Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2010 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is STÓR SENDING AF YFIRHÖFNUM Verð frá 17.900 Dúnúlpur með hettu og ekta skinni á 29.900 Stærðir 36-52 www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200 Ný sending Kjóll 13.900 kr Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 Opið virka daga 10-18 Opið laugardag: Bæjarlind 10-16 • Eddufelli 10-14 RF-27 150x60x60cm 173+541ltr. Hvítur 104.900 Stál 129.900 RF-36 195x60x60cm 233+881ltr. Hvítur 119.900 Stál 149.900 C-290 145x60x60cm 275ltr. kælir eingöngu Hvítur 69.900 F-245 145x60x60cm 205ltr. frystir eingöngu Hvítur 79.900 Komdu og skoðaðu raftækjaúrvalið hjá okkur. Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 Gerð RF-32 ( sjá mynd ) er skápur sem margir hafa beðið eftir, stór 233 ltr. kælir að ofan og 2ja skúffu 54 ltr. frystir að neðan. HxBxD = 176 x 60 x 60. Nýja línan frá EKKI SPILLIR VERÐIÐ Hvítur 114.900 Stál 144.900 Skoðið yfirhafnir á laxdal.is COVERED BANDO LERA FLOTTAR YFIRHAFNIR Laugavegi 63 • S: 551 4422 NÝTT www.birkiaska.is Birkilauf- Betulic Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Glæsileg undirföt Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Starf framkvæmdastjóra Íbúðalána- sjóðs var auglýst laust til umsóknar í Morgunblaðinu á dögunum, en stjórn sjóðsins komst ekki að nið- urstöðu um ráðningu í starfið eftir auglýsingu frá því í vor. Umsókn- arfrestur er til 17. október. „Það var samdóma álit stjórnar- innar að gera þetta svona,“ segir Hákon Hákonarson, stjórnarfor- maður ÍLS, um nýju auglýsinguna. Hann bætir við að margt hafi breyst í ferlinu síðan staðan var auglýst 30. apríl sem leið. Valnefnd- in hafi sagt að auglýsa bæri stöðuna aftur og stjórnin hafi farið að tillögu hennar. Upphaflega sóttu 27 um starf framkvæmdastjóra og voru fjórir umsækjendur kallaðir í viðtal. Þar á meðal Ásta H. Bragadóttir, þáver- andi aðstoðarframkvæmdastjóri sjóðsins, en fjórir af fimm stjórn- armönnum vildu ráða hana í starfið. Hún hefur gegnt stöðunni til bráða- birgða frá 1. júlí, en dró umsókn sína um starfið til baka þegar Árni Páll Árnason, þáverandi félagsmála- ráðherra, lagði til í lok ágúst að skipuð yrði valnefnd til þess að fara yfir umsóknirnar. Hákon segir að miðað við allt sem á undan hefur gengið hafi verið ákveðið að auglýsa stöðuna á ný. „Þetta fór úr skorðum miðað við það sem upphaflega var lagt upp með,“ segir hann. Engin platauglýsing Kristján Pálsson stjórnarmaður segir að málið hafi dregist allt of lengi og það sé leiðinlegt hvernig það hafi þróast. Ástæðurnar séu fyrst og fremst þær að formaður nefndarinnar hafi viljað að einhugur ríkti innan stjórnarinnar um ráðn- ingu framkvæmdastjóra og inngrip ráðherra hafi líka sett strik í reikn- inginn. Hins vegar leggur hann áherslu á að stjórn sjóðsins sé í mjög góðum höndum atvinnufólks. Að sögn Kristjáns var ekki hægt að ganga til samninga við Ástu eftir að valnefnd lagði til að starfið yrði auglýst á ný. Hann staðfestir að það hafi verið skoðað hvort hægt væri að ráða í starfið án þess að auglýsa á ný. „Menn urðu að auglýsa,“ segir hann og vísar til laga í því efni, en áréttar að ekki sé búið að ráða í stöðuna á bak við tjöldin. „Þetta er engin platauglýsing.“ Elín R. Líndal stjórnarmaður segir að þar sem valnefnd hafi ekki mælt með neinum í starfið hafi ekki verið um annað að ræða en auglýsa það á ný. „Mér finnst þetta skömm- inni skást úr því sem komið er.“ Elín bendir á að í bréfi til um- sækjenda hafi verið tekið fram að þessi niðurstaða legði engan dóm á hæfni þeirra og því sætu allir við sama borð í nýju ferli. Besta næsta skref Ásta H. Bragadóttir segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hún sæki aftur um starfið. „Við erum á byrjunarreit aftur og auðvitað hugsa ég málið, þetta er spennandi starf,“ segir hún. Ásta bætir við að úr því sem komið var hafi stjórnin ekki getað gert neitt annað en aug- lýsa starfið á ný. „Þetta var besta næsta skref.“ Ráðningamálin eru aftur á byrjunarreit  Staða framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs auglýst aftur vegna afskipta ráðherra  Stjórnin átti ekki annan kost Morgunblaðið/Sverrir Ráðið til fimm ára » Stjórn Íbúðalánasjóðs ræð- ur framkvæmdastjóra til fimm ára í senn. » Hagvangur annast ráðning- armálin fyrir hönd stjórnar. » Krafa er gerð um háskóla- próf sem nýtist í starfi. Einnig er krafa um víðtæka þekkingu af fjármálastarfsemi. » Umsóknarfrestur er til og með 17. október. Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is „Við teljum að þetta sé algjörlega út í hött og enn ein tilraunin til að leggjast þvert fyrir allt sem heitir framkvæmdir og uppbygging at- vinnulífsins,“ segir Vilmundur Jós- efsson, formaður Samtaka atvinnu- lífsins, um þá ákvörðun umhverfisráðherra að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í síðasta mánuði. Vilmundur hefur skrifað forsætisráðherra, fyrir hönd samtakanna, og farið þess á leit að séð verði til þess að ríkislögmaður falli frá áfrýjuninni. Dómurinn „lítt rökstuddur“ Með dómi sínum ógilti héraðs- dómur þá ákvörðun ráðherra að synja aðalskipulagi Flóahrepps stað- festingar. Skipulaginu var hafnað vegna þess að ráðherra taldi greiðslu vegna skipulagsvinnu ólög- mæta. Þetta er áréttað í yfirlýsingu frá Svandísi Svavarsdóttur, um- hverfisráðherra, sem send var út í gær. Þar segir jafnframt að nið- urstaða dómsins sé „óskýr og lítt rökstudd“. Vilmundur segist ekki geta ímyndað sér að Hæstiréttur fallist á þau sjónarmið. „Alþingi er jú búið að setja lög sem ganga í þessa átt, nákvæmlega eins og hér- aðsdómur úrskurðaði um. Það er mjög merkilegt að umhverf- isráðherra skuli áfrýja, á síðustu klukkutímum frestsins sem hún hef- ur til þess. Það er eins og verið sé að nota hverja einustu mínútu til að tefja,“ segir Vilmundur. „Nota hverja einustu mínútu til að tefja“  SA vilja að fallið verði frá áfrýjun Svandís Svavarsdóttir Vilmundur Jósefsson AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.