Morgunblaðið - 18.12.2010, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 18.12.2010, Qupperneq 54
54 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand MÉR ER SAMA HVERSU LATUR ÞÚ ERT GRETTIR ÉG TEK ÞÉR EINS OG ÞÚ ERT GETURÐU TEKIÐ MÉR EINS OG ÉG ER AÐEINS LENGRA TIL VINSTRI, ÞÚ ERT FYRIR SJÓNVARPINU EF ÉG HELD ÞEIM Í EINA LOTU Í VIÐBÓT ÞÁ VINNUM VIÐ ÞEIR EIGA EFTIR AÐ ÞURFA AÐ TAKA Á HONUM STÓRA SÍNUM TIL AÐ SIGRA OKKUR! ÞEIR ERU AÐ TAKA Á HONUM STÓRA SÍNUM HÉÐAN Í FRÁ MUN ENGINN YKKAR SJÁ ÁSTÆÐU TIL AÐ KVARTA YFIR NEINU SEM ÉG GERI, SEM KONUNGUR ÞESSA LANDS! ÉG FJÁRFESTI Í FALLÖXI! HVAÐ KEMUR TIL? ERT ÞÚ SKYGGN? HVORT ÉG ÉR! ÉG HEF GETAÐ SÉÐ FRAM- TÍÐINA SÍÐAN ÉG VAR HVOLPUR KEYPTIR ÞÚ EKKI HLUTABRÉF Í LANDSBANKANUM Á SÍNUM TÍMA? HVAÐ KEMUR ÞAÐ MÁLINU VIÐ? MEGUM VIÐ HORFA Á SJÓN- VARPIÐ? ÞIÐ ÆTTUÐ FREKAR AÐ HJÁLPA PABBA YKKAR MEÐ GARÐINN EN VIÐ VORUM AÐ KOMA HEIM ÚR SKÓLANUM OG VIÐ ERUM ÞREYTT HVAÐ MEÐ ÞAÐ? PABBI YKKAR VAR Í VINNUNNI Í ALLAN DAG EN HANN ER SAMT AÐ STRITA ÚTI Í GARÐI ZZZ... VANDRÆÐI VIRÐAST ELTA ÞIG Á RÖNDUM HVERT SEM ÞÚ FERÐ EKKI Í ÞETTA SKIPTI KALLA Á ALLA BÍLA, DR. OCTOPUS ER AÐ RÆNA BANKANN VIÐ LEXINGTON OG... „EKKI Í ÞETTA SKIPTI”? Auðvitað er eðlilegt að ég borgi fyrir þetta Loksins fengum við landsbyggðar- „pakkið“ að taka þátt í „góðærinu“, að vísu eftir að hrunið varð. Sem sagt, við skulum fá að borga fyrir það og þannig fáum við að vera hluti af heildinni sem tók þátt í góðærinu, frábært ekki satt? Ég er heldur betur sáttur með það (kaldhæðni) að nú skuli skera niður og þá mest á landsbyggðinni, enda ekki nema sjálfsagt að við tökum þátt í að greiða fyrir þessa endalausu gleði og hamingju sem hópur fólks fékk að njóta, þó svo að við hefðum ekki fengið að njóta hennar eins mikið. En bíddu, vorum við ekki oft að „væla“ um það að við vildum verða þátttakendur í þessu? Kannski er það okkur að kenna, við hefðum átt að vera duglegri við að taka lán og skuldbinda okkur bönkum og sparisjóðum umfram efni okkar eins og tíðkaðist hjá stórum hópi fólks á „góðæris- tímanum“? Undirrit- aður getur t.d. tekið það á sig að hafa ekki keypt nóg á þessum tíma, enda á ég nán- ast sömu hluti og þá, nema það hefur held- ur betur borist glaðn- ingur frá yfirstjórn- inni. Ég skal sko fá að borga meira en áð- ur í formi skatta og þjónustuskerðingar til að taka nú þátt í að byggja upp „nýja Ísland“. Mér er nóg boðið, af hverju á ég að gjalda fyrir það að hópur fólks ákvað að fara á eyðslufyllerí? Er það sanngjarnt? Er eðlilegt að fólkið sem fékk ekki að njóta þess gríðarlega „góðæris“ sem tröllreið stórum hópi fólks skuli nú þegar allt er hrunið þurfa að greiða fyrir allt? Ragnar Stefán Rögnvaldsson. Ást er… … tileinkun. Við til- einkum hvoru öðru líf okkar Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Í Grágás, lögbók hins forna þjóð-veldis, segir: „Ef maður yrkir hálfa vísu um mann, þá er löstur er í eða háðung, og varðar það skóggang.