Siglfirðingur


Siglfirðingur - 31.12.1928, Side 2

Siglfirðingur - 31.12.1928, Side 2
2 SIGLFIRÐINGUR SIGLFIRÐINGUR kemur út á lnugardögum. Kostar innanlands 4 kr. árgangur, minnst 52 tbl. 10 au. blaðið / lausa- sölu. Utanlands 5 kr. árgangurinn. Auglýsingataxti: 1 kr. sentimetcr dálksbreiddar. Afsláttur ef miklð er auglýst. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Jóhannesson Siglufirði. Pósthólf 102. Sími 6. Afgreiðslumaður og gjaldkeri: Friðb. Níeisson Siglufirði. Pósthólf 118. Sími 13. kenni af hendi Pormóðs í garð bæj- arstjórnar, en ekki er talsmál um, að aðdáunin verður öll hans megín. Pormóður Eyjólfsson hefir áður lagt míkið kapp á það, að komast í bæjarstjórn Siglufjarðar. Sjálfsagt mun hann ekki leggja minna kapp á það nú. Bendir þar til meðal annars, að í þetta sinn hefir hann látið bjóða sig öllum ílokkum sem fulltrúaefni. — Jú, maðurinn á óef- að brýnt erindi í bæjarstjórn og lík- lega tekst honum að láta Framsókn- arfjelagið sem stofnað var sem fræðslufjelag og sem nú starfar und- ir fölskum forsendum, ýta sjer inn. — Tilgangur með slofnun þess var hvort eð var aldrei annar. „Siglf.“ getur gjarnan „gratulerað" Pormóði, — svona fyrirfram, en hann hlýtur jafnfnimt að „kondolera" Siglufjarð- arbæ og þeim kjósendum sem hjálpa honum um atkvæði sín. A lista verkalýðsfjelaganna hefir áður verið minst hjer í blaðinu. Er þá eftir þriðji listinn og síðasti, en það er listi borgaranna. Á honum eru: 1. Alfons Jónsson, lögfræðingur. 2. Jón Gíslason, verslunarstjóri. 3. Snorri Stefánsson, vjelstjóri. 4. Friðb. Níelsson, kaupmaður. Hjer í bænum er nýstofnað fje- lag sem nefnist Borgarafjelag Siglu- fjarðar. Stendur fjelag þetta að þess- um lista. Pað má gjarnan kenna fje- lag þetta við íhaldsstefnuna að því leyti, að í það hafa skipað sjer margir þeir menn hjer í bæ, sem þéirri stefnu fylgja, en annars sam- anstendur fjelagið af mönnum af öllum stjettum, sem sje af frjálsum borgurum bæjarins sem hvorki fylgja jafnaðarstefnu, kommúnisma nje framsóknarmönnum í landsmálurn, en í bæjarmálum er stefna fjelags- ins sú, að vinna að hag bæjarins með framsýni og festu í hvívetna, frásjeð allri flokkspólitík og með það fyrir augum eru menn valdir á lista þess. Prír efstu menn listans eiga það sameiginlegt, að þeir eru aliir ungir menn og óreyndir við opinber störf. En einnig hitt, að þeir njóta al- menns trausts og virðingar meðal bæjarbúa. Efsti maður listans, Alfons lög- fræðingur Jónsson, hefir, þótt ungur sje, þe^ar unnið sjer mikið álit sem glöggur og gætinn fjármálamaður, starfhæfur og dugmikill og sýnt er það, að hann hefir erft drjúgan hlut af skapfestu og gerhygli föður síns sem eins hins sgmviskusamasta og nýtasta manns sem starfað hef- ur hjer að opinberum málum. — Auk þess er Alfons dugandi lög- fræðingur og getur það haft sína miklu þýðingu fyrir bæinn að hafa fleiri en einn mann með lögfræð- isþekkingu í stjórn hans, því þau hafa dæmin gefist undanfarið að ekki hefði af því veitt. Annar maður listans, Jón Gísla- son er gáfaður og framsækinn og hefir. þótt ungur sje, sýnt það í starfi sínu að hann verðskuldar traust og hefir aflað sjer þess. Priðji maðurinn, Snorri Stefánsson er einnig ágætum hæíileikum bú- inn og hefir sýnt það við ábyrgð- armikil störf sern honum hafa ver- ið falin, að hann rækir hvert starf með samviskusemi og dugnaði, enda unnið sjer traust og velviid allra jafnt yfir- sem undirmanna sinna. Fjórðf maður listans, Friðbjörn Níelsson, hefir lengi starfað hjer í hreppsnefnd og bæjarstjórn og að ýmsum öðrum .opinberum trúnaðar- störfum og hefir þótt starfa vel í hvívetna. Pað er valið á lista þennan með það eitt fyrir augum að fá í bæjar- stjórn menn sem hafa vit. þekkingu og vilja til þess, uð vinna bæ vor- um gagn og stjórna málum hans vel. Pessa kosti hafa fulltrúaefnin á lista Borgarafjelagsins. Oss vitan- lega hefir ekkert fulltrúaefnanna verið spurt um það, af meðmæl- endunum hvaða stefnu það fylgdi í landsmálum, en þau hafa veriðspurð um stefnuna í fjármálum bæjarins og svarið hefur verið hið sama hjá þeim öllum: Við viljum spara ó- þarfa bruðlið en eyða í nauðsyn- legar verklegar framkvæmdir. Símfregnir. Útlent, I London varð sprenging undir götu einni og sprakk steinlagningin á kílómeters löngu svæði í loft upp. Urðu miklar skemdir á húsum og er skaðinn metinn 150 þús. sterl- ingspund. 17 menn særðust hættulega Frá Berlín er símað: Verkfallinu í skipasmíðaiðnaði og verkbanni í stáliðnaði í Ruhr, er nú loks lokið með gerðardómi. Vinnutími var eitthvað styttur og laun Kækkuð. Innlent: Alþingishátíðarnefndin hefir á- kveðið að veita Einari Benedikts- syni skáldi 2 þús. kr. verðlaun fyrir hátíðaljóð hans og að þáu skuli framsögð á hátíðinni. Einnig Jó- hannesi úr Kötlum 1000 kr. og skuli flokkur hans notaður við guðsþjón- ustu. Mann tók út af togaranum Kára Sölmundarsyrii á Pórláksmessu. Hann hjet Mons Olsen. Var hann staddur í lifrarbræðsluhúsi skipsins er sjór kom á það og sópaði því burtu, og sleit báða björgunarbátana lausa. Maðurínn druknaði. Hann var norskur en hafði dvalið hjer á landi í mörg ár. Á Akureyri eru framkomnir tveir listar til bæjarstjórnarkosninganna, annar frá jafnaðarmönnum með Erl. F'riðjónssyni, Einari Olgeirssyni, Porst. Porsteinssyni verslunarm. Ólafi Magnússyni sundkennara og Pálma Hannessyni skólakennara. En af hendi Framsóknar eru þeir: Brynl. Tobíasson kannari, Sigtr. Porsteinsson sláturhússstjóri, Guðbj. Björnsson kaupm. Lárus Rist leik- fimiskennari og Porst. M. Jónsson bóksali. Enginn listi enn kominn V y fram frá lhaldsmönnum.

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.