Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 6. N Ó V E M B E R 2 0 1 0  Stofnað 1913  268. tölublað  98. árgangur  KONUR ÆTTU AÐ ELSKAST EINS OG KARLAR BLINDRA- HESTUR HLAUPIN HREINSA HUGANN OG EFLA BJARTSÝNI HÓFASKELLIR Í SKÓLA 15 MARAÞONHLAUPARI 10SPJALLAÐ VIÐ TRACEY COX 30 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þegar Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra afhenti Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, umsókn Íslands að Evrópusambandinu í júlí lét sá fyrrnefndi þau orð falla að hann bæri þá von í brjósti að Íslandi gæti orðið samferða Króatíu í ESB en það nýfrjálsa ríki sótti fyrst um aðild 2003. Efasemdir um að stöðumatið reynist rétt Spurður um þessar væntingar svarar Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Al- þingis, því til að hann telji ólíklegt að þær rætist. „Ég hef efasemdir um það. Það voru ýmsir sem töldu að svo gæti orðið. Þegar við fórum af stað töldu einmitt margir að þjóðirnar gætu fylgst að,“ segir Árni Þór og vísar til viðvarana evrópskra stjórnmálamanna um að byggja ekki upp of miklar væntingar um að aðildarferlið gangi hratt. Sambandið vill fleiri en eitt ríki í einu Fari svo að Ísland og Króatía verði ekki samferða í sambandið, að því gefnu að báðar þjóðir samþykki aðildarsamning, myndi það sæta tíðindum í stækk- unarsögu sambandsins, sem, eins og Árni Þór bend- ir á, kýs að taka inn ríki „í kippum“. Spurður til hvaða tímaramma sé nú horft svarar Árni Þór því að „bjartsýni [sé] að halda að samn- ingaviðræðum verði lokið vorið 2012“. Fari þjóðaratkvæðagreiðsla fram sumarið 2012 tæki líklega við 24 mánaða staðfestingarferli ESB. Samkvæmt því kemur aðild fyrst til greina sumarið 2014. Aðildargluggi að lokast  Áætlanir um að Ísland geti gengið í ESB á sama tíma og Króatía í endurskoðun  Formaður utanríkismálanefndar telur samning um aðild geta legið fyrir 2012 Ljón í veginum Ljón í veginum » Ljóst þykir að aðild Íslands að Evrópu- sambandinu kemur ekki til greina fyrr en búið er að leiða Icesave-deiluna til lykta. » Þá gætu deilur við einstök aðildarríki um fiskveiðilögsögu Íslands orðið til að seinka aðildarferlinu verulega, enda þarf aðeins eitt ríki að setja sig upp á móti samningnum. » Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra nefndi aðildargáttina framundan „Króatíu- gluggann“ þegar hann afhenti umsóknina í júlí síðastliðnum. M„Króatíuglugginn“ »12 Seljaskóli kom, sá og sigraði í Skrekk, hæfileikakeppni íþrótta- og tóm- stundasviðs fyrir grunnskóla Reykjavíkur, sem fram fór í Borgarleikhús- inu í gærkvöldi. Vinningsatriðið vakti athygli fyrir nýstárleika og mikla litagleði. Í öðru sæti varð Breiðholtsskóli og Laugalækjarskóli lenti í því þriðja. Átta skólar kepptu til úrslita að þessu sinni og létu stuðningsmenn vel í sér heyra þegar þeir fluttu atriði sín fyrir troðfullum sal. »33 Morgunblaðið/Eggert Seljaskóli bar sigur úr býtum á Skrekk 2010 Bretar og Hollendingar knýja nú stíft á um samninga við íslensk stjórnvöld um Icesave. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru samninganefndir landanna tveggja tilbúnar til þess að gefa umtalsvert eftir af kröfum sínum, miðað við upphaflegar kröfur, og mun Stein- grímur J. Sigfússon fjármálaráð- herra vera áfram um að ljúka samn- ingum í þá veru sem drögin gera ráð fyrir. Hann hefur, samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins, beitt sér fyrir því að forystumenn í atvinnulíf- inu reyndu að hafa áhrif á stjórnar- andstöðuna í þá veru. Eftirgjöf þjóðanna mun, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins, skipta hundruðum milljarða í vaxtakostnaði, sem ella hefði fallið á íslenska ríkið samkvæmt þeim samningi sem íslenska þjóðin hafn- aði snemma á þessu ári í þjóðar- atkvæðagreiðslu. »8 Knýja á um Icesave Töluvert gefið eftir af kröfunum Íbúð sem eitt sinn var í eigu Hann- esar Smárasonar og Landsbankinn leysti til sín í mars 2008 hefur ekki enn verið seld. Verðmiðinn er 10 milljónir punda, eða um 1,8 milljarðar króna. Íbúðin er önnur tveggja fasteigna í eigu einkahlutafélagsins Fjölnis- vegar 9 ehf., en Hannes seldi bank- anum félagið í mars 2008 á 875 millj- ónir króna til að bæta skuldastöðu sína. Bókfærðar eignir félagsins sam- kvæmt ársreikningi 2009 eru þó öllu meiri, eða 1,2 milljarðar. »Viðskipti Íbúð Hannesar ennþá óseld Hannes Smárason með appelsínulíkjör með sólþurrkuðum tómötum með hvítlauk með svörtum pipar hreinnmeð kryddblöndu ostur.is Mikið úrval rjómaosta við öll tækifæri H V ÍT A H Ú SI Ð / SÍ A 0 8 -2 3 8 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.