Morgunblaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.03.2011, Blaðsíða 3
þeir að spila við svona aðstæður. Það má kalla þetta þjófnað en ég vil frek- ar kalla þetta meistaraheppni. Við spiluðum ágætis vörn á köflum en þegar þeir skoruðu settum við haus- inn í bringuna. Við fórum svo yfir völlinn og ætluðum að sigra heiminn með því að skora fimm stig í einu. Þetta var okkar vandamál í leiknum en sem betur fer var þetta ekki of stórt vandamál. Vilji, barátta og reynsla skiluðu þessu til okkar að lok- um,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson leikmaður Keflvíkinga eftir leik. Morgunblaðið/Skúli Sigurðsson Til varnar er er Andrija Ciric. eða heppni? lavík hafði betur í framlengingu Morgunblaðið/Þórir Tryggvason alsmenn fylgja Þór úr Þorlákshöfn upp í úrvalsdeildina. ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2011 Á VELLINUM Kristján Jónsson kris@mbl.is Teitur Örlygsson og lærisveinar hans skrifuðu nýjan kafla í sögu Stjörnunnar í gærkvöldi þegar þeir komu liðinu í undanúrslit Íslands- móts karla í körfuknattleik í fyrsta skipti í sögu félagsins. Stjarnan sigraði Grindavík 69:66 eftir há- spennuleik í Grindavík og sigraði samanlagt 2:1 í rimmunni. Stemningin var ósvikin í Grinda- vík í gærkvöldi. Troðfullt hús af áhorfendum frá báðum félögum og baráttan allsráðandi á vellinum. Spennan var gríðarleg og á köflum áttu menn í verulegum vandræðum með að koma tuðrunni ofan í körf- una og þar hafði spennan vafalaust sín áhrif. Ef verur frá öðrum hnött- um hefðu lent í Grindavík í gær- kvöldi, og rekið höfuðið inn í íþróttahúsið í plássinu, þá hefðu þær örugglega fengið sér sæti og séð um leið að þessi viðburður væri eitthvað sem vert væri að fylgjast með. Stemningin var einfaldlega þannig. Leikurinn var hnífjafn lengst af. Nokkrar sveiflur litu þó dagsins ljós í þriðja leikhluta þegar Garðbæingar náðu ellefu stiga for- skoti. Grindvíkingum tókst hins vegar að éta það niður á skömmum tíma með öflugri vörn og þeir kom- ust yfir snemma í síðasta leikhlut- anum. Á lokamínútum var spennan orðin yfirþyrmandi en Kjartan Kjartansson reyndist hetja Stjörn- unnar þegar hann skoraði þriggja stiga körfu þegar rétt rúm mínúta var eftir, 64:67. Eftir það náðu Grindvíkingar ekki að jafna leikinn. Þeir fengu boltann þegar 15 sek- úndur voru eftir en lítið varð úr sókninni og þriggja stiga skot Mla- dens Soskic var víðsfjarri körfu- hringnum. „Kerfið átti að gefa okkur alla vega tvo möguleika á þriggja stiga skoti. Það kom smá hik á þetta og sendingin niður í hornið var stutt og skotið var ekkert sérlega gott. Við notuðum það kerfi sem við átt- um að nota við þessar aðstæður en okkur tókst ekki að vinna úr því,“ sagði Grindvíkingurinn Páll Axel Vilbergsson en hann skoraði 13 stig í leiknum. Mikið hefur verið rætt og ritað um að Grindavík hafi vantað eiginlegan leikstjórnanda í rimmunni við Stjörnuna vegna meiðsla Þorleifs Ólafssonar og Helga Jónasar Guðfinnssonar þjálf- ara. „Ég hef nú velt þessu aðeins fyrir mér. Þetta er vissulega mik- ilvægasta staðan á vellinum. Þegar sú staða er uppi að menn eru ekki með leikstjórnanda sem kemur með boltann upp völlinn, og kemur samherjunum inn í leikinn, þá þurfa menn að finna lausnir við því. Stundum fundum við leiðir til þess í vetur en þegar við gerðum það ekki þá litum við ekkert sér- staklega vel út. Það komu þó leikir þar sem við spilum ágætis bolta án eiginlegs leikstjórnanda. Það er bara saga okkar í vetur að leikur okkar var of mikið upp og niður,“ sagði Paxel við Morgunblaðið. Jovan Zdravevski var mik- ilvægur fyrir Stjörnuna. „Okkur var kunnugt um þennan veikleika þeirra og héldum okkur við að setja þá undir pressu. Þeir lentu þar af leiðandi í vandræðum með að setja upp sóknir auk þess sem við erum með meiri breidd,“ sagði Zdravevski. Enn er Teitur við ritstörf  Skrifaði nýjan kafla í gærkvöldi