Morgunblaðið - 09.12.2010, Page 24

Morgunblaðið - 09.12.2010, Page 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2010 Heilsa & hreyfing Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað umHeilsu og hreyfingu mánudaginn 3. janúar. –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, þriðjudaginn 21. desember. Í þessu blaði verða kynntir fullt af þeimmöguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífstíl í byrjun ársins 2011. Meðal efnis verður: • Hreyfing og líkamsrækt • Vinsælar æfingar • Bætt mataræði • Heilsusamlegar uppskriftir • Andleg vellíðan • Bætt heilsa • Ráð næringarráðgjafa • Hugmyndir að hreyfingu • Jurtir og heilsa • Hollir safar • Ný og spennandi námskeið • Bækur um heilsurækt • Skaðsemi reykinga • Ásamt fullt af spennandi efni. SÉRBLAÐ Tveimur árum eftir að þáverandi heil- brigðisráðherra Guð- laugur Þór Þórðarson kynnti breytingar í heilbrigðiskefinu og fjórum heilbrigð- isráðherrum síðar hef- ur lítið gerst í heil- brigðismálum okkar Íslendinga annað en niðurskurður. Margir hafa mótmælt þeim sparnaðaráformum sem fram hafa komið í heilbrigðiskerfinu, það er að loka deildum og sjúkrahúsum víðs vegar um landið en staðan virðist enn vera sú sama. Lokun sjúkra- húsa og deilda sem hafa verið að byggjast upp í mörg ár er yfirvof- andi og ekkert virðist geta breytt því. Mörgum finnst þetta ef til vill vera orðið eins og gömul vísa sem hefur verið kveðin aðeins of oft: Heilbrigðiskerfið er dýrt og þar þarf að skera niður og hvað með það? Þeir eru margir sem sjaldan verður misdægurt og þurfa ekki að leita til sjúkrahúsanna nema aðeins til þess að heimsækja veika ætt- ingja. En við sem treystum á sjúkrahúsin og aðrar heilbrigð- isstofnanir í okkar daglega lífi ótt- umst um framtíð okkar. Við höfum beðið í óvissu og enn erum við í óvissu, við vitum ekki hvað um okk- ur mun verða. Við vitum að það þarf að spara en við getum ekki nema vonað að tekið verði tillit til okkar þegar ákvarðanir verða tekn- ar. Það vill nefnilega svo til að það er erfitt að setja sig í spor þeirra sem glíma við langvarandi veikindi. Við vitum öll að spara þarf og öll höfum við mismunandi skoðanir á því hvar þarf helst að skera niður. Heilbrigðiskerfið er dýrt í rekstri og því virðist það ásamt mennta- málunum alltaf verða mest fyrir barðinu á niðurskurði. Þeir sem eru veikir og þurfa hvað helst á þjón- ustunni að halda eiga erfitt með að hafa hátt því raddir þeirra eru oftar en ekki veikar og enginn virðist hlusta. Þeir sem eiga allt undir því að heilbrigðiskerfið sé gott og vel uppbyggt eru sjúklingarnir sem þurfa að sitja aðgerðarlausir hjá á meðan fólk situr uppi í ráðuneyti og ákveður framtíð þess. Fólk sem jafnvel hefur séð framfarir og upp- byggingu á þeim tíma sem það hef- ur þurft á heilbrigðisþjónustu að halda en þarf nú jafnvel að horfa á eftir þjónustu sem er þeim nauð- synleg. Fólk sem þarf að sjá á eftir því sem það hefur byggt upp. Þegar fólk veikist af langvarandi sjúkdóm- um er ekki sjálfgefið að það fái góða þjónustu. Það eru margir þættir sem þurfa að spila saman svo að tónverkið verði gott. Lífsgæði fólks með langvarandi og jafnvel ólæknandi sjúkdóma eru háð því hvernig að málum er staðið innan heilbrigðiskerfisins. Það er mikilvægt að sjúklingur, læknir og hjúkrunarfólk hafi að- stöðu til þess að vinna saman að því að sjúk- lingurinn geti haldið áfram að lifa sínu lífi eins eðlilega og hægt er, greitt sína skatta og skyldur. Það getur fólk með langvarandi og ólæknandi sjúkdóma í fjölmörgum tilfellum gert ef það fær góða og viðeigandi lækn- ismeðferð, ef fólk fær rétta með- höndlun á sjúkdómnum sínum og nær þeim bata sem hægt er að fá. Að loka deildum eða heilu sjúkra- húsunum sem fjöldi fólks treystir á er að mínu mati ekki rétta aðferðin. Þessar stofnanir hafa verið byggðar upp á löngum tíma og í það hefur farið ómæld vinna. Það skiptir miklu máli að litlu sjúkrahúsin og deildirnar innan sjúkrahúsanna fái að starfa