Morgunblaðið - 09.12.2010, Síða 20

Morgunblaðið - 09.12.2010, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2010 J óhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra er að flestu leyti góður stjórn- málamaður og mæt manneskja, en of oft skoppa út úr henni stórfurðu- legar og illa ígrundaðar setningar. Þetta gerðist eitt sinn sem oftar nú á dögunum þegar Samfylkingin hélt enn einn flokksstjórn- arfundinn. Þar steig Jóhanna í pontu og horfði ábúðarfull út í sal til flokkssystkina um leið og hún sagði í geðshræringu: „Við erum ekki eins og íhaldið.“ Og svo kom nokkuð löng tala um það hversu mjög Samfylkingin tæki Sjálfstæð- isflokknum fram hvað varðar heiðarleika og sjálfsgagnrýni. Og flokksmenn Jóhönnu fyllt- ust svo gífurlegri hrifningu og eldmóði fyrir að taka sjálfstæðismönnum svo mjög fram í öllum mannkostum að þeir klöppuðu rækilega fyrir sjálfum sér. Sjálfsánægjan skein úr hverju andliti. Á þessari sömu ráðstefnu innvígðra samfylkingar- manna kynnti umbótanefnd flokksins skýrslu. Þar var fjallað um ýmsar misgjörðir Samfylkingar. Nær allar stöfuðu af því að hin áhrifagjarna Samfylking var dregin á tálar af hinum illa þenkjandi og slóttuga Sjálfstæðisflokki og tók í óráði upp vonda siði þess gjörspillta flokks. En nú hefur Samfylkingin að sögn séð að sér, enda er hún komin í nýtt og eðlilegt samband við hið rétt þenkjandi afl Vinstri-græna sem fyrirlíta fátt meir en fjármagn og gróða. Nú skal ekki gert lítið úr því ágæta hlutskipti að vera jafnaðarmaður. En Jóhanna Sigurðardóttir og hinir hrokafullu félagar hennar í flokksráðinu mættu athuga að það er ekki beinlínis aðdáun- arvert að berja sér á brjóst og gala fyrir fram- an sjónvarpsmyndavélar um siðferðilega yfir- burði sína. Slíkir skrækir eru alltaf fáránlegir. En kannski er þetta opinbera mont einungis hluti af því leikhúsi sem flokkspólitíkin er. Þar hittast menn í sínum lokaða klúbbi og dásama eigið ágæti klukkustundum saman og hleypa svo sjónvarpsmönnum að stutta stund til að festa dásemdirnar á filmu. Það er merkilegt að Samfylkingin virðist ekki geta axlað ábyrgð á eigin mistökum. Í einni setningu segist hún hafa gert mistök, en í næstu setningu kemur alltaf fram að mistök- in urðu vegna tilveru Sjálfstæðisflokksins og Davíðs Oddssonar. Gríðarleg tilbreyting væri nú í því ef Samfylkingin gæti haldið eins og einn stórfund án þess að einhver úr forystunni héldi taugaveiklunar- ræðu um Davíð Oddsson. Ef það tekst þá hefur forysta flokksins náð umtalsverðum andlegum þroska. Það kann að koma að því fyrr en síðar að Samfylkingin muni þurfa sárlega á liðstyrk sjálfstæðismanna að halda. Þess vegna væri skynsamlegt hjá henni að spara stóru orðin. En það hefur hún ekki gert og þess vegna kann að fara svo að hún komi einn daginn skríðandi til Sjálfstæð- isflokksins og biðjist auðmjúklega afsökunar á stóru orð- unum og bjóði sættir. Hverju svara sjálfstæðismenn þá? kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Ekki eins og íhaldið … FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Deilt var um flest á alþjóð-legu ráðstefnunni í Kaup-mannahöfn í fyrra þarsem rætt var um lofts- lagsmál og framhaldið eftir Kýótó- bókunina gegn losun koldíoxíðs; ráð- stefnan misheppnaðist. Væntingar vegna framhaldsráðstefnunnar sem lýkur í Cancun í Mexíkó í vikunni voru því ekki miklar, en bent er á að fari þessi einnig út um þúfur geti sjálft Kýótó-ferlið, sem hófst í Japan 1997, gefið upp öndina en núverandi lota þess á að renna út 2012. Pólitískur rígur milli stórveld- anna og milli ríkra og fátækra þjóða spilar sitt hlutverk, bak við tjöldin í Cancun er leikin mikil refskák en beitt áróðri út á við. Mikið