Morgunblaðið - 13.11.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.11.2010, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2010 VIÐTAL Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Þeir spá ellefu stiga frosti og ein- hverri sól hérna í Levi á sunnudag- inn. Það eru bara góð skilyrði, brekkan ætti að vera hörð og fín við slíkar aðstæður, og ég er líka öllu vanur eftir að hafa keppt hérna sex sinnum. Einu sinni keppti ég í 36 stiga frosti á þessum stað,“ sagði Björgvin Björgvinsson skíðakappi frá Dalvík, sem byrjar tímabilið í heimsbikarnum í svigi á morgun í Levi í Finnlandi. Það er eitt stærsta skíðasvæði Finna og er í bænum Kit- tilä í Lapplandi, nyrst í Finnlandi. Björgvin kom til Levi í fyrrakvöld eftir að hafa æft stíft uppi á jökli í Noregi undanfarnar vikur. „Hitinn er við frostmark í dag, sem er óvenjulegt á þessum slóðum, en það á að kólna aftur. Ég skoðaði að- stæður áðan og þær eru góðar og þetta lítur vel út. Þegar ég keppti hérna í 36 stiga frosti í Evrópubikar var ég bara „teipaður í drasl“ í and- litinu en það verður ekkert þessu líkt á sunnudaginn. Ellefu stiga frost eru fínar aðstæður fyrir skíðamenn, “ sagði Björgvin sem stefnir að vanda að því að verða á meðal þeirra 30 sem komast áfram eftir fyrri ferðina. Verð að leggja allt undir „Aðalmálið er að komast áfram og negla svo bara á seinni ferðina. Þetta er raunhæft markmið, og eins og alltaf verður maður að leggja allt undir, annars er maður ekki með. Það er þunn lína á milli þess að vera hraður og ekki hraður í þessari íþrótt,“ sagði Björgvin, sem er ánægður með undirbúninginn í sum- ar og haust. „Ég er búinn að æfa vel og kem vel undan sumri og hef mest verið uppi á jökli í miðjum Noregi. Það hafa verið leiðinlegar aðstæður út um allan heim og við ákváðum að fara þangað. Við vorum heppnir, í fyrra náði ég að æfa í sjö góða daga, en núna er ég kominn með 20 góða daga svo und- irbúningurinn er töluvert betri. Ég er því nokkuð sáttur, er í fínu standi og kominn með nýjan þjálfara, enda alltaf gott að breyta til og gaman að vera með íslenskan þjálfara,“ sagði Björgvin. Fjalar Úlfarsson er hans þjálfari nú og tók við af Slóvena sem hefur verið þjálfari Björgvins und- anfarin fimm ár. Æfir á Íslandi í þrjár vikur Björgvin er á heimleið strax eftir mótið í Finnlandi og hyggst æfa hér á landi næstu þrjár vikurnar. „Við verðum þar sem bestu að- stæðurnar verða, hvort sem það verður fyrir norðan eða í Reykjavík, en mér skilst að það séu frábærar að- stæður í Bláfjöllum um þessar mund- ir. Það er mikið búið að hringja í mig og segja mér að koma þangað. Síðan fer ég í eitt heimsbikarmót í viðbót fyrir jól, í Val D’Isere 12. desember, en aðaltörnin er síðan í janúar,“ sagði Björgvin Björgvinsson, en þá er þétt dagskrá í heimsbikarnum. Hann hóf einmitt keppnistímabilið á sama stað á sama tíma í fyrravetur. Þá hafnaði hann í 56. sæti í Levi og fékk því ekki tækifæri í seinni ferð- inni. Í janúar komst Björgvin hins- vegar áfram á heimsbikarmóti í Zag- reb í Króatíu og hafnaði þar í 24. sætinu sem er hans besti árangur á ferlinum til þessa. „Ellefu stiga frost fín skil- yrði fyrir skíðamenn“ Ljósmynd/Guðmundur Jakobsson Kuldi Björgvin Björgvinsson er vanur lágu hitastigi og er tilbúinn í slaginn í Lapplandi á morgun. Hann kemur heim til æfinga strax á mánudaginn.  Björgvin kemur beint af norskum jökli og keppir á fyrsta heimsbikarmótinu í Lapplandi  Sjötta mótið hans í Levi og hefur áður keppt þar í 36 stiga frosti Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Ég tel að þetta séu þrír mjög áhuga- verðir fyrirlestrar sem við bjóðum uppá á ráðstefnunni og um kvöldið verða fjölmargir heiðraðir í tilefni af afmælinu,“ sagði Kristján Guðmunds- son, þjálfari knattspyrnuliðs Vals og varaformaður Knattspyrnuþjálf- arafélags Íslands, við Morgunblaðið í gær. KÞÍ heldur uppá 40 ára afmæli sitt í dag með vandaðri ráðstefnu í Sókn- inni, sal KSÍ á Laugardalsvelli, og af- mælisveislu á sama stað í kvöld. Fyr- irlesararnir