Morgunblaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2010 FRÉTTASKÝRING Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Hvergi annars staðar á Norðurlönd- um þekkist það að fólk standi í löngum röðum í bið eftir að vera út- hlutað matvælum í pokum frá hjálp- arstofnunum. Þessi birtingarmynd fátæktar, sem orðin er vikuleg sjón í Reykjavík, samræmist ekki hug- myndinni um norrænt velferðar- kerfi, að sögn Hörpu Njáls, fé- lagsfræðings sem hefur um árabil rannsakað fátækt á Íslandi. „Það er algjör firra og tímabært fyrir okkur að horfast í augu við það að við búum ekki við norrænt vel- ferðarkerfi, því ef við horfum til ná- grannalandanna, sem við viljum kenna okkur við, þá þekkist þetta ekki þar,“ segir Harpa. Þótt þær hafi orðið meira áber- andi í kreppunni eru matarúthlutan- ir ekki alveg nýjar af nálinni á Ís- landi, en þær eru þó ekki heldur jafnrótgrónar og margir halda. Að- stoð í þessu formi kom í raun ekki til fyrr en upp úr miðjum 10. áratugn- um. Í dag annast þrjár hjálparstofn- anir matarúthlutanir, Mæðrastyrks- nefnd, Hjálparstarf kirkjunnar og Fjölskylduhjálp, og þangað leita hundruð fjölskyldna í hverri viku, ekki síst þegar líður á mánuðinn. Svokölluð súpueldhús hafa lengur verið til og fyrirfinnast einnig annars staðar á Norðurlöndunum en þau eru í eðli sínu öðruvísi og svara eft- irspurn annars hóps en matarúthlut- unin, s.s. fíkla og heimilislausra. Ekki síður menningarbundið Á Íslandi hafa takmarkaðar mæl- ingar verið gerðar á fátækt. Skil- greiningar á fátækt eru nokkrar en samkvæmt þeim flestum er ekki hrópandi munur á fjölda fátækra á Íslandi og annars staðar á Norður- löndum og því spyr maður sig hvers vegna matarúthlutanir til fátækra einskorðist við Ísland. „Þetta er margslungið en ég held að þetta sé ekki síður menningar- bundið,“ segir Lára Björnsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar. „Það er auðvitað fátækt annars stað- ar á Norðurlöndunum ekki síður en hér, en mönnum finnst þetta fráleitt þar sem er lengri reynsla af opin- berri samfélagsþjónustu og þar sem velferðarkerfin eru og hafa alla tíð verið miklu sterkari en hér.“ Stór hluti þeirra sem leita til hjálparstofnana er útlendingar og hefur borið á því að sumir telji mat- arúthlutanir hluta af opinberri vel- ferðarþjónustu sem sjálfsagt sé að sækja. Lára segir að þetta kunni að vera merki um menningarmun. Útlendingar hér á landi séu sumir vanir því að t.d. kaþólska kirkjan í heimalandinu útdeili ölmusu og þar sé sterkari menning fyrir því en á Norðurlöndunum. „Þetta kann að vera að hluta til lærð hegðun; ef þú elst upp við eitthvað þá finnst þér það eðlilegt.“ Þótt eftirspurn sé eftir matarúthlutuninni sé óvíst hvort hún leysi nokkurn vanda. Slæmt að vera þiggjandi Lára segir það hins vegar stinga mjög í stúf að Íslendingar séu farnir að líta matarúthlutanir sömu augum. „Það hefur verið ríkt í Íslendingum að vilja standa á eigin fótum, og kannski of mikið, því fátækrahjálpin í gamla daga svipti fólk mannrétt- indum, heimili voru brotin upp og börn tekin af fólki. Hjá okkur sem höfum unnið í félagsþjónustu sveit- arfélaga hefur það því verið barátta að fá fólk til að líta á hana sem venju- lega samfélagsþjónustu, eins og mennta- og heilbrigðisþjónustu, sem það hefur greitt fyrir með sköttun- um sínum, en ekki ölmusu eða nið- urlægingu.