áfram. Á þessum deildum hefur verið unnið að því að hjálpa sjúlklingum, fólki sem ekki næði að halda sömu lífsgæðum án þeirra hjálpar. Ég þekki vel til á melting- arsjúkdómadeild St. Jósefsspítala og þess vegna skiptir það mig miklu máli að sú deild fái að halda áfram því góða starfi sem hún hefur sinnt og ég er alls ekki sú eina sem treystir á þessa góðu deild St. Jós- efsspítala og önnur lítil sjúkrahús um allt land verða að fá að halda áfram að vera til. Þessi sjúkrahús hafa orðið það sem þau eru í dag með samspili lækna, hjúkr- unarfólks, sjúklinga og annars starfsfólks. Að setja þetta allt undir sama hattinn (Landspítalann), hversu góður sem hann er, hlýtur að teljast afturför um u.þ.b. 30 ár. Viljum við það? Síðustu tvö ár hef ég skrifað nokkrar greinar í Morgunblaðið og reynt af veikum mætti að mótmæla þessum niðurskurði í heilbrigðis- kerfinu og lokun deilda á sjúkra- húsum. Þetta mun halda áfram að verða mitt hjartans mál enda er það mér og öðrum í sömu stöðu mikil- vægt að hafa áfram aðgang að þeirri heilbrigðisþjónustu sem okk- ur er nauðsynleg. Eftir Þuríði Rúrí Valgeirsdóttur. Þuríður Rúrí Valgeirsdóttir Höfundur er leikskólakennari. » Við höfum beðið í óvissu og enn erum við í óvissu, við vitum ekki hvað um okkur mun verða. Enn og aftur um niðurskurð í heilbrigðiskerfinuÞegar getnaður hef-ur átt sér stað og nýr einstaklingur byrjar að myndast í móð- urkviði fer strax að halla á karlmenn. Þeir hafa ekki sama val og konur þegar að barn- eignum kemur. Ákvarðanavaldið er okkar. Ætlum við að eiga barnið eða eyða fóstrinu? Kona þarf ekki samþykki karlmanns, hvort sem hún ákveður að eiga barn eða eyða og af hvor- ugu þarf faðir barnsins að vita kjósi konan að halda því út af fyrir sig. Kona þarf ekki samþykki barns- föður til að fá fóstureyðingu og hún þarf ekki samþykki hans til að fá að eiga barnið. Og þó að lög kveði skýrt á um skyldu móður til að feðra barn getur hún auðveldlega komist hjá því. Maður, sem hefur barnað konu, hefur ekkert um það að segja kjósi hún að fara í fóstur- eyðingu. Maður, sem barnað hefur konu sem ákveður að eiga barnið verður að gjöra svo vel að sætta sig við það, jafnvel þó hann telji sig ekki tilbúinn til að ala önn fyrir eða ala upp barn. Honum var nær segja konur gjarnan. Hann veit hvernig börnin verða til! Jú jú, mikið rétt, við vitum öll hvernig börn verða til og sé maður ekki tilbúinn til að standa undir þeirri ábyrgð þá á maður auðvitað að passa sig betur. En konur hafa mun meira svig- rúm en karlar til að taka á óæski- legri þungun. Þær geta leyft sér að vera kærulausar og hafa frelsi til að ákveða sjálfar hvert framhaldið verður. Það geta karl- menn ekki, afleiðingar þeirra kæruleysis eru í höndum konunnar. Konan ákveður fyrir karlinn hvort hann muni verða pabbi eða ekki og hann verður að sætta sig við ákvörðun konunnar. Hann hefur einungis um tvennt að velja. Að taka að sér föðurhlut- verkið, og þarf þá jafnvel að sæta skil- yrðum af hálfu konunnar, eða snúa baki við barninu telji hann sig ekki í stakk búinn til að takast á við verkefnið. Maður sem svo gerir fær á sig dóm götunnar og sá dómur mun fylgja honum í gegnum lífið. Samt sem áður, sé búið að feðra barnið, sleppur faðirinn ekki undan framfærsluskyldu sinni án þess að eiga yfir höfði sér gjaldþrot. Ákvörðun konunnar getur því haft áhrif á líf mannsins næstu 18 árin án þess að hann hafi nokkuð um það að segja. Konan er í betri að- stöðu því hún getur farið í fóstur- eyðingu og enginn þarf nokkurn tímann að vita að hún hafi ekki ein- ungis snúið baki við sínu barni heldur hreinlega látið eyða því. Og jafnvel þó fólk viti að hún hafi farið í fóstureyðingu þá mun hún aldrei fá sömu fordæmingu og karlmenn fá fyrir að snúa baki við börnum sínum. Það er auðvitað sá mögu- leiki í stöðunni að kona, sem telur sig ekki tilbúna til að ala barn sem hún ber undir belti, geti gefið barnsföður sínum barnið vilji hann ala það upp. Eða einhverjum öðr- um. Það