Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.10.2010, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2010 ✝ Lundfríður Guð-rún Magnúsdóttir fæddist 4.7. 1914 á Herjólfsstöðum í Lax- árdal í Skagafirði þar sem foreldrar henn- ar, Magnús Elías Sig- urðsson og Þórunn Björnsdóttir, bjuggu. Hún lést 8.9. 2010. Guðrún var næst- elst átta systkina. Hin voru: Hjörtur, f. 1913, d. 1965. Þórunn Sigríður, f. 1917, d. 2000. Sigurður, f. 1920, d. 2002. Birna, f. 1923, d. 2007. Stefán, f. 1925, d. 1982. Guð- mundur Ingimar, f. 1928 og Sig- urlaug, f. 1931. Guðrún ólst upp á Herjólfs- stöðum, harðbýlu heiðarkoti næst- innsta bæ í Skefilsstaðahreppi. Fyrir tvítugt fór hún að heiman og vann á ýmsum stöðum sem kaupa- 5.3. 1977, með Jóni Sigurðssyni. Ív- ar var tvíkvæntur og eignaðist tvö börn með fyrri konu sinni Þórunni Elíasdóttur, Rósu og Guðjón Elías. Rósa á eina dóttur. Með Ingólfi Runólfssyni á Hálsum eignaðist Guðrún fimm börn. 1) Magnús Trausta, f. 8.8. 1947. Maki hans er Kristín Árnadóttir, f. 7.10. 1948. Trausti á dótturina Áróru Eiri. Maki hennar er Steinn Linnet. Kristín á Erlu Björk Sveinbjörns- dóttur. Maki hennar er Sveinn Ottó Sigurðsson og eiga þau þrjú börn. 2) Ingibjörgu, f. 18.8. 1949. Maki hennar er Aðalsteinn Vilbergsson. Ingibjörg á tvo syni: Arnar Víði Jónsson. Maki er Guðbjörg Kon- ráðsdóttir og eiga þau tvö börn, Tryggva Val Sæmundsson, maki Kristín Jónsdóttir og eiga þau tvo syni. 3) Runólf, f. 23.3. 1951, maki Samruai Chimchan, f. 10.9. 1974. Hún á einn son. 4) Þórunni, f. 23.12. 1953. Maki Kristinn Ásgeirs- son, f. 13.11. 1953, og eiga þau tvö börn, Hörpu Dögg sem á einn son og Elfar Örn. Unnusta hans er Tina Paic. 5) Pálma, f. 9.12. 1956. Útför Guðrúnar fór fram frá Reykholtskirkju 17. september 2010. kona í sveit og við fatasaum á Akureyri og í Reykjavík. Hún hélt um tíma heimili með Sigríði systur sinni á Ak- ureyri. Eftir að hafa verið um tíma hjá Hirti bróður sínum á Hvammkoti á Skaga réðst hún árið 1945 sem bústýra til Ing- ólfs Runólfssonar (f. 28.9. 1898, d. 5.6. 1970) að Hálsum í Skorradal og bjó þar til dánardægurs. Þegar Guðrún kom að Hálsum átti hún tvö börn. 1) Sigríði Huldu, f. 22.1. 1936, með Þorsteini Björns- syni. Maki hennar er Ágúst Pétur Haraldsson, f. 13.10. 1935, og eiga þau þrjú börn Erlu, Harald og Sól- veigu og barnabörn þeirra eru sjö. 2) Ívar Hreinberg, f. 18.11. 1941, d. ,Það er ofsagaman hérna en stundum rigning,“ segir í bréfi sem lítill og mjór tíu ára strákur sendi mömmu sinni 28. júní 1977 á fyrstu vikunum „í sveitinni“. Hálsar í Skorradal eru nú reyndar bara í um tuttugu mínútna akstursfjarlægð frá heimabænum Borgarnesi. Þetta virtist hins vegar órafjarlægð þá. Drengnum leist ekkert sérstaklega vel á það að vera sendur í sveit enda matvandur mömmustrákur og ekki sérlega hugaður. Heimþráin var rík fyrstu dagana en svo fór þetta allt mjög skánandi. Það var henni Guð- rúnu á Hálsum að þakka sem lét unga sem aldna yfirleitt ekki komast upp með neitt múður. Hún var af- skaplega hörð af sér og gerði kröfur til annarra en frá henni stafaði mik- illi hlýju og hún reyndist drengnum afar vel. Á Hálsum var ég þrjú sumur og líkaði vel. Þangað átti ég svo eftir að leita oft aftur. Þar var stórt og líf- legt heimili Guðrúnar og barnanna hennar sem voru heimakær eins og hún sjálf. Þau Hulda, Trausti, Dista, Gaukur, Þórunn og Pálmi sinntu móður sinni afar vel alla tíð. Guðrún kenndi mér að meta sveitalífið, vinna og umgangast dýr- in. Ég varð kúasmalinn og sá um Skrautu, Kolbrúnu, Lilju Rós, Skjöldu, Flóru, Geislu, Hjálmu, Húfu, Pentu, Hyrnu, Skjólu, Skessu, Vörtu og Dimmu (sem var kolsvört og óhugnanleg eins og segir í bréf- inu). Og svo voru þarna líka tíkin Loppa og kötturinn Gulur og hest- arnir hétu Funi, Léttfeti, Komma, Vaka, Litla Jörp og Fluga. Mér fannst ég vera orðinn mikill sveita- maður eftir aðeins nokkrar vikur. Bestu stundirnar með