Morgunblaðið - 09.12.2010, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 09.12.2010, Qupperneq 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2010 ✝ Jóhanna ÞórunnEmilsdóttir fædd- ist í Reykjavík 16. júní 1933. Hún lést 27. nóvember 2010. Foreldrar hennar voru Emil Jónatan Jónsson, f. 10. októ- ber 1906, d. 1967 og Guðrún Björg Guð- jónsdóttir, f. 27. júlí 1905, d. 1980. Fóstur- foreldrar Jóhönnu voru Kristján Lár- usson og Þóra Björnsdóttir í Mikla- holtsseli, Miklaholtshreppi. Systir Jóhönnu samfeðra er Edda Emils- dóttir, f. 13. mars 1940. Systkini Jó- hönnu sammæðra eru; Alice Gyða Einarsdóttir, f. 1928, d. 2006, Guð- rún Þórunn Jensdóttir, f. 25.7. 1936, d. 1964, Steinar Ingimundur Jensson, f. 14.9. 1940. Björgvin Jens Jensson, f. 27.7. 1946, Elísabet Jens- dóttir, f. 19.8. 1947. Fóstursystkini hennar eru; Ingveldur Jóhanna, f. 27. nóvember 1908, Alexander, f. 11. september 1910, Sveinbjörg Dagbjört, f. 22. júní 1911, Lára inmaður hennar er Guðjón Gunn- arsson, f. 29. apríl 1963. Börn þeirra: Jóhanna Ósk og Gunnar Ingi, f. 27. apríl 1998. 3) Erla Guð- rún, f. 17. ágúst 1965. Sambýlis- maður Magnús Kristjánsson, f. 22. september 1957. Börn þeirra: Þór- unn Anna, f. 10. janúar 1993, og Guðbjartur Rúnar, f. 29. mars 1996. Áður átti Magnús 4 syni; Jósep, Kristján, Andrés og Helgi. 4) Helgi Þröstur Guðbjartsson, f. 31. mars 1967. Sambýliskona hans er Inga Sigríður Ingvarsdóttir, f. 3. maí 1978. Börn þeirra: Ingvar Bragi, f. 24. ágúst 2001, og Dagbjört Lilja, f. 26. janúar 2004. Jóhanna Þórunn var tæplega árs- gömul þegar hún kom í Miklaholts- sel og ólst þar upp. Í byrjun ársins 1957 hófu Jóhanna og Guðbjartur búskap í Miklaholtsseli og fluttu að Hólslandi árið 1958. Þau urðu fyrir því óláni árið 1960 að íbúðarhúsið brann ofan af þeim og stuttu seinna fluttu þau að Lækjamótum í sömu sveit. Þar bjuggu þau til 1980. Jó- hanna vann ýmis störf, vann mörg haust í sláturhúsinu í Borgarnesi, 2 vetur í Laugargerðisskóla og vann í fiskvinnslu í Ólafsvík í rúm 20 ár. Í desember árið 2003 flutti Jóhanna í Borgarnes og bjó þar til dauðadags. Jóhanna verður jarðsungin í Fá- skrúðarbakkakirkju í dag, 9. des- ember 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Jarðsett verður þar. Guðbjörg, f. 13. sept- ember 1915, Inga Sig- ríður, f. 30. júní 1919, Björn Kristján, f. 27. október 1923, og Hall- dóra, f. 23. maí 1929. Þau eru öll látin. 1. janúar 1958 gift- ist Jóhanna, Guðbjarti Kristjánssyni frá Fá- skrúðarbakka, f. 26. febrúar 1932, d. 18. mars 1992. Börn þeirra: 1) Veronika Kristín, f. 11. desem- ber 1957. Eiginmaður hennar er Jóhannes Þórarinsson, f. 20. mars 1948. Börn þeirra: a) Guð- bjartur Þór, f. 21. október 1979. Barn hans er Veronika Líf, f. 5. júlí 2006. b) Þóranna Björk Jóhann- esdóttir, f. 9. mars 1982. Sambýlis- maður hennar er Salómon Ingi Gunnlaugsson, f. 9. apríl 1977. Börn þeirra: Rósa María, f. 29. mars 2002, Jóhannes Vignir, f. 10. febr- úar 2004, Hafsteinn Þór, f. 29. júní 2005 og Jasmín Rán, f. 20. maí 2010. c) Lára Sif, f. 5. mars 2001. 