Morgunblaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 3. S E P T E M B E R 2 0 1 0  Stofnað 1913  213. tölublað  98. árgangur  ALLTAF MEÐ EITTHVAÐ Á PRJÓNUNUM SKRÍTLA OG LÚSÍ KRÚS STEMNING OG ÞOKKI HJÁ KK Í ALDARFJÓRÐUNG FRUMSÝNING HJÁ SVEPPA 26 AFMÆLISTÓNLEIKAR 27PRJÓNAROKKSTJARNA 10 Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Meiri líkur en minni virðast sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins til þess að Alþingi samþykki þingsálykt- unartillögur um ákærur á hendur þremur af fjórum fyrrverandi ráð- herrum og að Björgvin G. Sigurðsson sleppi við ákæru. Heimildir Morgun- blaðsins herma að skiptar skoðanir séu einkum innan Samfylkingarinnar. Þingflokkur hennar fundaði fram á kvöld í gær en þingmenn vildu ekki tjá sig eftir fundinn. Skýrsla þingmannanefndarinnar verður tekin fyrir á Alþingi í dag og í beinu framhaldi á að taka fyrir þings- ályktunartillögur um ákærur á hend- ur ráðherrum. Þótt gert sé ráð fyrir því í starfsáætlun þingsins að því ljúki á miðvikudag efast margir þingmenn, sem Morgunblaðið ræddi við, um að það náist. Mál sem þetta sé fordæma- laust hér á landi og líklegra að at- kvæðagreiðsla fari ekki fram fyrr en í lok þessarar viku eða í byrjun þeirrar næstu. Geir H. Haarde, fyrrverandi for- sætisráðherra, sendi í gær frá sér til- kynningu þess efnis að hann teldi nið- urstöðu nefndarinnar ranga og að hún ylli sér vonbrigðum. Björgvin G. Sigurðsson sendi frá sér tilkynningu um að málið væri í höndum Alþingis og að hann myndi ekki reyna að hafa áhrif á niðurstöðu þess. Brynjar Níelsson, hæstaréttarlög- maður og formaður Lögmannafélags- ins, segir landsdóm úreltan og að það hafi komið sér á óvart að þingmenn hafi lagt til að ráðherrarnir yrðu ákærðir. Margrét Frímannsdóttir, fyrrver- andi formaður þingflokks Samfylk- ingar, er sammála Brynjari um að lögin séu úrelt. Búast megi við að slíkt mál endi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Ólga og hörð viðbrögð  Meiri hluti þingmannanefndar telur ástæðu til að ákæra fjóra fyrrverandi ráð- herra  Mikill ágreiningur í Samfylkingu um hvort ákæra eigi Ingibjörgu Sólrúnu MTillögur um landsdóm »2,4,6-7 Ekki einróma » Fulltrúar Framsóknar, Vinstri grænna og Hreyfing- arinnar vildu ákæra fjóra fyrr- verandi ráðherra. » Fulltrúar sjálfstæðismanna vildu ekki ákæra neinn ráð- herra og telja málatilbúnað of veikan. » Samfylking vildi ekki ákæra Björgvin.  Fulltrúar seðlabanka og fjármála- eftirlitsstofnana heimsins náðu sam- komulagi í gær um nýjar alþjóð- legar kröfur um eiginfjárhlutfall bankastofnana. Lágmark svokallaðs eiginfjárhlutfalls A verður hækkað úr 2,0 prósentum í 4,5 prósent og svo verður í fyrsta skipti gerð krafa um 2,5 prósenta varúðarhlutfall. Í raun hækkar lágmarks eiginfjár- hlutfall því úr tveimur prósentum í sjö prósent. » 14 Reglur hertar um eiginfjárhlutfall Reglur Þjóðverjar vildu slakari reglur en þær sem samþykktar voru í gær.  Útgerðarstjóri Skinneyjar- Þinganess segir óvissu um fram- tíð fisk- veiðistjórn- unarkerfisins hafa slæm áhrif á sjávarútveg. „Á meðan verið er að ræða um inn- köllun fjárfestir enginn í greininni, endurnýjun stöðvast og það hefur einnig áhrif á fyrirtæki sem þjónusta útgerðina,“ segir Ásgeir Gunnarsson. Þrátt fyr- ir að starfshópur um endurskoðun fiskveiðilöggjafar leggi til að farin verði samningaleið hafi óvissunni enn ekki verið eytt. »8 Enginn fjárfestir á meðan óvissa ríkir Ásgeir Gunnarsson Það var hart tekist á í leik Gammanna gegn Drekunum í andspyrnu í Kórnum í Kópavogi í gær. Andspyrna er íslenskt heiti á áströlskum fótbolta en sérstakt and- spyrnusamband var stofnað hér á landi í fyrra. Leik- urinn í gær var næstsíðasti leikur tímabilsins en í ár er í fyrsta skipti keppt í deildakeppni í íþróttinni. Gamm- arnir sigruðu, 88-81, og mæta næst Griðungum í hrein- um úrslitaleik. Þrjú lið eru í deildinni og eru iðkendur íþróttarinnar 30-50 talsins að sögn Friðgeirs Ásgeirs- sonar, formanns Andspyrnusambands Íslands. Morgunblaðið/Ómar Andspyrna í Kórnum Skuldir Baugs hjá ríkisvæddum bönkum í október 2008 námu 1,1 milljarði punda. Þar að auki námu skuldir félagsins hjá öðrum bönk- um um 280 milljónum punda. Eign- ir félagsins voru hins vegar aðeins ríflega 563 milljónir punda, eða innan við 40% af heildarskuldum þess. Þetta kemur fram í vitnisburði Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fyrir dómstóli í Bretlandi, vegna máls- höfðunar slitastjórnar Glitnis á hendur fyrrverandi eigendum og stjórnendum Glitnis. Í vitnisburð- inum segir Jón Ásgeir einnig að hann hafi ekki á neinn hátt stýrt rekstri eða lánveitingum Glitnis. Því til stuðnings nefnir Jón að hann hafi aldrei setið stjórnarfundi bankans, né heldur fundi hjá hinum ýmsu nefndum hans. Dómarinn gerði flókið fyrir- tækjanet Jóns Ásgeirs að umtals- efni í úrskurðarorðum sínum, enda gæfi það í það minnsta ástæðu til að hafa fyrirvara á því að Jón Ás- geir hefði skilað tæmandi eigna- lista. Dómarinn sagði rökin fyrir áframhaldandi frystingu eigna Jóns Ásgeirs meira en fullnægjandi. »12 Eignir 40% af skuldum  Jón Ásgeir segist ekki hafa stýrt Glitni  Átján slösuðust, þar af þrír alvar- lega, í lestarslysi í Svíþjóð í gær- kvöldi. Farþegalest, sem var á leið- inni frá Stokkhólmi til Málmeyjar, rakst á kranabíl sem var á lest- arteinunum nærri bæjunum Lin- köping og Norrköping. Tveir farþegar lestarinnar eru alvarlega slasaðir og ökumaður kranabílsins sömuleiðis. Voru níu farþegar fluttir á sjúkrahús í Lin- köping og aðrir níu til Norrköping. Alls voru 244 farþegar um borð í lestinni. Eimreið lestarinnar skemmdist nokkuð auk fimm af sjö farþegavögnum. Átján slasast í lestarslysi í Svíþjóð Lestarslys Lestin var á sjötíu kílómetra hraða þegar slysið varð í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.