Guðrúnu voru yfirleitt úti við vinnuna. Því- líkur kraftur í þessari litlu og grönnu konu sem orðin var 63 ára gömul þegar ég kom í sveitina. Henni féll hreinlega aldrei verk úr hendi. Hún var enda alin upp við kröpp kjör í stórum systkinahópi á heiðarkoti í afskekktri sveit og var farin að vinna fyrir sér fyrir tvítugt. Hún var sannkölluð sveitakona sem undi hag sínum vel á Hálsum og vildi, held ég, hvergi annars staðar vera eftir að hún kom þangað fyrst, rúmlega þrítug, stríðslokaárið 1945. Þar átti hún líka eftir að búa í 65 ár. Börn hennar, Dista og Pálmi, bjuggu með henni alla tíð á Hálsum og er það þeim fyrst og fremst að þakka að hún gat búið þar nánast til dánardægurs. Ég þakka Guðrúnu á Hálsum fyr- ir allt og bið góðan guð að geyma hana. Ari Sigvaldason. Lundfríður Guðrún Magnúsdóttir Elsku, Unnur, mig langar til að spjalla við þig í stutta stund. Ég ætla að ímynda mér að við sitjum við eldhúsborðið þitt. Þú situr á móti mér með krosslagða fætur með spenntar greipar, hallar þér aðeins fram á borðið. Gleraugun svona á nefinu, næstum því. Þér liggur mikið á hjarta eins og alltaf og það glamp- ar úr augunum þínum og þú horfir á mig líkt og þú sjáir inn í sál mína. Mér finnst ég alltaf hafa þekkt þig. Þú býður mér kaffi og með’í. Englakaffi. Unnur, ég trúi því að sálir okkar hafir verið sam- ferða áður. Þú kinkar kolli um leið tekur þú þéttingsfast um hendur mínar. Og það hvernig þú tekur hendur mínar og setur þær inn í lófana þína er eins og þú hélst ut- an um samferðafólkið þitt. Það segir einhvern veginn allt um þig. Þú skildir allt svo vel, þú kvartaði ekki. Þér var nú alveg slétt sama hvað öðrum fannst og réttlætis- kenndin þín var skjöldurinn þinn. Það er hlýja í höndum þínum. Ég man, Unnur, þegar ég sá þig í fyrsta skiptið bak við langa borð- ið í Tollinum, þar sem þú starfaðir í afgreiðslunni. Ég var sendill með tollapappíra. Ég kallaði þig Eng- ilinn. Það gneistaði af þér, það var Unnur Þyri Guðlaugsdóttir ✝ Unnur Þyri Guð-laugsdóttir fædd- ist í Reykjavík 9. júlí 1930. Hún lést á Landspítalanum í Reykjavík 16. sept- ember 2010. Jarðarför Unnar fór fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 24. september 2010. svo mikil orka, húm- or og elska sem streymdi frá þér, og ég fór náttúrlega aft- ast í lengstu röðina sem var fyrir framan borði þitt. Það voru fleiri sem skynjuðu þetta. Mér fannst þú eins og vin í eyði- mörk. Þú áttir það til að geta stokkið hratt upp á nef þér, en það var líka hægt að hlæja með þér að allri vitleysunni. Þú ert svo vitur sál. Mikið held ég að þú sért glöð núna hjá honum Herði þínum, hann er nú örugg- lega búinn að skrá ykkur í hjóna- golfmót þarna hinum megin. Nú gróa öll hjartasárin með mildi og kærleika Guðs. Ég ímynda mér að nú getir þú andað létt og flogið líkt og fuglinn Fönix. Þú varst svo hugrökk, Unnur, þú lést aldrei neitt stoppa þig og ég held að fólk hafi líka oft misskilið tilgang þinn, viljinn þinn var svo sterkur. Það var kannski ekki fyrir alla að mæta þér í réttlætisstrunsinu, það fylgdi því gustur. Já, Unnur, það gustaði nú stundum hressilega af þér. Ég dáðist að þér, þú vildir bara sann- leikann. Þú gafst mér líka að borða eins og öllum hinum börn- um þínum og fyrir það er ég þakklát því þetta var ekki bara matur heldur andleg næring sem ég þráði svo mikið … þú skildir það. Þið Hörður tókuð mig með upp í sumarbústaðinn ykkar í Gríms- nesinu. Það var bara svo gott að vera með ykkur, það þurfti heldur ekki alltaf að tala, það var líka hægt að vera. Unnur, þú hafðir heilunarmátt og bænir þínar voru heitar. Það fann ég. Þú vissir það sem öðrum var hulið, en þú varst nú ekkert að flíka því. Ég veit að þú barst harm þinn í hljóði, þegar Hörður yfirgaf bústað sinn hlýtur það að hafa verið einmanalegt. Ég finn friðinn streyma frá þér og nú ertu farin að syngja. Þá er best að koma sér og leyfa þér að hvíla í ilminum af rósunum í garðinum