2) Þóra Kristrún, f. 26. júlí 1962. Eig- Elsku mamma mín, þú varst dugn- aðarforkur og taldir ekkert eftir þér. Aldrei féll þér verk úr hendi. Þú varst ein með börn og bú því pabbi var svo mikið veikur þegar við vorum krakkar. En oft var erfitt og þú komst í gegnum þetta. Nú seinni ár varst þú hamingjusömust þegar þú varst komin í sumarbústaðinn þinn fyrir vestan og hafðir okkur öll hjá þér. Takk fyrir öll sokkapörin og flott- ustu vettlinga í heimi sem þú prjón- aðir á stóra sem smáa. Við skulum passa vel hvort upp á annað og halda vel utan um okkar fjölskyldu. Takk fyrir allt, mamma mín. Veronika Kr. Guðbjartsdóttir og fjölskylda. Hafursfjall er stórt og bratt, stendur yfir Seli. Af því stafar stundum kalt í stormi og norðan éli Horfi ég á Hlíðina og Hafurstindinn bratta. Glatt skín sól á heiðina og á hjörðina mína bjarta. Þessar vísur orti hún mamma mín um fjallið góða sem gnæfði yfir æsku- heimilinu hennar. Hún var hagmælt strax á unga aldri og þær voru ófáar vísurnar sem hún fór með fyrir okk- ur, bæði eftir sig og aðra. Alla sína ævi þurfti hún að vinna mikið. Faðir minn veiktist ungur að árum og hún sá um okkur systkinin og búskapinn. Sjaldan sat hún auðum höndum og ekki breyttist það eftir að hún hætti að vinna og flutti í Borg- arnes. Nær daglega labbaði hún til mín eða Stínu systur minnar. Þegar heim kom, dró hún iðulega fram prjónana. Á heimilinu okkar eru til ótal sokkar og vettlingar eftir hana. Hugur hennar var alltaf í sveitinni góðu. Bústaðurinn var hennar annað heimili. Þar dvaldi hún meirihluta sumarsins. Þar gnæfa Ljósufjöllin yf- ir, Snæfellsjökullinn blasir við úr vestri og Hafursfjallið úr austri. Þarna eru ræturnar. Nú er komið að kveðjustund. Megi mín kæra mamma hvíla í fríði. Guð geymi hana og varðveiti. Minning hennar lifir. Helgi Þröstur Guðbjartsson og fjölskylda. Elsku amma, við söknum þín mjög mikið. Þú hvarfst of fljótt frá okkur. Við erum samt þakklát fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með þér og allar þessar góðu minningar sem við geymum í hjarta okkar. Þar má nefna allar heimsóknirnar til þín, öll þau jól sem þú varst hjá okkur og svo má alls ekki gleyma því að þú beiðst alltaf jafn spennt eftir að komast í sauðburðinn á hverju vori og hjálpa til í eldhúsinu, það var orðin fastur liður og eigum við eftir að sakna þessa góðu tíma sem þú varst hjá okkur. Þessar minningar hafa verið mikilvægar í gegnum þessa miklu sorg. Við munum aldrei gleyma hversu góð og hlý manneskja þú varst. Þú varst sú manneskja sem allir ættu að taka sér til fyrirmyndar. Þú varst ekki mikið fyrir að þiggja hluti en þú vildir miklu frekar gefa af þér, þannig lifðir þú lífinu þínu og þá varstu líka hamingjusömust. Þú varst hugrökk í gegnum allt þitt líf og lifðir því sem mjög sjálfstæð kona. Lést ekkert stoppa þig í neinu, þú gerðir bara það sem þú ætlaðir þér og ekkert minna en það. Hvíldu í friði, elsku amma okkar, og við munum aldrei gleyma þér. Kveðja, Þórunn og Guðbjartur. Elsku amma Jóhanna var alltaf svo góð. Hún spilaði mikið við okkur, gaf