Morgunblaðið - 13.11.2010, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.11.2010, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2010 Guðni Ingv-arsson var markahæstur hjá Selfossi með 11 mörk þegar liðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Eimskipsbik- arkeppninnar í handknattleik karla í gærkvöldi með 18 marka sigri á Hömrunum frá Akureyri, 44:26. Hörður Bjarnason og Ragnar Jó- hannsson skoruðu átta mörk hvor fyrir Selfossliðið sem var í eldlínunni tvö kvöld í röð því í fyrrakvöld spiluðu þeir við Akureyri í N1- deildinni.    Elfar Halldórsson var marka-hæstur Hamranna gegn Sel- fossi með níu mörk og Valdimar Þengilsson skoraði átta mörk.    Pepe Reina markvörður Liver-pool vísar þeim fréttum á bug, sem birst hafa í enskum blöðum síð- ustu dagana, að hann hafi komið að máli við knattspyrnustjórann Roy Hodgson og óskað eftir að fá að yf- irgefa félagið.    Silvio Heinvet-ter, mark- vörður þýska handknattleiks- liðsins Füchse Berlin sem Dagur Sigurðsson þjálf- ar, hefur ákveðið að skrifa undir nýjan þriggja ára samning við félagið á næstunni. Þar með er lokið vangaveltum um fram- tíð þýska landsliðsmarkvarðarins sem mörg félög renndu hýru auga til.    Bikarmeistarar FH í knattspyrnuhafa fengið tvo unga og efnilega leikmenn í sínar raðir í þessari viku. Það eru Emil Pálsson, 17 ára gamall fyrirliði BÍ/Bolungarvíkur sem vann sér sæti í 1. deildinni í haust, en hann var þar í stóru hlutverki, og Ingimar Elí Hlynsson, 18 ára sem kemur úr 2. deildar liði KS/Leifturs. Þeir hafa báðir spilað með unglingalandsliði Íslands á þessu ári.    Íslandsmeistarar Breiðabliks hafalíka náð í ungan leikmann í sinn hóp. Hilmar Freyr Bjartþórsson, 18 ára gamall Fáskrúðsfirðingur, er kominn í þeirra raðir en hann spilaði með Fjarðabyggð í 1. deildinni í sumar. Fólk folk@mbl.is Í LAUGINNI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Sunddrottning landsins, Ragnheiður Ragnarsdóttir, lét nýjar reglur um sundfatnað og erfiðan undirbúning fyrir komandi stórmót ekki stöðva sig í því að setja glæsilegt Íslandsmet í 100 metra skriðsundi í gær, á öðrum degi Íslandsmeistaramótsins í 25 metra laug. Hún synti á 54,65 sekúndum og bætti fyrra metið sitt um 11/100 úr sekúndu. KR-ingurinn sigursæli var þó ekki sú eina sem setti met í gær því Kristinn Þórarinsson úr Fjölni setti sex drengjamet, og hefur þar með sett sjö alls í Laugardalslauginni á fyrstu tveimur keppnisdögunum. „Þetta kom mér rosalega á óvart. Ég er að fara á EM eftir viku og svo á HM eftir mánuð, og æfingarnar miða að því að ég nái fram mínu besta á HM. Ég er þess vegna búin að vera í þungum æfingum og ekki byrjuð að létta þær ennþá, og þetta mót átti bara að vera mjög erfið æfing fyrir mig. Ég setti líka gamla metið í síðum galla, sem er núna bannaður, þannig að þetta er mikil bæting miðað við það,“ sagði Ragnheiður glöð í bragði á sund- laugarbakkanum í gær. Hún keppir einnig í 50 metra skrið- sundi á morgun og má búast við góðri frammistöðu þar, en tíminn sem Ragnheiður náði í gær skilar henni í sjötta sæti yfir bestu tíma ársins í Evrópu. „Ég veit að þessar fimm sem eru með betri tíma eins og er eru ekki allar að fara á EM, því þær einblína á HM. Það gæti því verið skemmtilegt að komast í úrslitin á EM og geta reynt að næla sér í einhver verðlaun. Mér datt ekki í hug að ég væri svona of- arlega núna,“ sagði Ragnheiður. Afrek Ragnheiðar stóð upp úr í Laugardalslauginni í gær en fyrr- nefndur Kristinn, sem er 14 ára gam- all, reyndist einnig senuþjófur. Hann hefur ekki stungið sér til sunds á yfir- standandi móti án þess að setja drengjamet. Líður mönnum ekki bara vel með slík afrek? „Þetta er bara æðisleg tilfinning og þannig er það alltaf. Maður er svo sem búinn að setja þónokkuð mörg met en þetta er alltaf jafn gaman,“ sagði Kristinn sem á enn eftir að keppa í nokkrum greinum. Árangur kappans er afrakstur þrotlausra æfinga og ljóst að framtíðin er björt hjá Fjölnismann- inum. „Ég er átta sinnum í viku í lauginni á æfingum, á morgun- og kvöldæf- ingum, og svo tökum við líka þrekæf- ingar með þessu. Það fer því mikill tími í þetta,“ sagði Kristinn. Fleira sundfólk átti góðu gengi að fagna í gær og féllu tvö aldurs- flokkamet til viðbótar. Þau komu reyndar í sömu greininni, 50 metra baksundi kvenna, en hjá tveimur keppendum. Bryndís Rún Hansen úr Óðni setti stúlknamet í undanrásunum