Morgunblaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.09.2010, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2010 10 Daglegt líf Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Ysolda er hress ung kona,hún hefur upplifað margt íheimsókn sinni hér á landiog er uppnumin af prjóna- hefð Íslendinga. „Þetta er fyrsta ferð mín til Ís- lands, ég fór m.a. með hóp af prjón- urum, sem voru aðallega frá Kanada og Bandaríkjunum, um hálendi Ís- lands, í réttir og í heimsókn á Text- ílsafnið á Blönduósi, ég var mjög hrif- in af því,“ segir Ysolda glaðlega og er augljóslega lifandi og skemmtileg persóna. Hún lærði að prjóna þegar hún var sex ára en fékk bakteríuna ekki strax. „Móðir mín kenndi mér og það gekk ekki mjög vel. Ég vildi prjóna flókna hluti, ekki leiðinlega hluti, og það gekk illa svo ég prjónaði ekki mikið sem barn. Sem unglingur saumaði ég föt en fór að prjóna á fullu þegar ég fór í háskóla. Her- bergið mitt þar var mjög lítið, svo lít- ið að ég gat ekki klippt efni þar inni svo ég tók prjónana upp og féll strax fyrir þeim. Ég áttaði mig á því að prjóna má flytja með sér hvert sem er, það er hægt að prjóna hvar sem er og tala við fólk um leið og maður prjónar. Það er líka hægt að gera eitthvað úr einni dokku sem var mjög gott því ég átti enga peninga. Ég lærði bókmenntafræði í háskóla og ætlaði aldrei að verða hönnuður. Þegar ég byrjaði að prjóna skildi ég ekki mynstur svo ég bara gerði eitt- hvað sem mér datt í hug. Ég fór að taka myndir af því sem ég gerði og setti á vefsíðu, annað fólk vildi fá að gera eins og þannig fór ég að gera mynstur. Ég birti mitt fyrsta mynst- ur í nettímariti fyrir fimm árum,“ segir Ysolda sem er 25 ára í dag. Hún hefur unnið við prjónahönnun í fimm ár og í fullri vinnu síðustu þrjú ár. „Þegar ég útskrifaðist úr háskóla 2007 fékk ég ekki vinnu svo ég fór að selja mynstur. Ég birti þau og sel á minni eigin vefsíðu. Þeir sem kaupa þau prenta þau út eða hlaða niður af vefsíðunni minni svo það þarf ekki að bíða eftir að fá þau í pósti. Ég hef líka gefið út tvær bækur og sú þriðja er á leiðinni. Fyrstu tvær bækurnar fjalla um litla hluti sem eru góðir í gjafir, eins og leikföng, húfur og sjöl, en þriðja bókin verður um peysur.“ Smá fræg í prjónaheiminum Það fylltist hratt á þau námskeið sem Ysolda hélt hér á landi og aug- ljóst að hún stendur undir viðurnefn- inu prjónarokkstjarna. En hvers vegna er hún kölluð það? „Ég er eiginlega smá fræg í prjónaheiminum,“ segir hún vand- ræðaleg. „Mynstrin mín hafa orðið nokkuð vinsæl. Ég er ung og með blogg sem mikið af fólki les. Það þekkir ekki aðeins mynstrin mín heldur finnst því það þekkja mig líka. Það er svolítið skrítið að vera fræg í svona litlum hópi,“ segir Ysolda en tæknilegar lausnir hennar í prjóni þykja á margan hátt nýstárlegar. Beðin um að lýsa hönnun sinni Prjóna má flytja með sér hvert sem er Skoska prjónarokkstjarnan Ysolda Teague var stödd á landinu nýverið. Hún var gestakennari í prjónaferð þar sem farið var með tug erlendra prjónara um land- ið. Þá hélt hún námskeið fyrir íslenska prjónara í mótun á peysum. Ysolda birti sitt fyrsta prjónamynstur í nettímariti fyrir fimm árum og hefur nú at- vinnu af því að skapa og selja mynstur og halda prjónanámskeið. Kennarinn Ysolda Teague hélt prjónanámskeið hér á landi þar sem hún kenndi mótun á peysum. Á vefsíðunni Beintfrabyli.is geta við- skiptavinir nálgast íslenskar land- búnaðarafurðir á auðveldan og skil- virkan hátt. Þar er hægt að leita eftir landshlutum, eftir vörum eða eftir ákveðnum bæ, Beint frá býli er félag heima- vinnsluaðila, bænda