“ Grundvallarmunur er að sögn Láru á félagsþjónustu sveit- arfélaganna og aðstoð hjálparstofn- ana, því hjá félagsþjónustunni sé fólk að nýta réttindi sín sem ákvörðuð hafa verið með lögum, en ekki þiggja ölmusu. „Það er mjög vont fyrir fólk að vera þiggjendur, það veikir sjálfs- myndina og ef hún er veik verður allt annað erfitt líka.“ Hver er lágmarksframfærslan? Harpa Njáls segir það afar slæmt ef fólk sé farið að líta á hjálparstofn- anir sem sjálfsagðar í samfélaginu. Stjórmálamenn hafi ekki síst verið iðnir við að skýrskota til hjálpar- stofnanna sem hluta af samtrygging- arkerfinu.„Það er í rauninni algjör firra. En stóra spurningin er: Hvers vegna hafa stjórnvöld á Íslandi ekki tekið raunhæft á þessum málum?“ Hún bendir á að Ísland sé nánast eina Norðurlandaþjóðin þar sem stjórnvöld hafa ekki skilgreint opin- ber neysluviðmið, þ.e. hver sé lág- markskostnaður við að búa í landinu. „Þó svo að víða á Norðurlöndum hafi dregið úr útgjöldum til velferð- arkerfisins á síðustu árum er nor- ræna velferðarkerfið byggt þannig upp að það er ekki gert ráð fyrir öðru en að fólk hafi nóg fyrir lágmarks- framfærslu.“ Samstaða hefur aldrei náðst um framfærsluviðmið, en fyrr á þessu ári fól Árni Páll Árnason fulltrúum frá HÍ og HR að hefja slíka vinnu auk þess sem nýr um- boðsmaður skuldara á samkvæmt lögum að útbúa framfærsluviðmið. Þekkist hvergi á Norðurlöndum  Biðraðir eftir ölmusu hvergi nema á Íslandi  Kreppan bættist ofan á margra ára vanda í velferð- arkerfinu  Nauðsynlegt að ákvarða framfærsluviðmið og hækka laun og bætur  Líka lærð hegðun Hjálp Þegar líður á mánuðinn fjölgar í hópnum sem leitar til hjálpartofnanna og á ekki fyrir mat út mánuðinn. Morgunblaðið/Golli Um aldamótin gerði Harpa Njáls rannsókn, og uppfærði 2005, á að- stæðum fátækra á Íslandi við upp- haf nýrrar aldar. Niðurstöðurnar voru að upphæðir almannatrygg- inga og framfærslustyrkja fé- lagsþjónustu sveitarfélaga nægðu ekki til grunnframfærslu. Harpa telur að yfirvöld hafi í raun búið til gat í velferðarkerfið á 10. áratugnum sem enn hafi ekki verið stoppað í. „Þetta vandamál verður til vegna brotalama í vel- ferðarkerfinu, vegna takmarkana þess. Breytingar sem hið opinbera gerir um miðjan 10. áratuginn verða til þess að fólk fer að leita á náðir hjálparstofnana.“ Hún nefnir m.a. þegar ný lög um almannatryggingar og félagslega aðstoð tóku gildi árið 1993. Þeim var þá skipt í tvenn lög; urðu heim- ildarlög að hluta og lífeyris- greiðslur voru tekjutengdar að fullu. „Ofan á það eru lífeyr- isgreiðslur mjög lágar, þær hafa verið umtalsvert lægri hér á landi en annars staðar á Norðurlönd- unum. Og ég get líka nefnt að við erum eina Norðurlandaþjóðin þar sem barnabætur eru tekjutengdar og skertar. Ég hef aldrei mælt gegn skerðingum, en þær þurfa að vera innan skynsamlegra marka.“ Það verði að gefa fólki kost á því að lifa við mannsæmandi kjör. „Það þarf að hækka lægstu laun, það þarf að hækka lífeyrisbætur hjá ýmsum hópum og styðja barnafólk og það er í höndum stjórnmálamanna að ráða fram úr því. Fátækt verður kannski aldrei upprætt, en það er hægt að draga úr þessum heimatilbúna vanda.“ Gat í velferðarkerfinu SKERÐINGAR ÞURFA AÐ VERA INNAN SKYNSAMLEGRA MARKA Röð 430 bíða eftir mat hjá Fjölskylduhjálp. 