Siglfirðingur


Siglfirðingur - 31.12.1928, Side 1

Siglfirðingur - 31.12.1928, Side 1
II. árg. Siglufirði, Mánudaginn 31. des. 1928 10. tbl. Listarnir. Loksins munu allir þrír listarnir til bæjarstjórnarkosninganna vera fullgerðir. Pað voru harðar fæðingarhriðir hjá Framsóknarflokknum og heyrð- ust kvalaveinin um allan bæinn, enda bar ýmsa enda að. Loks tókst þó fæðingin stórslysa lítið með at- beina Thorarensens læknis og ann- ara góðra manna, en ekki verður sagt um lista þenna, það sem goð- sögnin gríska tjáir um fæðing. A- þenu. Hún hljóp alsköpuð úr höfði Seifs, en fæðing lista þessa líktist öllu fremur draugnum, sem ljet sig detta í pörtum niður um eldhús- strompinn og skreið svo saman á gólfinu. Eftir ýmsar nafnabreytingar og tilfærslur, lítur listinn þannig út; 1. Pormóður Eyjólfsson, skrifstofu- stjóri Einkasölunnar. 2. Vilhelm Jónsson, verslunarm. 3. Einar Hermannsson, smiður. 4. Guðm. SigUrðsson, síldarmatsm. A lista þessum getur vrtanlega aldrei komið til greina utan efsti maður. Pað væri þá einungis ef hin- ir menn listans hefðu getað aflað listanum atkvæðafylgis, en svo er ekkb á þennan lista valið, að hinir neðri mennirnir afli honum atkvæða, enda er Siglf. kunnugt um, að þeir láta sig afdrif listans litlu skifta. Verða því kostir þeirra og lestir, sem fulltrúaefna,' ekkert ræddir hjer í bfaðinu. Aftur á móti benda alskonar Iík- • ur til þess, að efsti maður listans, Pormóður Eyiólfsson, nái kosningu sjerstaklega er þess er gætt, hverjir að listanum standa. Má þar fyrstan telja bæjafógetann, sem mun telja sig eiga að launa honum vinskap og ýmsan greiða. Pá má nefna Thor- arensen lækni. Má með sanni segja, að Thorarensen er minnugur geng- innar greiðasemi ef ekkert liggur á bak við fylgi hans nú við Pormóð, annað en það, að launa nú í sömu mynt brautargengi Pormóðs við hann 1924. En sumir telja að Por- móður geti orðið gagnsamur vinum sínum í bæjarstj. sjerstaklega um fjárveitingar til vegagerðanna, en það er vatn á myllu ýmsra bíleig- enda. Pá má ekki gleyma hinum ekki óverulega stuðningi sem vænta má að listi þessi njóti af konu Pormóðs, frú Guðrúnu. Öllum er það kunn- ugt, að frúin hefir við undangengn- ar bæjarstjórnarkosningar gengið rösklega að verki og ekki hlíft hvorki sjer nje öðrum, og er þess þá því síður að vænta að hún geri það nú, þegar tímanleg velferð mannshenn- ar er annars vegar, því það hyggur Siglf. r'jett mælt, sem haft er eftir einum stuðningsmanni Pormóðs, að hann hefði mátt til að gera það fyrir „greyskinnið" að mæla með honum, því honum væri svo áríð' andi að komast í bæjarstjórn vegna fjárhagsins. Pó er enn ótalið það lið sem Síglf. telur veigamest fyrir lista Fram- sóknarmanna við þessar kosningar en það er stuðningur sá, sem óhætt má ætla að jafnaðarmenn veiti list- anum. Bæði er það nú, að ætla má að Jörgensen sem merkisberi jafn- aðarmanna og vinur þormóðs, sje ljúfur til þess, að beita áhrifum sín- um honum 1 hag innan fjelagsins — og sennilega að hann og frú Guðrún, sem altfram að þessuhefir falið sig til þess flokks, hafi þar talsverð áhrif, — enda er þægilegt á m-arga lund að mæla þar með Por- móði, bæði sökum sambands þess sem nú er með Framsókn og jafn- aðarmönnum og eigi síður hins, að Pormóður hefir ekki verið við eina fjölina feldur í pólitikinni, — bauð sig t. d. fram við siðustu kosningar hjer sem íhaldsmaður, svo ekki væri fjærlægt að ætla það, að skeð gæti að hann, þótt hann nú hjeldi inn- reið sína í bæjarstjórn, kæmi út þaðan sem sannur jafnaðarmaður eða blóðrauður bolsi, alt eftir því hvaða flokkur yrði þá við völd í landinu, því Porm. er praktiskur og kann vel að aka seglum eftirvindi, Pegar allar líkur eru saman dregn- ar, bendir þvi flest til að efsti mað- ur Framsóknarlistans, Pormóður Eyjólfsson, nái setu í bæjarstjórn Siglufjarðar að þessu sinni. En á þá Pormóður erindi í bæj- arstjórn? Peirri spurningu mun enginn sem þekkir manninn svara neitandi. Hitt má frekar þrátta um, hvort það er- indi yrði bænum til hagsbóta. — „Enginn frýr þjer vits, en grunaður ertu um græsku“. — þau ummæli vill Siglf. gera að sínum í þessu sambanhi. — Vjer trúum eigi mann- inum, alveg frásjeð hinni pólitísku stefnu Framsóknarfjelagsins. Hinn pólitíski og persónnlegi terill manns- ins, er svo mótaður at sjergræðings- hætti, að fáum mun henta að mæla sig við hann í þeim efnum nje í þefvísi á „bita“ og viðbragðsflýtí að henda þá. Nei, það frýr enginn Porm. Eyj- ólfssyni vits; um það bera viðskifti hans og bæjarstj. Siglufjarðar ljósan vott á undangengnum árum. — Vjer getum eigi annað en dáðst að því, hve lempilega honum tókst hvað eftir annað, að draga burst úr nefi bæjarstjórnar í bryggjuleigu og kola- sölumálunum á árunumog það hvað eftir annað. En þó tókst honum að setja nýtt og mikið hærra met þegar hann á s. 1. vetri ljet bæjar- stjórn Siglufjarðar kosta sig af bæj- ins fje til suðurferðar og setu þar, til að ná i skrifstofustjóraembætti Einkasölunnar. Pað er eigi trútt um, að græsku

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.