Morgunblaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.09.2010, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2010 ✝ Unnur Þyri Guð-laugsdóttir fæddist í Reykjavík 9. júlí 1930. Hún lést á Landspít- alanum í Reykjavík 16. september 2010. Móðir hennar hét Ólöf Vilborg Eyj- ólfsdóttir og faðir Guðlaugur Hinriks- son. Unnur bjó í Kjós, Mosfellsbæ og Reykjavík. Unnur var gift Eyþóri Fannberg og saman eignuðust þau fjögur börn: Salóme Herdís, f. 1951, Ás- kell Bjarni, f. 1953, Kristjana Ólöf, f. 1956 og Eyþór, f. 1964. Unnur giftist seinni manni sínum Herði Ragnarsyni 1970. Hann lést 2001. Barna- börnin eru Yrsa Þurý, Þórey Krist- jana, Magnús, Björn Ingemar, Tor Viðar, Nanna Herdís, Áslaug Dögg, Unnur Björk, Eyþór Ingi, Einar Már, Hörður Már, Helgi Þór, Heiðar Freyr, Brynjar Þór, Bjart- ur Freyr og barna- barnabörnin eru Ludwig Tyree, Freydís Ósk, Anton Logi, Loki, Æsa og Þór. Jarðarför Unnar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 24. september 2010, og hefst athöfn- in kl. 13. Það er mér mjög dýrmætt að hafa verið á landinu og með þér síðustu dagana og náð að kveðja þig. Að fá að lesa fyrir þig upphátt, þótt ég sé ekki viss um að þú hafir fylgst með söguþræðinum. Við höfum átt margar góðar og skemmtilegar stundir saman og sérstaklega síðustu tíu árin. Mér þykir mjög vænt um þann tíma og að hafa fengið að vera svo mikið með þér. Að fá að hlusta á sögur þínar, því þú varst gott skáld og góður sögumaður. Það er dýrmætt að eiga minningar um okkur sam- an sem fullorðnar konur. Ég vil sérstaklega þakka fyrir að hafa fengið að taka þátt í lífi þínu á Hrafnistu í Hafnarfirði, þar sem þú varst óþreytandi við að kynna mig fyrir heimilismönnum, láta mig hlusta á sögur þeirra og vera með í daglegu lífi ykkar. Ég fékk að vera með og ljósmynda púttið, sönginn, bókasafnið, lista- smiðjuna, 100 ára prjónakonur og ég dansaði meira að segja minn fyrsta vals á Hrafnistu, enda þótt ég hafi víst traðkað vel á tánum á þeim sem bauð mér upp! Þú redd- aðir mér meira að segja dýnu svo ég gæti sofið á gólfinu hjá þér meðan ég var á landinu. Hver ann- ar en Unnur amma hefði fengið það í gegn að hafa þrítugt barna- barn sofandi á gólfinu hjá sér á elliheimilinu? Stolt var ég þegar ég sem nemi í London gat boðið fólki í fiskibollur, sem þú sendir mér að heiman. Þú varst með það á hreinu hvenær pósturinn færi og varst mætt með 50 frosnar fiskibollur til að senda mér og þær skiluðu sér gaddfrosn- ar innan við 24 klukkustundum síð- ar. Gott var að fá að setjast í hinn fræga „Deutscher-stól“, stólinn sem amma tengdi heimsóknum þýsks læknis sem fórst í stríðinu. Ég var víst ekki sú eina sem fann fyrir lækningamætti hans. Það var mjög góð og sérstök tilfinning að sitja í þessum stól og standa upp úr honum sem ný. Því gleymi ég aldrei. Ég mun ganga álfagönguna sem við gengum svo oft um hraunið við Hrafnistu þér til heiðurs hvert sumar. Þín Yrsa. Elsku Unnur mín. Mig langar að kveðja þig með nokkrum fátæklegum orðum og þakka þér fyrir allar fallegu stund- irnar sem þú gafst mér. Það var alltaf svo yndislegt að hitta þig, þú gafst svo mikið og hafðir alltaf svör á reiðum hönd- um, alveg sama hvort það voru fjármálin eða andleg mál, þú varst nú snögg upp á lagið og enga stund að redda hlutunum. Þitt líf var nú enginn dans á rós- um en trú þín var sterk og svo hafðir þú elsku Hörð þinn til að halla þér að og núna eruð þið sam- an aftur og það hafa verið fagn- aðarfundir, get ég trúað. Ég ætlaði einmitt að heimsækja þig daginn sem þú kvaddir þennan heim og fá hjá þér tesopann góða og hafði svo margt að segja þér en ég veit að ég get talað við þig í hljóði þótt þú sért farin yfir móð- una miklu og nú finnur þú ekkert til, ert frjáls með öllum hinum englunum, elsku Unnur mín góða. Þú elskaðir allt sem fagurt er og sagðir aldrei neitt ljótt um nokk- urn mann, lagðir málefnum þeirra sem minna mega sín lið af því litla sem þú áttir. Ég á eftir að sakna þín og sé núna að ég hefði alveg getað komið oftar við á Hrafnistu en mér fannst ég stundum ekki hafa tíma og eitt- hvað annað að gera en samt vil ég trúa því að okkar allt of fáu stund- ir hafi verið dýrmætari en gull. Ég vil þakka þér, elsku kæra vinkona mín, fyrir allt og allt. Geymi þig allir englarnir þangað til við hittumst á ný yfir tebolla og kátínu og núna syng ég fyrir þig þennan fallega sálm í kveðjuskyni. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þín vinkona, Hlíf Káradóttir. Unnur var einn af stofnendum Styrks, samtaka krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þeirra, haustið 1987 og öflugur liðsmaður alla tíð. Hún tók þátt í öllum fjár- öflunum félagsins, seldi merki og jólakort, en síðast en ekki síst átti hún stóran þátt í að safna fyrir pí- anói sem hefur nýst mjög vel í starfi Styrks og annarra sem halda fundi í húsi Krabbameinsfélagsins. Í hverjum mánuði mætti hún á fé- lagsfundi Styrks og fór nokkrum sinnum á vegum félagsins í orlofs- dvöl að Löngumýri í Skagafirði og Sólheimum í Grímsnesi. Jákvæðnin skein af henni og hún veitti mörg- um styrk í erfiðleikum með hlýju viðmóti og gat miðlað af reynslu sinni af erfiðum sjúkdómi. Fyrir hönd Styrks sendi ég innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu Unn- ar. Steinunn Friðriksdóttir, formaður Styrks. Unnur Þyri Guðlaugsdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birt- ast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einn- ig koma fram upplýsingar um for- eldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynn- ingu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendi- kerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar Bækur Guðbrandsbiblía Guðbrandsbiblía, ljósprent frá 1956. Gott eintak. Upplýsingar í síma 898 9475. Dýrahald Persakettlingar. Höfum persakettl- inga til sölu. Tilbúnir til afhendingar, örmerktir, ættbók frá kynjaköttum, með báðar bólusetningar og búnir að fara í ófrjósemisaðgerð. Kettirnir frá okkur eru að leita að góðum framtíðarheimilum. Áhuga- samir hafi samband í 663 6507. Gisting Vantar þig gistingu á Akureyri í vetur? Mjög góðar orlofsíbúðir til leigu við miðbæinn. Margar stærðir, frábær verð. Getum tekið á móti stórum hópum. Upplýsingar á www.gistingakureyri.is og www.gistingamaro.is eða í s. 461 2222. AKUREYRI Höfum til leigu 50, 85 og 140 m² sumarhús 5 km frá Akureyri, öll með heitum potti og flottu útsýni yfir Akureyri. Bjóðum einnig upp á íbúðir á Akureyri. www.orlofshus.is, Leó, s: 897- 5300. Húsnæði óskast Einbýlis-, tvíbýlis-, par- eða raðhús óskast. Par með tvö börn óskar eftir einbýlis-, tvíbýlis-, par- eða raðhúsi. Verður að vera bílskúr. Svæði Kóp., Mosf., Grafarv. eða svæði nálægt Lækjarbotni/Heiðmörk og allt þar nálægt. Uppl. í símum 696 2682, 777 0985 og 571 2279. Atvinnuhúsnæði Til leigu 20-60 fm iðnaðarpláss Staðsett 20 mínútur frá Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 894-0431. Til sölu Líkamsræktartæki til sölu Erum með 25 góðar stöðvar til sölu, seljast sem heild. Uppl. í s. 899 6698. Ódýr blekhylki og tónerar í HP, Dell, Brother, Canon og Epson. Send samdægurs beint heim að dyrum eða í vinnuna. S. 517 0150. Sjá nánar á blekhylki.is Verslun Motivo Selfossi - Sósuskál á tilboðsverði kr. 4.990 Afmælisgjafir, brúðargjafir og gjafir handa þér. Motivo, Austurvegi 9, Selfossi, s. 482-1700, www.motivo.is Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Upp. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Veiði HAGLASKOT - Haglaskot fyrir leirdúfur, sjófugl, rjúpu, önd og gæs. Topp gæði - botn verð. Sportvörugerðin sími 660-8383. www.sportveidi.is Bílar Til sölu bílar sem þarfnast lagfæringar. Kia Sportage, dísel jeppi árg. 2002. Ekinn 88.000 þús. Dodge sendibíll, árgerð 1996 og gamall Patrol, árgerð 1985. Upplýsingar í síma 894 0431. TOYOTA RAV4 LANGUR 4WD. Árgerð 2001, ekinn 159 þ. km. 5 gírar. Verð 1.280.000. Rnr. 113669. Sjá fleiri myndir á www.bilalif.is. TILBOÐ 2.490.000,- VW Touareg V6. Árgerð 2004, ekinn 119 þ. km. Sjálfskiptur. Ný dekk. Verð 2.890.000. Rnr. 243173. Sjá fleiri myndir á www.bilalif.is. Bón & þvottur Vatnagörðum 16, sími 445-9090 Þvoum, bónum, djúphreinsum, þrífum að innan alla bíla, eins sendibíla, húsbíla og hjólhýsi, eins vélmössum við matt lakk svo það verði sem nýtt. Einnig bjóðum við hrað-gæðaþvott. Öll vinna er handunnin. Opnum kl. 9.00 virka daga og 10.00 laugardaga. Einnig bendum við viðskiptavinum Viðskiptanetsins á auglýsingu á barter.is Bonogtvottur.is MMC PAJERO GLS ANTERA 33" Árgerð 2003, ekinn 139. þ. km. Sjálfskiptur. Verð 2.890.000. Rnr. 242943. Sjá fleiri myndir á www.bilalif.is. Bílaþjónusta                       !       "                        Hjólbarðar Óska eftir 16" nagladekkjum á Nissan Terrano, s. 893 5201. Fellihýsi Ferðavagnageymsla Borgarfirði Geymum tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og fleira í upphituðu rými. Gott verð. S: 899 7012. E-mail solbakki.311@gmail.com. Húsviðhald Þak og utanhússklæðningar og allt húsaviðhald Ragnar V Sigurðsson ehf Sími 892 8647. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.