má spyrja: Hvar er réttlætið og velferð- in þarna hjá ráðherra og hans samstarfsfólki? Í stuttu máli er búið að gjör- eyðileggja ágætis frumvarp sem tilbúið var í tíð Rögnu Árnadótt- ur og átti að jafna vægi foreldra að miklu leyti. Eins og frumvarp- ið er nú festir það hins vegar enn frekar í sessi úreld gildi og hefðir og það ríkjandi foreldramisrétti sem verið hefur hér á landi í ára- tugi. Ráðherra virðist þannig ein- göngu taka mið af jaðarhópum en líta framhjá fjölmörgum stað- reyndum og rannsóknum. Það er því brýnt að allsherjar- nefnd taki þetta frumvarp og færi það í það réttlætishorf sem það var komið í upphaflega. Við eigum að standa vörð um heildarhagsmuni barna en ekki pólitíska hagsmuni, úreld gildi og hefðir. Pólitík í frumvarpi til barnalaga Alþjóðleg viðskipti Smári McCarthy stjórnarmaður í Félagi um stafrænt frelsi á Íslandi Samfélagsmál Karvel Aðalsteinn Jónsson félagsfræðingur og í stjórn Félags um foreldrajafnrétti Sjávarútvegur Sigmundur Sigmundsson skipstjóri á Snæfelli Ea 310 Við sjómenn erum latir við að svara fyrir okkur. Það sést best á því hvernig við höfum látið misvitra ráðamenn setja á stéttina jafnt lög sem ólög í gegnum tíðina. Eins og frumvarp- ið er nú festir það hins vegar enn frekar í sessi úreld gildi og hefðir og það ríkjandi foreldra- misrétti sem verið hefur hér á landi í áratugi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.