sem stunda eða hyggjast stunda sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi. Tilgangur fé- lagsins er að hvetja til heimavinnslu og sölu beint frá bændum. Einnig að vinna að hagsmunum þeirra bænda sem stunda eða hyggjast stunda hverskonar framleiðslu og sölu á heimaunnum afurðum. Það eru ýmiskonar vörur til sölu beint frá býli, til dæmis kjöt af kind- um, nautgripum, hrossum, geitum og svínum, grænmeti, fiskmeti, hand- verk, mjólkurvörur, vörur unnar úr jurtum og berjum og brauð. Hægt er að finna býli eftir landshluta eða fá upp Íslandskort þar sem öll býlin sem selja beint til neytenda eru merkt inn á. Senda má inn hugmyndir til síðu- haldara og koma með því á framfæri einhverju sniðugu. Nú fer sauðfjársláturtíðin að fara á fullt og því um að gera að fylgjast með hvar hægt er að kaupa nýtt ís- lenskt lambakjöt beint frá býli. Vefsíðan www.beintfrabyli.is Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Beint frá býli Það má meðal annars kaupa grænmeti í gegnum síðuna. Afurðir beint frá býli Bókamarkaður Forlagsins var opn- aður fyrir helgi að Fiskislóð 39. Þar eru yfir þrjúþúsund bókatitlar í boði fyrir hagsýna bókaorma. Á markaðnum er að finna alls kon- ar bækur; spennusögur, ævisögur, barnabækur, doðranta, orðabækur, handbækur, sjálfshjálparbækur, gjafabækur, smábækur og ýmiskonar gleymdar gersemar. Afsláttur er allt að 90%. Markaðurinn verður opin alla daga frá kl. 11-19, nema fimmtudaga, þá er opið frá kl. 11-21 en aðeins í takmark- aðan tíma. Endilega gerið góð kaup í jólapakkana á bókamarkaði. Endilega … … gerið góð bókakaup Morgunblaðið/Ernir Bókamarkaðir Alltaf áhugaverðir. Styrkurinn í handtaki þínu getur sagt til um hversu lengi þú munt lifa, segja vísindamenn Southampton- háskólans í Bretlandi. Þeir fengu hóp af eldra fólki og mældu hjá því jafnvægið, styrkleika handgripsins og hæfni til að standa upp af stól og báru saman við áhætt- una á snemmbæru andláti hjá því. Þeir sem stóðu sig best eru lík- legri til að lifa lengur, segir í grein um rannsóknina í British Medical Journal. Vonir eru bundnar við að svona einföld próf geti hjálpað lækn- um að sigta út sjúklinga í áhættu- hópi. Þeir sem tóku þátt í rannsókninni voru flestir yfir sextugt og bjuggu heima hjá sér frekar en á dval- arheimilum. Kom í ljós að andláts- líkur voru 67% hærri hjá því fólki sem var með veikasta gripið miðað við þá sem voru með það sterkasta. Svipað mynstur kom í ljós í öðrum prófum; þeir sem gengu hægast voru þrisvar sinnum líklegri til að deyja fyrr en þeir sem gengu hraðast. Þeir Heilsa Styrkur hand- taks þíns getur sagt til um hvort líf þitt verður langt eða ekki Ný heyrnartæki - helmingi minni en tvöfalt öflugri! G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | S í m i : 5 6 8 6 8 8 0 | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | w w w . h e y r n a r t æ k n i . i s Pantaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 og prófaðu Agil Njóttu orkunnar sem fylgir því að heyra betur! Agil eru einstök heyrnartæki sem voru þróuð með það markmið í huga að bæta talgreiningu við allar aðstæður og draga úr hlustunarþreytu. Agil heyrnartækin eru þau fullkomnustu frá Oticon fram til þessa en segja má að þau hafi tæknilega sérstöðu umfram önnur tæki. Þrátt fyrir að Agil séu um helmingi minni en hefðbundin bak við eyra tæki þá búa þau yfir öflugustu örflögunni en vinnsluhraði hennar er helmingi meiri en áður hefur þekkst. Eins og önnur heyrnartæki frá Oticon þá eru Agil með þráðlausa tækni og veita þrívíddarhljómgæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.