Morgunblaðið - 13.11.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.11.2010, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2010 KR – Njarðvík 92:69 DHL-höllin, Iceland Express-deild karla, 12. nóvember 2010. Gangur leiksins: 4:4, 10:8, 16:10, 23:20, 31:27, 40:30, 48:33, 50:38, 52:42, 54:46, 57:49, 65:53, 72:55, 77:60, 84:64, 92:69. KR: Pavel Ermolinskij 35/13 fráköst, Mar- cus Walker 19, Brynjar Þór Björnsson 12/5 fráköst/6 stoðsendingar, Finnur Atli Magn- ússon 10/9 fráköst, Fannar Ólafsson 9/4 fráköst, Hreggviður Magnússon 5, Ólafur Már Ægisson 2. Fráköst: 32 í vörn, 2 í sókn Njarðvík: Guðmundur Jónsson 22/6 frá- köst, Christopher Smith 22/8 fráköst, Rún- ar Ingi Erlingsson 6, Friðrik E. Stefánsson 5, Egill Jónasson 4, Jóhann Árni Ólafsson 3/4 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 3, Lárus Jónsson 2, Kristján Rúnar Sigurðs- son 2. Fráköst: 19 í vörn, 8 í sókn Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson og Eggert Þór Aðalsteinsson. Áhorfendur: Ríflega 500. Stjarnan – Tindastóll 88:89 Ásgarður, Iceland Express-deild karla, 12. nóvember 2010 Gangur leiksins. 5:8, 12:10, 21:14, 25:20, 28:26, 34:32, 40:33, 46:42, 51:46, 53:50, 60:56, 64:66, 69:68, 77:72, 83:77, 88:89. Stjarnan: Justin Shouse 23/4 fráköst, Jov- an Zdravevski 18/8 fráköst, Fannar Freyr Helgason 16/8 fráköst, Guðjón Lárusson 10/4 varin skot, Marvin Valdimarsson 8/6 fráköst, Ólafur Aron Ingvason 5, Daníel G. Guðmundsson 5, Kjartan Atli Kjartansson 2, Birgir Björn Pétursson 1. Fráköst: 26 í vörn, 11 í sókn. Tindastóll: Sean Kingsley Cunningham 19/8 stoðsendingar, Friðrik Hreinsson 17, Dragoljub Kitanovic 15, Hayward Fain 14/6 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 10/5 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 9, Hreinn Gunnar Birgisson 5/4 fráköst. Fráköst: 17 í vörn, 6 í sókn. Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Georg Andersen. Hamar – KFÍ frestað  Leikmenn KFÍ komust ekki frá Ísafirði vegna erfiðleika í flugi og leiknum var frestað til 18. nóvember. Staðan: Snæfell 6 5 1 577:548 10 Grindavík 6 5 1 542:467 10 KR 6 4 2 559:501 8 Stjarnan 6 4 2 518:494 8 Haukar 6 3 3 513:533 6 Hamar 5 3 2 429:413 6 Keflavík 6 3 3 522:522 6 KFÍ 5 2 3 475:473 4 Fjölnir 6 2 4 527:546 4 Njarðvík 6 2 4 462:520 4 ÍR 6 1 5 528:555 2 Tindastóll 6 1 5 443:523 2 1. deild karla Breiðablik – Ármann .........................100:82 Breiðablik: Nick Brady 24, Arnar Péturs- son 22/7 fráköst/6 stoðsendingar, Þorsteinn Gunnlaugsson 22/14 fráköst, Steinar Ara- son 10, Atli Örn Gunnarsson 8/5 fráköst, Ágúst Orrason 5, Hraunar Karl Guð- mundsson 4/4 fráköst, Ívar Örn Hákonar- son 3, Aðalsteinn Pálsson 2/5 fráköst/6 stoðsendingar. Ármann: Antonio Houston 24/9 fráköst, Sverrir Kári Karlsson 18/4 fráköst, Þor- steinn Húnfjörð 9/4 fráköst, Halldór Krist- mannsson 8, Halldór Haukur Sigurðsson 6, Oddur Jóhannsson 6, Egill Vignisson 5, Steinar Aronsson 2, Helgi Hrafn Þorláks- son 2, Aron Kárason 1, Geir Þorvaldsson 1. Þór Ak. – Skallagrímur.....................103:81 Þór Ak.: Konrad Tota 35/6 fráköst, Wesley Hsu 21, Ólafur Torfason 21/18 fráköst/7 stoðsendingar, Óðinn Ásgeirsson 14/12 frá- köst, Björgvin Jóhannesson 6/6 fráköst, Stefán Karel Torfason 4, Benedikt Eggert Pálsson 2. Skallagrímur: Darrell Flake 24/11 frá- köst/6 stoðsendingar, Hafþór