er rætt um samábyrgð en leiðtogar hvers ríkis reyna að verja hagsmuni þess. Um 190 ríki sendu fulltrúa til Can- cun og fregnir síðustu daga hafa bent til þess að allt sé í hnút, litlar líkur séu á bindandi samkomulagi um erfiðustu málin. Kreppan hefur líka gert sitt til að draga úr áhuga margra á því að fara út í kostnaðar- samar aðgerðir vegna vanda sem mörgum finnst fjarlægur. Breyttar forsendur En um hvað er deilt? Fyrir 13 árum kom losun koldíoxíðs af mannavöldum, sem talið er valda hlýnandi loftslagi, að hálfu leyti frá iðnríkjunum og því fannst mörgum eðlilegt að þau tækju á sig miklu meiri byrðar til að draga úr henni en þróunarlöndin. En síðan hafa Kína, Indland og fleiri ríki stigið risaskref á braut iðnvæðingar. Bandaríkin eru ekki lengur mesti sökudólg- urinn; Kína hefur tekið þann sess. Þess vegna krefjast iðnríkin þess að Kínverjar og fleiri stór los- unarríki verði ekki stikkfrí í næstu lotu. Staðreyndirnar blasi við. Sé það ætlunin að draga svo mikið úr losuninni að nægi til að stöðva hnattrænu hlýnunina sem Lofts- lagsnefnd Sameinuðu þjóðanna seg- ir stafa af losun gróðurhúsaloftteg- unda, sé það vindhögg að horfa fram hjá mikilvægustu gerendunum. En flækjurnar eru miklar. Minnst er deilt um vísindalegu for- sendurnar og hvaða ráð séu árang- ursríkust gegn vánni en því meira um peninga og ábyrgð. Að sögn ís- lensku fulltrúanna hefur tillaga þeirra um að endurheimt votlendis verði viðurkennd sem ein aðferðin gegn koldíoxíðlosun fengið góðar undirtektir. En ekki sé víst að hún hljóti samþykki. Sögulegu rökin Þróunarríkin segja að ríkum þjóðum beri skylda til að axla kostnaðinn af því að sporna við skemmdunum sem þær hafi valdið. Því er svarað til að þegar iðnbylt- ingin hófst fyrir 200 árum hafi eng- inn vitað að losun koldíoxíðs gæti valdið tjóni á loftslagi. Og náist samkomulag um að iðnríkin styrki aðgerðir gegn koldíoxíðlosun í fá- tækum löndum verði að vera fyrir hendi alþjóðlegt eftirlitskerfi sem tryggi að raunverulega sé verið að draga úr losun. Það vilja mörg þróunarríki ekki samþykkja, ástæðurnar geta menn giskað á. Nokkur lítil eyríki, sem óttast að yfirborð sjávar muni hækka svo mikið að þau fari í kaf, vilja ekki sætta sig við fallega orð- aðar yfirlýsingar heldur heimta bindandi skuldbindingar. En Japanar og fleiri þjóðir segja nei og vilja ekki einu sinni samþykkja að fram- hald verði á Kýótó- ferlinu. Byrja verði upp á nýtt. Reynt að bjarga í horn á loftslagsfundi Hrein orka Vindmylluskógur í Kaliforníu þar sem margir hafa miklar áhyggjur af losun koldíoxíðs og hlýnun loftslagsins. Fimm fulltrúar íslenskra stjórnvalda eru á loftslags- ráðstefnunni í Cancun, meðal þeirra er Hugi Ólafsson, skrif- stofustjóri í umhverfisráðu- neytinu. Hann segir erfitt að átta sig á því hversu mikill ár- angur muni nást en fyrir- hugað er að ráðstefnunni ljúki á föstudagskvöld. Það gæti þó dregist eitthvað. „Við erum í grunninn með svipaða afstöðu og Evrópu- sambandið og flest vestræn ríki,“ sagði Hugi. „Við erum tilbúin að taka á okkur skuld- bindingar á öðru tímabili Kýótó-bókunarinnar en með því skilyrði að það sé sannanlega hluti af hnattrænu sam- komulagi þar sem allir, sérstaklega stærstu losendur kol- díoxíðs, taki á sig meiri ábyrgð.