Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2010 Gardar Eide Einarsson erungur Norðmaður af ís-lenskum ættum sem vak-ið hefur athygli í alþjóð- legum listheimi. Verk hans eru nú sýnd í þremur sölum Listasafns Reykjavíkur, Hafnarhúsi, undir yf- irskriftinni „Power has a Fra- grance“. Titillinn vísar til loft- kennds efnis og verkin á sýningunni fjalla um birtingar- myndir valds sem eru í senn óá- þreifanlegar og efnislegar. Yfirbragð sýningarinnar bendir til þess að „ilminn“ megi helst tengja þvölum, óttablöndnum svita og karlhormónum, lykt sem kann að þykja sæt í vitum valdhafa. Í verkinu Kaligúla sést svarthvítt, geómetrískt form sem vísar í senn til fallöxarinnar og til hesthöfuðs (nánar tiltekið Incitatusar, eft- irlætishests Kaligúla). Kolsvört málning „drýpur“ af blaðinu, eða höfðinu, líkt og ferskt blóð. Tvíræð myndin gefur til kynna martrað- arkennt ofbeldi, geggjun og óvissu. Karlhormónar eiga vel við í þessu samhengi, því myndir og textar Gardars eru að miklu leyti sótt í myndmál og orðfæri karllægrar menningar í samtímanum, þ. á m. táknmál götunnar; graffítí, bretta- skreytingar, húðflúr, dreifibréf, flögg og annað í þeim dúr – allt hæfilega stíliserað og pönkað. Samhengið er fyrst og fremst stór- borgarlífið, ekki síst í Bandaríkj- unum. Gardar sækir efnivið verk- anna einnig í táknmyndir, hugtakanotkun og tungutak lög- reglunnar, í liti, efni og formgerð opinberra stofnana. Vísanir í að- ferðir auglýsingaiðnaðarins eru áberandi í grafískum útfærslum. Rastapunktar eru sýnilegir í upp- stækkuðum ljósmyndum en þeir leiða hugann að popplistamönnum, auk þess sem formhyggja mínimal- ismans, op-listarinnar og geómetr- ískrar afstraksjónar svífur yfir vötnum, enda vinnur Gardar mark- visst með listsamhengi verkanna, jafnvel þótt þau eigi rætur í skilta- og auglýsingamenningu, ýmsum menningarkimum og umfram allt netinu þar sem þrífst ýmiss konar óhugnaður tengdur undirheimum. Listamaðurinn tekur tákn eða upplýsingar sem eru á sveimi og vinnur inn í sýningarsamhengi þar sem ríkjandi litir eru svartur, hvít- ur og grár. Verkin eru vel útfærð og úthugsuð, og því sjónrænt gríp- andi. Táknin eru svipt uppruna- legu samhengi og ásýnd, merking þeirra er brengluð enn frekar og eru formræn útlitseinkenni ein- stakra liststefna þar ekki undan- skilin. Þannig leitast Gardar á gagnrýninn hátt við að draga fram hvernig uppreisn og andóf, hvort sem er í listum, borgaralegri óhlýðni eða í götumenningu, hefur dagað uppi í útlitsiðnaðinum. Úr verður sýning sem miðlar enda- lausum óræðum upplýsingum og um leið er merkingarleysið allsráð- andi. Loftið er þó lævi blandið og það er andrúmsloft hins ósýnilega valds sem listamaðurinn leitast við að sviðsetja. Upplýsinga- og tákn- mergðin endurspeglar hvernig hegðun borgaranna er stýrt, hvort sem það er af opinberu valdi og hugmyndakerfum, peninga- og markaðsöflum, samfélagshópum eða af skilyrtu sjálfinu. Valdið er