þrír eru Sigurður Ragnar Eyjólfsson, Mikael Köllner sem er í landsliðsnefnd yngri landsliða Þýska- lands, og Raymond Verheijen þrek- og líkamsþjálfari frá Hollandi. Hvers vegna komnir í úrslit „Sigurður rýnir í 21 árs landsliðið okkar og hversvegna við erum komn- ir með karlalandslið í úrslit í svona stórri keppni. Hann skoðar þá sem fóru snemma til útlanda, hvert þeir fóru og hvenær, og veltir meðal ann- ars upp spurningunni um hvort þessi framþróun sé gervigrasinu og höll- unum að þakka. Köllner fer yfir það hvernig Þjóðverjar endurskipulögðu sín yngri landslið með þeim árangri að þeir hafa unnið meira og minna öll mót síðustu árin og komu með 5-6 leik- menn úr sínu 21 árs landsliði inn í sterkt A-landslið sitt á HM í sumar. Verheyen hefur starfað lengi með Guus Hiddink, m.a. með landsliðum Suður-Kóreu og Rússlands, og með Mark Hughes hjá Manchester City, og hann ræðir um hvernig hann notar fótboltann og eigin líkamsþyngd í allri þrekþjálfun,“ sagði Kristján. Fyrirlestur Sigurðar hefst kl. 10.15, fyrirlestur Köllners kl. 11.15 og fyr- irlestur Verheyens klukkan 13.15. Öll- um er heimill aðgangur að ráðstefn- unni en þátttökugjald er 3.500 krónur og innifalið kaffi og léttur hádeg- isverður. Fyrir meðlimi KÞÍ er það þó aðeins 1.500 krónur. Kristján sagði að starfsemi KÞÍ væri víðtæk. „Við erum ekki eiginlegt stéttarfélag en erum með mjög virka starfsemi. Við veitum KSÍ aðhald í fræðslu- og þjálfunarmálum og að- stoðum okkar félagsmenn, sem meðal annars leita oft til félagsins vegna samskipta við félög,“ sagði Kristján Guðmundsson. „Þrír mjög áhugaverðir fyrirlestrar“ Kristján Guðmundsson  Knattspyrnuþjálfarafélagið 40 ára  Fjallað um 21 árs landsliðið og uppbyggingu Þjóðverja  Þrekþjálfari Manchester City og landsliða Suður-Kóreu og Rússlands meðal fyrirlesara Það var fátt um varnir þegar HK og Stjarnan áttust við í N1- deild kvenna í handknattleik í gærkvöldi í Digranesi. Alls voru skoruð 82 mörk í leiknum sem Stjarnan vann með tíu marka mun, 46:36, eftir að hafa verið einu marki yfir að lokn- um fyrri hálfleik, 19:18. Stjarnan situr áfram í þriðja sæti deildarinnar með 10 stig að loknum sex leikjum eins og Valur sem heldur öðru sæti á hagstæðari markatölu. Þorgerður Anna Atladóttir var markahæst í Stjörnuliðinu í gær með 10 mörk og Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoraði átta mörk. Elísa Ósk Viðarsdóttir og Brynja Magnúsdóttir skoruðu átta mörk hvor fyrir HK. Fylkir vann Hauka, 25:20, á heimavelli Hauka í Hafn- arfirði eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik, 12:8. Fylkir er í fjórða sæti deildarinnar með 10 stig en hefur lokið sjö leikjum. Sunna María Ein- arsdóttir og Tinna Soffía Traustadóttir skoruðu fimm mörk hvor fyrir Fylki en Þórunn Friðriksdóttir var atkvæðamest í liði Hauka með sjö mörk. iben@mbl.is Markasúpa í Digranesi Þorgerður Anna Atladóttir Eiður Smári Guðjohnsen verður ekki í byrjunarliði Stoke þegar liðið tekur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu síðdegis. Tony Pulis, knattspyrnustjóri Stoke, staðfestir það í viðtali við enska blaðið The Sentinel. Eiður hefur verið úti í kuldanum hjá Pulis og ekki spilað eina einustu mínútu í þremur síðustu leikjum liðsins. Hann sat á bekknum allan tímann í leikjunum á móti Birmingham og Everton og var ekki í hópnum í leiknum við Sunderland en síðast kom hann við sögu þegar hann lék síðasta hálftím- ann í deildarbikarleiknum gegn West Ham hinn 27. októ- ber. Pulis segir að Eiður sé enn að vinna í því að koma sér í form en hann kom til Stoke fyrir tveimur og hálfum mánuði frá Mónakó. „Við fengum hann á frjálsri sölu og Mónakó greiðir tvo þriðju af launum hans svo þetta er fínn samningur. Það er gott að hafa nöfn á bekknum en þeir verða að skila afköstum þegar þeir koma inn á,“ segir Pulis. Eiður verður að skila afköstum Eiður Smári Guðjohnsen Þýskaland Dortmund – Hamburger SV ....................2:0 Staða efstu liða: Dortmund 12 10 1 1 29:7 31 Mainz 11 8 0 3 19:11 24 Leverkusen 11 6 3 2 22:16 21 Frankfurt 11 6 1 4 20:11 19 Hoffenheim 11 5 3 3 22:15 18 Nürnberg 11 5 3 3 17:15 18 Hamburger SV 12 5 3 4 17:17 18 Freiburg 11 6 0 5 17:18 18 C-DEILD: Unterhaching – Dynamo Dresden .........0:1  Garðar B. Gunnlaugsson var ekki í liði Unterhaching. England B-deild: Preston – Hull ...........................................0:2 Noregur Umspil um úrvalsdeildarsæti: Fredrikstad – Löv-Ham...........................2:0  Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði fyrra mark Fredrikstad en var skipt af leikvelli á 62. mínútu.  