Ingi Gunn- arsson 24/5 fráköst, Halldór Gunnar Jóns- son 18, Arnar Hrafn Snorrason 5/4 fráköst, Guðjón Jónsson 4, Birgir Þór Sverrisson 2, Ragnar Ólafsson 2, Sigurður Snorri Gunn- arsson 2. Valur – Þór Þ ....................................111:118 Valur: Calvin Wooten 34/8 fráköst/6 stoð- sendingar, Hörður Helgi Hreiðarsson 23/6 fráköst, Guðmundur Kristjánsson 15, Björgvin Rúnar Valentínusson 13/9 frá- köst, Sigmar Egilsson 8, Alexander Dungal 6, Páll Fannar Helgason 5/4 fráköst, Snorri Páll Sigurðsson 3, Gylfi Geirsson 2, Hörður Nikulásson 2. Þór Þ.: Eric James Palm 42/6 fráköst, Phil- ip Perre 36/16 fráköst, Vladimir Bulut 26/7 fráköst, Hjalti Valur Þorsteinsson 6/4 frá- köst, Baldur Þór Ragnarsson 6, Bjarki Gylfason 2. Staðan: Þór Þ. 5 5 0 509:387 10 Þór A. 6 5 1 520:456 10 FSu 5 4 1 450:373 8 Skallagrímur 5 3 2 405:417 6 Breiðablik 5 2 3 381:381 4 Valur 5 2 3 494:444 4 Ármann 6 2 4 481:556 4 Laugdælir 6 2 4 443:473 4 Leiknir R. 5 1 4 373:480 2 Höttur 6 1 5 421:510 2 Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Mér líður mjög vel með þennan fyrsta sig- urleik,“ sagði Friðrik Hreinsson, leikmaður Tindastóls, í samtali við Morgunblaðið í gær, á meðan hann gæddi sér á ljúffengum Subway- kafbát, eftir að hafa reynst liðinu mikil hetja í fyrsta sigrinum í Iceland Express-deildinni á þessari leiktíð. Tindastóll kom mjög á óvart með því að leggja Stjörnuna að velli, 89:88, í Garðabæ í háspennuleik þar sem úrslitin réðust með þriggja stiga körfu Friðriks á lokasekúndunum. Hálfri mínútu áður hafði hann fengið villu fyrir óíþróttamannslegt brot, og Stjarnan nýtti sér það til að gera þrjú stig. „Ég var mjög ósáttur við þessa villu og vildi bara bæta fyrir hana. Ég gat ekki gert það betur en svona. Við fengum boltann þegar það voru um 20 sekúndur eftir og hann barst til mín þarna eftir einhvern barning. Það var ekki annað að gera en að láta vaða. Það voru þrjár sekúndur eftir þegar boltinn fór ofan í, þannig að maður var heldur snemma í því, en þetta slapp,“ sagði Friðrik léttur. Tindastóll hafði sem áður segir tapað fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni og því kom það mjög á óvart að liðið skyldi landa sínum fyrsta sigri gegn sterku liði Stjörnunnar á útivelli. Friðrik var þó ekki hissa. Nýr Bandaríkjamaður lofar góðu „Það er búin að vera mikil stígandi í þessu hjá okkur, og til dæmis vorum við bara óheppnir að tapa með tveimur stigum fyrir Íslandsmeist- urum Snæfells heima,“ sagði Friðrik en bætti við að koma Bandaríkjamannsins Haywards Fains hefði líka sitt að segja, en hann er nýkominn til liðs við Tindastól og ætlunin að hann spili með liðinu út leiktíðina. „Hann lofar bara mjög góðu svona í fyrsta leik. Hann var samt bara að mæta á svæðið núna þannig að við vorum ekki einu sinni búnir að taka æfingu með honum. Við hittum hann bara í fyrsta skiptið í leiknum. Vitanlega kunni hann ekkert á kerfin okkar, þannig að við gátum ekk- ert spilað okkar leikskipulag þegar hann var inná, en þetta er góður íþróttamaður og sókn- arleikurinn gekk vel með hann inná. Þeir spiluðu svæðisvörn á móti okkur og okkur gekk ágæt- lega að eiga við hana. Við eigum alveg helling inni þannig að ég er bara bjartsýnn á framhaldið,“ sagði Friðrik. Friðrik gerði 17 stig í leiknum en Sean Cunn- ingham var atkvæðamestur með 19 stig og átta fráköst. Hjá