alltumlykjandi, ofbeldi hefur grafið alls staðar um sig eins og undir- strikað er með myndum þar sem byssumenn leynast á bak við ljósa- staura, póstkassa og brunahana. Yfirbragð sýningarinnar er myrkt og torrætt, jafnvel fráhrind- andi – það er ef til vill hinum töff- aralega dauðarokksblæ að kenna. Þessi blær er um leið helsti ljóð- urinn þar eð hann þrengir sjónar- hornið. Power has a Fragrance er þó engu að síður ögrandi sýning sem fjallar um það hvernig dulvit- aðar hvatir og yfirvald togast á í samfélagskerfinu. Meitlað, kalt og beitt Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús Gardar Eide Einarsson – Power has a Fragrance bbbnn Til 9. janúar 2011. Opið alla daga kl. 10- 17. Aðgangur ókeypis. Sýningarstjórn: Sara Arrhenius, Bonnier Konsthall, Gunnar B. Kvaran og Hafþór Yngvason. ANNA JÓA MYNDLIST Merki „Gardar sækir efnivið verkanna einnig í táknmyndir, hugtakanotkun og tungutak lögreglunnar, í liti, efni og formgerð opinberra stofnana.“ Bókin Raddir úr fjarlægðhefur að geyma fimmtánsmásögur eftir Ingva ÞórKormáksson. Sögurnar eru um Íslendinga í hversdeginum, oft endurlit sögumanna til fortíðar. Það er svolítið eins og höfundur standi við barinn í pásunni (vísun í fyrstu setninguna í bókinni) og rifji upp með sjálfum sér sögur sem hann hefur heyrt og annað sem hef- ur komið fyrir hann sjálfan í gegn- um tíðina, eitthvað sem er honum eftirminnilegt úr hversdeginum. Þetta eru hversdagslegar sögur, yf- irleitt með óvæntum snúningi. Ingvi Þór er ágætur penni og skrifar fínan texta en það vantar eitthvað í sumar sögurnar til að gera þær áhugaverðar, þær eru sumar hverjar of hversdagslegar. Það er ekki á allra færi að gera hversdaginn áhugaverðan og óá- hugaverðar persónur spennandi. Ingva Þór tekst það í nokkrum sög- um en aðrar eru bara þreytandi lesning eins og „When in Rome …“, „Só hó!“, „Kallaðu mig Kurt“ og „Í fylgd með Jesú“. Þessar ofantöldu sögur eru kannski fyndnar í góðra vina hópi í matarboði en annars ómerkilegar og eiga ekkert erindi í bók. En bókin hefur að geyma fimmtán sögur og eru sumar þeirra góðar. Ingvi Þór getur verið spaugilegur penni og byggt upp skemmtilegar sögur, eins og í „Maggi fer í meðferð“, „Sungið“, „Andlit“ og „Hliðarspor“; allt ágæt- is smásögur sem halda athyglinni. Raddir úr fjarlægð er auðlesin bók, vel skrifuð, oft skondin en óá- hugaverð. Hversdagslegar smásögur Raddir úr fjarlægð bbnnn Eftir Ingva Þór Kormáksson. Sögur útgáfa 2010 INGVELDUR GEIRSDÓTTIR BÆKUR Morgunblaðið/RAX Höfundur Ingvi Þór Kormáksson. Tríó Blonde heldur tónleika í kvöld, þriðjudagskvöld 16. nóvember, kl. 20.00 í Tónbergi á Akranesi. Tríóið var stofnað fyrir ári af sópransöngkonunum Erlu Björgu Káradóttur og Hönnu Þóru Guð- brandsdóttur og Sólveigu Samúels- dóttur mezzósópran og héldu þær jólatónleika í desember 2009 bæði í Reykjavík og á Akranesi. Að þessu sinni leggja söngkon- urnar áherslu á óperutónlist og því eru á efnisskránni aríur, dúettar