Fredrikstad mætir Hönefoss eða Ran- heim í tveimur úrslitaleikjum um sæti í úr- valsdeildinni 2011. KNATTSPYRNA N1-deild kvenna Úrvalsdeildin, 7. umferð: HK – Stjarnan .......................................36:46 Haukar – Fylkir ....................................20:25 Staðan: Fram 6 6 0 0 220:114 12 Valur 6 5 0 1 218:121 10 Stjarnan 6 5 0 1 210:171 10 Fylkir 7 5 0 2 201:170 10 ÍBV 6 2 2 2 138:134 6 FH 6 2 1 3 133:132 5 HK 7 2 1 4 181:214 5 Haukar 6 2 0 4 129:171 4 Grótta 6 0 0 6 136:208 0 ÍR 6 0 0 6 91:222 0 1. deild karla ÍR – FH U..............................................31:28 Fjölnir – Selfoss U ................................23:27 Grótta – Stjarnan ..................................33:30 Staðan: Grótta 7 5 1 1 195:172 11 ÍR 7 5 1 1 217:185 11 ÍBV 6 4 2 0 160:145 10 Stjarnan 7 4 0 3 201:168 8 FH U 7 4 0 3 196:194 8 Víkingur R. 6 2 0 4 172:174 4 Selfoss U 7 1 0 6 172:212 2 Fjölnir 7 0 0 7 146:209 0 Eimskipsbikarinn Bikarkeppni karla, 16-liða úrslit: Hamrarnir – Selfoss..............................26:44 HANDBOLTI Íslandsmótið í 25 m laug 100 m fjórsund kvenna: Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH ........1.02,22 Bryndís Rún Hansen, Óðni ...............1.05,32 Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, Ægi ..1.05,77 100 m fjórsund karla: Kolbeinn Hrafnkelsson, SH .................59,84 Kristinn Þórarinsson, Fjölni .............1.00,50 Birgir Viktor Hannesson, ÍA ............1.01,89 100 m skriðsund kvenna: Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR...........54,65 Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, SH.........56,48 Snjólaug Tinna Hansdóttir, SH...........58,02 100 m skriðsund karla: Orri Freyr Guðmundsson, SH .............51,88 Anton Sveinn McKee, Ægi...................52,26 Ágúst Júlíusson, ÍA...............................52,73 200 m flugsund kvenna: Salome Jónsdóttir, ÍA........................2.18,89 Soffía Klemenzdóttir, ÍRB ................2.21,61 Jóna Helena Bjarnadóttir, ÍRB........2.22,27 200 m flugsund karla: Anton Sveinn McKee, Ægi................2.08,92 Jón Þór Hallgrímsson, ÍA .................2.10,18 Konráð Hrafnkelsson, SH.................2.14,51 200 m bringusund kvenna: Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH ........2.27,69 Ólöf Edda Eðvarðsdóttir, ÍRB..........2.40,41 María Ása Ásþórsdóttir, ÍRB ...........2.52,96 200 m bringusund karla: Jakob Jóhann Sveinsson, Ægi ..........2.12,31 Hrafn Traustason, SH .......................2.16,69 Sveinbjörn Pálmi Karlsson, Ægi ......2.39,39 50 m baksund kvenna: Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, SH.........29,23 Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægi .............29,42 Bryndís Rún Hansen, Óðni ..................29,59 50 m baksund karla: Kolbeinn Hrafnkelsson, SH .................27,50 Orri Freyr Guðmundsson, SH .............27,62 Kristinn Þórarinsson, Fjölni ................27,86 200 m skriðsund karla, boðsund: A-sveit SH...........................................1.36,72 B-sveit SH...........................................1.37,99 A-sveit ÍA ............................................1.38,40 200 m skriðsund kvenna, boðsund: A-sveit Ægis .......................................1.47,13 A-sveit SH...........................................1.47,57 A-sveit KR...........................................1.50,25 SUND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.