“ Er ástæðan til svo harðrar refsingar sú, sem Har- aldur harðráði benti á: „Er verri einn kviðlingur, ef munaður verð- ur eftir, en lítil fémúta, um dýran mann kveðinn.“ Menn muna skammavísur. Margar slíkar vísur hafa einmitt lifað á vörum þjóðarinnar. Ekki er þó alltaf vitað, um hverja þær eru ortar. Hjálmar Jónsson í Bólu orti: Dó þar einn úr drengja flokk, dagsverk hafði unnið, lengi á sálar svikinn rokk syndatogann spunnið. Þetta mun ort um Sigurð hrepp- stjóra Jónsson í Krossanesi í Vall- hólma. Stendur það handskrifað í einu eintaki Þjóðarbókhlöðunnar af kvæðabók Hjálmars, sem Hannes Hafstein gaf út 1888, og er það eintak úr bókum Finns Jónssonar prófessors. Önnur skammavísa Hjálmars er alkunn: Þarna liggur letragrér, lýðir engir sýta. Komi nú allir hrafnar hér hans á leiði að skíta. En þessi vísa var ort í gamni við séra Jón Benediktsson í Goð- dölum, sem kippti sér ekki upp við hana. Mér leikur hins vegar forvitni á að vita, um hvern Sigurður J. Gíslason frá Skarðsá orti þessa vísu: Öll hans loforð eru svik, allt hans tal er þvaður. Honum þykir hægra um vik að heita en vera maður. Ef einhverjir lesendur vita þetta, þá mættu þeir gjarnan senda mér línu (tölvuskeyti). Athugasemdir og leiðréttingar vel þegn- ar. Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Íslenskar skammavísur Karlinn á Laugaveginum varóvenju pólitískur í gær. Hann hafði enga samúð með Steingrími út af fjárlögunum: Það er sagt á hverju horni hér í bænum að vont sé að treysta vinstri grænum. Síðan vék hann talinu að Lilju Mósesdóttur, sem honum hefur legið gott orð til upp á síðkastið, og skipti yfir í limru. – „Þetta er eins og að fara úr dúr yfir í moll á eftir afhendingunni,“ sagði hann, „enda er gangurinn misjafn hjá vinstri grænum“: Sagði Lilja, svo ljúf milli dúra: „Línan er hengingarsnúra: Að afvegaleiðast (ég vil undan því beiðast) innan við valdsins múra.“ Og svo fór karlinn út í aðra sálma, þótti skrítið að sjónvarpið skyldi alltaf tala um „sjálfan borg- arstjórann“. – „Sjálfur borg- arstjórinn,“ sagði hann, „heyrði tréið segja við sjálfan borgarstjór- ann: „Hér er ég.““ Karlinn var svolítið hugsandi út af þessu öllu saman og tautaði eins og úti á þekju: Tréið hitti herra Gnarr í Heiðmörk þar sem bjó það. Síðan ekki ber sitt barr, borgarstjórinn hjó það. Og nú léttist brúnin á karlinum, hann kvaddi í skyndingu og hrað- aði sér upp Frakkastíginn svo segjandi: Mig alls engar áhyggjur þjaka.. því uppfrá er nýbökuð kaka og snúður og kleina; mín einasta eina kerling er komin til baka. Böðvar Guðlaugsson orti: Pólitískt nöldur, nag og jag nálega upp á sérhvern dag nánast tilgreint hvern nýtan mann nálega gjörir vitlausan. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Tréið hitti herra Gnarr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.