Ný saga - 01.01.1993, Qupperneq 20

Ný saga - 01.01.1993, Qupperneq 20
Guörún Nordal AF BÓKUM Mannvíg. Upphaf mannhelgi í Jónsbók. Jónshókar- handrit eru myndskreytt og hafa að geyma margar merkilegar myndir sem varpa Ijósi á klœðnað og daglegt líf. umræðunni víðara svið. Og í þeim flokki á hin nýja Grágás heima. Grágás nefni ég vísvitandi í sama orðinu og íslendingasögur. Ránnsóknir á íslenskum miðaldatextum og tengslum þeirra innbyrðis eru ekki komnar langt á veg. Lagatextinn er einn þeirra, flókinn og torræður, og ólíkur öðru varðveittu íslensku ritmáli. Hann varð- veittist í munnlegri geymd, þar til byrjað var að rita lögin á bókfell í byrjun tólftu aldar. Lögsögumennirnir kunnu lögin og fóru með þau á þingum í bóklausum heimi. Hinn for- múlukenndi fræðslustíll laganna er ólíkur stíl Islendingasagna eða hinum svokallaða lærða stíl heilagramannasagna. Og enn fjær honum er andblær dróttkvæðanna þó þrautinni við að ráða lögin svipi stundum til lesturs torræðs ljóðs, eins og Gunnar Karlsson bendir á í for- mála að hinni nýju útgáfu. haö er vissulega ýmsum tormerkjum bund- ið að tengja þessa ólíku texta saman í einn landamæralausan samskiptaheim. Sömu við- fangsefnin eru klædd í ólíkan búning eftir því hvaða áheyrendahóp þau höföa til, þó öll hrærist þau í íslensku umhverfi miðaldanna. Grágás, helgisagan, íslendingasagan og drótt- kvæðið lýsa drápum og vígaferlum, en sjónar- hornið er ólíkt þó viðfangið sé það sama. í Vígslóða er rakin slóð víganna, greint tepru- laust frá stærð sára og líkamsmeiðingum, og þau síðan mæld við refsingarnar. Þar er reynt að girða fyrir tvíræðni skáldskaparins, þó að hún verði aldrei útrýmt úr texta. í helgisögum og Islendingasögum verður vígið að persónu- gerðri og einstakri athöfn, er slær á ýmsa strengi innan frásagnarinnar, svo að hún er harla ólík þeim glæp sem vélræn lagasetningin reynir að höndla. Það er helst í samtímasögum eins og íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar sem merkja má enduróm af lagasmitaðri lýsingu á sárafari, enda á þar lögfróður sagnaritari í hlut. 4 Hin nýja Grágásarútgáfa hleypir vonandi nýju lífi í rannsóknir á hinu gamla lagasafni, svo að lögin verði höfð á takteinum þegar rætt er um ís- lenskar miðaldabókmenntir. Lögbókin er vissu- lega stór í sniðum, svo að hún hentar ekki frem- ur en fyrrum til afþreyingarlestrar. En hún tekur vel á móti lesanda sínum. Útgefendur hafa tekið það ráð að prenta aðeins eina gerð laganna, |iá gerð sem lengri er. Staðarhólsbók er því oftast tekin fram yfir Konungsbók, þar sem texti þess handrits er jafnan fyllri og lengri. En Konungs- bók er prentuö þar sem hún hefur atriði og kafla fram yfir Staðarhólsbók. Ennfremur eru tekin með brot úr öðrum handritum. Því má kalla textann „samsteypu" ólíkra handrita. Þessi ákvörðun útgefenda er skynsamleg til að stærð verksins sé viðráðanleg, enda er vandalaust fyrir áhugasama lesendur að leita á náðir Finsens til að komast á snoðir um misræmi milli handrit- anna. Orðaskýringar við textann er mikilsverðasta framlag þessarar nýju útgáfu til rannsókna á þjóðveldislögunum. Skýringar á torskildu orða- lagi eru hafðar neðanmáls, og er sá háttur til mikillar prýði þar sem hann hjálþar mjög les- andanum. Atriðisorðaskrá er ennfremur aftan- máls, svo að fletta má upp á tilteknum orðum víðs vegar um lagasafnið. Grágás er nú í fyrsta sinn tiltæk í íslenskri prentaðri útgáfu og aðgengileg þeim sem rann- saka vilja þann magnaða og sérkennilega texta sem hún hefur aö geyma, en hrekjast frá forn- legum stafréttum útgáfum. Útgefendur eiga miklar þakkir skildar fyrir hið vandaða verk sitt sem enginn áhugamaður um íslenskar miðaldir ætti að láta fram hjá sér fara. 18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.