hjá Guði. Eftir stendur minning þín sem lifir áfram svo falleg og björt hjá okkur sem eftir erum í jarðneskunni. Hafðu innilegar þakkir fyrir allt sem þú gafst. Kveðja, Kristín Sigurðardóttir og börn. Skjótt skipast veður í lofti, þannig er það einnig með lífið og fallvalt- leika þess. Er ég kvaddi Sigurbjörn, bróður minn, fyrir örfáum dögum grunaði mig ekki að það yrði okkar hinsta kveðja. Hann var æðrulaus eins og alltaf, enda ekki kvartsár að eðlisfari. Fáa menn hef ég þekkt harðari af sér og ófúsari að beiðast vægðar á einn eða annan hátt. Við bræðurnir þrír ólumst upp á Fossum, afskekktri dalajörð við mik- ið ástríki og samheldni. Þegar móðir okkar féll frá aðeins fjörutíu og níu ára gömul kom það í hlut okkar yngri bræðranna, minn og Bjössa, en það var hann jafnan kallaður af kunnugum, að elda mat- inn. Ekki kom til greina annað en halda áfram. Við höfðum að vísu oft stúlkur yfir sumartímann, en vorum oftast einir á vetrum. Guðmundur Sigurbjörn Guðmundsson ✝ Guðmundur Sig-urbjörn Guð- mundsson, bóndi á Fossum í Svartárdal, Austur-Húnavatns- sýslu, fæddist 20. febrúar 1930. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 24. september 2010. Guðmundur Sig- urbjörn var jarðsung- inn frá Bergstaða- kirkju 2. október 2010. Og þannig var það þar til mágkona mín Jóna S. Stefánsdóttir kom til okkar austan af Fljótsdalshéraði sumarið 1959. Það varð Fossaheimilinu mikil gæfa. Þau Bjössi bróðir og hún felldu hugi saman og giftust. Nú fóru í hönd annasöm ár mikilla framkvæmda, bæði í ræktun og útihúsa- byggingum. Þar naust þú þín vel, bróðir, með atorku þinni og eljusemi. Jóna og Bjössi voru afar samhent þó að ekki væru þau lík. Börnin fæddust nú hvert af öðru. Öll vel heppnuð, dugnaðar- og mann- kostafólk. Bróðir minn var afar heimakær, las mikið ef næði gafst til. Hann sótt- ist ekki eftir mannaforráðum, en hafði samt áhveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Og nú er skarð fyrir skildi. Jóna mágkona orðin ein eftir á Fossum, þar sem Sigurður bróðir dvelst nú á Héraðshælinu á Blöndu- ósi þrotinn að kröftum. Nú horfir ekki vel í sveitum lands- ins. Þú, kæri bróðir, stóðst vaktina meðan stætt var. Öll fjölskyldan saknar þín mjög. Ég bið þann sem öllu ræður að styrkja okkur öll. Farðu vel, elsku bróðir, með þökk fyrir allt. Sigurjón Guðmundsson. Góð kona er gengin og þakka ber um- hyggju og velvild til kvennaskólastúlkna, sem komu til borgarinnar upp úr miðri síðustu öld. Sigurbjörg hafði upplifað það, að lífið fer ekki alltaf mjúkum höndum um einstaklingin, en jákvætt við- horf hennar gagnvart lífinu og glettnin, sem einkenndu hana, höfðu góð áhrif á sveitastúlkurnar, sem sóttust eftir nærveru hennar. Skólavörðustígurinn varð eins- konar samnefnari fyrir Sigurbjörgu í huga okkar; þar var heimili henn- ar og vinnustaður til margra ára. Gott var að eiga vinkonu í mið- bænum, stutt að fara til þess að hlusta á plöturnar hennar með am- erísku dægurlögunum, sem þá voru vinsælust, og gott að vera alltaf viss um, að aldursmunurinn skipti engu máli. Árin eru orðin mörg frá fyrstu kynnum; alltaf hefir hún átt pláss í tilveru okkar og við í hennar. Sama Sigurbjörg Björgvinsdóttir ✝ Sigurbjörg Björg-vinsdóttir fæddist í Reykjavík 23. janúar 1925. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð hinn 18. september 2010. Utför Sigurbjargar fór fram frá Hafn- arfjarðarkirkju 28. september 2010. var, hvort við heim- sóttum hana á Þórs- götuna, í Gullsmárann eða í Sunnuhlíð, alltaf fundum við sömu já- kvæðu viðbrögðin og forðum. Það er gott að minnast þeirra, sem markað hafa h eilladrjúg spor í æviveginn okkar. Slík manneskja var Sigur- björg Björgvinsdóttir. Innilegar samúðar- kveðjur til Stefáns og frændgarðs hennar. Guð blessi minningu hennar. Helga Sveinsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar                         

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.