Morgunblaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 24. MARS 2011 íþróttir Fótbolti Ferðalagið hingað til Kýpur var erfitt og því var fínt að geta lagt af stað degi fyrr en vanalega, sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari eftir fyrstu æfinguna á Kýpur í gær 4 Íþróttir mbl.is Kristján Jónsson kris@mbl.is Ljóst er hvaða lið mætast í undan- úrslitum Íslandsmóts karla í körfu- knattleik eftir oddaleikina þrjá sem fram fóru í gærkvöldi. Erkifjend- urnir KR og Keflavík eigast annars vegar við og hins vegar Íslands- meistarar Snæfells og Stjarnan. Garðbæingar eru á ókunnum slóðum en svo langt hafa þeir aldrei komist á Íslandsmótinu. Síðustu tvö árin hafa þeir dottið út í 8-liða úrslitum og brutu því mikinn ís að þessu sinni. Jovan Zdravevski hefur spilað með Stjörnunni í nokkur ár og leikið stórt hlutverki í uppgangi félagsins. Toppað á réttum tíma? „Við erum með frábært lið og ég er sérstaklega ánægður með að við skulum vera að toppa á þessum árs- tíma. Þannig hefur það ekki alltaf verið því við höfum oft á tíðum spilað okkar bestu leiki á fyrri hluta keppnistímabilsins. Liðið er á mjög góðu róli um þessar mundir. Nú horfi ég til úrslitarimmunnar og þangað vil ég stefna,“ sagði Jovan þegar Morgunblaðið ræddi við hann að sigurleiknum loknum í Grindavík í gærkvöldi. »3 Stjarnan komst í und- anúrslit í fyrsta skipti  Mætir meisturum Snæfells  KR og Keflavík eigast við Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Þetta verkefni leggst vel í mig. Það verður krefj- andi en jafnframt afar spennandi,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Levanger, sem í gær var ráðinn tímabundið lands- liðsþjálfari kvenna í handknattleik. Honum til að- stoðar verður Einar Jónsson, þjálfari Fram. Þeim er ætlað að undirbúa og stýra íslenska landsliðinu í tveimur viðureignum við Úkraínu í júníbyrjun þar sem bitist verður um þátttökurétt á heims- meistaramótinu sem haldið verður í Brasilíu í des- ember. Hvort þeir félagar halda áfram með lands- liðið eftir það mun væntanlega skýrast af úrslitum fyrrgreindra leikja. Ágúst tekur við af Júlíusi Jónassyni sem stýrði kvennalandsliðinu um fjögurra ára skeið en undir hans stjórn tók liðið þátt í lokakeppni stórmóts í fyrsta sinn. „Við munum nota tímann fram að leikjunum eins vel og kostur er. Liðið kemur saman rétt fyr- ir páska og tekur þátt í fjögurra liða móti í Tyrk- landi. Síðan tekur við hörkuvinna fram að leikj- unum við Úkraínu í júní. Ég sá nokkra leiki Úkraínu á EM í desember og það er ljóst að það er sterkt en ég tel okkur eigi að síður eiga raun- hæfa möguleika á að vinna það gangi allt upp hjá okkur,“ sagði Ágúst ennfremur. Ágúst þjálfaði A-landslið kvenna frá 2000-2002 auk yngri landsliða. Hann sagði of snemmt að tala um breytingar á leikmannahópnum og leik lands- liðsins undir sinni stjórn. Krefjandi en spennandi  Ágúst Jóhannsson þjálfari Levanger ráðinn til að stýra kvennalandsliðinu tímabundið Einar Jónsson úr Fram verður Ágústi til halds og trausts Sex mörk frá Vigni Svav- arssyni dugðu skammt fyrir Hannover-Burg- dorf þegar liðið tapaði fyrir Lemgo, 31:27, í þýsku 1. deild- inni í handknatt- leik í gærkvöldi. Hannes Jón Jónsson skoraði þrjú mörk fyrir Burgdorf, Sigurbergur Sveinsson eitt en Ásgeir Örn Hall- grímsson náði ekki að skora. Kári Kristján Kristjánsson var markahæstur í liði Westzlar en liðið steinlá fyrir Göppingen á útivelli, 35:23. gummih@mbl.is Sex mörk Vignis dugðu skammt Vignir Svavarsson „Rakel Dögg lék ekkert með okk- ur að þessu sinni og varð einnig að sleppa um síð- ustu helgi. Ég reikna hinsvegar með að hún verði klár í slaginn í síðasta leik norsku úrvals- deildarinnar eft- ir tíu daga,“ sagði Ágúst Jóhanns- son, þjálfari norska úrvals- deildarliðsins Levanger, í gær spurður um fjarveru landsliðskon- unnar Rakelar Daggar Bragadótt- ur þegar Levanger sótti Tertnes heim og tapaði 28:25. Levanger er í sjötta sæti deildarinnar fyrir síð- ustu umferð og á sæti í úrslita- keppninni næsta víst að sögn Ágústs. iben@mbl.is Rakel Dögg er frá keppni um tíma Rakel Dögg Bragadóttir FH-ingar urðu fyrstir til að tryggja sér farseðilinn í undanúrslit í Lengjubikarnum í knattspyrnu. Það gerði Hafnarfjarðarliðið með 2:0 sigri gegn ÍR-ingum í Egilshöll- inni í gærkvöld. Mörkin komu bæði í byrjun seinni hálfleiks. Það fyrra skoraði bakvörðurinn Viktor Örn Guðmundsson með glæsilegu skoti í slá og inn beint úr aukaspyrnu utan vítateigsins og það síðara gerði fyr- irliðinn Matthías Vilhjálmsson með bakfallsspyrnu. FH-ingar hafa unnið alla sex leiki sína í keppninni og hafa 18 stig en ÍR-ingar eru í öðru sæti með 10 stig. Bæði lið eiga eftir að spila einn leik en efsta liðið í riðlunum þrem- ur í Lengjubikarnum kemst í und- anúrslit ásamt því liði sem nær bestum árangri í öðru sæti. gummih@mbl.is Tvö glæsileg- mörk hjá FH-ingum Morgunblaðið/Eggert Skoraði Matthías Vilhjálmsson skoraði með bakfallspyrnu. Morgunblaðið/Þórir Tryggvason Fögnuður Leikmenn Vals fagna sæti í úrvalsdeildinni eftir sigur á Þór á Akureyri í gærkvöld. »3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.