Ný saga - 01.01.2000, Blaðsíða 46

Ný saga - 01.01.2000, Blaðsíða 46
Steinunn Jóhannesdóttir ir Björn ekki og er sá maður kona að nafni Guðríður Símonardóttir, sem þjóðin hefur uppnefnt Tyrkja-Guddu fram á okkar dag. Guðríður skrifaði eiginmanni sínum í Vest- mannaeyjum, Eyjólfi Sölmundssyni, bréf frá Alsírborg, sem hún reyndar kallar Arríel, en ritháttur nafns borgarinnar er mjög á reiki meðal bréfritara. Bréfið er ekki varðveitt í frumriti frekar en hin bréfin, heldur einungis sem afrit í bréfabók Gísla Oddssonar Skál- holtsbiskups, sem skrifar í inngangi þess: „Kom mér í hönd 1635.“ Bréf Guöríðar Símonardóttur Ekki er kunnugt um bréf frá neinni annarri konu en Guðríði, sem er mikill skaði. Hitt er þó verra að bréf hennar er aðeins varðveitt til Mynd 3. Bréf Guðríðar Símonardóttur með hendi skrifara Gfsla Oddssonar biskups. hálfs, því að af óþekktum ástæðum hefur seinni hluti þess verið rifinn úr bréfabókinni, einmitt þar sem frásögn hennar af aðstæðum hennar og sonar þeirra Eyjólfs er að komast á skrið. A ráðstefnu Sagnfræðingafélags íslands og Félags þjóðfræðinga sem haldin var í Skaga- l'irði 14.-16. apríl s.l. hélt ég því fram að bréfi Guðríðar hafi ekki verið nægur gaumur gef- inn né metið sem skyldi og sú skoðun mín er óbreytt. Fyrir þá sem vilja gera sér mynd af konunni, sem eignaðist Hallgrím Pétursson fyrir seinni mann, mynd sem byggir á öðru en síðari tíma þjóðsögum, er ekki hægt að ganga fram hjá þessu bréfi og því sem það segir um Guðríði Símonardóttur og þær kringumstæð- ur sem hún lenti í. í fyrsta lagi lýsir það fram- úrskarandi sjálfsbjargarviðleitni hennar að ráðast í að skrifa manni sínum bréf. Aðrar konur í hópnum virðast ekki hal'a verið jafn driftugar, þótt verið geti að einhver bréf kvenna hafi glatast alveg. Þess hefði t.d. mátt vænta af eiginkonu síra Olafs Egilssonar, prestsmaddömunni l'rá Ofanleili, Astríði Þor- steinsdóttur, að hún hefði skrifað manni sín- um bréf. 1 öðru lagi sýnir bréf Guðríðar að hún hefur bæði haft ást og traust á manni sín- unt, Eyólfi Sölmundssyni, hún hefur talið hann í stakk búinn að vinna að því að hún yrði leyst úr ánauðinni. I þriðja lagi sést að ambáttin er áhyggjufull ung nióðir. í fjórða lagi er bréfið órækur vitnisburður um trúarlíf Guðríðar Símonardóttur, sem er í fullu sam- ræmi við rétttrúnað 17. aldar. Hún treystir náðugum guði og er ekki í neinum vafa um að þær hörmungar sem hún fær að reyna eru refsing almættisins, maklegt hrís á synduga manneskju, kross sem henni er ætlað að bera. Það er meining með þjáningunni. Bréf Guðríðar hefst á löngum, viðhafnar- miklum og ástríðufullum inngangi en fer svo út í þessa sálma: „En það, sem ég tala um mína aumu æfi, er hið fyrsta, að ég hjari, eink- um l'yrir Guðs náð og sérlega velgerninga, verandi hér í Barbarie og í einum lyrkneskum stað, sem heitir Arriel, hjá einum Tyrkja, er mig keypti með það fyrsta og mína barnkind, hvað að mig gerði bæði að hryggja og gleðja í mínum hörmungum, og undir þessu Drottins maklega álagða hrísi og krossins þunga hryggist ég og særist daglega að vita hann í þvílíkri neyð og háska, sem oss er uppá lagt vegna vorra synda, en ég gleðst í Guði og í því nokkurn part ... .“ Lengra nær bréfið ekki því miður, restin er týnd. En þessi stulti kafli geymir lykilupplýs- ingar. Heimildir um örlög kvenna og barna Guðríður Símonardóttir telur það auma ævi að vera ambátt í Alsír. Hún veit að borgin lýtur yfirstjórn Tyrkja og húsbóndi hennar tilheyrir herrastéttinni, hann er Tyrki. Hvað hann heilir og hversu háttsettur hann er kem- ur ekki fram í bréfkaflanum, en aðrar heirn- ildir nefna hann Ali dey. Þegar hún er leyst út er hún keypt af ekkju Ali dey. Guðríður telur það lán í óláni að sonur hennar var keyplur með henni, sem bendir til þess að 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.