31.400 Íslendingar lifa undir lágtekjumörk- um samkvæmt skilgreiningu ESB sjötíu manns að jafnaði sóttu mat- arúthlutanir hjá Mæðrastyrksnefnd í hverri viku árið 2005 550 manns fengu matarúthlutun hjá Mæðrastyrksnefnd í þessari viku ‹ AUKIN FÁTÆKT › » Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Hæstiréttur felldi í gær úr gildi úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá ákæru um meint brot vegna ábyrgðar á persónulegum skattskilum þeirra Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar, Kristínar Jóhannes- dóttur, Tryggva Jónssonar og fé- lagsins Gaums. Saksóknari efnahagsbrota kærði frávísun hér- aðsdóms til Hæstiréttur sem lagði fyrir héraðsdómara að taka málið til efnismeðferðar. Heimilt í hvoru máli um sig Kröfur þeirra Jóns Ásgeirs, Tryggva, Kristínar og Gaums voru að málið yrði ekki tekið til efnismeð- ferðar þar sem þau hefðu þegar mátt þola refsingu í formi skattaálagning- ar fyrir þau brot sem þau voru ákærð fyrir. Ef refsing yrði ákvörð- uð í annað sinn mætti líta á það sem brot gegn samningsviðauka við mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á um að enginn skuli sæta lögsókn né refsingu að nýju fyrir brot sem hann hefur þegar verið sýknaður eða sakfelldur fyrir. Hæstiréttur bendir þá á að hér á landi er byggt á því, að heimilt sé að haga stjórnkerfi skattamála með þeim hætti að fjallað sé um beitingu álags og ákvörðun refsingar í hvoru málinu um sig, þótt þau geti átt rót sína að rekja til sömu eða samofinna atvika. Ef kröfur sakborninga yrðu teknar til greina væri því þannig í reynd slegið föstu að þessi skipan fengist ekki staðist. Ef slá ætti því föstu að þessi skipan skattamála bryti í bága við ákvæði mannrétt- indasáttmálans yrði að minnsta kosti að liggja skýrt fyrir að íslensk lög færu í bága við þau, með dómi Mann- réttindadómstóls Evrópu. Tvíeðlið áréttað Hæstiréttur vísar þá til þess að þrátt fyrir lögfestingu mannrétt- indasáttmálans hefði löggjafinn áréttað að enn væri byggt á meg- inreglunni um tvíeðli landsréttar og þjóðaréttar. Hæstiréttur bendir einnig á að dómaframkvæmd Mannréttinda- dómstóls Evrópu hafi verið misvís- andi um þau atriði sem miðað skyldi við þegar metið sé hvort fjallað sé um sama brot í fyrri og síðari úr- lausn. Dæmi í skattamáli Gaums  Hæstiréttur segir heimilt samkvæmt íslenskum lögum að beita skattaálagi og refsingu í hvoru máli um sig þótt þau eigi rót sína að rekja til sömu atvika Mál Gaums » Þess var krafist að málinu yrði vísað frá þar sem nú þegar hefði verið refsað í formi skattaálagningar. » Málið verður þó tekið til efn- ismeðferðar með vísan til þess að ekki hafi í reynd verið slegið föstu að slík skipan fái ekki staðist ákvæði mannréttinda- sáttmála Evrópu. Fulltrúar Starfsgreinasambands Ís- lands, Samtaka ferðaþjónustunnar, Ferðaþjónustu bænda, embættis ríkisskattstjóra og Vinnumála- stofnunar skrifuðu í gær undir yfir- lýsingu um samstarf til að vinna gegn svartri atvinnustarfsemi í ferðaþjónustugreinum. Vísað er sérstaklega til starfsemi í veitinga- og gistihúsum, greiða- sölu og hliðstæðri starfsemi en markmið samstarfsins er að hvar- vetna sé fylgt ákvæðum kjarasamn- inga og að leikreglur á vinnumark- aði séu virtar. Markmiðinu hyggjast samstarfs- aðilar ná með markvissu vinnu- staðaeftirliti, gegnsæi og miðlun upplýsinga milli aðila. Samstarfs- aðilarnir hvetja vinnuveitendur og starfsfólk til þess að virða reglur um vinnustaðaskírteini þar sem þau auðveldi m.a. gegnsæi í því sam- bandi að um lögmæta, skráða at- vinnustarfsemi sé að ræða á við- komandi vinnustað. Sameinast gegn svikum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.