okkur ótal rúsínur og fullt af ís. Við eigum mörg pör af sokkum og vettlingum sem hún prjónaði handa okkur svo okkur yrði ekki kalt. Við gistum oft í bústaðnum hennar á háaloftinu. Amma var alltaf labb- andi um allt Borgarnes og kom oft til okkar í heimsókn. Nebbi, sem er kisan okkar, elskaði hana enda elsk- uðu allar kisur hana ömmu okkar. Hún var mikill dýravinur. Amma Jóhanna var alltaf að fara með vísur. Hún samdi vísur um okkur sem eru svona: Ingvar Bragi er í lagi, yndislegur gæi. Alltaf brosir hann til mín, eins og þegar sólin skín Dagbjört Lilja er ljúf og hljóð, lætur brosin skína. Hún er alltaf undurgóð við hana ömmu sína. Hvíldu í friði, elsku amma. Við gleymum þér aldrei. Ingvar Bragi og Dagbjört Lilja. Fallega amma mín. Þú kenndir mér svo margt um söguna þína. Og ég sagði þér samt ekki allt um fjölskylduna mína. Þú sagðir mér stutt ljóð úr bókinni þinni en ég skildi samt ekki neitt orð úr henni. Ég grét og grét þegar ég heyrði um þig að þú værir komin í himininn. Þó það gerðist bara í dag skil ég ekki hvernig þú fórst svona. Þú ert með nafnið mitt sem gerði svona einstakt við lífið þitt. Minnumst þín og gleymum þér aldrei. Jóhanna Ósk Guðjónsdóttir og fjölskylda. Elsku Hanna mín. Mig langar með örfáum orðum að minnast þín núna á aðventunni. Mér finnst þetta eitthvað svo skrítið, en maður skilur ekki lífið, allavega ekki alltaf. Ég er í mörg ár búin að segja við hana Birnu konuna mína að þegar það heyrast gömul lög í útvarpinu, frá þessum gömlu góðu dögum, þá dettur mér alltaf í hug þú, elsku frænka, því frá 5 ára aldri og næstu ár þar á eftir vorum við samtíða í Seli á sumrin og fórum saman í fjósið og alltaf varst þú að syngja þessi gömlu góðu lög. Þá minnist ég útreiðatúranna sem við fórum í saman og hlustuðum á kyrrðina þegar ég var krakki. Svo fór ég að stunda búskap í Seli og þá var svo stutt á milli okkar, því þið bjugg- uð á Lækjarmótum. Svo leið tíminn og Bjartur maðurinn þinn varð veik- ur, og alltaf versnaði honum, svo ég kom og reyndi eins og gat að hjálpa til við heyskap og fleira sem þurfti að gera, því þið áttuð fjögur ung börn, og ég vildi ekki að þú stæðir alveg ein í þessu. En þú varst lágvaxin kona, en samt svo stór, því þú varst sívinnandi og fáir hefðu farið í þín spor. Svo kom að því að Bjartur kvaddi þetta líf, en þú helst áfram á Lækj- armótum með Stínu dóttur þinni og Jóa tengdasyni þínum. Síðan fórstu að vinna í fiski í Ólafsvík, og við kom- um þangað hjónin til að hitta þig og Bjössa bróður þinn. Svo kom að því að Stína og Jói brugðu búi og fluttu í Borgarnes, en þú byggðir svo falleg- an sumarbústað í Hörgsholti og eyddir öllum stundum þar, þegar tími gafst til, og þangað var svo gott að koma, þegar við hjónin vorum í sum- arbústað okkar Þórislundi, sem er rétt hjá, en svo fluttir þú í Borgarnes, og alltaf þegar þú komst vestur í Hörgsholt, þá komstu við hjá okkur. Ég gæti endalaust haldið áfram að skrifa en læt hér staðar numið. Elsku Stína og fjölskylda, Þóra og fjölskylda, Erla og fjölskylda, Helgi og fjölskylda, guð blessi ykkur öll á þessum erfiðu tímum og guð gefi ykk- ur öllum styrk. Kveðja til þín, elsku Hanna mín, með þökk fyrir samfylgdina Elskulega mamma mín, mjúk er alltaf höndin þín. Tárin þorna sérhvert sinn sem þú strýkur vanga minn. ....... (Sig. Júl. Jóhannesson.) Kveðja, Þórir og Sigurbirna. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.(Vald. Briem) Takk fyrir allar góðu stundirnar, Hanna mín. Þín Sandra Dögg. Jóhanna Þórunn Emilsdóttir ✝ Hólmfríður Guð-laug Jónsdóttir fæddist á Akureyri 13. mars 1922. Hún and- aðist á hjúkrunardeild Grundar í Reykjavík 28. nóvember 2010. Foreldrar hennar voru Magnúsina Krist- insdóttir og Jón Sig- urðsson. Þar ólst hún upp ásamt bræðrum sínum Brynleifi, Sig- urði Kristni og Helga. Hólmfríður giftist Ingva S. Ingvarssyni árið 1946. Hann lést 26. ágúst 2009. Hún lætur eftir sig eina dóttur, Bergljótu Kristínu gift Einari Krist- mundi Guðmundssyni, fimm barna- börn og langömmubarn. Hólmfríður lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og vann við afgreiðslu- og skrifstofustörf þar til hún giftist. Hólm- fríður fylgdi eig- inmanni sínum í starfi, var húsfreyja, móðir og loks sendiherrafrú. Við starfslok 1995 fluttu þau heim til Ís- lands og reistu fallegt heimili að Þorragötu 5 í Reykjavík. Þar áttu þau heima til æviloka. Hólmfríður Guðlaug verður jarð- sungin frá Grafarvogskirkju í dag, 9. desember 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Það er varla hægt að minnast mömmu án þess að minnast á pabba svo náin voru þau, en hann lést fyrir rétt rúmu ári síðan. Mamma sat við sjúkrabeð hans á hverjum degi og grátbað hann um að láta sér batna. Þegar hann andaðist fór lífsneisti mömmu með honum í gröfina. Ég tók á mig eins mikið af verkum pabba og ég gat til að hlífa henni og gera lífið léttbærara. Sorg og sökn- uður yrðu að bíða betri tíma. Ég þurfti að vera sterk og styðja mömmu. Pabbi hefði viljað það. Nú hef ég tóm til að syrgja þau bæði. Mamma og pabbi kynntust á MA- balli. Það var ást við fyrstu sýn. Eft- ir það voru þau óaðskiljanleg. Ævi- starf hans varð hennar starf. Líf hans hennar líf. Þau byrjuðu með tvær hendur tómar en höfðu hvort annað. Saman gengu þau á vit æv- intýranna og líf þeirra var ævintýri líkast. Mamma og pabbi unnu vel saman og skiptu með sér verkum. Flestir þekkja starfsferil pabba en færri hlut mömmu í velgengni hans. Sagt er að á bak við hvern merk- ismann standi sómakona. Mamma tók hlutverki sínu sem sendiherrafrú mjög alvarlega. Í hennar augum voru sendiherrahjón fulltrúar Íslands á erlendri grundu og sendiráðið opinbert heimili ís- lendinga. Til þeirra mátti alltaf leita og þangað voru allir velkomnir. Hún var glæsilegur fulltrúi þjóðar sinnar, gestrisin og greiðvikin. Mamma var Hringskona, vildi láta gott af sér leiða og styrkti á ævi sinni mörg góð málefni. Undanfarin ár höfðu mamma og pabbi farið norður í júní á hverju ári. Akureyri var heimabær mömmu, pabbi hafði stundað nám við MA, þau höfðu kynnst þar og gift sig í Akureyrarkirkju. Margar góðar minningar tengdu þau við höfuðborg