“ Fylgja vestur- veldunum AFSTAÐA ÍSLENDINGA Hugi Ólafsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Icesave-spuninn tóknýja stefnu í gær þegar Stein- grímur J. Sigfús- son, fjármálaráð- herra, svaraði fyrirspurn Ólafar Nordal, varaformanns Sjálfstæðis- flokksins, um meintan nýjan Icesave-samning. Ólöf fann að kynningu á þessum mögu- lega nýja samningi og óskaði upplýsinga um hvort ljúka ætti samningnum á allra næstu dögum, hvað fælist í þeim samningi og hver áhætt- an væri. Steingrímur hafnaði því þá að undirritun nýs samnings væri á döfinni og sagði samn- inga að sjálfsögðu ekki verða undirritaða fyrr en samninga- nefndin hefði kynnt formönn- um stjórnmálaflokkanna hvers konar samningum mætti ná. Í framhaldi af því færi fram kynning í þing- flokkum og þingnefndum ef efni stæðu til. Steingrímur neitaði líka að tjá sig um mögulegan ávinn- ing af þessum mögulegu nýju samningum og sagðist ekki geta rætt tölur út frá mögu- legri niðurstöðu. Þetta er at- hyglisverð afstaða og hlýtur að hljóma illa í eyrum hlaupa- stráka Steingríms sem hafa farið um og þrýst á þingmenn að styðja þennan mögulega samning sem Steingrímur gat í gær ekkert sagt um hvað fæli í sér. Á hvaða for- sendum hafa hlaupastrákarnir talað máli Stein- gríms sem hann vill ekki sjálfur gera? Hvað geng- ur þeim til að reyna að fá þingmenn til að samþykkja samning sem er svo fjarri því að vera orðinn að veruleika að fjármálaráðherra getur ekki rætt efni hans við þingið eða lagt mat á kosti hans? Nú hefur það vissulega gerst áður, nánar tiltekið í fyrrasumar, eins og Ólöf Nor- dal minnti á í ræðu sinni, að Steingrímur hafi sagt á þingi að ekki væri von á nýjum samningi. Þau orð héldu rétt um það bil þar til Stein- grímur steig niður úr ræðu- stólnum og lét undirrita samninginn. Þrátt fyrir þessa reynslu – eða öllu heldur vegna hennar – verður því varla trúað að Steingrímur ætli nú að láta ganga frá samningi eftir slíka yfirlýs- ingu á þingi. Ef eitthvað er að marka orð Steingríms eru samninga- viðræður mun skemmra á veg komnar en hlaupastrákar hans vilja vera láta. En spun- inn er óútreiknanlegur og sannsögli hefur ekki verið helsta einkenni Icesave- málsins. Þess vegna þyrfti ekkert að koma á óvart þótt Steingrímur léti kynna nýjan samning beint ofan í nýfallin orð sín á Alþingi. Orð Steingríms hljóta að hljóma illa í eyrum hlaupa- stráka hans} Spunavélin Morgunblaðiðbenti á að forystumenn á vinnumarkaði hefðu gengið hart fram við að heimta að þjóðin sam- þykkti Icesave- klyfjarnar fyrir ári. Nú er búið að kynna fyrir þeim en ekki þingi eða þjóð nýja samninga sem eru sagðir vera 150-200 milljörðum betri en samning- arnir sem þeir heimtuðu að yrðu samþykktir fyrir ári. Getur naumast nokkrum manni þótt skrítið þótt trú- verðugleikinn sé takmarkaður nú eftir fyrri framgöngu. For- ystumenn atvinnulífsins svör- uðu fáu eða með skætingi þeg- ar þessi sjónarmið voru borin undir þá. En það hafði fleirum blöskrað en Morgunblaðinu. Ríkisútvarpið varpaði út eftir- farandi samtali við Bjarna Benediktsson, formann Sjálf- stæðisflokksins. RÚV: „Hags- munaöfl hér á landi þrýsta mjög á stjórnvöld og stjórnar- andstöðuna um leið að semja og það sem fyrst. Hvað segirðu við Samtök atvinnu- lífsins og aðra sem kalla eftir sam- komulagi?“ Bjarni Benediktsson: „Ég verð að segja varðandi Samtök at- vinnulífsins og það sem aðilar vinnumarkaðarins hafa fram til þessa látið hafa eftir sér um Icesave-deiluna [að það] er þess eðlis að þar til þeir hafa beðist afsökunar á því að hafa hvatt til staðfestingar á upp- haflegum Icesave-samningi þá finnst mér þessir aðilar vera fullkomlega ótrúverðugir, vegna þess að ekkert af því sem þeir hafa haldið fram um Icesave-deiluna og áhrif þess að málið leystist ekki hefur staðist. Bara ekki neitt.“ Það er óvenjulegt að formaður Sjálfstæðisflokksins tali svo umbúðalaust til slíkra, en það er vissulega ekki gert að ástæðulausu. Það þarf mikið til að formaður Sjálfstæð- isflokksins tali svo við forystumenn á vinnumarkaði} „Fullkomlega ótrúverðugir“ STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.