Þór Ak. – Valur 74:96 Höllin Ak., 1. deild karla, 23. mars 2011. Gangur leiksins: 5:3, 10:15, 18:23, 24:26, 28:31, 31:37, 35:45, 41:48, 44:60, 49:65, 56:67, 60:72, 62:80, 68:86, 70:90, 74:96. Þór Ak.: Óðinn Ásgeirsson 21/13 fráköst, Konrad Tota 17/8 fráköst, Dimitar Petrus- hev 17/4 fráköst, Ólafur Torfason 12/9 frá- köst, Wesley Hsu 3, Hrafn Jóhannesson 2, Benedikt Eggert Pálsson 2. Fráköst: 22 í vörn, 17 í sókn Valur: Calvin Wooten 32/5 fráköst/7 stoð- sendingar, Philip Perre 24/8 fráköst, Sig- mar Egilsson 12/4 fráköst, Snorri Páll Sig- urðsson 11, Björgvin Rúnar Valentínusson 5/5 fráköst, Hörður Helgi Hreiðarsson 4, Birgir Björn Pétursson 3, Hörður Nikulás- son 2, Alexander Dungal 2, Pétur Þór Jak- obsson 1. Fráköst: 21 í vörn, 11 í sókn  Valur vann einvígi 2:1 í leikjum talið og leikur í úrvalsdeild karla á næsta keppn- istímabili. NBA-deildin Atlanta – Chicago................................81:114 LA Lakers – Phoenix........................139:137  Eftir þríframlengdan leik. Portland – Washington.......................111:76 KÖRFUBOLTI Grindavík, Iceland Express-deild karla, 23. mars 2011. Gangur leiksins: 10:6, 14:16, 17:17, 24:19, 29:24, 31:28, 33:35, 34:39, 39:47, 44:53, 48:56, 55:58, 58:60, 62:62, 64:64, 66:69. Grindavík: Mladen Soskic 16/4 frá- köst, Páll Axel Vilbergsson 13/4 frá- köst, Ólafur Ólafsson 10/7 fráköst, Ryan Pettinella 9/14 fráköst, Þorleif- ur Ólafsson 9, Ómar Örn Sævarsson 4/9 fráköst, Björn Steinar Brynjólfs- son 3, Nick Bradford 2. Fráköst: 24 í vörn, 17 í sókn. Stjarnan: Justin Shouse 21/5 frá- köst/8 stoðsendingar, Renato Lind- mets 18/8 fráköst, Kjartan Atli Kjart- ansson 11/4 fráköst, Jovan Zdravevski 8/8 fráköst, Fannar Freyr Helgason 8, Daníel G. Guðmundsson 3/6 fráköst. Fráköst: 29 í vörn, 5 í sókn Dómarar: Kristinn Óskarsson, Rögn- valdur Hreiðarsson Áhorfendur: 621.  Stjarnan vann einvígi liðanna, 2:1. Grindavík - Stjarnan 66:69 Verður haldið 30.mars í Lollastúku, Hlíðarenda og hefst kl.19.30 Skákmót Vals Keppendur vinsamlegast hvattir til að hafa með sér tafl og klukku. Anton GylfiPálsson og Hlynur Leifsson dæma leik Kad- etten Schaff- hausen og Montpellier Agglomeration HB í 16 liða úr- slitum Meist- aradeildar Evrópu en leikið verð- ur í Sviss á í kvöld. Eftirlitsmaður á leiknum verður Gunnar K. Gunnarsson.    Arnar Sigurjónsson og SvavarPétursson verða annað dóm- araparið á riðli 7 í undankeppni kvenna u-17 ára liða fyrir EM en liðin sem taka þátt eru Rússland, Makedónía, Svartfjallaland og Portúgal. Leikið verður í Portú- gal um helgina.    Ingvar Guð-jónsson og Jónas Elíasson fara á föstudag- inn til Katar og verða þar í 2 vikur á vegum IHF að dæma í úrslitakeppninni þar í landi. Munu þeir dæma annan hvern dag. Ólafur Örn Haraldsson verður eftirlitsmaður á leik HK Drott Halmstad og Temblay en France í 8 liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa karla en leikið verður sunnudaginn 25. mars í Svíþjóð. Fólk sport@mbl.is Toyota-höllin, Iceland Express-deild karla, 23. mars 2011. Gangur leiksins: 5:0, 11:7, 17:16, 19:19, 22:22, 29:29, 35:36, 41:45, 43:49, 49:53, 53:58, 56:65, 57:67, 62:70, 67:72, 78:78, 86:80, 95:90 . Keflavík: Sigurður Gunnar Þor- steinsson 26/5 fráköst, Andrija Ciric 21/6 fráköst, Thomas Sanders 15/9 fráköst/6 stolnir, Hörður Axel Vil- hjálmsson 11/5 fráköst/5 stoðsend- ingar, Magnús Þór Gunnarsson 9/6 fráköst/5 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 8, Gunnar Einarsson 3, Jón Nordal Hafsteinsson 2/4 fráköst. Fráköst: 18 í vörn, 20 í sókn ÍR: Sveinbjörn Claessen 19, Nemanja Sovic 18/7 fráköst, Kelly Biedler 15/ 13 fráköst, James Bartolotta 14/4 fráköst, Eiríkur Önundarson 11/4 frá- köst, Níels Dungal 11, Hjalti Frið- riksson 2. Fráköst: 29 í vörn, 5 í sókn.  Keflavík vann einvígi liðanna, 2:1. Keflavík - ÍR 95:90

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.