Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 15

Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 15
landi. - En þetta safn gátum við ekki fengið að sjá, okkur var aðeins sagt frá þessu. í þessari ferð komum við í kirkjuna í Meissen. Ung kona sýnir okkur kirkjuna, hún tekur tóna, sem óma fallega þar, en hún hefir fallega rödd, sem hún kann vel að beita. Þarna söng hópurinn okkar ein 2 eða 3 lög, og söng sú þýska meðokkur meira að 'segja á íslensku eftir nótunum, en hljómburðurinn er mjög góður þarna. Lögin er sungin voru: „Vertu Guð faðir - " ( söngstj. Björg Björnsdóttir), ,,Ég fel í forsjá þína" (söngstjóri Geir Þórarinsson). Kirkja þessi er í gotneskum stíl. Við komum þarna inn í grafhvelfingu, er eitt leiðið þar upphækkað, en hin eru hellur í gólfi. Maður verður að ganga varlega þarna, að raska eigi ró þeirra er þarna hvíla. - Þarna er mikið af styttum og ýmsu skrauti, en í kór kirkjunnar eru styttur 2 á hliðarvegg, á stöllum, er við veitum athygli. Eru þær af Otto I. keisara og Adelheid (Aðalheiði)drottningu hans. Vekur það eftirtekt, hvað drottningin brosir fallega. Þarna hefir góður listamaður verið að verki, svo lifandi eru myndirnar. í sömu ferð komum við í aðra kirkju, í Freiberg, en þar eru Silbermann-orgel, er við fengum að sjá og heyra í, en þau þykja henta bezt til flutnings á tónlist eftir Bach. Þessi kirkja er mjög skrautleg, allt fullt af myndum úr Biblíunni, á handriðinu, á predikunarstólnum eru myndir af krossferli Krists, en undir stólnum er t.d. „Daníel í Ijónagryfjunni" ofl. er oflangt yrði að telja. Kór kirkjunnar er í tvennu lagi. Fyrst er komið að altari, sem ætlað er kirkjugestum, en þar innan við er önnur hvelfing með altari. Sú er prestum einum ætluð. Kirkja þessi er í gotneskum stíl. Miðvikudagur 13. júní. - Rötha. 15 km. frá Leipzig. Fórum þangað í nokkrum hópum á litlum bílum. Fengum að spila þar á kirkjuorgel (Silbermann). Þetta er um 7 þúsund manna bær, en um 2 þús. manns eru í söfnuði þessarar kirkju, er hún allforn, mig minnir að hún væri byggð um 1400, en þori þó ei að fullyrða það. - Það er erfitt að lýsa þeim áhrifum, er maður verður fyrir, í þessum öldnu byggingum, hvort sem það eru kirkjur eða söfn. Manni finnst helzt að nútíminn hverfi, og maður komi langt aftur í aldir, svo sterkt talar þetta allt. Seinni hluta dagsins fórum við í búðir. - Einnig fórum við nokkrar stúlkur saman, að kveðja Tómasarkirkjuna. En nú hljómaði ekki söngur eða organleikur þar, heldur dundu þar hamarshögg. Þarna voru smiðir að vinna. Við sátum þarna um stund, en eigi leyfði tíminn langan stanz, því að nú leið að kvöldi. Um kvöldið fórum við á ballettsýningu, í boði menntamálaráðs okkar. Var það mjög góð skemmtun, og sendum við menntamálaráði kærar þakkir í huganum. Allir voru glaðir, var helst í ráði að eiga stund saman á veitingastað á eftir, en var horfiðfrá því. Þetta er síðasta kvöldið í Leipzig. ORGANISTABLAÐIÐ 15

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.