Morgunblaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2010 ✝ Sigurlaug Guð-mundsdóttir fæddist 16. júní 1926 á Bragagötu 23 í Reykjavík. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 16. sept- ember 2010. For- eldrar hennar voru Guðmundur Finn- bogason járnsmiður, f. 18. ágúst 1900, d. 30. maí1987, og Lilja Magnúsdóttir, f. 6. febrúar 1898, d. 9. desember 1972. Systkini Sigurlaugar eru Vilhelm- ína Ragnheiður, f. 18. mars 1924, Jensína Kristín, f. 14. október 1928, d. 14. apríl 1991, Finnbogi, f. 3. október 1930, d. 28. apríl 1978, Helga Perla, f. 3. desember 1939, og Hrafnhildur Petra, f. 13. ágúst 1941. Sigurlaug giftist 20. janúar 1951 Albert Jónssyni, f. 4. nóvember 1919, d. 6. ágúst 2006. Foreldrar hans voru Jón Þórir Ingimundarson og Viktoría Halldórsdóttir. Börn Sigurlaugar og Alberts eru: 1) Arn- dís Lilja, f. 22. febrúar 1949, gift Agli Jóni Sigurðssyni, börn þeirra eru: a) Hallur, f. 1974, í sambúð með Þórhildi Gísladóttur, þau eiga tvo syni. b) Albert, f. 1976, í sambúð með Sigyn Huld Oddsdóttur, þau eiga tvö börn. c) Víkingur, f. 1979. d) Hrönn, f. 1981, í sambúð með Garðari Steingrímssyni, þau eiga tvær dætur. 2) Hallur, f. 16. júlí 1950, kvæntur Svanhildi Guð- mundsdóttur, dóttir þeirra er Harpa, f. 1973, í sambúð með Bárði Róbertssyni, þau eiga tvö börn. 3) Viktor Þórir, f. 15. ágúst 1953, kvæntur Leoncie Mariu Martin. 4) Sólrún, f. 27. júní 1958, dætur hennar eru: a) Sigurlaug Viktoría Pettypiece, f. 1977, í sambúð með Hrafnkeli Erlends- syni, þau eiga fjögur börn. b) Dagrún An- toinette Pettypiece, f. 1982, gift Trausta Traustasyni og eiga þau tvo syni. Sigurlaug og Albert hófu búskap á Freyjugötu 37, byggðu síðan hús á Borgarholtsbraut 16 í Kópavogi og bjuggu þar síðan. Sigurlaug stund- aði nám í Austurbæjarskólanum. Eftir skólagöngu vann hún m.a. sem gjaldkeri hjá Áfengis- og tóbakssölu ríkisins og í Gjafabúðinni á Skóla- vörðustíg. Árið 1974 fór Sigurlaug aftur út á vinnumarkaðinn og vann í Fatahreinsuninni Snögg í Suðurveri í um 18 ár. Sigurlaug var mikil úti- vistarmanneskja og ferðaðist mikið um landið með foreldrum sínum og síðar eiginmanni og börnum. Sig- urlaug stundaði íþróttir á unglings- árum, aðallega sund og skíði hjá Ár- manni. Útför Sigurlaugar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag, 24. sept- ember 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Bless, elsku amma mín. Núna þegar amma er farin hellast yfir mig allar minningarnar um hana frá bernsku minni. Amma var alveg æðisleg amma. Það var gaman að fara í allar göngurnar með henni og afa, skoða hella, ganga um Heiðmörkina og hlusta á sögurnar hans afa. Síðan eftir hverja ferð var farið í sjoppu og keypt hraun eða ís í brauðformi. Amma var dugleg að fara með okkur barnabörnin í sund og hún fór með okkur í rennibrautina í Laugar- dalslauginni. Það var æðislegt að sjá ömmu í rennibrautinni, hún var alltaf tilbúin að vera með okkur í öllu, ekki bara horfa á og sitja í heita pottinum. Síðan má ekki gleyma ömmu sem fór með okkur á skauta og var hún bara ansi góð á skautum. Þegar við barnabörn ömmu vorum lítil vorum við alltaf saman um jólin. Það var gaman að vera heima hjá ömmu og afa og vera allir saman. Þá var alltaf dansað og sungið í kringum jólatréð eftir mat og uppvask. Síðan lásu amma og afi alltaf jólakortin áður en það mátti opna pakkana. Amma bjó alltaf til stóra skál af möndlugraut og eftir