með tímanum 29,41 sekúnda, en Ingi- björg Kristín Jónsdóttir úr SH bætti það í úrslitasundinu og kom fyrst í mark á 29,23 sekúndum. Hrafnhildur og Anton sigursæl Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH vann til tvennra gullverðlauna, í 100 metra fjórsundi og 200 metra bringu- sundi, og Anton Sveinn McKee úr Ægi vann sigur í 200 metra flugsundi nokkrum mínútum eftir að hann fékk silfurverðlaun í 100 metra skriðsundi. Í fyrrakvöld vann hann sigur í sinni aðalgrein, 1.500 metra skriðsundi. „Þetta var mjög erfitt og ég bjóst alls ekki við að vinna flugsundið. Ég er svolítið hissa á bætingum í 100 metra skriðsundinu og flugsundinu. En ég lít bara á þetta mót sem undirbúning fyr- ir Norðurlandameistaramót unglinga í næsta mánuði. Þar ætla ég að toppa í 1.500 metra skriðsundinu,“ sagði Ant- on Sveinn. „Þetta mót átti bara að vera mjög erfið æfing“ Morgunblaðið/Eggert Danmerkurfari Salome Jónsdóttir syndir hér til sigurs í 200 metra flugsundi í Laugardalslauginni í gær en tíminn henn- ar þar tryggði henni þátttökurétt á Norðurlandameistaramóti ungmenna í Danmörku sem fram fer í næsta mánuði.  Ragnheiður setti óvænt Íslandsmet  Kristinn einnig senuþjófur með sjö met Tvö gull Anton Sveinn McKee, sundmaður úr Ægi, hefur þegar náð í 2 gull og 1 silfur á Íslandsmeistaramótinu sem fram fer um helgina í Laugardalnum. Raymond Domenech, fyrrverandi landsliðsþjálfari Frakk- lands í knattspyrnu, hefur farið fram á skaðabætur upp á 2,9 milljónir evra, sem samsvarar tæplega hálfum milljarði ís- lenskra króna, frá franska knattspyrnusambandinu. Domenech var sem kunnugt er sagt upp störfum eftir heimsmeistaramótið í sumar þar sem franska landsliðið lék ekki aðeins mjög illa í leikjum sínum heldur lét einnig illa ut- an vallar. Domenech var rekinn í september vegna „alvar- legra mistaka“ í starfi, en slíkt þýðir í Frakklandi að menn fái ekki neinar bætur vegna brottrekstrarins. „Við förum fram á 2,9 milljónir evra í tveimur greiðslum. Fyrst 400.000 evrur vegna brottrekstrarins og svo seinni greiðsluna vegna lengri tíma áhrifa en hún nemur þriggja ára launum,“ sagði lögmaður Domenech, Jean-Yves Connesson. „Það er ekki hægt að leysa svona flókna krísu með því að kenna einum manni um. Það hefði mátt fara betri leið,“ bætti hann við. sindris@mbl.is Domenech vill skaðabætur Raymond Domenech Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði fyrra mark Fredrik- stad í gærkvöld þegar liðið lagði Löv-Ham, 2:0, í undan- úrslitum umspils um sæti í norsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu. Þar með er Fredrikstad komið í úrslit og mætir þar annaðhvort Kristjáni Erni Sigurðssyni og félögum í Höne- foss eða liði Ranheim í tveimur leikjum um sæti í úrvals- deildinni. Hönefoss varð þriðja neðst í úrvalsdeildinni í ár en Fre- drikstad, Ranheim og Löv-Ham urðu í þriðja til fimmta sæti 1. deildar. Gunnar Heiðar skoraði fyrra markið á 38. mínútu eftir fyrirgjöf frá hægri. Honum var síðan skipt af velli á 62. mínútu, rétt eftir að Fredrikstad komst í 2:0. Gunnar er í láni hjá Fredrikstad frá Esbjerg í Danmörku. vs@mbl.is Gunnar Heiðar á skotskónum Gunnar Heiðar Þorvaldsson HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, N1-deildin: Vodafonehöllin: Valur – FH ............. L15.45 Úrvalsdeild kvenna, N1-deildin: Framhús: Fram – ÍBV........................... L13 Seltjarnarnes: Grótta – ÍR ............... L13.30 Vodafonehöllin: Valur – FH ............. L13.45 1. deild karla: Vestmannaeyjar: ÍBV – Víkingur......... L13 Eimskipsbikar karla, 16-liða úrslit: Vestmannaeyjar: ÍBV – Haukar 2 ........ L16 Austurberg: ÍR 2 – Fram ....................... S16 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, IE-deildin: Sauðárkrókur: Tindastóll – Hamar.. S19.15 Seljaskóli: ÍR – Snæfell ..................... S19.15 Toyotahöllin: Keflavík – Haukar ...... S19.15 BADMINTON Alþjóðlega mótið Iceland International heldur áfram í dag í TBR-húsunum. Átta liða úrslit hefjast klukkan 10 og undanúr- slit klukkan 16.30. Úrslitaleikir fara fram þar á morgun frá kl. 10 til 14. SUND Íslandsmótið í 25 m laug heldur áfram í Laugardalslauginni í dag og á morgun. KARATE Íslandsmeistaramótið í kumite fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag. Það hefst klukkan 12 og úrslit eru áætluð um kl. 14.30. UM HELGINA!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.