Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 41
DAGBÓK 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2010 Með peninga í bankahólfi Ofangreind fyrirsögn er í Morgunblaðinu 7. október síðastliðinn. Kemur nokkrum eldri borgara að óvörum að lesa slíkar upplýs- ingar? Þær hafa legið fyrir lengi og ættu þess vegna ekki að koma formanni Lands- sambands félags eldri borgara, Helga Hjálmssyni, að óvör- um. Allt frá því að bank- arnir hrundu, eftir að hafa stolið vísvitandi milljörðum af fólki, þar á meðal sérstaklega eldri borgurum sem voru blekktir til alls konar framkvæmda o.fl. sem svo engar stóðust, fóru bankahólf al- mennt að fyllast og var svo komið að varla var nokkurt hólf lengur til leigu. Hugðust þá nokkrir innflytj- endur flytja inn öryggisskápa sem og var gert og seldust þeir upp á tímabili. Er nokkuð skrítið að fólk taki til sinna ráða þegar í slíkt óefni er komið? Það er vel skiljanlegt. Innlánsvextir eru neikvæðir, fjármagns- tekjuskattur í 18% og á að hækka innan tíðar. Hverjum er hagur í að geyma fé sitt á slíkum kjörum og fá síðan endurkröfu frá Trygg- ingastofnun fyrir þeim vöxtum sem áunnust á árinu? Mér koma slík- ar fréttir ekki að óvör- um. Ef Steingrímur Sigfússon fjár- málaráðherra heldur að hann geti seilst enn dýpra í vasa eldri borgara en gert er er viðbúið að þeir veiti honum andsvar á einhvern hátt, og það verður gert og er gert nú þegar. Virðingarfyllst, Svanur Jóhannsson. Ást er… … að hafa stundum engar áhyggjur af hárgreiðslunni. VelvakandiGrettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand TÓTI, SEGÐU MÉR AÐ ÞÚ ELSKIR MIG TÓTI... TÓTI... ÉG ER AÐ HORFA Á LEIKINN EKKI VISSI ÉG AÐ FÓLK GEYMDI FJARSTÝR- INGAR ÞARNA NÚ SKULUM VIÐ SVERJA ÞESS EIÐ AÐ BERJAST ALLIR FYRIR EINN OG EINN FYRIR ALLA EDDI, AFHVERJU TEKUR ÞÚ EKKI ÞÁTT? ÁÐUR EN ÉG GERI ÞAÐ... ...HVER ER ÞESSI EINI SEM ÞÚ ERT AÐ TALA UM? KARABÍSKA HAFIÐ ER VÍST MJÖG FALLEGA BLÁTT Á ÞESSUM TÍMA ÁRS KALLI, ROSALEGA GETURÐU VERIÐ VITLAUS. HVERNIG GETUR KARABÍSKA HAFIÐ VERIÐ ÖÐRUVÍSI Á LITINN EN SJÓRINN OKKAR? HAHAHAHAHA! VATN ER BARA VATN OG ER ALLTAF EINS Á LITINN. HAHAHAHAHA! LANGAR ÞIG AÐ HEYRA SVOLÍTIÐ? HJÁLP! HJÁLP LÖGREGLUÞJÓNN! HUNDURINN MINN ER Á ÞESSUM LOFTBELG ÞARNA! ÉG SKIL HVAÐ ÞÚ ÁTT VIÐ. GAMLI HUNDURINN MINN VAR LÍKA LÍKUR SNOOPY NEI Í ALVÖRUNNI, HUNDURINN MINN ER Á ÞESSUM LOFTBELG. ÞÚ VERÐUR AÐ KALLA Á HJÁLP! SJÁLF- SAGT FRÚ MÍN GÓÐ EN HVER GETUR SVO SEM HJÁLPAÐ HUNDINUM MÍNUM AÐ KOMAST NIÐUR AF ÞESSUM LOFTBELG HAFÐU ENGAR ÁHYGGJUR, KALLI BJARNA ER Á LEIÐINNI OG HANN NÆR HONUM NIÐUR ÉG ER ÖSKUILL, KENNARINN HANS NONNA GAF HONUM SEX FYRIR VERKEFNI SEM HANN ÁTTI SKILIÐ TÍU FYRIR AF- HVERJU? VEGNA ÞESS AÐ HANN FÓR EKKI EFTIR HVERJU EINASTA SMÁATRIÐI Í VERKLÝSINGUNNI ÞAÐ ER NÚ VARLA HÆGT AÐ BÚAST VIÐ HÁRRI EINKUNN EF MAÐUR GERIR EKKI ÞAÐ SEM BEÐIÐ ER UM SÍÐAN HVENÆR STENDUR ÞÚ MEÐ SVONA FÁVITUM? ÉG ER BARA AÐ SEGJA AÐ ÞETTA SÉ SKILJANLEGT ELECTRO VEIT EKKI AÐ SONUR HANS VARÐ FYRIR BÍL... TOMMY HVAR ERTU? ...EN KÓNGULÓARMAÐURINN VEIT EKKI HELDUR HVAÐ BÍÐUR HANS HEIMA HJÁ BORGARSTJÓRANUM HANN VERÐUR EFLAUST FEIGINN AÐ FÁ HJÁLP BÁÐUM Á EFTIR AÐ BREGÐA Í BRÚN... Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Ég labbaði niður á Laugavegum daginn og rakst á karlinn. Ég kastaði á hann kveðju og spurði frétta. Hann leit upp á holt- ið og sagði: Ég óneitanlega verð þess var víða í haustnepjunni að það tekur á taugarnar tautið í kerlingunni og rölti síðan niður Vitastíginn. Gott bréf barst mér frá Guð- mundi Magnússyni frá Reyðarfirði. Þar spyr hann hvort ég kannist við þessa vísu, sem faðir sinn hafi farið með, ekki síst við skál: Eg hef drukkið eins og svín og í sukkið gengið því hefur lukka lífsins mín ljótar hrukkur fengið. Ekki þekki ég þessa hring- hendu, en hún er hljómmikil þegar vel er kveðið á góðri stund. Bréf- ritari bætir því við, að faðir sinn, Magnús Guðmundsson frá Felli í Breiðdal, hafi verið góður hagyrð- ingur, en lítt hirt um að halda vís- um sínum til haga. Hann orti rétt fyrir fimmtugsafmæli sitt: Úti sumarsólin skín, sefur úthafsbára. Ég er að brenna blöðin mín bráðum fimmtíu ára. Gott væri ef einhver gæti gefið upplýsingar um höfund hringhend- unnar eða þekkti vísur eftir Magn- ús. Sigurður Sveinbjörnsson, verka- maður á Akureyri, sendi frá sér tvær ljóðabækur fyrir hálfri öld, „Í dagsins önn“ og „Á svölu hausti“. Þær báru keim af höfundinum og létu lítið yfir sér. Þó er þar margt listavel kveðið, leikandi létt og myndmálið öruggt. Sjónarhornið er annað en maður á að venjast, „því aldrei þykir þjónslund mikils verð/af þjóðum heims“ eins og segir í ljóði hans Þjóninum. Þetta er síðasta erindið: Í valdsins greip, í dimmum jarðardal, er döpur vist. En þjónslund traust er það, sem koma skal, og það sem fyrst. Hér koma nokkrar stökur eftir Sigurð, sem gætu hafa verið ortar í kreppunni á 4. áratugnum en lýsa vel ástandinu eins og það er í dag: Nú er blóð á bárunum. brot af þjóðarharmi. Yfir góðu árunum er nú móðubjarmi. Flýr mitt hrós í feigðarhyl fölnuð rós míns hjarta. Kom þú, ljós, með líf og yl, lýstu ósinn svarta. Fjölgar ákaft árunum, einhver vá mig hræðir. Ofar bláu bárunum berst mín þrá í hæðir. Þetta er síðasta erindið úr kvæðinu „Á svölu hausti“ og getur vel staðið sjálfstætt: Á svölu hausti glúpnar geð við greinabera, visna tréð. En bak við harðleit Bröttufjöll í bláma rís mín sumarhöll. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Þjónslund traust er það sem koma skal Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.