grautinn fékk sá sem var með möndluna gjöf. Ég var ekki mikið fyrir grautinn og því var ekki möguleiki fyr- ir mig að vinna leikinn. Ein jólin svindluðum við Siggurnar og amma setti möndluna í diskinn minn og ég fékk möndlugjöfina það árið. Síðan á gamlárskvöld var alltaf gamlársgleði heima hjá ömmu og afa. Allir komu með mat og allir horfðu saman á Skaupið. Síðan var farið að sprengja upp flugelda. Það var alltaf nóg um að vera hjá ömmu og afa. Heimili þeirra var samkomustaður fjölskyldunnar þar sem jólin voru haldin, allir hittust á gamlárskvöld, fermingar haldnar o.fl. Þegar ég var komin með börn var alltaf gaman að kíkja í sunnudagskaffi til ömmu Siggu og afa Alla og fá vöffl- ur eða pönnsur og rjúkandi heitt kakó eða bara eitthvað annað gott í gogg- inn. Og ekki má gleyma bestu kjöt- súpu í heimi sem amma bjó til. Ég nota alltaf uppskriftina hennar þegar ég bý til kjötsúpu. Amma var líka mjög dug- leg að prjóna og prjónaði hún falleg- ustu vettlinga og sokka. Það var alltaf talað um það í leikskólanum hjá Söndru og Róberti að þau ættu svo fal- lega vettlinga og sokka að það þyrfti ekki að merkja þá. Amma vildi vera með í svo mörgu. Þegar við Sandra fórum í skólann í laufabrauðsgerð vildi amma alltaf koma með og skera út nokkur laufa- brauð og hlusta á kórana syngja jóla- lög sem hún söng með, enda hafði hún gaman af söng. Þegar ég tók slátur var amma alltaf til staðar við sauma- skapinn. Þegar ég sauð slátrið sá ég alltaf hvaða keppi amma hafði saumað því hún saumaði svo vel. Amma var alltaf mikil amma og það var alltaf gott að leita til hennar, hvort sem það var með bletti í fötum, laga buxur eða bara til að tala við. Amma var alltaf tilbúin að hlusta á mig, hjálpa mér og dekra við mann. Bless, elsku besta amma mín, ég veit að afi tók á móti þér þegar þú fórst frá okkur. Það er gott að vita að þið hafið hvort annað núna. Saknaðarkveðjur, Viktoría (Sigga Vigga). Elsku amma. Yfirleitt á ég svo auðvelt með að setjast niður og skrifa en núna reynist mér það erfitt, kannski vegna þess að ég er ekki fyllilega búin að átta mig á því að þú sért farin frá okkur. Það er svo stutt síðan þú faðmaðir mig og hlóst að einhverjum bjánaleg- um tilþrifum mínum. Það gleður mig að ég hafi verið þér svona náin og að börnin mín hafi náð að kynnast þér vel. Þú varst náttúr- lega engin venjuleg amma. Þú sagðir þínar skoðanir, hvernig sem þær voru. Alltaf þegar ég kom til þín, hvort sem það var heim á Borgó eða á Sunn- hlíð, tókst þú á móti mér með svo fal- legu brosi, þú ljómaðir öll af gleði, þannig vissi ég alltaf hve vænt þér þótti um mig. Við áttum sérstakt sam- band, grínuðumst mikið og áttum svo margar góðar stundir. Sem unglingur man ég eftir þér sem bjargvættinum mínum, iðulega var ég mætt heim til þín, læst úti eftir skóla og þú skutlaðir mér heim og opnaðir fyrir mér. Þetta var auðvitað okkar leyndarmál því að mamma hefði ekki verið kát með þetta enda- lausa vesen á mér. Þú hugsaðir alltaf um velferð mína og ég vissi að þér gæti ég treyst fyrir öllu. Þannig varst þú, kletturinn minn og okkar allra. Þú ert svo stór hluti af uppvexti mínum og ég á þér svo margt að þakka. Ég gleymi því aldrei hve fús þú varst að fara með mér og Hrönn í rennibrautina í sundlauginni, við vor- um svo montnar með okkar frábæru ömmu. Þvílík forréttindi að fá að alast upp hjá þér og afa í fallega hlýja hús- inu ykkar, sem er engu öðru líkt. Ég hef alltaf fundið fyrir friði við komu mína á Borgarholtsbrautina. Með tárin í augunum hugsa ég til jólanna, það hafði enginn eins gaman af því að syngja jólasálma við eldhús- verkin eins og við gerðum saman og það er svo stutt síðan við gerðum það síðast. Ég veit að þú varðst aldrei söm eftir að elsku afi fór frá okkur, hann var svo stór hluti af þér. Þess vegna léttir mér í hjarta mínu að vita til þess að þið haf- ið sameinast á ný. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Hvíl í friði, elsku amma mín. Dagrún, Trausti og synir. Heimför ömmu Siggu bar skjótt að. Öldrunarsjúkdómur hafði hrjáð hana um nokkurt skeið en hún var alltaf svo hress og bar sig svo vel að það kom mjög óvænt að hinsta kveðjustundin skyldi vera svo skammt undan. Fyrstu ár ævi minnar bjó ég langt frá ömmu, en fór oft í heimsókn til hennar. Það var alltaf svo spennandi og skemmtilegt að heimsækja ömmu Siggu eða ömmu Kópó eins og ég kall- aði hana oft. Það var alltaf mikið líf og fjör í kringum hana. Hún söng og trallaði með svuntu inni í eldhúsi og bjó til eitthvað gott. Hún fór með mig í sund, í bæinn og í heimsóknir. Það var alltaf svo gaman með ömmu. Vegurinn milli mín og ömmu stytt- ist þegar ég var 15 ára þegar ég flutti suður. Mikill samgangur var í fjöl- skyldunni og á hverjum sunnudegi var kaffiboð hjá ömmu og afa. Á jólum hittist fjölskyldan, gekk í kringum jólatréð og söng. Amma gaf alltaf tón- inn og okkur börnunum þótti þetta skemmtilegt og henni líka. Amma söng vel og fallega en var jafnframt mikil íþróttakona og nátt- úruunnandi. Hún æfði skíði, hand- bolta, var góð á skautum og mikil sundkona. Hún var mikill göngugarp- ur og gekk á fjöll. Amma og afi hafa eflaust gengið upp á flest fjöll á Ís- landi enda þekktu þau landið mjög vel. Þau voru einnig dugleg að fara í útilegur og amma lumaði alltaf á ein- hverjum sögum úr ævintýraferðum sínum. Amma tíndi oft fjallagrös og bjó til grauta og smyrsl til að lækna sár. Hún vildi hlúa að sínu fólki og var alltaf til staðar. Amma Sigga var mikil barnagæla, flautaði og söng fyrir litlu barnabörn- in sín og síðan langömmubörnin. Hún hafði svo gaman af að fylgjast með þeim og spjalla við þau. Amma Sigga var þeim hæfileika gædd að geta talað við alla og hún þekkti alla. Hún hafði einnig gaman af ættfræði og gat rakið skyldleika í allar áttir. Amma gat tal- að við hvern sem er, hvort sem hún þekkti viðkomandi eða ekki. Hún var svo opin, skemmtileg og ófeimin. Eitt sinn þegar ég var unglingur kom hún inn í verslun þar sem ég var að vinna. Það var fullt af fólki og hún kallaði „jú- húhú“ og veifaði til mín með bros á vör. Allir litu í áttina til hennar og ég líka, mér fannst hún alveg æðisleg þar sem hún stóð þarna stolt af barna- barninu sínu og ég brosti og veifaði á móti. Alveg jafn stolt af henni og fannst ég svo heppin að eiga svona „kúl“ og skemmtilega ömmu. Hún ljómaði alltaf af gleði þegar við hitt- umst. Það er gott að minnast hennar þannig. Amma Sigga var falleg og hlý kona. Hjarta hennar var sterkt og vel gert. Ég á yndislegar minningar um þessa góðu konu. Hún hafði góða nærveru, var skemmtileg og öllum þeim sem fengu að kynnast henni þótti vænt um hana. Ég var ekki undir það búin að amma væri að kveðja þennan heim. Þegar ég heimsótti hana fyrir stuttu þá sagðist ég koma með litlu langöm- mutvíburana hennar í heimsókn þeg- ar hún væri orðin hressari og ég hlakkaði til. Því miður varð ekkert af þeim fundi. Ég reyni að hugga mig við að hún sé ekki lengur kvalin, sé komin til afa og líði vel á betri stað. Hennar er sárt saknað, hafi hún þökk fyrir allt og allt. Harpa Hallsdóttir. Sigurlaug Guðmundsdóttir ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA RAGNHILDUR HELGADÓTTIR, Birkivöllum 27, Selfossi, lést miðvikudaginn 22. september. Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 1. október kl. 13.30. Ormur Hreinsson, Guðrún Ormsdóttir, Þorsteinn Bjarnason, Olga Björg Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær dóttir okkar, systir, mágkona og frænka, HRAFNHILDUR HRAFNSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 52, 105 Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítala í Kópavogi fimmtudaginn 16. september, verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn 28. september kl. 15.00. Ingibjörg Ólafsdóttir, Hrafn Þórðarson, Ólafur Veigar Hrafnsson, Hilda Hrund Cortes, Guðrún Th. Hrafnsdóttir, Benedikt F. Jónsson, Vilfríður Hrefna Hrafnsdóttir, Svava Berglind Hrafnsdóttir, Helga Jenný Hrafnsdóttir, systkinabörn og allir sem elskuðu hana. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR GUNNARSSON frá Flatey á Skjálfanda, Boðaslóð 12, Vestmannaeyjum, lést mánudaginn 20. september. Útförin fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum fimmtudaginn 7. október kl. 14.00. Jóna Guðmundsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Ásgeir Sverrisson, Kristín Sigurðardóttir, Magnús Þorsteinsson, Lilja Sigurðardóttir, Guðmundur Adolfsson og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug og stuðning við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, JÓNU BJARGAR PÁLSDÓTTUR hjúkrunarfræðings. Sérstakar þakkir til íslenskra námsmanna í Danmörku sem hafa veitt okkur ómetanlegan stuðning. Birgir Elíasson. Elsku Kolla mág- kona mín er látin. Hún var yndisleg kona og hafði góða nærveru. Kolla hringdi reglulega í okkur til að athuga hvern- ig við hefðum það og spyrja frétta af fjölskyldunni, henni var umhugað um að öllum gengi vel. Hér áður fyrr nutum við þess oft að gista hjá Kollu þegar við komum suð- ur, það var gott að koma til hennar og tók hún á móti okkur með hlýju og gleði. Einnig heimsóttum við hana á Ísafjörð, það var yndislegur og eft- irminnilegur tími. Seinni árin vorum við Kolla í meira sambandi. Mér er Kolbrún Daníelsdóttir ✝ Kolbrún Daníels-dóttir fæddist í Samkomugerði í Eyjafirði 12. apríl 1936. Hún lést á Landspítalanum í Reykjavík 9. sept- ember síðastliðinn. Kolbrún var jarð- sungin frá Bústaða- kirkju 17. september 2010. minnisstætt að þegar elsta ömmustelpan mín fermdist bað ég hana að aðstoða mig við að sauma fermingarkjól- inn og þótti henni það alveg sjálfsagt. Svo byrjaði saumaskapur- inn og var ég daglegur gestur hjá Kollu um tíma og tók hún alltaf á móti mér með hlýju og fallega brosinu sínu. Á endanum var það Kolla sem saumaði kjólinn og ég horfði bara á en ég lærði sitthvað af henni því sauma- skapurinn lék í höndunum á henni. Við áttum góðar stundir saman og spjölluðum um heima og geima og er ég henni ævinlega þakklát fyrir það. Kolla var mér mjög kær og er gott að geta yljað sér við allar ljúfu minning- arnar um hana. Elsku fjölskylda, innilegar samúð- arkveðjur til ykkar. Takk fyrir allt, ég sakna þín elsku Kolla. Hanna I. Sigurgeirsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.