Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 30

Organistablaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 30
kirkjunnar klukknahljóm, (texti dr. Jakobs Jónssonar). Professor Almut Rössler dvaldist á fslandi 26.9 til 2.10 s.l. á vegum Tónlistarfélagsins og Tónlistarskólans í Reykjavík. Gerði hún hvort tveggja að halda tónleika í Kristskirkju og Dómkirkjunni í Reykjavík og að halda námskeið fyrir organista í síðarnefndu kirkjunni og í Fíladelfíu. Námskeiðið beindist einkum að flutningi verka eftir 0. Messiaen. Aðalefni febrúarheftis "HEIMA ER BEST" er viðtal við Sigurjón Kristjánsson organista og hljóðfæraviðgerðarmann frá Forsæti í Villingaholtshreppi. í frétt frá aðalfundi Fríkirkjusafnaðarins, sem rituð er af sr. Kristjáni Róbertssyni og birtist í Mbl. 29.6. 1980, er organista safnaðarins getið: "Af öllum þeim mörgu, sem starfað hafa við Fríkirkjuna, hefur enginn starfað lengur en Sigurður fsólfsson, organisti. Um áratugi hefur þessi fjölhæfi tónlistarmaður lyft anda kirkjugesta og glatt þá með list sinni. Var starfs Sigurðar minnst á afmæli kirkjunnar á síðastliðnu hausti og honum þakkað af alhug. Einnig hefur verið ákveðið að gera silfurskjöld með nafni Sigurðar og lengd starfsferils og festa á pípuorgel kirkjunnar. Með því vill söfnuðurinn votta þessum síunga og frjóa tónlistartúlkanda þökk fyrir ógleymanlega þjónustu hans. Vonandi fær söfnuðurinn enn um skeið að njóta listar hans í Fríkirkjunni í hjarta Reykjavíkur.” Árbæjarsöfnuðurinn í Reykjavík hefur keypt Steinmeyer-orgelið af Fíladelfíusöfn- uðinum, það sem áður var í Fíladelfiukirkj- unni og er nú leikið á það við messur í Árbæjarsókn. Orgelið kom hingað til lands 1970 og er mynd af því í Organistablaðinu III. 3. Ská/ho/t: „Söngdagar" voru haldnir annað árið í röðdagana 19.-22.júní 1980.Undirbúning- ur og stjórn er í höndum hjónanna Ágústu Hauksdóttur og Jónasar Ingimundarsonar. Til Söngdaga safnast tugir prima vista- söngvara. Búa þeir í Lýðháskólanum og æfa í kirkjunni. Að þessu sínni var gefin út 52 bls. bók með 16 tónverkum sem öll voru sungin ásamt fleiru við messu og tónleika síðasta daginn. Skálholtshátíðin: Eftirtalin tónlistaratriði voru á samkomu í kirkjunni, sem fram fór að lokinni hátíðarmessu: Einsöngur: Ágústa Ágústsdóttir. Bjarni Böðvarsson: Hvað er það Ijós. J.S. Bach: Aría úr kantötu nr. 98. Was Gott tut, das ist wohl getan. Undirleikari: Haukur Guð- laugsson. Organleíkur: Friðrik Donaldsson. J.S. Bach: Toccata í C-dúr. S.S. Wesley: Sálmur og fuga. John Stanley: Voluntary í D-moll. Pietro A. Yon: Toccatina. Sumartónleikar voru í Skálholti, sjötta árið í röð. Tónleikarnir voru laugardaga og sunnu- daga kl. 15 á tímabilinu 26 júlí til 10. ágúst. Flytjendur að þessu sinni voru: Helga Ingólfsdóttir, semballeikari, Ingvar Jónas- son, lágfiðluleikari, Manuela Wiesler, flautuleikari, Ragnar Björnsson, organisti. 8. júlí (á móti ísleifsreglunnar sem sagt verður frá seinna í blaðinu), hélt Antonio D. Corveiras orgeltónleika með eftírfarandi efnisskrá: G. Pergolesi (1710-1736) Sonata in Fa Maggiore. N. de Grigny (1671 - 1703) Dfálogue. Ch. J. Stanley (1713- 1786) Voluntary opus VII, nr. 7. G Czernozorsky (1684-1742) Fuga. A.Soler (1729-1783) Pareja de Sonatas mi menor - sol mayor. N. Bruhns (1665-1697) Práludium und Fuga, e-moll. Heiðursmerki Nýlega sæmdi forseti islands þrjá organleikara riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu: Björgu Björnsdóttur, Lóni í Kelduneshreppi, Stein Stefánsson, fv. organista Seyðisfjarðarkirkju og Jakob Tryggvason, Akureyri. Nýlega hefur verið gefið út hefti með tveim sálmalögum eftir Oliver Guðmunds- son. Eru það lög hans við sálmana „Ég vil þakka" eftir Arngrím Sigurðsson og „Þín náðin Drottinn" eftir Einar H. Kvaran. 30 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.