Ný saga - 01.01.1993, Qupperneq 8

Ný saga - 01.01.1993, Qupperneq 8
Gunnar F. Guömundsson Jacques Duése, öðru nafni Jóhannes XXII, kjörinn páfi á samkundu kard- ínála. Hann átti brýnt erindi við íslendinga eins og aðrarþjóðir í norska erk.i- biskupsdœminu. Myndin erfrá seinni hluta 14. aldar. og heimildir frá Orkneyjum bera ljóst vitni um. Þrátt fyrir samþykkt konungs og kirkju í Noregi þurfti Haraldur Maddaðarson jarl af Orkneyjum og Katanesi að staðfesta fyrir sitt leyti þennan skatt ásamt biskupi og öðrum fyrirmönnum. Það gerðist á tímabilinu 1159- 1181, enda er Orkneyja og Suðureyja getið í Liber censuum 1192. Annað mál er, að Orkneyingar stóðu ekki ævinlega í skilum, svo að páfi varð aö veita þeim áminningu." Fleira mætti nefna, sem bendir til, að ís- lendingar hafi ekki þegar í stað fylgt fordæmi Norðmanna. í kristinrétti Árna biskups eru tvær nokkuð ólíkar lagagreinar um Rómaskatt, og eiga þær sér báðar fyrirmyndir í norskum kristinrétti frá seinni hluta 13- aldar. Önnur þeirra, sú sem vitnað er til hér í upphafi, er sótt í kristinrétt Magnúsar konungs lagabætis, eins og hann birtist í Borgarþingslögum (1267) og með nokkurri viðbót í Gulaþingskristinrétti hinum nýja (1268).12 Hin lagagreinin, sem reyndar er einungis að finna í elsta handriti að kristinrétti Árna, er nær samhljóöa kristinrétti Jóns erkibiskups (frá um 1273). Hún er á þessa leið: Rúmaskatt skal hver maður greiða á hverj- um xii mánuðum, penning talinn þeirra er til þriggja marka talinna eigu fyrir utan vopn og klœði einföld og geri bœði kall og kona eða gjaldi hálfan eyrifyrir hvempenning." Ákvæðið í kristinrétti Jóns erkibiskups á hins vegar ættir að rekja til Frostaþingslaga frá síð- ari hluta 12. aldar með þeirri undantekningu, aö þar er sektin einn eyrir en ekki hálfur eins og hjájóni og Árna." Það sýnist undarlegt, að með stuttu millibili skyldu koma fram tvö mismunandi ákvæði um Rómaskatt í norskum kristinrétti. En skýringin er líklega sú, aö mörgum hafi þótt fulllangt gengið hjá Magnúsi lagabæti að tengja greiðslu Rómaskatts við skriftagöngu á pásk- um en hóta ella páfabanni. Jón erkibiskup hefur því ákveðið að hverfa aftur til Frosta- þingslaga, þar sem hvorki var greiðslutími til- greindur né haft í heitingum." Ef til hefðu ver- ið á íslandi eldri samþykktir um Rómaskatt, er líklegt, að þeirra hefði séð stað í kristinrétti Árna. En svo er ekki. í staðinn fór hann þá leið, sem auðveldust var, og tók upp bæði 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.