Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.11.2010, Blaðsíða 8
FRÉTTASKÝRING Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Þótt formlegir fundir íslensku samninganefndarinnar um Icesave með fulltrúum Breta og Hollendinga hafi ekki verið haldnir um allnokk- urt skeið, hafa óformlegar þreifing- ar og viðræður, bæði á milli embætt- ismanna og fulltrúa í samninganefndum landanna þriggja átt sér stað. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins liggur fyrir einskonar rammasamkomulag á milli landanna þriggja, óundirritað, en það mun fela í sér mun hagstæðari kjör fyrir Íslendinga, en hingað til hafa staðið til boða. Morgunblaðið hefur upplýs- ingar um að Bretar og Hollendingar og íslenski fjármálaráðherrann, Steingrímur J. Sigfússon, séu farnir að ókyrrast mjög, þar sem loka- frestur ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, til íslenskra stjórnvalda til þess að bregðast við áminningar- bréfi stofnunarinnar, rennur út eftir réttar þrjár vikur, þann 7. desem- ber. Samkvæmt sömu heimildum vilja Bretar, Hollendingar og íslensk stjórnvöld ekki að áminningarbréfi ESA verði svarað og því stendur vilji til þess að samið verði um Ice- save fyrir þann tíma. Bjóða nú hagstæðari kjör Morgunblaðið hefur upplýsingar um að Bretar og Hollendingar, eink- um þó Bretar, vilji nú bjóða Íslend- ingum upp á mun hagstæðari kjör og skilmála, en þjóðirnar hafa hing- að til verið reiðubúnar að gera. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins er komið nýtt hljóð í strokkinn hjá breskum og hollenskum stjórn- völdum, hvað varðar kröfur um kostnaðarhlutdeild Íslendinga í fjár- magnskostnaði vegna Icesave. Skýrum skilaboðum mun hafa verið komið á framfæri frá breskum og hollenskum stjórnvöldum, um að þau vildu fyrir alla muni ljúka samn- ingum um Icesave hið fyrsta og bæði ríkin væru tilbúin til þess að falla frá upphaflegum kröfum sínum um stórfelldan vaxtakostnað Íslands og að hann yrði, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins, aðeins brot af upphaflegum kröfum Breta og Hollendinga, eða um 3%. Bjóða upp á vaxtahlé Þannig mun í þeim rammadrög- um, sem nú liggja fyrir hjá samn- inganefndum þjóðanna þriggja, vera gert ráð fyrir því að Icesave beri enga vexti fyrsta tímabilið, eða í níu mánuði. Þannig verði engir vextir greiddir, þegar upp- hæðin er hæst, en svo tæpu ári síðar, eða frá haustinu 2009, beri upphæð- in ákveðna vexti. Ekki tókst að afla nákvæmra upplýsinga um hversu mikinn kostnað fyrir ríkissjóð drögin fela í sér, en hann mun vera einhvers staðar á bilinu 38 til 50 milljarðar króna, þannig að augljóslega er gífurlegur sparnaður í drögunum fólginn, miðað við þá samninga sem Svavar Gestsson, Indriði Þorláksson og þeirra nefnd gerði, og þjóðin hafnaði með afger- andi hætti í þjóðaratkvæðagreiðslu snemma á þessu ári. Krefjast breiðrar samstöðu Til þess að drögin verði að und- irrituðum samningi þjóðanna þriggja, gera Bretar og Hollending- ar kröfu um að skýrt liggi fyrir, að breið pólitísk samstaða sé um málið á Alþingi. Vilja Bretar og Hollend- ingar ekki láta sér nægja, að rík- isstjórn Samfylkingarinnar og VG hafi meirihluta á Alþingi; þeir vilja að fulltrúar stjórnarandstöðunnar, einkum Sjálfstæðisflokks, en einnig hinna flokkanna, lýsi því yfir, að Sjálfstæðisflokkurinn, eða a.m.k. stór hluti hans, muni samþykkja samninginn. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, talið að mörg brýnni mál brenni á þjóðfélaginu í heild í dag en að leiða samninga um Icesave til lykta í einhverju flaustri og því hafa þeir reynst ríkisstjórn- inni tregir í taumi. Steingrímur J. Sigfússon, fjár- málaráðherra, hefur því gripið til þess ráðs að reyna að virkja Við- skiptaráð, Samtök atvinnulífsins og einstaka forstjóra stórfyrirtækja til þess að þrýsta á um það við forystu Sjálfstæðisflokksins, að hún lýsi yfir stuðningi við samningsdrögin. Slík- ar tilraunir hafa, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins, borið tak- markaðan árangur hingað til og engin fyrirheit um slíkan stuðning hafa verið gefin, hvorki hvað varðar forystu Framsóknarflokksins né Sjálfstæðisflokksins. Bretar og Hollendingar eru farnir að ókyrrast  Ráðherra beitir „lobbyisma“ til þess að knýja fram breiða samstöðu  Bretar og Hollendingar bjóða mun betri samning nú, gegn breiðri pólitískri sátt á Alþingi Morgunblaðið/Ómar Icesave Nokkuð var um mótmæli á Austurvelli vegna Icesave-samningana. 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 2010 Á dögunum var haldinn „þjóð-fundur“. Þúsund fundarmenn komu saman algjörlega óundir- búnir til að ræða um smámál eins og sjálfa stjórnarskrána. Þeir komust að einni sameiginlegri niðurstöðu að sögn umsjónar- manna.    Enginn hinna1000fundarmanna heyrði að vísu í fleir- um en 9 öðrum fund- armönnum. Þetta voru því í rauninni 100 tíu manna fundir en ekki þjóð- fundur þúsund manna.    Reyndur maður hefur sagt aðþúsund manna fundur sem fjallar dagpart um flókið og umdeilt umræðuefni sem fundarmenn þekkja lítið til og kemst að einni niðurstöðu segi aðeins eitt. Fundur fór ekki fram. Og það er galdurinn. Fundurinn fór ekki fram sem slíkur.    Í framhaldinu á nú að kjósa ástjórnlagaþing. Kjósendur fá kjörseðil í hendur þar sem ekki er getið neins frambjóðanda. For- dæmið er úr óbundnum kosningum í fámennum sveitarfélögum. Samt er enginn skortur á frambjóðendum í þessum kosningum. Þeir slaga upp í þjóðfundinn.    Kjósandinn á að koma á kjörstaðog skrifa fjórar tölur á blað. Staksteinar eru með tvenn greiðslu- kort með „Pin“-númerum og líka með öryggiskerfi við útidyr. Þar þarf að stimpla inn tölur til að kerf- ið ærist ekki. Í öllum þessum til- vikum eru tölurnar 4 sem krafist er. Fari Staksteinar að kjósa í þessari furðukosningu sýnist handhægast að notfæra sér þessar þekktu tölur fremur en að læra nýjar.    Hér með er skorað á kjósendurað styðja Pin-númer Stak- steina. Kjósið Pin STAKSTEINAR Veður víða um heim 15.11., kl. 18.00 Reykjavík 2 skýjað Bolungarvík -5 léttskýjað Akureyri -4 léttskýjað Egilsstaðir -11 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 1 slydda Nuuk -2 snjóél Þórshöfn 0 léttskýjað Ósló -2 léttskýjað Kaupmannahöfn 7 léttskýjað Stokkhólmur 2 súld Helsinki 7 skúrir Lúxemborg 7 heiðskírt Brussel 8 léttskýjað Dublin 7 léttskýjað Glasgow 6 skýjað London 7 heiðskírt París 8 léttskýjað Amsterdam 7 heiðskírt Hamborg 7 heiðskírt Berlín 8 heiðskírt Vín 10 alskýjað Moskva 10 léttskýjað Algarve 17 léttskýjað Madríd 10 léttskýjað Barcelona 15 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Róm 17 léttskýjað Aþena 17 skýjað Winnipeg -2 alskýjað Montreal 7 skýjað New York 12 alskýjað Chicago 6 léttskýjað Orlando 24 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 16. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:00 16:26 ÍSAFJÖRÐUR 10:25 16:11 SIGLUFJÖRÐUR 10:09 15:53 DJÚPIVOGUR 9:34 15:51 Enn hafa íslensk stjórnvöld ekki svarað áminningarbréfi ESA (Eftirlitsstofnunar EFTA) frá því í vor, þar sem ESA lýsti þeirri skoðun sinni að íslensk stjórn- völd hefðu brotið gegn samn- ingum um Evrópska efnahags- svæðið með því að greiða ekki lágmarksinnistæðutryggingu til þeirra sem áttu fé inni á Icesave- reikningum Landsbankans. Fyrsti frestur til and- svara rann út hinn 1. ágúst í sumar en var fram- lengdur til 8. september. Þá veitti ESA ótiltekinn frest, með óformlegum hætti. Loks veitti ESA ís- lenskum stjórnvöldum frest til 7. desember nk. Frestur til 7. desember Á SÍÐUSTU METRUNUM?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.