Fréttablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 82
24. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR66 FÓTBOLTI Finnur Ólafsson gekk í gær í raðir Fylkis frá ÍBV og samdi við Árbæinga til næstu þriggja ára. Finnur ákvað að fara frá ÍBV þar sem hann þurfti að flytja til Reykjavíkur af fjölskylduástæð- um. „Eyjamenn sýndu því mjög mikinn skilning og voru jákvæðir gagnvart því að vinna með mér í þessu máli. Það er ástæðan fyrir því að ég er genginn í raðir Fylk- is,“ sagði Finnur við Fréttablaðið. Finnur er fjórði leikmaðurinn sem Fylkir fær til sín eftir tíma- bilið en félagið hefur líka misst fimm leikmenn. Þórður Gíslason, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Fylki, segir að kaupin á Finni fari því ekki illa með fjár- hagsáætlanir félagsins. „Alls ekki. Við misstum nokkra menn í sumar og því þurftum við að fylla í þeirra skörð. Það var því svigrúm fyrir Finn í okkar áætl- unum,“ segir Þórður. Finnur átti eitt ár eftir af samningi sínum við ÍBV og þurfti því Fylkir að greiða fyrir hans komu til félagsins. „Við þurftum að greiða aðeins meira en stuðullinn segir til um en í stóra samhenginu töldum við þetta innan þeirra marka sem við höfum sett okkur.“ Samkvæmt afreksstuðlakerfi KSÍ er Finnur með stuðulinn 3 og því hefur lágmarksfélagsgjald verið 300 þúsund krónur fyrir hann. Þórður vildi þó ekki gefa upp hversu mikið Fylkir hefði greitt fyrir kappann. Hann sagði annars rekstur knattspyrnudeildarinnar ganga ágætlega og að allir leikmenn væru búnir að fá laun sín greidd. „Okkur hefur gengið illa að greiða niður skuldir frá árunum 2007 til 2008 en að öðru leyti hefur rekst- urinn verið á áætlun og ekki útlit fyrir annað en að svo verði einn- ig á næsta ári,“ segir Þórður og segir að leikmenn hafi haft skiln- ing á því ef launagreiðslur hafi taf- ist. „Svona mál hafa alltaf verið rædd af yfirvegun og gengið vel að greiða úr þeim. Staðan í dag er sú að allir leikmenn hafa fengið laun sín greidd.“ - esá Finnur Ólafsson gerði í gær þriggja ára samning við Fylki í Árbænum eftir tveggja ára dvöl hjá ÍBV: Erum ekki að yfirspenna bogann í Árbænum Í LEIK GEGN FYLKI Finnur Ólafsson í baráttu við Andrés Má Jóhannesson, leikmann Fylkis, í leik í Pepsi-deildinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HANDBOLTI Breska kvennalands- liðið í handbolta vann í gær fræk- inn sigur á Angóla, núverandi Afríkumeisturum. Sigurinn er merkilegur fyrir þær sakir að Bretland lék sinn fyrsta landsleik í handbolta fyrir aðeins fjórum árum síðan og hefur tekið stór- stígum framförum síðan þá. Angóla er einmitt með Íslandi í riðli á HM í Brasilíu sem hefst eftir rúma viku. Blásið hefur verið miklu lífi í handboltastarf Breta þar sem Ólympíuleikarnir fara fram í Lundúnum á næsta ári. Bretar ætla að taka þátt í öllum íþrótt- um, þar á meðal handbolta. Í gær hófst æfingamót í hand- boltahöllinni í Lundúnum sem var reist fyrir leikana. Fjögur lið taka þátt auk hinna tveggja; Austurríki, Pólland, Slóvakía og Kína. - esá Tímamótasigur Breta: Bretland lagði verðandi mót- herja Íslands SÆTT Leikmenn Breta fögnuðu sigrinum vel og innilega. NORDIC PHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI Í kvöld fer fram stórslagur í Iceland Express- deild karla þegar að Íslands- og bikarmeistari KR tekur á móti meistaraefnunum í Grindavík. Leiknum verður sjónvarpað beint á íþróttavef Vísis en hann hefst klukkan 19.15. Grindavík er enn ósigrað í fyrstu tólf leikjum tímabilsins; sex í deildinni, fimm í Lengju- bikarkeppni karla og svo einum í Meistarakeppni KKÍ, þar sem þessi lið mættust. KR-ingar eru í þriðja sæti deildarinnar og töp- uðu síðast óvænt fyrir Þór frá Þorlákshöfn í Lengjubikarnum nú um helgina. KR-Grindavík í kvöld: Sjónvarpað beint á Vísi HÁSPENNA Grindavík vann KR með flautukörfu síðast þegar liðin mættust. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI Stelpurnar okkar eru nú orðnar sextán talsins eftir að landsliðsþjálfarinn Ágúst Þór Jóhannsson gaf það út í gær hvaða fjórir leikmenn verða að sætta sig við að detta út úr HM- hópnum á lokasprettinum en fram undan er fyrsta heimsmeistara- mót kvennalandsins frá upphafi. Ágúst ákvað að skilja eftir HK- ingana Ólöfu Kolbrúnu Ragnars- dóttur og Brynju Magnúsdóttir sem og þær Hildi Þorgeirsdótt- ur og Elísabetu Gunnarsdóttur. Áður hafði Sólveig Lára Kjærne- sted dregið sig út úr hópnum og einnig fyrirliðinn Rakel Dögg Bragadóttir sem meiddist illa á hné. Allt valið var erfitt „Svona val er alltaf gríðarlega erfitt og var kannski extra erfitt núna. Við gengum frá því seint í gærkvöldi,“ sagði Ágúst á blaða- mannafundi í gær en hann valdi hópinn með góðri aðstoð frá aðstoðarþjálfara sínum, Gústaf Adolf Björnssyni. Liðið leggur af stað til Brasilíu á þriðjudaginn og mun stoppa í London og spila einn æfingaleik við breska landsliðið. „Þetta er búið að liggja þungt á mér síðustu daga. Maður þarf að vera vel undirbúinn fyrir allt. Við Gústaf erum búnir að liggja yfir þessu og erum sannfærðir um að þetta sé sá hópur sem passar best í verkefnið,“ segir Ágúst og bætir við: „Þetta er nú það leiðinlega við þetta starf að þurfa að taka þessi símtöl og skera niður hópinn,“ segir Ágúst og hann viðurkennir að það hafi haft áhrif á valið að missa landsliðsfyrirliðann Rakel Dögg Bragadóttur rétt fyrir mót. „Það breytti áherslunum í val- inu að missa Rakel en það er bara partur af þessu að lenda í svona áföllum. Rakel er auðvitað frá- bær handboltamaður og ég væri að ljúga því ef ég segði að ég væri ekki svekktur yfir að hafa misst hana út og kannski ekki síst fyrir hennar hönd. Það er þannig í boltanum að það kemur maður í manns stað og við erum búnir að vera að prófa leikmenn og hrókera til í stöðum og annað,“ segir Ágúst. „Æfingarnar hafa verið góðar og það er mikill hugur í liðinu og mikil einbeiting. Það eru enn þá tíu dagar í fyrsta leik í heims- meistarakeppninni og við höfum því góðan tíma og þrjá leiki fram að því. Það er um að gera að nýta tímann áfram vel.“ Valið á milli markvarðanna Ágúst nefnir sérstaklega valið á milli markvarðanna Sunnevu Ein- arsdóttur og Ólafar Kolbrúnar Ragnarsdóttur en það vekur vissulega athygli að báðir mark- verðir liðsins spila með Val. „Markmannsstaðan var erfið og ég viðurkenni það alveg. Mér fannst Sunneva standa sig gríð- arlega vel á þessum sex æfingum fram að því að við völdum hóp- inn. Sunneva er búin að standa sig vel og ég var mjög ánægður með hennar nálgun á æfingun- um hvað varðar keppnisskap og hugarfar. Kolla stóð sig líka mjög vel og þær eru jafnar í getu. Það var gríðarlega erfitt val,“ sagði Ágúst. Íslenska landsliðið tók þátt í EM fyrir ári sem var fyrsta stór- mót liðsins en náði þá ekki að vinna leik. „Það var góður skóli fyrir stelp- urnar að fara á EM í fyrra, mikil og góð reynsla. Við Íslendingar gerum alltaf gríðarlega miklar kröfur en við verðum samt að horfa raunsætt á þetta. Riðill- inn er mjög sterkur og mér fynd- ist það stórkostlegur árangur ef liðið kæmist upp úr riðlunum,“ segir Ágúst. Tveir leikir við Tékka um helgina Íslenska landsliðið spilar tvo æfingaleiki við Tékka í Vodafone- höllinni á morgun og á laugardag og Ágúst ætlar að bíða með form- lega