Stjörnunni gerði Justin Shouse 23 stig og Jovan Zdravevski 18. „Vildi bara bæta fyrir villuna“ Á VELLINUM Skúli Unnar Sveinsson skuli@mbl.is „Ég átti ekki góðan leik um daginn og það var dýrkeypt fyrir liðið. Núna gekk þetta betur, skot- in duttu og ég einbeitti mér að því að axla þá ábyrgð sem ég á að hafa í liðinu,“ sagði Pavel Er- molinskij, leikstjórnandi KR, eftir að liðið lagði Njarðvíkinga 92:69 í Iceland Express-deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi. Pavel átti mjög góðan leik í gær, gerði 35 tig auk þess að taka 13 fráköst. „Ég reyndi að vera ákafur og að hverfa ekki í leiknum,“ bætti Pavel við og hann lét svo sannarlega mikið fyrir sér fara, bæði í sókn og vörn og var langt frá því að hverfa. KR virtist lengstum í leiknum vera með hann í hendi sér, en engu að síður komu kaflar þar sem Njarðvíkingar náðu að minnka muninn verulega, en KR náði alltaf að auka muninn á ný og í síðasta leikhluta jókst munurinn til muna og sigur liðsins var öruggur þegar upp var staðið. „Körfuboltinn er bara svona. Fimmtán stig eru ekki neitt forskot. Það þurfa ekki nema tvö þrjú skot að klikka og hitt liðið skorar, þá er allt í einu orðið jafnt á ný. Það er ekkert hægt að fíflast neitt í körfu. Ég er mjög ánægður með stigin og spila- mennskuna hjá okkur. Það hefur vantað dálítið upp á spilamennskuna hjá okkur í vetur, en núna spiluðum við vel og þetta er besta vörn sem við höfum leikið í vetur,“ sagði Pavel. Svona vilja KR-ingar spila Á þeim köflum í leiknum þar sem Njarðvík- ingar náðu að minnka muninn voru KR-ingar mikið að reyna þriggja stiga skot. Þó svo að þriggja stiga skotin hafi stundum gengið vel hjá KR þá gengu þau illa í gær. „Heilt yfir var þetta sú tegund af körfubolta sem við viljum spila. Vörnin var sterk og trúlega sú besta sem við höf- um leikið í vetur,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, í leikslok. Hann var ánægður með að vita hvers vegna lið- ið náði ekki að stinga Njarðvíkinga af í leiknum. „Það er mjög gott að vita hvers vegna Njarðvík- ingar náðu svona oft að minnka muninn í leiknum. Við vorum með leikinn eins og við vildum en þeg- ar við tókum til við að skjóta ekkert nema þriggja stiga skotum minnkuðu þeir muninn. Það er ekki okkar leikstíll þannig að þá þurftum við að stilla okkur saman á ný og þá kom þetta,“ sagði Hrafn. Sá sem þetta ritar hefur áður dáðst að leik KR og því hversu vel mannað liðið er því þar eru a.m.k. tveir mjög frambærilegir leikmenn í hverri stöðu og þrír í þeim sumum. Leikgleðin hefur hins vegar ekkert geislað af liðinu í vetur en núna var hún til staðar. Pavel átti frábæran leik eins og áður segir en einnig var Brynjar Þór björnsson góður þó svo hann hafi oft skorað meira. Þá átti Marcus Wal- ker fínan leik, eldfljótur og kvikur náungi sem spilar fyrir liðið. Finnur Atli Magnússon átti einn- ig góðan dag. Hjá Njarðvík var Guðmundur Jónsson ágætur sem og Christopher Smith, en aðrir eiga að geta mun betur en þeir gerðu í gær. Sterkir KR-ingar Morgunblaðið/Kristinn Góður Pavel Ermolinskij átti frábæran leik í gær. Hér reynir Jóhann Árni Ólafsson að stöðva hann.  Búnir að finna leikgleðina á ný  Góð vörn gefur þeim meiri hraða í sókninni  Njarðvíkingar héldu í við Vesturbæinga framan af leik  Stórleikur hjá Pavel KÖRFUBOLTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.