Morgunblaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 4
UM KÝPUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Haraldur Freyr Guðmundsson, fyr- irliði Keflvíkinga, er eini íslenski knattspyrnumaðurinn sem hefur spilað með liði á Kýpur. Hann var leikmaður Apollon Limassol seinni hluta tímabilsins 2008-09 og sagði við Morgunblaðið að hann ætti von á hörkuleik þegar Íslendingar mæta Kýpurbúum í Nikósíu á laugardags- kvöldið. Haraldur fór til Apollon eftir að hafa leikið í fjögur ár með Aalesund í Noregi. Hann var fastamaður í vörn liðsins, lék þar við hliðina á Georgis Merkis, miðverði kýpverska lands- liðsins, og með þremur öðrum sem nú eru í landsliðshópi Kýpurbúa. „Deildin á Kýpur er mjög sterk og í raun engin furða að allir landsliðs- menn þjóðarinnar skuli spila þar. Hún var svipuð og íslenska úrvals- deildin á árum áður en fyrir 7-8 ár- um fóru að koma miklir peningar inn í fótboltann á Kýpur, og þangað hafa komið fjölmargir góðir leikmenn sem hafa gert það gott í sterkari deildum. Þeir hafa komið til Kýpur til að njóta veðursins á seinni hluta ferilsins og þéna vel því félögin á Kýpur borga há laun. Landsliðs- mennirnir þurfa því ekki að leita annað, þeir fá vel borgað og eru heima hjá sér við fínar aðstæður,“ sagði Haraldur. Þægilegt samfélag og fínn fótbolti Hann sagði erfitt að bera saman fótboltann í Noregi og á Kýpur. „Í Noregi var spilaður skipulagðari fót- bolti en á Kýpur eru betri ein- staklingar og meira frelsi í spilinu. Þar er lítið lagt uppúr skipulagi og föstum leikatriðum en leikmenn vilja halda boltanum og spila. Leikurinn er því oft hægur þar til eitthvað ger- ist skyndilega upp við vítateig mót- herjanna. Svipað og á Ítalíu á marg- an hátt, nema ekki eins skipulagt. Ég kunni mjög vel við mig á Kýpur, þægilegt samfélag, frábært veður og fínn fótbolti sem er spilaður þar.“ Fótboltinn eins og trúarbrögð Haraldur segir að mikil ástríða sé í fótboltanum á Kýpur. „Kýpurbúar eru flestir af grísku bergi brotnir, blóðheitir og áhuginn er mikill. Fót- boltinn er eins og trúarbrögð hjá þeim. Ég kom frá Aalesund þar sem alltaf var uppselt, mikill áhugi og 11 þúsund manns á öllum leikjum. Á Kýpur var þetta sveiflukenndara, toppleikirnir drógu að sér 16-17 þús- und manns en minni leikirnir 2-3 þúsund. Ég spilaði fyrsta leikinn gegn Anorthosis, sem hafði verið í Meistaradeildinni, og það var hrein- lega allt brjálað á vellinum.“ Sóknarmenn okkar á skotskónum Haraldur telur að landslið Íslands og Kýpur séu svipuð að styrkleika. „Kýpurbúar eru mjög erfiðir heim að sækja og hafa líka náð flottum úr- slitum á útivelli, eins og 4:4 jafn- teflinu í Portúgal í haust. Þetta verð- ur hörkuleikur sem getur farið hvernig sem er, en mér líst mjög vel á þetta unga landslið sem við erum með í dag. Við erum með marga góða stráka í liðinu og ég hef fulla trú á íslenskum sigri. Ekki síst vegna þess að sóknarmennirnir okk- ar eru allir á skotskónum þessa dag- ana og það er góðs viti,“ sagði Har- aldur Freyr Guðmundsson. Morgunblaðið/Eggert Spáð í spilin Ólafur Jóhannesson og Pétur Pétursson munu hafa í mörg horn að líta áður en að leiknum við Kýpur kemur á laugardag. Mikil ástríða í fótboltanum  Fyrirliði Keflvíkinga lék með Apollon Limassol  Betri leikmenn en í Noregi en minna skipulag  Sterk deild á Kýpur og miklir peningar Kýpur - Ísland » Íslendingar og Kýpurbúar leiða saman hesta sína á Nikó- síu í undankeppni Evrópumóts- ins í knattspyrnu karla á laug- ardaginn kl. 18. » Um er ræða fyrri viðureign þjóðanna í undankeppninni. Þær mætast á ný á Laug- ardalsvelli 11. september nk. » Ísland rekur lestina í H-riðli undnakeppninnar án stig eftir þrjá leiki. Kýpur hefur eitt stig. 4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2011 Íslenska landsliðið í knattspyrnu hóf undirbúninginn fyrir leikinn gegn Kýpur í gær en liðið tók fyrstu æfinguna undir kvöld. Ólaf- ur Ingi Skúlason gat ekki tekið þátt í æfingunni vegna meiðsla en hann var sá síðasti sem skilaði sér til Kýpur þar sem hann lék með Sönd- erjyskE í dönsku úrvalsdeildinni á mánudagskvöldið. „Ferðalagið hingað til Kýpur var erfitt og því var fínt að