markmiðssetningu þar til eftir þá leiki. „Við komum til með að gefa út okkar markmið og það verður ekkert feimnismál. Við ætlum að setjast niður á sunnudaginn eftir að við erum búin að spila þessa Tékkaleiki og setja okkur þá markmið fyrir riðlakeppnina. Ég sé betur stöðuna á liðinu eftir Tékkaleikina. Við erum að fara inn í erfiða leiki á móti sterku liði en það er góður undirbún- ingur fyrir okkur og prófsteinn á liðið og hvar við stöndum,“ segir Ágúst. ooj@frettabladid.is ÞAÐ LEIÐINLEGA VIÐ ÞETTA STARF Ágúst Þór Jóhannsson kvennalandsliðsþjálfari tilkynnti í gær hvaða sextán leikmenn munu taka þátt í HM í Brasilíu í desember sem verður fyrsta heimsmeistaramót íslensk kvennalandsliðs frá upphafi. ÞARF AÐ VERA VEL UNDIRBÚINN Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari kynnti HM- hópinn sinn á blaðamannafundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HM-hópur Íslands Markverðir Guðný Jenný Ásmundsdóttir Valur Sunneva Einarsdóttir Valur Vinstri hornamenn Ásta Birna Gunnardóttir Fram Dagný Skúladóttir Valur Vinstri skyttur Harpa Sif Eyjólfsdóttir Sparvagens HF Hrafnhildur Skúladóttir Valur Stella Sigurðardóttir Fram Þorgerður Anna Atladóttir Valur Miðjumenn Karen Knútsdóttir HSB Blomberg-Lippe Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir Valur Hægri skyttur Birna Berg Haraldsdóttir, Fram Rut Arnfjörd Jónsdóttir Team Tvis Holstebro Hægri hornamenn Hanna Guðrún Stefánsdóttir Stjarnan Þórey Rósa Stefánsdóttir Team Tvis Holstebro Línumenn Anna Úrsúla Guðmundsdóttir Valur Arna Sif Pálsdóttir Aalborg DH HANDBOLTI Íslenska kvennalandsliðið varð fyrir miklu áfalli á dögunum þegar lands- liðsfyrirliðinn Rakel Dögg Bragadóttir sleit krossband aðeins nokkrum vikum fyrir HM í Brasilíu. Þetta var ekki síst áfall fyrir Rakel sjálfa en hún hefur engu að síður tekið þátt í undirbúningi liðsins fyrir HM og hefur mætt á allar æfingar. Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari og Hrafnhildur Skúladóttir, sem tekur við fyrir- liðabandinu af henni, töluðu bæði um fram- lag Rakelar á æfingum liðsins á blaðamanna- fundi liðsins í gær. „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um það hvort Rakel fari með til Brasilíu. Hún hefur verið með á öllum æfingunum að fylgjast með þessu hjá okkur. Hún hefur mikla reynslu og hefur fín áhrif á leikmenn. Rakel er mjög sterkur karakter og sterkur persónuleiki og það er kannski ástæð- an fyrir því að hún hefur verið fyrirliði lands- liðsins í þetta langan tíma þrátt fyrir ungan aldur,“ segir Ágúst. Hrafnhildur er nú tekin við fyrirliðaband- inu. „Þetta breytir ekki miklu fyrir mig. Ég var varafyrirliði með Rakel og var fyrirliði landsliðsins áður en ég átti yngri dóttur mína. Ég var því fyrirliði landsliðsins fyrir fjórum árum og þetta er ekki nýtt hlutverk fyrir mér. Ég er líka fyrirliði hjá Val og líður bara ágæt- lega í þessari stöðu. Ég hefði klárlega viljað frekar hafa Rakel með en að vera sjálf með bandið,“ segir Hrafnhildur en Hanna Guðrún Stefánsdóttir verður varafyrirliði. „Það er búið að ganga rosalega vel á æfing- unum. Rakel hefur hjálpað okkur og er að benda okkur á hluti. Hún er með rosalegt auga fyrir spili og er að vissu leyti aukaþjálf- ari. Ég veit ekki hvort hún getur farið með en hún er með á öllum æfingum núna og er að hjálpa til,“ segir Hrafnhildur. - óój Rakel Dögg Bragadóttir er mikilvæg landsliðinu þótt hún geti ekki spilað og hún gæti farið með til Brasilíu: Hefur verið að hjálpa til á öllum æfingum RAKEL DÖGG BRAGADÓTTIR Gæti hjálpað liðinu í Brasilíu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.