Ný saga - 01.01.1993, Page 38

Ný saga - 01.01.1993, Page 38
Annci Agnarsdóttir Frájótlands- heiðum. Einhver líf- seigasta deila sagn- frœðinga bér ct landi snýst um hvort til hafi staðið aðflytja íslenclinga þangað í kjölfar Skaftárelda. leitan.11 Heimsókn af þessu tagi er staðfest í skjölum Banks, sem varðveitt eru á Handrita- deild British Library. Par er bréf frá Anker, dagsett 28. september 1785, þar sem hann biður Banks um viðtal „on account of some matters concerning Iceland", þ.e.a.s. vegna málefna sem snertu ísland." í þessu bréfi Ankers er ekki minnst á skipti á Krabbaeyju og Islandi. Hins vegar segist Anker vilja ræða þann möguleika, að Danir veittu Bretum ein- um erlendra þjóða aðgang að íslandsmiðum og leyfi til að verka fiskinn í landi. Þessi hug- ntynd er einnig í samræmi við málflutning Cochranes, sem í ölium sínum skýrslum legg- ur áherslu á, hversu miklu hagstæðara það sé fyrir Breta að stunda fiskveiðar við ísland fremur en við Nýfundnaland. Auðvitað var eðlilegt að leita til Banks, þar sem hann var helsti sérfræðingur Breta um ís- land. Cochrane segist einnig hafa heimsótt Banks og þeir átt saman „a very long con- versation“. Við það tækifæri hefur Cochrane hugsanlega kynnl hugmyndina um landaskipt- in. Fram kemur nefnilega hjá Cochrane, að Banks hafi lýst stuðningi sínum við áform þeirra, talið þetta vera „a great national object“ og mannúðarverk, þar sem enginn vafi léki á því að íslendingar mundu verða bæði ham- ingjusamari og auðugri undir stjórn Breta.1’ Banks hafði haft miklar áhyggjur af líðan Is- lendinga eftir Skaftáreldaí(’ og hafði sem forseti Breska vísindafélagsins greiðan aðgang að breskum stjórnvölclum. Má ætla, að hann hafi tekið málið upp við stjórnvöld þegar eftir sam- töl sín við þá Anker og Cochrane, enda brá Banks jafnan skjótt við. í framhaldi af því er ekki ósennilegt, að fyrirspurn hafi verið send til breska sendiráðsins í Kaupmannahöfn til að kanna, hvernig ástandið væri eiginlega á ís- landi og hvort landið gæti nýst sem nýlencla Breta. Johnstone sendir svo svar sitt í skýrsl- unni, sem dagsett er 22. nóvember. Með þess- um hætti gæti atburöarásin hafa verið. Hins vegar varð ekkert úr þessu ráða- bruggi. Trúlega hafa bresk stjórnvöld ekki séð mikinn ávinning af þessum skiptum. Úr efnahagsástandinu á Islandi rættist jafnframt von bráðar. Cochrane lét hins vegar ekki deigan síga. I’að sem eftir var ævinnar var hann óþreytandi við að livetja stjórnvölcl til aö innlima ísland í Bretaveldi. Lét hann sig dreyma um að verða lanclstjóri Breta á íslandi sem „Earl of Iceland" eða a.m.k. „Baron Mount Hekla“. Hann lést í London í nóvem- ber 1801. 'K 3ú

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.