geta lagt af stað degi fyrr en vanalega. Það skiluðu sér allir að undanskildum Ragnari Sigurðssyni og við tókum góða æfingu í rigningarskúrinni sem við fengum á okkur. Ólafur Ingi hefur verið aumur ofan á ristinni og við létum hann hvíla en við vonumst til þess að hann verði klár í slag- inn á laugardag- inn. Við gerum allt til að tjasla honum saman. Jóhann Berg og Kol- beinn tóku ekki 100% þátt í æfing- unni. Þeir eru smá laskaðir eftir leikinn um síðustu helgi en þeir hrista þetta af sér,“ sagði Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari við Morgunblaðið frá Kýpur í gær. Leikurinn á laugardaginn verður fjórði leikur Íslendinga í undan- keppni Evrópumótsins en þeir hafa tapað öllum þremur leikjum sínum, gegn Norðmönnum, Dönum og Portúgölum. „Mér finnst vera góður hugur í mönnum og andinn fínn í hópnum. Það er langt síðan við höfum spilað landsleik og það er tilhlökkun í mönnum að spila leikinn,“ sagði Ólafur. gummih@mbl.is Ólafur Ingi gat ekki æft á Kýpur í gær Ólafur Ingi Skúlason Mikil spenna er fyrir leik Norð- manna og Dana sem eigast við í und- ankeppni EM á Ullevaal-vellinum í Osló á laugardaginn en þjóðirnar eru í sama riðli og Íslendingar. Egil „Drillo“ Olsen landsliðsþjálf- ari Norðmanna segir að sínir menn hafi farið fram úr öllum væntingum en Norðmenn hafa unnið alla þrjá leiki sína og tróna á toppi riðilsins. Olsen er bjartsýnn á að Norðmenn leggi Dani að velli og stígi þar með stórt skref í átt að úrslitakeppninni. „Þetta hefur gengið betur hjá okkur en við reiknuðum með. Við höfum unnið tvo erfiða útileiki gegn Íslendingum og Kýpverjum svo við erum í frá- bærri stöðu,“ sagði Olsen við fréttamenn í gær. „Í raun og veru þá tel ég að ef okkur tekst að vinna Danina þá færumst við enn nær úrslita- keppninni í Póllandi og Úkraínu. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að leikurinn við Dani verður erfiður því liðin eru áþekk að getu.“ „Drillo“ er bjartsýnn Egil „Drillo“ Olsen Bjarni HólmAð- alsteinsson, knattspyrnumað- ur frá Seyðisfirði, sem hefur leikið með Keflavík und- anfarin tvö ár, er genginn til liðs við norska 2. deild- arliðið Levanger og hefur skrifað undir tveggja ára samning. Bjarni er 26 ára varnarmaður og hefur spilað 92 leiki í efstu deild með Keflavík, ÍBV og Fram, ásamt því að spila með Hugin frá Seyðisfirði. Hann á að baki leiki með öllum yngri landsliðum Ís- lands, þar á meðal tvo með 21-árs landsliðinu.    Bjarni fór til æfinga með Levanger10. mars og var hjá félaginu í tíu daga, og var boðinn samningur í framhaldi af því. Þjálfari Levanger er Rúnar Páll Sigmundsson, fyrrum þjálfari HK, sem nú er sitt annað tímabil með liðið. Með því spilar einn- ig Hörður Magnússon sem kom til liðsins frá HK á síðasta ári.    Uli Höness, forseti þýska knatt-spyrnuliðsins Bayern Münch- en, hefur staðfest að félagið sé í við- ræðum við Jupp Hynckes, þjálfara Bayern Leverkusen, um að taka við þjálfun liðsins fyrir næsta tímabil. Hollendingurinn Louis van Gaal hættir sem þjálfari Bayern-liðsins eftir tímabilið og er Höness bjartsýnn á að samningar takist við Hynckes. Hann er ekki ókunnugur herbúðum Bayern en hann þjálfaði liðið á ár- unum 1987 til 1991 og var ráðinn tímabundið þjálfari liðsins árið 2009.    Svíinn Roland Nilsson mun takavið þjálfun danska meistaraliðs- ins FC Köbenhavn, liðs Sölva Geirs Ottesens, í sumar. Nilsson mun leysa Norðmanninn Ståle Solbakken af hólmi sem tekur alfarið við þjálfun norska landsliðsins.    Tveir af fót-fráustu mönnum heims, Jamaíkamaðurinn Usain Bolt og Bandaríkjamað- urinn Asafa Po- well, munu mæt- ast á hlaupabrautinni á gullmóti í Róm á Ítalíu í maímánuði. Þeir kappar munu etja kappi í 100 metra hlaupi og verður fróðlegt að sjá hvort Powell takist að hafa betur gegn heims- og ólympíumeist- aranum, en Bolt á heimsmetið í grein- inni.    Einar Örn Jónsson verður fjarrigóðu gamni í kvöld þegar Ís- landseistarar Hauka sækja topplið Akureyrar heim í N1-deildinni. Einar tekur út eins leiks bann sem aga- nefnd HSÍ úrskurðaði hann í vegna útilokunar í leik Hauka og HK í síð- ustu viku. Fólk sport@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.