norðurlands. Þau hlökkuðu sérstak- lega til Jubileum-ballsins 2010 því þá hefði pabbi orðið 65 ára stúdent. Eft- ir að pabbi dó langaði mömmu að heiðra minningu hans með því að fara en treysti sér ekki ein. Ég var fljót að bjóðast til að fylgja henni. Við hittum árganginn hans pabba, fórum á Jubileum-ballið og fögnuð- um 17. júní. Við fréttum af níræð- isafmæli æskuvinkonu mömmu og frestuðum för okkar suður um nokkra daga. Urðu þar miklir fagn- aðarfundir! Við keyrðum um Eyja- fjörðinn og mamma sagði sögur af æsku sinni, frændfólki og skondnum uppákomum. Ég hafði ekki séð mömmu svona lífsglaða síðan pabbi féll frá. Þessi ferð var ógleymanleg. Mamma bar veikindi sín af miklu æðruleysi. Hún kvartaði aldrei og gerði að jafnaði lítið úr veikindum sínum við þá sem heimsóttu eða hringdu í hana. Undir lokin hrakaði henni ört. „Jæja Bergljót mín, nú held ég að pabbi þinn sé farinn að kalla á mig“ sagði hún. Viku seinna hlýddi hún kallinu og kvaddi þetta líf. Sjötíu ár eru liðin frá því að afi Jón orti heilræðisvísu til dóttur sinn- ar sem þá var átján ára gömul. Mömmu þótti ákaflega vænt um þessa vísu. Heilræðin hélt hún í heiðri alla ævi og eiga við í dag sem aldrei fyrr. Stráin smáu stígðu ei á, stikaðu dyggða veginn. Gleði í hjarta og gleði á brá gefst þá báðum megin. Ég kveð þig með söknuði, elsku mamma mín. Kysstu pabba frá mér. Guð geymi þig. Guð geymi ykkur bæði. Bergljót Kristín Ingvadóttir. Ég kveð í dag ömmu mína, al- nöfnu mína og bestu vinkonu. Við vorum rosalega nánar, ég gat sagt henni allt, bæði ef mér leið illa og líka ef mér leið vel. Hún studdi mig og okkur systkinin í öllu sem við gerðum. Ég man þegar ég hætti í skólanum og kom í fréttunum vegna eineltis sem ég lenti í, þá klippti hún allar greinarnar út og setti í bók og bauð okkur svo út að borða til að halda upp á að ég væri laus úr einelt- inu. Hún studdi mig í einu og öllu og fyrir það elska ég hana. Amma vildi vera svona „kúl“ amma eins og hún orðaði það. Ég man þegar hún fór með mér inn á klósett á veitingastað á Akureyri og setti á sig bleikan gloss og segir við mig: „Ég er ekkert gömul amma, ég er kúl amma!“ Enda var hún það. Hún hefur og mun alltaf vera prins- essa. Eftir að afi dó sagði hún mér oft söguna af því hvernig hún og afi kynntust. Henni var boðið á MA-ball á Akureyri. Þegar bíllinn stoppar fyrir utan skólann opnast hurðin og stendur þarna myndarlegasti maður sem hún hafði nokkurn tímann séð. Hann tekur í höndina á henni og leiðir hana út á dansgólfið og dansa þau allt kvöldið. Ári seinna eru þau gift og voru þau gift í 64 ár. Þetta var ást við fyrstu sýn og hún dofnaði aldrei. Mér finnst gott að ímynda mér að afi hafi komið til ömmu í svefni og dansað með hana í burtu alveg eins og þegar þau kynntust fyrst. Ég mun alltaf sakna ömmu. Ég mun sakna hlátursins hennar og brossins hennar. Hún mun alltaf vera til staðar í hjartanu mínu. Ég elska þig, amma. Kysstu afa frá mér. Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir. Hólmfríður Guðlaug Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.