er óvenjulegt en ekki al- gjörlega óþekkt. En eins lítinn skilning og samfélagið hefur á mönnum sem yfirgefa börn sem þeir telja sig ekki færa um að ann- ast þá hefur það enn minni skilning á konum sem gefa börnin sín. Ann- aðhvort eignast maður barnið eða lætur eyða fóstrinu. Skilningur á öðrum lausnum er ekki til staðar þó þær séu alls ekki verri en hinar sem tíðkast, a.m.k. ekki fyrir barnið. Ójafnvægi á stöðu feðra og mæðra í lífi barna byrjar strax í upphafi, um leið og getnaður hefur átt sér stað og í nánast öllum málefnum sem snúa að jafnrétti foreldra sem ekki búa saman er þetta ójafnvægi til staðar. Það eru ávallt mæður sem fá þyngdina á sína vogarskál, feðurnir eiga engan sjálfkrafa rétt eins og mæður virð- ast hafa þó svo að lög kveði á um réttindi barna en ekki réttindi for- eldra. Lögin eins og þau eru í dag gera ekki ráð fyrir rétti barnsins til beggja foreldra þrátt fyrir skýr ákvæði þar um í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna heldur taka fyrst og fremst mið af kröfum mæðra. Feður eru strax í betri að- stöðu ef þeir eru með forsjá en ef forsjáin er sameiginleg er það yfir- leitt móðirin sem hefur úr- slitavaldið ef hún svo kýs þar sem yfirvöld virðast vera föst í þeim hugsunarhætti að móðir hafi meiri rétt til barns en faðir. Hér er þörf á hugarfarsbreyt- ingu. Yfirvöld þurfa að viðurkenna þá staðreynd að þó að hagsmunir barnsins séu sagðir í fyrirrúmi er oft allt annað uppi á teningnum þegar á hólminn er komið. Ef rétt- ur barnsins til beggja foreldra væri virtur í hvívetna myndu úrlausnir mála ekki lengur snúast um móður eða föður heldur um hæfasta for- eldrið. Konur þurfa einnig að horf- ast í augu við það að þó að við þurf- um að taka á okkur mesta erfiðið við að búa til barn og að karlmenn þurfi varla að gera meira en að snýta því úr nös þá getum við þetta ekki einar. Það þarf líka karl til að búa til barn eða í það minnsta hrá- efni frá honum. Og þó að við göng- um með börnin, fæðum þau og brjóstfæðum, þá eiga þeir jafnmikið í sínum börnum og við. Þrátt fyrir þessa óhrekjanlegu staðreynd virð- ast konur standa í þeirri trú að ákvarðanavald um málefni er varða barnið sé í þeirra höndum séu for- eldrarnir ekki í sambúð. Lagasetn- ing og lagaumhverfið tekur undir þetta almenna sjónarmið kvenna eins og endurspeglast í barnalögum og framkvæmd þeirra. Móðir getur ekki meinað föður um tækifæri til að tengjast barni sínu án þess að brjóta á rétti barnsins. Börn: – Eign mæðra? Eftir Sigrúnu Einars »Konur hafa mun meira svigrúm en karlar til að taka á óæskilegri þungun. Sigrún Einars Höfundur er ritari og er í stjórn Félags um foreldrajafnrétti. Úrræði varðandi skuldavanda lítilla og meðalstórra fyr- irtækja verða lögð fram innan tíðar. Þá verður horft til vanda lífvænlegra fyrirtækja – þ.e. stöðu þessarara fyrirtækja í dag, hvort staða tiltekinna fyrirtækja sé í lagi í dag miðað við þær rekstrarlegu for- sendur sem eru uppi í dag. Segjum að þessi úrræði væru lögð fram 15. desember, þá væri rökrétt að þessi staða væri tekin miðað við stöðu rekstrar á þeim tímapunkti en ekki einhvern tímann áður. Ég hef hins vegar heyrt af því að þessi tímapunktur eigi alls ekki vera í núinu held- ur miðaður við síðustu áramót einhverra hluta vegna – a.m.k. eigi það við um ýmsar skatt- skuldir. Kreppunni lauk ekki um síðustu áramót og henni er ekki enn lokið. Kreppuein- kennin hafa því fylgt mörgum fyr- irtækjum inn í þetta ár. Þegar loks- ins er komið að því að leggja til lausnir á vanda þessara fyrirtækja, af hverju er þá ekki bara tekið á öllum vandanum eins og hann er í dag en ekki eins og hann var fyrir ári? Úrræði varðandi skuldavanda fyrir- tækja – við hvaða tímapunkt á að miða? Eftir Hauk Magnússon Haukur Magnússon » Annaðhvort er fyrir- tæki lífvænlegt núna eða ekki. Og ef það er lífvænlegt núna, þá ætti að miða við stöðu þess núna en ekki fyrir ári. Höfundur er framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.