og tríó úr ýmsum áttum. „Við syngjum margar af okkar uppáhalds aríum og dúettum,“ segir Sólveig. „Þannig eru þrír af fjórum dúettum á tónleikunum úr smiðju Mozarts. Svo flytjum við líka dúett sem mig hefur lengi langað að syngja, úr Normu eftir Bellini. Það er dásamleg tónlist. Margar af aríunum eru kunn- uglegar, algjör stjörnunúmer,“ segir Sólveig og lofar líflegum tónleikum. Ásamt söngkonunum koma fram þau Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari og Sindri Birgisson leikari. Óperutónlist á efn- isskrá á Akranesi Tríó Blonde Söngkonurnar Erla Björg, Hanna Þóra og Sólveig. 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Fólkið í kjallaranum (Nýja svið) Þri 16/11 kl. 20:00 Ný auka Lau 27/11 kl. 19:00 22.k Fös 10/12 kl. 19:00 27.k Lau 20/11 kl. 19:00 17.k Lau 27/11 kl. 22:00 aukas Fös 10/12 kl. 22:00 Lau 20/11 kl. 22:00 18.k Mið 1/12 kl. 20:00 23.k Lau 11/12 kl. 19:00 Sun 21/11 kl. 20:00 19.k Sun 5/12 kl. 20:00 24.k Sun 12/12 kl. 20:00 Þri 23/11 kl. 20:00 20.k Mið 8/12 kl. 20:00 25.k Fim 25/11 kl. 20:00 21.k Fim 9/12 kl. 20:00 26.k Sýningum lýkur í desember Gauragangur (Stóra svið) Mið 17/11 kl. 20:00 aukas Sun 28/11 kl. 15:30 Aukas Fim 18/11 kl. 20:00 14.k Sun 28/11 kl. 20:00 15.k Sýningum lýkur í nóvember Fjölskyldan (Stóra svið) Fös 19/11 kl. 19:00 4.k Lau 4/12 kl. 19:00 8.k Lau 15/1 kl. 19:00 Mið 24/11 kl. 19:00 5.k Lau 18/12 kl. 19:00 9.k Sun 23/1 kl. 19:00 Fös 26/11 kl. 19:00 6.k Fim 30/12 kl. 19:00 Fös 3/12 kl. 19:00 7.k Fös 7/1 kl. 19:00 "Stjörnuleikur sem endar með flugeldasýningu", BS, pressan.is Enron (Stóra svið) Lau 20/11 kl. 20:00 15.k Fim 25/11 kl. 20:00 16.k Lau 27/11 kl. 20:00 17.k Sýningum lýkur í nóvember Jesús litli (Litla svið) Fös 19/11 kl. 20:00 5.k Fim 2/12 kl. 20:00 11.k Mið 8/12 kl. 20:00 14.k Sun 21/11 kl. 19:00 6.k Fös 3/12 kl. 19:00 8.k Fim 9/12 kl. 20:00 15.k Mið 24/11 kl. 20:00 7.k Fös 3/12 kl. 21:00 9.k Sun 12/12 kl. 20:00 16.k Fös 26/11 kl. 19:00 aukas Lau 4/12 kl. 19:00 12.k Fim 16/12 kl. 20:00 Mið 1/12 kl. 20:00 10.k Lau 4/12 kl. 21:00 13.k Lau 18/12 kl. 19:00 Fim 2/12 kl. 18:00 aukas Þri 7/12 kl. 20:00 aukas Lau 18/12 kl. 21:00 Sýningar 2/12 kl 18 og 7/12 kl 20 verða túlkaðar á táknmáli Faust (Stóra svið) Fim 6/1 kl. 20:00 Sun 16/1 kl. 20:00 Fös 14/1 kl. 22:00 Fim 20/1 kl. 20:00 Aukasýningar á Íslandi vegna fjölda áskorana Harry og Heimir - leikferð (Samkomuhúsið Akureyri) Fös 19/11 kl. 19:00 Lau 20/11 kl. 22:00 Fös 26/11 kl. 19:00 aukas Fös 19/11 kl. 22:00 Sun 21/11 kl. 17:00 aukas Lau 27/11 kl. 19:00 aukas Lau 20/11 kl. 19:00 Sun 21/11 kl. 20:00 Sýnt í Samkomuhúsinu hjá LA á Akureyri Horn á höfði (Litla svið) Lau 20/11 kl. 14:00 16.k Lau 27/11 kl. 14:00 18.k Sun 21/11 kl. 14:00 17.k Sun 28/11 kl. 14:00 19.k Gríman 2010: Barnasýning ársins Gauragangur – síðustu sýningar! Ath. Sýningar hefjast kl. 19:00 Nánar á leikhusid.is Sími miðasölu 551 1200 Mbl, GSP ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.